Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Qupperneq 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990.
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990.
17
Iþróttir
DV
Sport-
stúfar
I"'™7IM| Úrslit leíkja í úrvals-
íps I deildinni í knatt-
/r • I spymu í Sviþjóð um
' helgina urðu þannig:
Halmstad - Malmö FF..... ..1-2
Örebro-AIK...............3-0
Djurgárden - GAIS........2-1
Göteborg - Hammarby......2-2
Brage - Oster.......... 1-1
• Eftir átta umferðir er Örebro
i efsta sæti með 18 stig, Norrköp-
ing 16, AIK 15 og Öster 14 stig.
Meistaramir frá því í fyrra,
Malmö FF, eru í 7. sæti með 9 stig.
Detroitvann fyrsta
leikinn gegn Chicago
¥
Fyrsti leikurinn í und-
anúrslitum NBA-
deildarinnar í körfu-
knattleik fór fram í
fyrrakvöld. Meistaramir í Detro-
it lögðu þá Chicago að velli, 86-77,
og hafa þannig tekið forystu, 1-0,
en það lið sem fyrr vinnur fjóra
leiki leikur til úrslita gegn Phoen-
ix eða Portland sem eigast við i
hinum undanúrslitaleiknum. Joe
Dumars var stigahæstur leik-
manna Detroit með 27 stig en
Michael Jordan skoraði flest stig
Chicago eða 34, þar af voru 26 í
fyrri hálfleik.
Þjálfari Benfica lét
varaliðíð ieika
Lokaleikimir í 1. deild portúg-
olsku knattspymunnar vom
leiknir á sunnudag og urðu úr-
slitin þessi:
Benfica -Belenenses......1-0
Braga - Madeira..........1-1
Chaves - Tirsense........3-0
Feirense - Boavista......1-3
Maritimo - Amadora.......1-0
Penafiel - Nac.Madeira....0-2
Portimonense - Guimaraes..1-3
Porto - Beira Mar........2-2
Sporting - Setubal.......2-0
Þjálfari Benfica, Svíinn Sven
Goran Eriksson, lét flesta af
fastamönnum liðsins hvíla þar
sem félagið leikur til úrslita gegn
AC Milan í Evrópukeppni meist-
araliða á miðvikudaginn. Sigur-
mark Benfica skoraði angólski
leikmaðurinn Abel Campos.
Mörk meistaranna frá Porto í
jafnteflisleik gegn Beia Mar
skorðu þekktir leikmenn. Rabah
Madjer, algeríski landsliðsmað-
urinn, skoraði fyrra markiö og
belgíski landshðsmaðurinn Stef-
an Demol það síðara.
Fysti sigur Wales
i tíu ieikjum
Landslið Wales í knattspyrnu
sigraði Costa Rica, 1-0, í vináttu-
landsleik þjóðanna sem fram fór
í Cardiff í Wales á sunnudaginn.
Það var Dean Saunders, leikmað-
ur meö Derby, sem skoraði eina
mark leiksins strax á 10. mínútu.
Þetta var fyrsti sigurleikur Wales
í síðustu tíu landsleikjum en lið
Costa Rica leikur í heimsmeist-
arakeppninni á ítalíu sem hefst i
næsta mánuði.
Besti tími ársins
í 400 m grindahlaupi
Danny Harris frá
Bandaríkjunum náði
besta tímanum á þessu
ári í 400 metra grinda-
hlaupi þegar hann sigraði á
Grand Prix móti á Sao Paulo í
Brasilíu á sunnudaginn. Harris
hljóp á tímanum 48,13 sekúndum
og var rúmlega einni sekúndu á
undan Kevin Young sem fékk
tímann 49,23 sekúndur. í 400
metra hlaupi karla sígraði Kúbu-
maðurlnn Roberto Hernandez á
tímanum 45,44 sek. Bandaríska
stúlkan Dannette Young var sig-
ursæl, hún sigraði 100 metra
hlaupi á tímanum 1,54 sek. og í
200 metra hlaupi á timanum 23,02
sek.
*
Iþróttir
Körfuknattleikur:
Gunnar til
Grindvíkinga
- þjálfar liðið næstu tvö árin
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Gunnar Þorvarðarson var í gær-
kvöldi ráðinn þjálfari úrvalsdeildar-
liðs Grindvíkinga í körfuknattleik til
næstu tveggja ára. Gunnar hefur
þjálfað Keflvíkinga og Njarðvíkinga
við góðan orðstír en hefur tekið sér
hvíld frá þjálfun síðustu tvö árin.
Gunnar var einnig um tíma þjálfari
landsliðsins.
„Við erum mjög ánægðir að þjálf-
aramálin eru komin í farsæla höfn.
Við bindum miklar vonir við störf
Gunnars," sagði Margeir Guð-
mundsson, formaður körfuknatt-
leiksdeildar Grindavíkur, í samtali
við DV í gærkvöldi. Allar líkur er á
því að Darren Folkes leiki áfram með
liðinu á næsta keppnistímabili.
i Gunnar Þorvarðarson.
Albaníuhópurinn
tilkynntur í dag
- Evrópuleikurinn gegn Albaníu eftir átta daga
Bo Johansson, landsliðsþjálfari Is-
lands, tilkynnir í dag landsliöshóp-
inn fyrir fyrsta leikinn í Evrópu-
keppni landsliða - gegn Albaníu á
Laugardalsvellinum þann 30. maí.
Johansson hefur úr breiðum hópi
að velja. Hann notaði 25 leikmenn í
landsleikjunum þremur í vor, gegn
Lúxemborg, Bermúda og Bandaríkj-
unum, en hafði þá ekki tækifæri til
að sjá Amór Guðjohnsen, Guðmund
Torfason og Sigurð Jónsson.
Johansson sá 4
leiki um helgina
Auk þess hefur Svíinn verið mjög
iðinn við að fylgjast með leikjum hér
á landi að undanfórnu. Um helgina
sá hann þrjá leiki í 1. deildinni,
ÍBV - Fram í Eyjum, FH - KA í Hafn-
arfirði og Val-ÍA á Hlíðarenda og
auk þess fylgdist hann meö leik ÍK
og Breiðabliks á Kópavogsvelli.
Ljóst er að Sigurður Jónsson og
Pétur Arnþórsson verða ekki með
gegn Albaníu vegna meiðsla og tvi-
sýnt hefur verið með Gunnar Gísla-
son og Guðmund Torfason af sömu
ástæðu en þó líklegra að þeir geti
spilað. Þá er óvíst um Sigurö Grét-
arsson - það fer væntanlega eftir
úrslitum í leik Luzern í svissnesku
1. deildinni um næstu helgi. Tapi
Luzern er liðið að öllum líkindum
úr leik í baráttunni um meistaratitil-
inn en með sigri á það mikla mögu-
leika og gæti verið að spila hreinan
úrslitaleik um titilinn sama dag og
landsleikurinn fer fram.
Byrjunarliðið?
Miðað við stöðuna í dag er ekki ólík-
• Bo Johansson landsliðsþjálfari, til hægri, fylgist með einum af vorleikjun-
um ásamt Lárusi Loftssyni, aðstoðarmanni sínum. Bo velur landsliðið í dag.
legt að byrjunarlið íslands yrði þann-
ig skipað: Bjarni Sigurðsson, Val,
Ormarr Örlygsson, KA, Viðar Þor-
kelsson, Fram, Atli Eðvaldsson,
Genclerbirligi, Guðni Bergsson,
Tottenham, Ólafur Þórðarson,
Brann, Þorvaldur Örlygsson, Nott-
ingham Forest, Pétur Ormslev,
Fram, Arnór Guðjohnsen, And-
erlecht, Pétur Pétursson, KR, og
Guömundur Torfason, St. Mirren.
Þá eru ótaldir Sigurður Grétarsson,
Luzem, Gunnar Gíslason, Hácken,
Sævar Jónsson, Val, Rúnar Kristins-
son, KR, og Eyjólfur Sverrisson,
Stuttgart, svo að einhverjir séu
nefndir.
Það má búast við því að hópurinn
sem Johansson tilkynnir í dag verði
að grunni til skipaður ofantöldum
leikmörinum. -VS
Gott sundmót í Keflavík
Ægir Már Káxason, DV, Suðumesjum:
Sundmót Sundfélags Suðurnesja var
haldið um helgina í Keflavík. Þetta var
í fyrsta skipti sem mót er haldið í nýju
sundmiðstöðinni í bænum. Þátttak-
endur á mótinu voru um eitt hundrað
talsins, víðs vegar af landinu. Ágætur
árangur náðist í ýmsum greinum.
Sigurvegarar í einstökum greinum
urðu eftirtaldir:
Magnús Már Ólafsson, HSK, i 50 metra
skriðsundi á 25,08 sek., Helga Sigurð-
ardóttir, Vestra, í 50 metra skriðsundi
kvenna á 28,01 sek., Magnús Már Ól-
afsson, HSK, í 400 metra skriðsundi
karla á 4:13,83 mín. og Helga Sigurðar-
dóttir, Vestra, í 400 metra skriðsundi
kvenna á 4:35,00.
Eðvarð Þór Eðvarösson, SFS, í 100
metra bringusundi karla á 1:07,94
mín., Kristgerður Garðarsdóttir, HSK,
í 100 metra bringusundi kvenna á
1:21,16 mín., Ævar Örn Jónsson, SFS,
í 50 metra baksundi karla á 29,34 sek.,
Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Ægi, í
50 metra baksundi kvenna á 33,44 sek.,
Arnar Freyr Ólafsson, HSK, í 200 fjór-
sundi karla á 2:16,00 mín. og Helga
Sigurðardóttir, Vestra, i 200 metra
fjórsundi kvenna á 2:29,71 mín.
Ævar Örn Jónsson, SFS, í 200 metra
baksundi karla á 2:28,70 min., Arna
Þórey Sveinbjörnsdóttir, Ægi, í 200
metra baksundi kvenna á 2:38,16, Eð-
varð Þór Eðvarðsson, SFS, í 50 metra
bringusundi karla á 30,89 sek. og Berg-
lind Daðadóttir, SFS, í 50 metra
bringusundi kvenna á 37,20 sek.
Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS, í 100
metra baksundi karla á 1:04,43 mín.,
Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Ægi, í
100 metra baksundi kvenna á 1:11,58
mín., Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS, í
50 metra flugsundi karla á 27,12 sek.
og Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir,
Ægi, í 50 metra flugsundi kvenna á
31,55 sek.
Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS, í 200
metra bringusundi karla á 2:30,35
mín., Helga Svavarsdóttir, Ægi, í 200
metra bringusundi kvenna á 2:55,50
mín., Magnús Már Ólafsson, HSK, i
200 metra skriðsundi karla á 2:00,14
mín., og Helga Sigurðarsdóttir, Vestra,
í 200 skriðsundi kvenna á 2:09,28 mín.
Karlasveit Ægis í 4x50 metra skrið-
sundi á 1:47,59, kvennasveit Ægis í
4x50 metra skriðsundi á 1:59,75 mín.,
karlasveit SFS i 4x50 metra fjórsundi
á 1:56,97 mín., kvennasveit Ægis í 4x50
metra fjórsundi á 2:13,66 mín., karla-
sveit Ægis í 4x50 metra skriösundi á
1:47,59 mín. og kvennasveit Ægis í
4x50 metra skriðsundi á 1:59,75 mín.
Rúnar í 4-6
leikja bann?
- gæti átt yfir höfði sér bann til 4. júlí
Flest bendir til þess aö Rúnar Krist-
insson, landsliðsmaöur úr KR, verði í
dag úrskurðaður í 4-6 leikja bann af
aganefnd Knattspymusambands ís-
lands.
Rúnar gerði sig sekan um ofsafengna
framkomu í 1. deildar leiknum gegn
Víkingi á laugardaginn þegar hann sló
Aðalstein Aðalsteinsson og sparkaði
síðan í hatm liggjandi.
Jón Kristjánsson fékk
3 leikja bann1988
Haustið 1988 var Jón Kristjánsson,
leikmaður með KA, úrskurðaður í
þrigga leikja bami fyrir ofsafengna
• Rúnar Kristinsson gengur niðurlútur af KR-vellinum á laugardaginn var.
DV-mynd GS
framkomu. Jón sló þá Guðmund
Steinsson úr Fram með olnboganum.
Þetta er ákveðið fordæmi fyrir aga-
nefnd og brot Rúnars er tvímælalaust
alvarlegra en brot Jóns.
1 5. grein starfsreglna aganefndar
KSÍ segir meðal annars: „Hafi dómari
vísað leikmanni af leikvelli fyrir ofsa-
lega framkomu eða alvarlega grófan
leik, skal refsa viðkomandi með leik-
banni í allt að 6 leikjum. Ef um ítrekun
er að ræða skal refsingin vera minnst
6 leikja bann.“
Samkvæmt þessu virðist ljóst að
bann Rúnars verði á bilinu 4 til 6 leik-
ir. Þetta er að sjálfsögðu mikiö áfall
fyrir KR-inga en þeim var spáð góðu
gengi í 1. deildinni í sumar og ýmsir
sjá þá fyrir sér sem verðandi Islands-
meistara.
Rúnar getur leikið með KR-ingum
gegn Stjörnunni í 2. umferð á fimmtu-
daginn en leikbann hans hefst á há-
degi á fóstudag. Hann byrjar að taka
það út gegn ÍBV þann 2. júní, en síðan
leikur KR gegn Þór, Fram, FH, Val og
ÍA, í þessari röð. Fái Rúnar hámarksr-
efsingu, 6 leikja bann, getur hann ekki
byrjað að leika með KR á ný fyrr en í
16-liða úrslitum bikarkeppninnar
þann 4. júlí.
-VS
Nýtt heimsmet
í kúluvarpi
Bandaríski kúluvarparinn, Randy Barnes,
setti í fyrrinótt nýtt heimsmet í kúluvarpi á
frjálsíþróttamóti í Los Angeles. Barnes kastaði
kúlunni 23,12 metra en fyrra metið, sem var
23,06 m, átti Austur-Þjóðverjinn Ulf Timmer-
man, það var sett á eynni Krít í Grikklandi í
maí fyrir tveimur árum.
Randy Barnes, sem er 23 ára að aldri, hefur
veriö á meðal fremstu kúluvarpara í heiminum
undanfarin ár en á ólympíleikunum í Seoul
1988 hafnaði hann í öðru sæti. Barnes á einnig
heimsmetið innanhúss, 22,66 metra, og sett var
á móti í Los Angeles á síðasta ári.
Barnes, sem er frá Virginía, er tröll að burð-
um, 1,93 metrar á hæð og vegur um 130 kg. Um
síðustu helgi gerði Barnes sér lítið fyrir og kast-
aði yfir 24 metra á æfingu og ber það vott um
að kappinn á mikið inni ennþá og getur allt eins
bætt heimsmetið enn frekar á mótum í sumar.
Barnes sagði í samtölum við fréttamenn eftir
heimsmetið að risakastið hefði tæknilega séð
ekki verið fullkomið. Strangar æfingar á síð-
ustu mánuðunum hefðu svo sannarlega skilað
árangri. Svo skemmtilega vill til að bílnúmer á
bifreið Barnes er 2430 en það er sú lengd sem
hann stefnir að aö kasta á næstu misserum.
Barnes fékk að launum fyrir heimsmetið um
þrjár milljónir íslenskra króna.
-JKS
Carl meistari
Carl J. Eiríksson varð Reykjavíkurmeistari
með loftskammbyssu um helgina. Carl hlaut
566 stig sem er nýtt íslandsmet. Björn Birgisson
hlaut 550 stig og Árni Þór Helgason 552 stig. í
keppni með staðlaðri skammbyssu sigraði
Björn Birgisson með 550 stig, Carl J. Eiríksson
536 stig og Karl Kristinsson 468 stig.
Carl J. Eiríksson mun á næstunni keppa á
þremur heimsbikarmótum. Ef Carli gengur vel
á hann möguleika á aö vinna sér þátttökurétt
á ólympíuleikunum 1992.
-JKS
Besta byrjun
nýliða í 1. deild
- þegar Stjarnan vann Þór á Akureyri
Þegar Stjörnumenn sigruðu
Þórsara, 0-2, á Akureyri í 1. um-
ferð l. deildarinnarí knattspyrnu
á laugardaginn brutu þeír blað i
sögu deildarinnar. Aldrei áður,
síðan deildaskipting var tekin
upp árið 1955, hefur félag sem er
að leika í fyrsta skipti í deildinni
náð að vinna sigur í sínum fyrsta
leik.
Stjarnan er sem kunnugt er að
leika í 1. deild í fyrsta skipti eftir
að hafa komið beint úr 3. deild á
tveimur árum og byrjun Garð-
bæinga er glæsileg. Þeir leika
simi fyrsta heimaleik í deildinni
á fimmtudaginn þegar þeir fá
KR-inga í heimsókn.
-VS
Pétur Arnþórsson.
• Steinar Guðgeirsson.
Blóðtaka
hjá Fram
tveir leikmenn frá næstu vikurnar
Framarar verða án sterkra leik-
manna í næstu leikjum. Pétur Arn-
þórsson og Steinar Guðgeirsson
meiddust báðir í leiknum gegn Eyja-
mönnum í fyrstu umferð íslands-
mótsins á laugardaginn var. Pétur
verður frá keppni og æfingum í tvær
vikur og meiðsli Steinars er öllu al-
varlegri en hann missir af fyrri um-
ferð mótsins.
„Ég fór til læknis í gær og þá kom
í ljós að liðband í ökkla var illa togn-
að. Ökklinn verður settur í gifs á
miðvikudaginn og það er ljóst að ég
verð frá æfmgum og keppni í það
minnsta í einn mánuð. Þetta kemur
á versta tíma en það þýðir ekkert
annað en að bíta á jaxlinn. Leik-
mannahópur Fram-liðsins er sterkur
þannig að meiðsli leikmanna um
helgina eiga ekki að koma niður á
árangri liðsins,“ sagði Steinar Guð-
geirsson, í samtali við DV í gær.
Pétur ekki með
gegn Albaníu
Pétur Arnþórsson meiddist á hné og
verður frá keppni í tvær vikur. Þetta
hefur það í fór með sér að Pétur miss-
ir jafnvel af þremur leikjum með
Fram og landsleiknum gegn Albaníu
30. maí í forkeppni Evrópukeppninn-
ar.
-JKS
Flugleiðamótið í golíi:
Ragnar fer
vel af stað
Flugleiðamótið í golfi og um leið
fyrsta stigamót sumarsins, sem gefur
stig til landsliðs, var haldið á Hval-
eyrarholtsvelli í Hafnarfirði um
helgina. Ragnar Ólafsson úr Golf-
klúbbi Reykjavíkur sigraði í meist-
araflokki. Þátttakendur á mótinu
voru 126.
Þrjú aukaverðlaun voru í boði fyrir
þá keppendur sem fóru næst holu.
Sveinn Sigurbergsson, NK, var 1,78
metra frá holu á 6. braut, Guðbjartur
Þormóðsson, GK, var 0,76 metra frá
holu á 14. braut og Eiríkur Guð-
mundsson var 1,82 metra frá holu á
16. braut.
Úrslit í einstökum flokkum á mót-
inu urðu þessi og höggaijöldi kemur
aftast:
Meistaraflokkur:
1. Ragnar Ólafsson, GR,.........143
2. Sigurður Sigurðsson, GS.......145
3. Sveinn Sigurbergsson, GK.....145
1. flokkur:
1. Ragnar Guðmannsson, GK,.....151
2. Haukur Óskarsson, NK........151
3. Kristján R. Hansson, GK,....152
2. flokkur:
1. Daníel Ólason, GK, 155
2. Friðfmnur Hreinsson, GK.....160
3. Guðbjartur Þormóösson, GK...161
4. Júlíus Ingason, GK, 161
3. flokkur:
1. Sæbjörn Guðmundsson, GK.....168
2. GuðbjörgSigurðardóttir, GK..173
3. Ólafur Danivalsson, GK......177
4. Svala Óskarsdóttir, GK......177
5. Páll Erlingsson, GK.........177
4. flokkur:
1. Kristmann ísleifsson, GK....175
2. Sigurður Sigurðsson, NK......180
3. Viðar M. Þorkelsson, GK......180
-JKS
Rúmenar og Pólverjar sigruðu
Rúmenía sigraði Egypta, 1-0, í landsleik í Búkarest í gærkvöldi. Rodion
Camataru skoraði mark Rúmena. Á sama tíma sigruðu Pólverjar lið Samein-
uðu arabísku furstadæmanna, 4-0, en leikurinn fór fram í Marseille. Samein-
uðu arabísku furstadæmin leika í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu í sumar.
-JKS
• Ragnar Ólafsson sigraði á Flugleiöamótinu i Hafnarfirði um helgina en
mótið var fyrsta stigamót sumarsins sem gefur stig til landsliðs.
FYLKISVÖLLUR - BIKARKEPPNIN
Fylkir - Grindavík
í kvöld kl. 8.00
Sport-
stúfar
H
Fyrsti leikurinn í 1
umferð mjólkurbikar-
keppninnar í knatt-
spyrnu fer fram
kvöld. Þá leika 2. deildar liðin
Fylkir og Grindavík á Árbæjar-
velli og hefst leikurinn kl. 20.
Fylkismenn féllu úr 1. deild í
fyrra og Grindvikingar komu upp
úr 3. deild og má örugglega búast
við hörkuleik í Árbænum. Aðrir
leikir í 1. umferð fara fram í
næstu viku.
Bandaríska landsliöið i
knattspyrnu stendur sig vel
Bandariska landsliðið í knatt-
spymu sem leikur í heimsmeist-
arakeppninni á Ítalíu í næsta
mánuði sigraði á sunnudaginn
júgóslavneska félagið Partizan
Belgrad með einu marki gegn
engu og fór leikurinn fram í
Connecticut í Bandaríkjunum.
Það var Peter Vermes, sem leikur
með hollenska 1. deildar liðinu
Volendam, sem skoraði sigur-
markið á fyrstu minútu síðari
hálfleiks.
Þjálfaranámskeiö hjá KKÍ
u> Körfuknattleikssam-
2v band íslands mun
// standa fyrir þjálfara-
—námskeiði dagana
24.-29. maí í íþróttahúsi Selja-
skóla. Leiðbeinendur á nám-
skeiðinu verða Ralph Klein,
landsliðsþjálfari ísrael, og Laszlo
Nemeth. Nú hefur KKÍ tekíst að
fá einn hæfasta þjálfara Sovét-
ríkjanna til að koma og kenna á
námskeiðinu. Hann heitir Zurab
Hgotaev og er aðstoðarþjálfari
sovéska karlalandsliðsins og
einnig þjálfar hann lið Stroitel
Kiev, sem unnið hefur sovéska
meistaratitilinn síðustu tvö ár.
Hann kemur beint frá Argentinu
þar sem sovéska landsliðið er í
æfingabúðum til undirbúnings
fyrir heimsmeistarakeppnina
sem haldin verður í Argentínu í
sumar.
Tap hjá Brann
á útivelli
Brann, lið þeirra Teits Þórðar-
sonar og Ólafs bróður hans, tap-
aði, 3-1, fyrir Start í 1. deild
norsku knattspymunnar á
sunnudaginn. Önnur úrslit í
deildinni urðu þessi:
Fy Ihngen-Rosenborg....... 1-1
Kongsv.-Strömsgodset......2-1
Molde-Tromsö..............1-0
Moss-Viking...............1-2
Start-Brann...............3-1
V álerengen-Lillestr......1-0
• Viking, Molde og Kongsvinger
eru öll jöfn í efsta sæti með 10
stig. Brann er um miöja deild með
7 stig.
Robson velurenska
landsliðið í knattspyrnu
Landsliðsþjálfari Englendinga í
knattspyrnu, Bobby Robson, til-
kynnti í gær 22 manna hóp sinn
fyrir heimsmeistarakeppina í
knattspyrnu sem hefst á ftalíu
eftir rúman hálfan mánuð. Liðið
er þannig skipað:
Markverðir:
Peter Shilton, Chris Woods og
David Seaman
Varnarmenn:
Gary Stevens, Paul Parker, Des
Walker, Terry Butcher, Mark
Wright, Stuart Pearee, Tony Dor-
igo
Miðvallarleikmenn:
Chris Waddle, Trevor Steven,
Steve Hodge, Neil Webb, Bryan
Robson, Paul Gascoigne, Steve
McMahon
Framlínumenn:
John Barnes, Peter Beardsley,
Gary Lineker, Steve Bull og
David Platt.