Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. Viðtalið Fréttir Anægjulegt samtal við drottninguna Nafn: Hilmar Foss Aidur: 70 ára Starf: Löc andi og dómtúlkur „Ég hef haft mikil afskipti af bresk-íslenskri sambúð og er í ýmsum máifræði- og menningar- félögum í Bretlandi. Auk þess var ég búsettur í Bretlandi á stríðsár- unum. Þar vann ég hjá bresku ráðuneyti og svo hjá sendiráðinu á staönum,“ sagði Hiimar Foss en hann var ásamt Ingu Wendel og Aðalsteini Jónssyni heíðraður af Elísabetu II Bretadrottningu á ferð hennar hér á landi. „Ég er ekkert fyrir svona heið- ursmerki en kann vel að meta þennan virðingarvott. Ég hef fengið bréf erlendis frá og sé aö fólk telur þetta mjög mikilsvert en það er sjaldgseft að taka við heiðursmerki úr hendi þjóðhöfð- ingja, Annað ágætisfólk var líka heiðrað hérlendis. Athöfnin fór fram í einkabecþergi um borð í Britanniu en eitt okkar fór inn í einu. Viðstaddir voru drottning- in, ritari og mal:i. Ég haföi hitt drottningu áður en það var í Luftdúnum i vetur. Hún lét þá vel að íslenskri Mst- sýningu sem haldin var í Bret- landi að tilstilli Ólafs Egilssonar, fyrrverandi sendiherra í Lund- únum. Þar fékk hún HtiUega að kynnast íslenskri náttúrufegurö. Við áttum iangt samtai og þaö var aðallega um fyrri störf og ís- lenska sagnfræöi. Hún er greini- lega vel aö sér í íslenskri sögu og þetta var mjög ánægjulegt sam- tal.“ Starfiö áhugamál Hilmar fæddist í Englandi „af tilviljun“ eins og hann orðar þaö. Hann ólst upp og menntaðist hér á landi, tók gagnfræðapróf og verslunarskólapróf. Að því loknu hélt hann til Bretlands og hóf þar nám. Stríðið kom í veg fyrir aö hann lyki þar námi en það braust út ári eftir aö hann kom utan. Síðan hefur hann unnið í Lund- únum og Reykjavík. „Ég kom heim í miðju stríði og hef unnið við mitt starf síðan. Þetta er margþætt starf en er unnið í kyrrþey og trúnaði. Dreg- iö hefur úr dómtúlkun eftir því sem landhelgin hefur veriö færð utar en áður voru oft réttarhöld vegna veiöa erlendra skipa hér viö land. Starfið er mitt aöaláhugamál. Ég les lika í frístundum, mest al- mennar bókmenntir og sagn- fræði. Halldór Laxness finnst mér skemmtilegastur íslenskra rithöfunda. Uppáhaldsrithöfund- urinn er Winston Churchill en hann er besti skríbentinn á enska tungu," sagöi Hilmar. Hilmar kveðst aldrei hafa fariö í sumarfrí á ævi sinni og það stendur ekki til. „Ég fer gjarnan utan þegar minna er að gera. Ég á marga vini i Bretlandi sem maður hittir og heimsækir." Kona Hilmars er Guðrún Foss, Eiga þau tvö böm, Hilmar Frið- rik, 31 árs, og Elísabetu Guð- Iaugu,26ára. -hmó Verðlagsráð dregur úr hækkunum lögmanna Lögmenn hafa ekki verið undir verðlagsákvæðum heldur hafa ákveðið gjaldskrá sína sjálfir. Nú hefur verölagsráð hins vegar ákveðið aö gjaldskrá lögmanna skuM hætta minna en þeir höfðu sjálfir ákveðið. Lögmenn sendu bréf 15. júní þar sem þeir tilkynntu Verðlagsstofnun að þeir mundu hækka gjaldskrá sína um 3,1% þann 20. júní. Verðlagsráð hefur áöur fjallað um útselda vinnu ýmiss konar og mark- að þá stefnu aö þeir skyldu ekki hækka meira en sem nemur almenn- um launahækkunum 1 júní, eða 1,5%. Þeim var gerð grein fyrir þess-. ari stefnumörkun og beðnir um að draga hækkunina tM baka þannig aö hún væri ekki meiri en 1,5%. Þeir urðu ekki við þeirri ósk og þvi ákvað verðlagsráð á fundi á fimmtu- dag að gjaldskrá þeirra hækkaði ekki meira en 1,5% eftir 1. júní síöastMð- inn. -pj Athugasemd vegna gisti- staðakorts Aö geínu tilefni skal tekið fram að kort það um gististaði á landinu, sem birtist í ferðablaði DV síöastiiðinn miðvikudag, er á engan hátt á vegum Upplýsinga- miðstöðvar ferðamála á íslandi þótt hennar hafi veriö getiö sem heimildar þar sem upplýsing- anna var leitað í handbók sem Upplýsingamiðstöðin gefur út. Kortið var að öllu leyti unnið á rifjórn DV. Húsbréf Einföld og örugg leið til að minnka við sig Það er stórt skref að selja hjartfólgna eign og mikilvægt.að það gerist án skakkafalla. í húsbréfakerfinu geta seljendur fengið háa útborgun á mjög skömmum tíma og jafnframt verið öruggir um greiðslur, því fasteignaviðskipti með húsbréfum eru ríkistryggð. Kaupendur í húsbréfakerfinu fá umsögn ráðgjafastöðvar um greiðslumat. Þar kemur m.a. fram hámarkskaupverð íbúðar. Það er skilyrði frá hálfu húsbréfadeildar, að kauptilboð sé gert innan umsagnarinnar. Þetta er mikilvægt öryggisatriði fyrir bæði kaupendur og seljendur. Húsbréf eru skattfrjáls, ríkistryggð skuldabréf, jafngildi peninga. } íbúðaseljendur geta notað þau við áframhaldandi íbúðarkaup, sem trygga og óbundna sparnaðarleið eða selt þau á markaði og fengið reiðufé í staðinn. ■Kí:T)90ÍOOO: 5BRI5P ■V mHBmB KYNNINGARMYNDBÖND Kynningarmyndbönd um húsbréfa- kerflð liggja frammi á næstu dögum hjá fasteignasölum og hjá Húsnæðis- stofnun. Þau eru einnig m.a. væntanleg á sveitastjórnarskrifstofur og myndbandaleigur um land allt. dÍ3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD ■ SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK SÍMI ■ 696900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.