Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. 2t Goðsögn um stjórnvisku í áraraöir hefur þessari borg ver- ið stjórnaö af meirihluta sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Á sama tíma hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi vegna slælegrar frammistöðu borgarinnar í hús- næðismálum þar sem lóðabrask og fyrirgreiðslupólitík hafa ráðið ferð- inni. Aldraðir búa við kröpp kjör bæði hvað varðar aðhlynningu og athvarf, fólk er á hrakhólum með börnin sín, og vímuefnanotkun og ofbeldi færist stöðugt í vöxt. Við þessa dýrðarmynd bætist sú sorglega staðreynd að heimilisleys- ingjarnir í Reykjavík skipta tugum. Hér í Reykjavík er til fólk sem ekki á í nein hús að venda önnur en fangaklefa lögreglunnar vegna þess að borgin býr því ekkert skjól, ef frá eru tahn svokölluð „athvörf ‘ þar sem fólk fær að sofa yfir blá- nóttina. Þar komast færri að en vilja með þeim afleiðingum að margir láta fyrirberast undir bátn- um, í kjöllurum og húsasundum. Þess eru hrikaleg dæmi að við þess- ar aðstæður hafi menn orðið óblíðu veðurfari og vosbúð að bráð. Þeir hafa hreinlega króknað. Slitnir úr tengslum Hvar er „náðarfaðmur" samfé- lagsins gagnvart þessu fólki? Hvar er kirkjan? Hvar eru borgaryfir- völd? Gallinn er nefnilega sá að á sama tíma og þessi eymd á sér stað sitja menn í háum filabeinsturni með litlar reiknivélar og meta framlagið til samfélagsins í fjárupphæðum - tölum á blaöi! Hvemig þetta fjár- magn skilar sér vita hins vegar færri. Það er „allt önnur Ella“. Ástæðan er sú að í borginni sitja embættismenn sem hafa slitnað úr tengslum við lífæðar samfélagsins. KjaUarinn Ólína Þorvarðardóttir dagskrárgerðarmaður og fyrrv. fréttamaður. -1. maður á H-lista Nýs vettvangs Embættismenn sem eru að glíma við „fjarlægan" vanda - kaffærðir í pappírum, skjalabunkum, reikni- vélum og línuritum. Menn sem þurfa auk þess að lúta póhtískri yfirstjórn þar sem sumar stað- reyndir eru ekki æskilegar stað- reyndir. Það eru slíkir embættismenn sem taka ákvörðun um að skerða húsa- kost Fæðingarheimilis Reykjavík- ur, leigja hann nokkrum læknum en taka síðan hluta húsnæðisins aftur á leigu án þess að bera nokk- urt skynbragð á þá starfsemi sem þar fer fram, svo dæmi sé tekið. - Án þess að hirða nokkuð um hrein- lætis- eða salernisaðstöðu, ung- barnaumönnun eða vaktfólk. Þessir menn virðast halda að þeim sjö rúmum, sem bættust við húsakost Fæðingarheimilisins, þurfi ekki að fylgja nein aðstaða. Sængurkonurnar eiga bara að liggja umhirðulausar og barn- lausar á neðri hæð hússins, án þess að komast á klósett eöa geta þvegið sér, hvað þá að þær eigi aðgang að starfsfólki heimilisins. Meðferðin á Fæðingarheimili Reykjavíkur er hreint hneyksli! Fæðingarþjónusta við konur er sjálfsagt réttlætismál fyrir allar reykvískar fjölskyldur, ekki síst í ljósi þess aö Landspítalinn annar engan veginn öllum þeim sængur- konum sem þangað leita, og starfs- fólkið þar er orðið verulega ugg- andi um öryggi og heilsu barna og kvenna. Viö á Nýjum vettvangi krefjumst þess fyrir hönd kvenna að hér rísi nýtt Fæðingarheimili - búiö nú- tíma tækjabúnaði í rúmgóðu hús- næði þar sem konur geta sjálfar valið sér fæðingarmeðferð! Sveit- arfélagiö á að beita sér fyrir slíkri þjónustu enda skylda þess að búa sómasamlega að ungviði sínu strax við fæðingu og fylgja því síðan eftir út í lífiö. Að fjármagna fínheitin En það er ekki bara að Reykjavík- urborg vanræki það hlutverk að sinna sjálfsagðri þjónustu við borg- arbúa - heldur hefur markvisst verið unnið að því að eyðileggja og brjóta niöur þær minjar sem Reyk- víkingar eiga um uppruna þessa byggðarlags: miðbæinn í Reykja- vík. Davíð Oddsson er búinn að drepa miðbæinn í Reykjavík. Með- al annars með því að beina allri versluninni inn í Kringlu og auk þess með skelfilegum skipulags- slysum í hjarta borgarinnar. Þar hefur nú risið steinsteypu- skrímsli ofan í Reykjavíkurtjörn sem er í hrópandi andstöðu við allt nánasta umhverfi. Þetta þýðir að borgin veröur sjálfsagt að eyða hundruð milljónum króna i það að kaupa upp aðrar húseignir í ná- grenni ráðhússins til þess að mölva þær niður. Er þetta stjórnviskan? Menn sem eiga atvinnu- og versl- unarhúsnæði i miðborginni standa frammi fyrir gjaldþroti vegna flumbrugangsins í sambandi við skipulag miöbæjarins. Þetta fólk situr nú uppi með verðlitlar eignir sem það getur hvorki leigt né selt. Á sama tíma er verið að kasta hundruðum milljóna í að kaupa og byggja eignir til fánýtra nota. Átti Reykjavíkurborg að byggja veit- ingahús í Öskjuhlíð? Hver eru nú hróp og köll sjálf- stæðismanna um einkavæðingu og einkarekstur? Þessir menn hika ekki við aö tala um frelsi, sam- keppni og einkavæðingu, en þegar til á að taka er hlaupið í sameigin- lega sjóði borgarbúa til þess að fjár- magna finheitin. Sama gildir um kosningabaráttu sjálfstæðismanna að þessu sinni. Nú streyma út úr prentvélunum áróðursbæklingar íhaldsins, í nafni Reykjavíkurborg- ar og kostaðir af borgarsjóði. Þegar þessi orð eru skrifuð eru bækling- arnir orðnir þrír og kostnaðurinn við vinnslu þeirra um 9 milljónir króna. Eiga Reykvíkingar að kosta kosningabaráttu sjálfstæðis- manna? Gerir Davíð Oddsson eng- an greinarmun á sjálfum sér sem embættismanni og frambjóðanda? Á reikning borgarsjóðs Önnur eins vinnubrögð myndu hvergi líðast í lýðfrjálsum ríkjum. í Bretlandi mátti þingmaður segja af sér vegna þess að konan hans haföi í misgripum tekið strætis- vagnamiða sem var niðurgreiddur af hinu opinbera. Hér á íslandi komast hins vegar háttsettir emb- ættismenn upp meö það að reka kosningabaráttu á reikning borg- arsjóðs. Á Nýjum vettvangi er saman- komið fólk sem blöskrar vinnu- brögð íhaldsins í Reykjavíkurborg. Við viljum fá að gera ærlega vor- hreingerningu í stjórnkerfinu og lofta út. Nýr vettvangur er eina lýðræðislega hreyfingin í Reykja- vík, hafin yfir þrönga hagsmuna- gæslu og flokkaríg. Okkar mark- miö er að útrýma spillingu og inn- leiða nútímastjórnunarhætti. Við erum eina stjórnmálaaflið sem hélt opiö prófkjör og gaf Reykvíkingum öllum kost á því að raða upp sínum eigin lista: H-listinn er þess vegna listi fólksins og hitt framboðið í vor! Ólína Þorvarðardóttir „Þetta þýöir að borgin veröur sjálfsagt að eyða hundruð milljónum króna í það að kaupa upp aðrar húseignir í ná- grenni ráðhússins.“ Er Davíð Golíat? Eftir nokkra daga ganga Reyk- víkingar aö kjörborðinu og kjósa sér fulltrúa í borgarstjórn. Með at- kvæði sínu ákveðum við hverjir munu fara með sameiginleg mál okkar næstu fjögur árin en ekki síður hvernig veröur farið með sameiginlega fjármuni okkar þann tíma. Skoöanakannanir hafa sýnt allt að 75% fylgi Sjálfstæðisflokksins og fólk talar um að kosningarnar séu óþarfar. Úrslitin séu augljós og engin ástæða til breytinga. Allt sé í lukkunnar velstandi og stjórn „hins röggsama borgarstjóra" svo hnökralaus að hinir svokölluðu minnihlutaflokkar hafi við hana engar raunverulegar athugasemd- ir en nöldri aðeins til málamynda. En er þetta svo? ímyndin... D-listinn býður fram einn mann: Davíð Oddsson. Borgarstjórinn er hinn sterki maður, hann stjórnar. Hann er góður borgarstjóri, hann tekur ákvarðanir. Undir hans stjórn eiga Reykvíkingar heimsmet í dagvistarrýmum, þjónustu við aldraða og félagslegri þjónustu al- mennt samkvæmt ummælum Morgunblaðsins, borgarstjóra sjálfs og „upplýsingarits“ frá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur. Borgarstjórinn kaupir Broadway og bjargar unglingunum í Breið- holti frá vímuefnavanda, hann bjargar íbúum Grafarvogsins frá Áburðarverksmiðjunni og hann bjargar Reykvíkingum frá Alþingi með kaupum á Hótel Borg. Borgar- KjaUarmn stjórinn er hinn mikli bjargvættur okkar Reykvíkinga og hann byggir fyrir okkur glæsilegar byggingar. Við erum heppin að hafa svona mann. Þetta er sú ímynd sem D-listinn keyrir á, ímynd ofurmennisins. Davíð súpermann! í krafti fjölmiðla og Vcdds er þessi þybbni hrokkin- hærði maður markaðssettur og seldur almenningi á þessúm nót- um. En stenst þetta raunveruleik- ann? þjónustukerfi borgarinnar. Það rúmar aðeins þá sem eiga peninga og geta keypt sig inn í þjónustu- íbúðir aldraðra sem oft á tíðum kosta 6-8 milljónir eða meira. Þannig er búið að gamla fólkinu sem byggði upp þessa borg. Finnst fólki þetta rétt? Á sama tíma og ekki virðast vera til fjármunir til að sinna þessum eöa öðrum brýnum þörfum borg- arbúa þá bruölar borgin þúsundum milljóna í önnur verkefni. Þannig hefur borgarstjórinn byggt skrif- stofu fyrir sig og sína í tjörninni fyrir milljarða af almannafé. Hann keypti veitingahúsið Broadway af vini sínum til þess að láta það standa autt og hann keypti Hótel Borg til að leigja þessum sama vini. Jafnframt keypti hann hús Al- mennra trygginga af vini. - Allt þetta kostaði hundruð milljóna. Borgarstjórinn er vinur vina sinna. Jafnframt blandar borgin sér nú í veitingahúsarekstur með bygg- ingu þeirri á Öskjuhlíð sem Morg- unblaðið kallar „Perluna". Sú bygging kostar einnig hundruð milljóna. Hvaða vinur skyldi svo fá þann rekstur? Góðum borgarstjóra þarf að borga góð laun og hann þarf að vera vel bílandi. Þess vegna borga Reykvíkingar bílaflota hans sem er slíkur að bílakostur umhverfis- ráðherrans er sem hjólbörur í þeim samanburði. Þannig er almannafé sóað í flokksgæðinga og vini, í ráðleysu, risnu og einskis nýta steinsteypu á meðan raunveruleg þjónustu við borgarbúa er í fjársvelti. Finnst fólki það rétt? Borgarstjóraframboðið án borgarstjóra? En þótt D-listinn bjóði nú einung- is fram borgarstjóra á sama hátt og Spaugstofan þá er þeirra borgar- stjóraframboð að því leytinu til ófullkomnara að borgarstjórinn sem fram er boðinn vill ekki vera borgarstjóri næstu fjögur árin. Hann ætlar sér að verða formaður Sjálfstæöisflokksins, þingmaður og helst forsætisráðherra eftir eitt ár eða svo. Þannig ætlar hann að feta í spor fyrirrennara sinna og flytja sig úr borgarmálum í landsmálin. Með því að kjósa D-listann er fólk því að skrifa upp á óútfylltan víxil. Hver verður næsti borgarstjóri af hinum almennu borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins? Eru menn e.t.v. að kjósa Magnús L. eða Júlíus Hafstein? 2 jistar í kjöri í upphafi rakti ég yflrburðastöðu D-listans í borginni samkvæmt skoðanákönnunum. D-listinn var hins vegar búinn til af 15 manns úr innsta valdakjarna Sjálfstæðis- fiokksins. Um skipan hans höfðu borgarbúar ekkert að segja. Þrátt fyrir ægivald Sjálfstæðisflokksins þá byggir hann allt sitt á einum manni ásamt falskri ímynd flokks og borgar. Ekki er því víst að mik- ið þurfi til aö breyta Davíð í Gol- íat, risann sem féll fyrir smásteini. Eina stjórnmálaaflið sem á ein- hverja möguleika til að ógna veldi D-listans er Nýr vettvangur. H-listi Nýs vettvangs var búinn til af borg- arbúum sjálfum í opnu og lýðræð- islegu próikjöri. Smáframboö og sérframboð annarra flokka skipta raunverulega ekki máh og eru só- un á atkvæðum andstæðinga sjálf- stæðismanna. í kjöri eru því raun- verulega aðeins tveir listar, D-listi borgarstjóra og H-listi borgarbúa. Þitt er valið. Runólfur Ágústsson Runólfur Agústsson laganemi ... og veruleikinn! Svarið er nei. Þrátt fyrir kosning- abækling D-listans, merktan Fé- lagsmálastofnun, sem gefinn var út fyrir reikning almennings, þá breyta myndir af brosandi börnum ekki því að þúsundir þeirra eru án dagvistar í Reykjavík. Raunveru- lega stendur 'Reykjavík öðrum sambærilegum borum í nágranna- löndum okkar langt að baki hvað alla félagslega þjónustu snertir. Þannig býr fjöldi aldraðra Reyk- víkinga við algjöra og sára neyð í heimahúsum víða um bæinn þar sem ekki er pláss fyrir þá á hjúkr- unarheimilum eða í hinu félagslega „Hver verður næsti borgarstjóri af hin- um almennu borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins? Eru menn e.t.v. að kjósa Magnús L. eða Júlíus Hafstein?“ Éi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.