Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990.
39
Ólafur Arason:
Öllu fómað fyrir
eitt flygilhom
Ólafur Arason býr á Egilsstöðum
og er innheimtustjóri hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa. Hann er einn þeirra sem
er heltekinn af ferðalöngun og ævin-
týraþrá.
- Hvenær fórst þú fyrst í utanlands-
ferð?
„Ég fór fyrst þegar ég var lítill polli
með fjölskyldu minni til Danmerkur.
En áhuginn á ferðalögum vaknaði
fyrst þegar ég fór með skólafélögum
mínum úr Samvinnuskólanum til
Hawaii 1982. Það var mikið ævintýri.
Fyrir það fyrsta var þetta svo löng
leið og eins og að koma í annan heim
og í annan stað þá eyddi ég öllum
gialdeyrinum í hljóðfærakaup við
komuna til Hawaii. Ég var því alveg
peningalaus það sem eftir var ferðar,
átti varla fyrir mat en lifði á lánum
hjá ferðafélögunum. Þetta er gott
dæmi um það hvað græningjar á
ferðalögum geta gert mikla skyssu.
Til að kóróna allt var hljóðfærið tek-
ið af mér í tollinum heima uns ég
hafði borgað 100% toll. Viku síðar
var aflétt tolli á hljóðfærum."
(Þess má geta hér innan sviga að
Ólafur spilaði lengi með lúðrasveit á
Egilsstöðum og hljóðfærið sem hann
keypti var flygilhorn. Það fór þó svo
að hann spilaði aldrei á það hljóð-
færi.)
- Og samt hefurðu haldið áfram að
svala ferðalönguninni?
„Já, upp frá þessu hef ég farið út á
hverju ári nema eitt sumar en ég er
búinn að bæta það upp með því að
fara tvisvar á ári síðan 1987.“
- Og hvert hefur leiðin legið?
„Ég reyni að fara eins víða og ég
get. Ég hef farið um Evrópu þvera
og endilanga, m.a. tvisvar austur fyr-
ir járntjaldið sáluga. Tvívegis hef ég
farið til Bandaríkjanna. Það er stór-
kostlegt land fyrir ferðamanninn og
býður upp á fjölbreytilega mögu-
leika.“
- Feröu með skipulögðum hópferð-
um?
„Yfirleitt geri ég það ekki, heldur
fer á eigin vegum. Ég reyni að lesa
mér til og skipuleggja ferðina í sam-
ræmi við þær hugmyndir sem þann-
ig verða til og spinn síðan út frá því
þegar ferðin er hafin. Fyrir vikið
missir maður eflaust af áhugaverð-
um hlutum sem fararstjóri í hópferð
kann öll skil á.“
- Og hvað hefuröu reynt áhugaverö-
ast?
„Það held ég að hafi verið að koma
til Moskvu 1985. Þar datt ég hreint
inn í ævintýraheim. Fyrst og fremst
var ótrúlegt að sjá það harðræði sem
fólkið býr við. Óg það var einkenn-
ilegt að kynnast því hvað ferðafrelsi
almenns ferðamanns var heft. Það
var eins og að ganga á vegg. Okkur
var t.d. ekki leyft að fara út úr borg-
inni og maður fann greinilega hvað
allt var undir ströngu eftirliti. Ég
ætlaði til Svartahafsins meö íleira
fólki. Sú ferð var skipulögð af þar-
lendum. En svo var okkur sagt að
engin hótelherbergi væru laus og síö-
an var ferðinni aílýst vegna ónógrar
þátttöku. Þegar við vildum fara á eig-
in vegum var það bannað."
- Áttu þér draumaferð?
„Já, það er að komast til Ástralíu.
Þar á ég frændfólk og vini. Þaö stóð
til að fara i vor en þetta er svo dýrt
að ég verð að fresta því um sinn.
Kannski heillar Ástralía mig af því
að hún er svo langt i burtu. Við
göngum nú sum með þá hugmynd
að því lengra sem farið sé því betri
LífsstQI
„Áhuginn á ferðalögum vaknaði
fyrst þegar ég fór með skóiafélögum
minum úr Samvinnuskólanum til
Hawaii 1982. Það var mikið ævin-
týri, segir Ólafur Arason.
verði ferðin. Þetta er auðvitað ekki
rétt. Okkur sést oft yfir þá möguleika
sem næstu lönd bjóða upp á, svo
ekki s'é nú talað um okkar eigið land.
En svo langar mig líka til Austur-
landa fjær til að komast í tæri viö
menningu og sögu gerólíka því sem
er á Vesturlöndum.“
-SB
Lára Ólafsdóttir Kjerúlf:
Það jafnast ekkert
á við Júgóslavíu
Lára Ólafsdóttir Kjerúlf er fædd og
uppalin á Hvammstanga á þeim tím-
um sem ferð til Reykjavíkur var mik-
ið fyrirtæki og ekki farin nema af
brýnni nauðsyn. Það tók tvo daga ef
farið var landleiðina, fyrst á hesti
suður í Borgarfjörð, á bíl í Borgarnes
og þaðan með skipi til borgarinnar.
Síðan gerðist Lára húsfreyja í sveit
á Héraði og bjó þar til ársins 1971. Á
þeim árum var utanlandsför svo fá-
ránleg hugsun að hún lét sig ekki
einu sinni dreyma um shkt.
- En hvenær fórstu fyrst utan?
„Það var 1978. Það ár gekkst Kven-
félagasamband Austurlands fyrir
fwð aldraðra til Kanaríeyja. Þegar
nalgaðist brottför kom í ljós að ég
þekkti engan af tilvonandi ferðafé-
lögum. En ég hugsaði með mér aö
þetta væri eflaust allt besta fólk og
það reyndist líka svo. í þessari ferð
eignaðist ég vinkonu sem hefur farið
út með mér oft síðan. Og það er ekki
að orðlengja það að ég var svo ánægð
með ferðina að börnin mín ákváðu
að gefa mér ferð til Mallorca árið
eftir þegar ég varð sjötug.“
- Og hefurðu farið oft síðan?
„Já, já, á hveiju einasta ári hef ég
farið eitthvað út.“
- Og hvert hefur leiðin legið?
„Ég hef til dæmis farið til Skot-
lands, tvisvar til Noregs, þrisvar til
Júgóslavíu og oft il Mallorca. Og það
er alltaf jafngaman. Þetta hristir upp
í hversdagsleikanum.“
- Hvað finnst þér svona skemmti-
legt?
„Þetta er svo mikil tilbreyting og
hvíld. Maður verður allur endur-
nærður á sál og líkama. Rútuferðirn-
ar eru þó varla hvíldarferðir, en
þannig ferðast ég um Skotland og
Noreg, en þær eru mjög skemmtileg-
ar. Og svo er góða veðrið og hitinn
sem bræðir úr manni gigtina, að
ógleymdu blómskrúðinu sem mætir
alls staðar augum. í Skotlandi gistum
við mest í tjöldum. Þá var ég líka svo
ung, ekki nema sjötíu og eins.“
- Hvað heldurðu að hafi verið besta
ferðin?
„Það jafnast náttúriega ekkert á við
Júgóslavíu. Þar er svo fallegt og
blómahafið ólýsanlegt enda var ég
þarna að vori til þegar rósirnar stóðu
í blóma. Annars var hver ferðin ann-
arri betri.“
- Hvernig ferðu að því að fjármagna
utanlandsför á hverju ári?
„Það skal ég segja þér. Ég legg til
hliðar upphæð sem svarar því að ég
reykti einn pakka á dag. Það nægir
venjulega fyrir ferðakostnaði. Svo
verða alltaf einhver ráð með gjald-
eyri. Hann dettur bara niður úr skýj-
unum ef ekki vill betur til.“
- Manstu eftir einhveiju skemmti-
legu frá þessum ferðum?
„Já, heilmörgu. Ég.man til dæmis
að þegar við ætluðum að skoða her-
togahöllina í Feneyjum gat ekki orðið
af því vegna þess að þar stóð þá yfir
hundasýning og urðum við frá að
hverfa."
- Er eitthvaö sem þér finnst að megi
betur fara í þessum ferðum á vegum
ferðaskrifstofanna?
„Ég hef oftast farið í skipulögðum
ferðum fyrir eldri borgara og þar
hefur yfirleitt ekkert farið úrskeiðis.
Við höfum haft frábæra farastjóra
og það hefur veriö dekraö við okkur
allan hátt.“
- En áttu þér draumaferð?
„Já, mig langar að fara enn einu
sinni til Júgóslavíu. Maður hvílist
best á því að fara þangað sem maður
er kunnugur. Svo hefur mig líka allt-
gíífííMMö)
JARÐVEGSÞJÖPPUR
TIL Á LAGER
„Það eru fastir liðir eins og venju-
lega. Ég fer til Mallorca nú um miðj-
an maí og verð i hálfan mánuð,“
segir Lára Ólafsdóttir Kjerúlf.
af langað að koma til Rómar.“
- Ætlarðu að fara eitthvað í sumar?
„Það eru fastir liðir eins og venju-
lega. Ég fer til Mallorca nú um miðj-
an maí og verð í hálfan mánuð."
-SB
Á GÓÐU VERÐI
■G Æ3Í Bh
Skútuvogi 12 A, s. 91-82530
FUNDIR MEÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA UM LANDIÐ
..........^nlP.llFSKJÓR-RlKgARMAL
ÁRANGURINN
framtiðin
efnSagsbatinn OG NY nAÐHORF
ÍÍSIENSKUMPJÓÐMALUM
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráöherra heldur
fund um árangurinn sem náðst hefur í
efnahagsmálum og um ný viðhorf í íslenskum
þjóðmálum. Fjallað verður um framtíðarhorfur í
fjármálum, atvinnulífiog lífskjörum. Fyrirspurnum
svarað um nútíð og framtíð.
VESTMANNAEYJAR
LÁUGARDAGINN12. MAÍ KL. 14:00
í MUNIN, HÓTEL ÞÓRSHAMRI
NESKAUPSTAÐUR
ÞRIÐJUDAGINN15. MAl KL. 20:30
IEGILSBÚÐ
HUSAVIK
SUNNUDAGINN13. MAfKL. 15:00
ÍHÓTELHÚSÁVÍK
HÖFN
MIÐVIKUDAGINN16. MAÍ KL. 20:30
ÍHÓTELHÖFN
EGILSSTAÐIR
MÁNUDAGINN14. MAÍKL. 20:30
í HÓTELVALASKJÁLF
SELFOSS
FIMMTUDAGINN17. MAÍ KL. 20:30
(HÓTELSELFOSSI
Allir velkomnir
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ