Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. Útlönd Ofbeldi varpar skugga á viðræður Átök hafa staöi milli hvítra manna og blökkumanna í Welkom i Suöur- Afríku. Níu manns hafa látiö Iffiö I þessum átökum. Simamynd Reuter Ofbeldi og blóöug átök milli hvítra manna og blökkumanna í námabæn- um Weikotn i Suður-Afríku hafa varpaö skugga á friðarviöræður í landinu og fengiö menn til að efast um getu suður-afrískra leiðtoga til aö halda uppi lögum og reglu. Átök hafa staðið milli hvítra öfgamanna og svartra íbúa bæjarins í viku. Nú hafa samtök ný-nasista þar heitið því að verja Welkom með vopnavaldi og blökkumenn hafa lokað af nærliggjandi sveit- ir fyrir öllum hvitum. Níu manns, sjö blökkumenn og tveir hvítir menn, hafa látið lífið síðustu viku. Áður en átökin hófúst haföi spenna verið að magnast milli blökku- manna og hvítra í bænum frá því í marsmánuöí. Þá settu hvítir öfgamenn á laggirnar vopnaöar sveitir „eftirlitsmanna“. í mótmælaskyni við eftirlit- ið og lát tveggja blökkumanna fyrir hendi hvítra ákváðu blökkumenn í Welkom að sniðganga fyrirtæki hvítra í bænum. Það var fyrir tólf dög- um. Á sunnudag ákváðu leiðtogar blökkumanna svo að falla frá þessari ákvörðun og var það gert til að reyna að lægja öldumar. íbúar Welkom segja að ungir og róttækir blökkumenn í Thabong, bú- setusvæði blökkumanna, hafi reiðst svo þessari ákvörðun leiðtoganna að þeir hafi hafið grjótkast að bifreiöum. Þá greip lögregla til vopna. Þrír blökkumenn létust í gær af sárum sínum. Átök stóðu alla aöfaranótt mánudags og í gær. Gorbatsjov fær kauphækkun Sovéska þingið samþykkti í gær að hækka mánaðarkaup Gorbatsjovs Sovétforseta um hvorki meira né minna en 160 prósent. Forsetihn fær nú sem svarar til rúmlega þrjú hundruð ogáttatíu þúsund íslenskra króna í raánaðarkaup, eða um tvö hundruð og tuttugu þúsund þegar ríkið hefur tekið sem því ber í skatta. Þetta er sextán sinnum meira kaup en venjuleg- ur sovéskur verkamaður fær á mánuði. Hubble sýnir getu sína Bandariski stjörnusjónaukinn Hubble sendi um helgina Irá sér sína fyrstu mynd. Sfmamynd Reuter Bandaríski stjörnusjónaukinn Hubble, sem nú er á ferð í himingeimn- um, sendi mynd til jarðar í fyrsta sinni um helgina. Myndina til hægri hér að ofan sendi Hubble til jarðar og er hún af stjörnuklasa i 1.260 ljós- ára fjarlægð. Myndin til vinstri er tekin úr stjörnusjónauka á jörðu niðri og er til samanburöar. Á myndinni sem Hubble sendi frá sér má sjá að tvístimi er þar sem hin myndin sýnir aöeins eina stjömu. Vísindamenn, sem séð hafa um að koma Hubble fyrir í geimnum, eru ákaflega ánægðir með árangurinn og segjast fullvissir um aö sjónaukinn muni geta þaö sem fyrir hann var lagt, þ.e. aö leita uppruna jarðar. Sovétmenn senda reikninginn Sovésk yfirvöld, sem nú hafa hafið brottflutning herja sinna frá ríkjum Austur-Evrópu, hafa lagt fram óhemju háar kröfur á hendur yfirvöldum þessara fyrrum leppríkja sinna m.a. vegna herstöðva og annarrar aðstöðu sem sovésku hermennirnir munu skilja eftir þegar þeir fara. Að því er heimildir dagblaðsins Intemational Herald Tribune herma hafa stjóm- völd í Moskvu til að mynda krafist svo hárra fjárhæða af Tékkum að þeir telja slikt óheyrilegt. Ekki er ljóst hversu mikið Sovétmenn fara fram á en í nýlegri grein í fyrmefndu dagblaöí segir að kröfur þeirra nemi milljónum dollara bæði í Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi og milljöröum dollara i Austur-Þýskalandi en þar var stærsta og fullkomnasta aðstaða fyrir sovéska hermenn í öllum austurhluta álfunnar. Vestur-þýskir embættismenn segja stjómina i Bonn reiöubúna til að ihuga víðtæka aðstoð til Sovétmanna til að fá samþykki þeirra fyrir sam- einingu þýsku ríkjanna og tryggja brottflutning sovéskra hermanna frá Austur-Þýskalandi. Slík aöstoð myndi verða veitt þeim hermönnum sem fluttir verða á brott. En ríkisstjómir nýju lýðræöisríkja Austur-Evrópu eru ekki allar á eitt sáttar viö reiknínga Sovétmanna. Efhahagur þessara þjóða er bágur og margar mega ekki viö því aö greiða Sovétrikjunum fyrir áratuga dvöl hermanna í álfunni. í Póllandi til að mynda er ástand- ið mjög slæmt og í ljósi aukinnar pólitísErar umræðu í þjóðfélaginu geta pólsk yfirvöld ekki gengið að kröfum Sovétmanna án þess að til mikillar gagnrým komi heima fyrir. Öryggisráðið íhugar kröfu um neyðarfund Palestínsk kona vopnuð grjóti hrópar ókvæðisorð að ísraelskum hermönn- Símamynd Reuter Fjórir Palestínumenn biðu bana í gær í óeirðum á Gazasvæðinu sem fylgdu í kjölfar morðanna á sjö arab- ískum verkamönnum á sunnudags- morgun. Starfsmenn sjúkrahúsa segjast hafa tekið á móti átta hundr- uð manns frá því á sunnudag sem leituðu til þeirra vegna skotsára. Alls hafa ellefu látið lífið auk þeirra sjö sem myrtir voru. Gífurleg reiði ríkti meðal araba í gær, ekki bara á herteknu svæðun- um heldur einnig í ísrael og í Jórdan- íu. Palestínskir leiðtogar, sem eru í felum á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu, lýstu því yfir að „stund hefndarinnar væri runnin upp“. ísraelski herinn sendi liðsauka til herteknu svæðanna og herforingjar kváðust myndu grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Ami Propper, ísraelsmaðurinn ungi sem myrti sjö palestinska verka- menn á sunndaginn, fyrir rétti í gær. Símamynd Reuter Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun I dag fjalla um beiðni araba um neyðarfund vegna oíbeldisins á her- teknu svæðunum. Leiðtogar araba og stjórnir ýmissa Evrópulanda for- dæmdu ísraelsk yfirvöld vegna þess um við Jerúsalem. fjölda sem látið hefur lífið en banda- rísk yfirvöld lýstu yfir áhyggjum sín- um yfir því hversu margir heföu beð- ið bana. Hvöttu þau til að stefnt yrði að friðarviðræðum milli Palestínu- mannaogísraelsmanna. Reuter Kosningum ekki frestað -vegna morða á frambjóðendum Stjórnmálamenn í Kólumbíu for- dæmdu í gær tilraunir til að koma í veg fyrir forsetakosningarnar á sunnudaginn eftir að öldungadeild- arþingmaður var myrtur og tilraun gerð til sprengjuárásar á fjölskyldu Barcos forseta. Federico Estrada Velez, öldunga- deildarþingmaður Frjálslynda flokksins, og bílstjóri hans voru skotnir til bana í gær þegar þeir biöu við umferðarljós í borginni Medellin þar sem eru aðalstöðvar stærsta eit- urlyfjahringsins í Kólumbíu. Morð- ingjarnir komust undan. Estrada Velez var kosningastjóri Gaviria sem er frambjóðandi Frjáls- lynda flokksins og talinn líklegur til sigurs vegna harðrar afstöðu sinnar gegn ofbeldi. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en flkniefnabarónar hafa tilkynnt að þeir muni beina ár- ásum sínum gegn stjórnmálamönn- um í stríði sínu við yfirvöld. Þrír for- setaframbjóðendur hafa verið myrtir frá því að stríöið hófst fyrir níu mán- uðum. Horacio Serpa innanríkisráðherra sagði aö verið gæti að með ofbeldis- aðgerðum væri verið .að reyna aö koma í veg fyrir kosningamar- en þær myndu samt fara fram eins og ráögert hefði verið. í gær gerði lífvörður dóttur Barcos Tugir manna hafa látið lífið í tilræðum eiturlyfjabaróna i Medellin i Kólumb- ÍU frá því í marslok. Simamynd Reuter forseta óvirka sextíu kílóa dýnamit- sprengju við bamaskóla í Bogota. Dóttir forsetans og tvær dætur henn- ar voru þá inni í skólanum ásamt tvö hundruð og fimmtíu öðrum nemend- um. Estrada Velez var rænt af eitur- lyfjasölum f síðasta mánuði og sleppt ósködduðum að tveimur dögum liðn- um með skilaboð til yfirvalda sem aldrei vora birt. Eftir ránið kvaðst hann mótfallinn framsali meintra eiturlyfjasala til Bandaríkjanna. Frá því síðla í mars hafa eiturlyfja- salar hert baráttu sína gegn yfirvöld- um. Sextíu manns hafa beðið bana í bílasprengingum og um sextíu lög- reglumenn hafa verið skotnir til bana í Medellin. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.