Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990.
Utlönd
lon Ratiu, frambjóöandi Bændaflokksins í Rúmeníu, segir undarlega flutninga á kjörkössum hafa átt sér stað
aðfaranótt mánudags. Simamynd Reuter
Kosningamar í Rúmeníu:
Litháen:
Sjálfstæðinu frestað?
Stjórnvöld í titháen virðast nú
komin á fremsta hlunn með að fresta
gildistöku sjálfstæðisyfirlýsingar
lýðveldisins frá 11. mars um stundar-
sakir í því skyni að fá sovéska ráða-
menn að samningaborðinu. í fréttum
Tass, hinnar opinberu sovésku
fréttastofu, í gær sagði að á ríkis-
stjórnarfundi lýðveldisins hefði
stjórnin lýst yfir stuðningi við tillögu
þar sem gert er ráð fyrir frestun
gildistöku yfirlýsingarinnar. Vel
gæti farið svo að tillagan verði tekin
fyrir á litháiska þinginu og jafnvel
samþykkt í dag. Gorbatsjov Sovét-
forseti hefur sett sem skilyrði fyrir
viðræðum við Litháa að þeir falli frá
eða að minnsta kosti fresti gildistöku
sjálfstæðisyfirlýsingarinnar.
í nágrannalýðveldinu Eistlandi
lögðu margir Rússar niður vinnu í
gær til að mótmæla sjálfstæðisbar-
áttu ráðamanna. Rússar, sem eru í
minnihluta í Eistlandi, eru andvigir
fyrirætlunum ráðmanna í lýðveld-
inu. Þeir segjast óttast að réttindi
þeirra verði fótum troðin og vilja að
Gorbatsjov beiti forsetavaldi í lýð-
veldinu. Leiðtogar verkfallsmanna
segja að vinna hafi stöðvast í nítján
verksmiðjum í höfuðborg Eistlands
og tugum annarra víða um lýðveldið.
Forsætisráðherra Eistlands vísaði
fullyrðingum verkfalfsleiðtoganna á
bug og kvaðst telja að verkfallið hefði
aðeins náð til örfárra verksmiöja.
Vegna sjálfstæðisbaráttu Eystra-
saltsríkjanna hafa sovésk stjórnvöld
hafið brottflutning kjarnorkuvopna
frá svæðinu. Þetta kom fram í máli
Hans Binnendijk, vestræns hernað-
arsérfræðings í gær. Binnendijk
kvaðst telja að sovéskir ráðamenn
myndu leita eftir alþjóðasamþykkt
er gerði ráð fyrir að Eystrasaltsríkin
verðikjarnorkulaustsvæði. Reuter
Ásakanir um
víðtækt svindl
„Við ætlum að berjast fyrir því
með öllum ráðum að kosningarnar
verði lýstar ógildar," sagði Ion Ratiu,
forsetaframbjóðandi Bændaflokks-
ins í Rúmeníu, í gærkvöldi. Ratiu
flúði Rúmeníu á fimmta áratugnum
en sneri aftur eftir fall Ceaucescus í
desember síðastliðnum.
Ratiu lýsti yflr undrun sinni á
ummælum vissra erlendra eftirlits-
manna sem sagt höfðu kosningarnar
í Rúmeníu stórt skref í átt að lýð-
ræði. „Það sem Bandaríkjamennirn-
ir segja er fáránlegt. Eftirlitsmenn
frá Alþjóðasambandi jafnaðarmanria
virðast hafa gert sér betur grein fyr-
ir ástandinu."
Ratiu sagði að allt benti til víðtæks
kosningasvindls og nefndi nokkur
dæmi um árásir á kosningastarfs-
menn Bændaflokksins og undarlega
flutninga á kjörkössum aðfaranótt
mánudagsins.
Þegar búið var að telja 5 milljónir
atkvæða háfði Ion Iliescu, forseta-
frambj óðandi Þj óðfrelsishreyfingar-
innar, hlotið 87 prósent atkvæða og
Ratiu 3 prósent. „Þið skuluð ekki
halda að ég dragi mig í hlé þó að all-
ar tilraunir okkar til að fá kosning-
arnar ógildar mistakist," sagði Ratiu.
„Ég mun í staðinn beijast á þingi því
við munum hvernig fór þegar sósíal-
istar tóku ekki þátt í kosningunum
á Ítalíu í mótmælaskyni við Mussol-
ini. Það varð til þess að hann var við
völd í 20 ár.“
Ratiu sagði að Iliescu gæti ekki
komið á lýðræði að sænskri fyrir-
mynd því hann vissi ekki hvað lýð-
ræði væri. Það eina sem hann vildi
væru völd og það eina sem hann
gæti gert við Rúmeníu væri að koma
aftur á kommúnisma.
Eftir stórsigur sinn í kosningunum
á sunnudaginn sagðist Iliescu í gær
vilja leggja grunninn að lýðræðis-
legri framtíð Rúmeníu. Kvaðst for-
setinn vilja byija með því að koma á
lýðræði að sænskri fyrirmynd.
Campeanu, forsetaframbjóðandi
fijálslyndra, hlaut um 10 prósent at-
kvæða í kosningunum. Hann sakaði
stuðningsmenn Þjóðfrelsishreyfmg-
arinnar um alvarlegt kosninga-
svindl.
TT og Reuter
Rússar, búsettir í Eistlandi, lögðu niður vinnu í gær í mótmælaskyni við
sjáifstæðisfyrirætlanir yfirvalda lýðveldisins. Á myndinni má sjá tvo verk-
fallsmenn setja upp skilti við inngang Dvigatel-verksmiðjunnar í Tallin.
Simamynd Reuter
£1
Inga Backman Svavar
P
Jóhannes Guðmundur
USTA- OG MBtNINGARHATID
G-listans ííslensku Óperunni
Uppstigningardag, 24. maíkl. 20.30.
Húsiðopnarkl.20.
Kynnir: RagnheiðurÁsta Pétursdóttir.
Stuttávörpflytja: Ástráður Haraldsson, Guðrún Kr. Óladóttir, Sig-
þrúður Gunnarsdóttir, Birna Þórðardóttir, Guðrún Ágústsdóttir og
SvavarGestsson.
Tónlist og söng flytja: Kolbeinn Bjarnason, Bjartmar Guðlaugsson,
Inga Backman, ÓlafurVignirAlbertsson, EinarGunnarsson, Hólm-
friður Sigurðardóttir, Hreiðar Pálmason og djass-kvartett Guðmundar
Ingólfssonar.
Eftirhermur: Jóhannes Kristjánsson
Ljóðalestur: Viðar Eggertsson
Maddama Karen Krusenstjerna og frú Soffía Eggerts
komaíheimsókn.
FJÖLMENNUM Á BARÁTTUHÁTÍÐINA
1
Sigþrúður Viðar
Hp wL~\ H
Bjartmar Birna
GERUM REYKJAVÍK AD FELAGSLEGRI FYRIRMYNDARBORG!