Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990.
21
Um síðustu áramót hófu verslunar-
eigendur í Kringlunni samstarf um
fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hnupl-
urum með þeim árangri að fleiri hafa
verið teknir og er það meginskýring-
in á þessari aukningu milh ára.
Hnuplarar
á öllum aldri
Búðaþjófarnir eru á öllum aldri en
aldurshópurinn 14-16 ára er langfjöl-
mennastur. Börn yngri en fjórtán ára
hafa verið staðin að hnupli og full-
orðnir virðulegir borgarar einnig.
Oft er þetta fólk sem maður myndi
síst gruna, ágætlega til fara og með
næga peninga á sér til að gréiða fyr-
ir hlutinn. Margir búðaþjófar eru
nefnilega venjulegt fólk sem fallið
hefur í augnabliks freistingu.
Fólk stelur í búðum af ýmsum
ástæðum. Það vill komast yfir eigu-
legan hlut, hnuplar af því þaö er
spennandi, er stelsjúkt, unglingar
láta undan þrýstingi frá félögunum,
sumir hnuplarar bera viö peninga-
leysi og aðrir hnupla til aö komast
yfir hlut sem hægt er að skipta fyrir
annan síöar.
Verðgildið lágt
Hnuplararnir verða uppvísir að því
að taka alls kyns varning ófrjálsri
hendi, matvöru, hreinlætisvöru,
fatnað, sælgæti og gjafavöru. Um
daginn var kona á sextugsaldri tekin
í hverfisverslun með mikið magn af
hreinlætisvöru inni á sér og önnur á
svipuðum aldri hafði raöað inn á sig
tómötum. Að sögn Ómars Smára
Ármannssonar, hjá forvarnardeild
lögreglunnar, er verðgildi hluta sem
hnuplað er yfirleitt lágt. Hann nefndi
nokkur nýleg dæmi um hnupl sem
lögreglan hefur haft afskipti af: hár-
spenna á 175 kr., brjóstahaldari á 675
kr., rafhlöðupakki á 275 kr„ pylsu-
pakki á 171 kr, svampur á 53 krónur,
sælgæti á 91 kr„ vasaklútur á 89 kr.
Kona var gripin með kjól sem kost-
aði 1.819 kr. og strákur með skyrtu
á 1.590 krónur. í þessum hópi var
fimmtán ára strákur sem var gripinn
með bangsa og afmæliskort, 34 ára
gamall maður var tekinn fyrir hnupl
á sígarettum og súkkulaði, 38 ára
gömul kona var tekin með tvennar
sokkabuxur sem kostuðu 1.720 krón-
ur samtals. Sumir hnupla í fleiri en
einni búð í ferð og nefndi Ómar
Smári dæmi um mann sem tekið
hafði herrafrakka í einni búð en bók
og skæri í annarri.
Jólahnuplarar
Búðahnupl virðist vera árstíða-
bundið og í desember eru flestir tekn-
ir samkvæmt skýrslum lögreglunn-
ar. Þá eru kröfumar um að gefa hluti
og eignast hluti hvað mestar og auð-
velt fyrir hnuplarana að athafna sig
í mannmergðinni. Tvær fullorðnar
konur vora eitt sinn teknar í bóka-
búð skömmu fyrir jól eftir að hafa
stolið mörgum barnabókum. Þeirra
skýring var sú að barnabörnin væru
Hnupiari gripinn eftir að hafa farið framhjá afgreiðslukössum án þess að greiða fyrir pylsupakka og rafhlöður. Myndin er sviðsett i versluninni Sunnukjör
en þess má geta að klukkustund siðar var kona á sextugsaldri gripin í versluninni fyrir hnupl á nokkrum tómötum.
svo mörg að þær hefðu ekki efni á
að kaupa handa þeim jólagjafirnar.
Hert eftirlit
Starfsmenn Kringlunnar hafa
fengið fræðslu um það hvernig eigi
að fylgjast með viöskiptavini sem er
grunsamlegur. Ef starfsmaðurinn
sér viöskiptavin stinga inn á sig ein-
hverju fylgist hann betur með hon-
um á ferð um verslunina. Ekki er
hægt að sanna hnupl fyrr en viðkom-
andi viðskiptavinur hefur farið fram
hjá afgreiðslukössum án þess að
greiða fyrir hlutinn. Þá gerir starfs-
maðurinn viðvart og viöskiptavinur-
inn er stöðvaður. í Kringlunni er
framkvæmdin sú að annar starfs-
maður er kallaður til sem vitni.
„Helst þurfum við að geta bent á
hverju hafi verið stolið og hvar hlut-
urinn sé geymdur. Ef hnuplarinn
neitar biðjum við hann að koma með
okkur inn á skrifstofu. Ef hann neit-
ar enn að hafa tekið hlutinn tilkynn-
um við honum að lögregla verði köll-
uð til því við leitum ekki á viökom-
andi,“ segir Magnús Pálsson yfir-
maður öryggisdeildar Kringlunnar.
„Ef hann vill ekki koma með okkur
og reynir að hlaupa í burtu eins og
oft hefur gerst höfum við heimild til
handtöku og lögreglan er kölluð til
strax.“
Búðahnupl
er refsivert
Ef hnuplarinn viðurkennir brotið
strax er tekiö niður nafn, heimilis-
fang og símanúmer. Ef um ungling
er aö ræða er haft samband við for-
ráðamenn. Búðaþjófar undir 15 ára
aldri hljóta ekki refsingu fyrir brotið.
Ef haft er samband við lögreglu er
gerð skýrsla um atburðinn og hún
send barnaverndarnefnd sem metur
til hvaða aðgerða skuli gripið í sam-
ræmi við barnaverndarlöggjöfina.
Suma hefur þurft að færa á lögreglu-
stöð vegna þess að þeir hafa neitað
að gefa upp nafn og aðrar upplýsing-
ar. Ef börn eiga í hlut er lögregla
ekki kölluð til heldur aöeins haft
samband við foreldra.
Börn í smáhnupli
Þótt ótrúlegt megi virðast eru börn
yngri en tíu ára oft staðin að hnupli.
Fyrir nokkrum árum voru litlar
systur, fimm og sex ára gamlar,
gripnar fyrir hnupl í ritfangaversl-
un. Þegar litið var í pokann þeirra
kom í ljós aö þær höfðu farið víða
og tekið hluti. Þegar haft var sam-
band við fóður þeirra bað hann um
að lögregla yrði kvödd til. Að hans
sögn voru þær búnar að leika þennan
leik um tíma og þrátt fyrir skammir
foreldra héldu þær uppteknum hætti
og aðeins lögregluþjónn gæti talað
um fyrir þeim.
í Pennanum í Kringlunni eru
margir smáhlutir sem freista barna
og unglinga. Áslaug Friðriksdóttir
starfsmaður þar segir að ástandið
versni greinilega þegar frídagar eru
í skólum. Þá fyllist Kringlan af börn-
um og unglingum sem virðast ekkert
vita hvaö þau eigi af sér að gera.
„Þetta eru einstaka krakkar sem
virðast hafa þörf fyrir að taka það
sem þeir eiga ekki,“ segir Áslaug.
„Við erum með ýmsa smáhluti hér í
búðinni sem freista þeirra þaö mikið
að þau leiðast út í þjófnað. Mér’ finnst
að þessi umræöa eigi erindi í skólana
svo það verði hugarfarsbreyting
gagnvart þessu smáhnupli.
Krakkarnir verða í flestum tilfell-
um smeyk og skömmustuleg þegar
þau verða uppvís að þessari iöju. Það
er ekki alltaf peningaleysi sem veld-
ur þvi nýlega gripum við tíu ára
stelpu sem var með 500 krónur á sér.
Hún keypti ýmislegt smádót en tók
jafnframt annað sem hún borgaði
ekki. “
Reglan er sú, segir Áslaug, að haía
samband við foreldra. Foreldrar taka
starfsmönnum verslunarinnar und-
antekningarlaust vel og þykir afar
leitt aö frétta um iðju barna sinna.
Mikil skömm
Viðbrögð hnuplara sem teknir eru
við iðju sína eru mjög misjöfn. Sum-
ir falla saman, gráta, bera sig illa og
eru skömmustulegir. Aðrir eru for-
hertir og láta ekkert annað í ljós en
að þetta sé allt í lagi. Lögreglan hefur
fengið margar útskýringar á hnupl-
inu en fæstir bera við peningaleysi.
Flestir segjast aldrei hafa gert slíkt
áður og lofa að hnupla ekki framar.
„Yfirleitt höfum við samúð með því
fólki sem tekið er fyrir smáhnupl og
ber sig illa. Hins vegar vitum við yfir-
leitt hvort fólk er að segja satt varð-
andi þá fullyrðingu að þetta hafi aldr-
ei komið fyrir áður,“ segir Ómar
Smári. í fæstum tilfellum komast
hnuplarar oftar en einu sinni á skrá
hjá lögreglu. Tii eru þó dæmi um
stelsýki, þar sem manneskja verður
uppvís að ítrekuðu hnuph og oftar
en ekki á tilgangslausum hlutum.
Varnir gegn hnupli
Verslunareigendur hafa marga
möguleika á því að veijast hnuplinu.
Innanhússjónvarpskeiifi, speglar
víðs vegar, gluggar sem líta út eins
og speglar og hljóðmerki eru dæmi
um slíkt. Þess fyrir utan má haga
innréttingum búðarinnar þannig aö
þeir hlutir sem auðvelt er að stela
séu ekki beint fyrir augum þjófsins
ásamt þvi að starfsmenn hafi augun
opin fyrir hugsanlegu hnupli. Mark-
mið lögreglu og verslunareigenda er
forvarnarstarf til að koma í veg fyrir
hnuplið strax áður en einhverjum
tekst að gera sig að þjófi, jafnvel fyr-
ir lítilræði eins og þvottasvamp sem
aðeinskostar53krónur. -JJ
Þjófur með hárgreiðu
og þvottasvamp
Það sem af er þessu ári hefur lögregl-
an í Reykjavík fengið 60 tilkynningar
um hnupl í verslunum og er það tvö-
földun frá því í fyrra. Þrjár af hverj-
um fjórum tilkynningum um hnupl
koma frá Kringlunni en stórmarkað-
ir eins og Hagkaup í Skeifunni og
Mikligaður eru vinsælir hjá hnupl-
urum. Þessar tölur segja einungis til
um þann fjölda sem tekinn er en
ekki hversu búðahnupl er algengt.