Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990. Utlönd Havef í forsetaframboð Vaclav Havel, bráöabirgðaforseti Tékkóslóvakíu. Teikníng Lurie Vaclav Havel, forseti Tékkósló- vakíu, sagöist í gær mundu bjóða sig fram til áframhaldandi setu í embættis forseta þegar gengið verður til kosninga á tékkneska þinginu á morgun. Havel, sem var kosinn forseti til bráðabirgða í kjöl- far hruns stjómar kommúnista í desember í fyrra, veröur í framboði fyrir Vettvang borgaranna og Sam- tök gegn ofbeldi en bæði þessi sam- tök voru í forystu lýðræðisbarátt- unnar i fyrra. Forsetakosningarnar á morgun veröa þær fyrstu frjálsu á lýðræðis- lega kjömu þingi i Tékkóslóvakíu síðan árið 1935. Sá er síðast var kosinn forseti lýðræðislegrar kosn- ingar, Eduard Benes, sagði af sér í kjölfar valdatöku kommúnista á fimmta áratugnum. Forsetarnir sem íylgdu í kjölfarið vom allir settir í embætti af einræðisstjórn kommúnista. Níu aðrir írambjóðendur em í kjöri til forseta en flestir þeirra eru lítt þekktir í Tékkóslóvakíu. Havel er ákaflega vinsæll í heimalandi sinu og fastlega er búist við að hann hljóti kosningu. Olíuvinnsla hafin á ný í Noregi Verkalýðsfélag starfsmanna í norska oiíuiðnaðinum féllst á aö hvetja starfsmenn sína tíl aö heíja aftur störf í kjölfar þess að norska stjórnin lýsti verkfall þeirra ólöglegt. Verkamann á olíuborpöllum Noregs í Norð- ursjó hófu verkfall um helgina en vegna þess hversu neikvæð áhrif slíkt iiefði á efnhagslífiö í Noregi ákváðu stjórnvöld þar í landi að setja lög- bann á verkfallsmenn. Ekki vom allir verkamenn á pöllunum sáttir við þessa ákvörðun og reyndu að koma í veg fyrir að þyrlur, sem fluttu verka- menn til paflanna, gætu lent. Einliver olíuframleiðsla er þegar hafin þó enn hafi framleiðslugeta pali- anna ekki náö því sem hún var fyrir verkfail. Þá neita enn um eitt þús- und olíuverkamenn að gegna störfum sínum, Talsmaður Norsk Hydro, stærstu oliuvinnslu Noregs, sagði að fyrirtækiö myndi hefja vinnslu á Oseberg-palii sínum að fullu á ný í gær en verkfallsins varð Utið vart á pallinum þar sem minniUluti starfsmanna þar er í verkalýösfélagi olíu- vinnslumanna. Áttatíu fyrir rétt í Rúmeníu Aðgerðir yfirvalda i Rúmeniu gegn mótmælendum á háskólatorginu í siöasta mánuði hafa verið mikið gagnrýndar. Simamynd Reuter Rúmensk yfirvöld munu leiða 83 menn, þar á meðal líklega sautján námsmenn, fyrir rétt vegna aðildar að róstunum i Búkarest, höfuðborg Rúmeniu, í síðasta mánuði. Stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsmgu í gær þar sem sagði að námamenn, sem sendir voru á vettvang til aö kveða niður mótmæli í höfuðborginni, ættu ekki sök á láti þeirra sex sem létust í þessum róstum. Sagði í yfirlýsingunni að öryggissveitir ættu ekki sök á láti þriggja fórnarlambanna. TaUð er að þessi yfirlýsing sé hluti herferð- ar hinnar nýju stjórnar landsins til að bæta fyrir þann skaða sem stjórn IUescus forseta hefur orðið fyrir á alþjóðavettvangi vegna róstanna. Á KGB engin leyndarmál lengur? KGB, sovéska leyniþjónustan, býr yfir fáum leyndarmálum nú oröið, ekki síst þar sem fjöldi vest- ra'nna njósnarar hefur konnst yfir margt það sern KGB viidi halda leyndu og smyglað því til Vestur- landa. Þetta var haft eftir Oleg Kalugin, fyrrum embættismanni KGB, í sovésku dagblaöi í gær. Kalugin var sviptur ölium titlum leyniþjónustunnar í kjölfargreinar í Komsomolskaya l’rovdu. sem birt var í síöasta mánuði, þar sem hann gagnrýndi harðlega leyniþjón- ustuna. Kalugin sagði aö sovéska leyni- þjónustan hefði ekki haft á að skipa neinum njósnurum innan CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, þau sjö ár sem hann var yfirmaður gagnnjósnadeildar KGB. Hann sagði og að á árunum 1960-1980 hefðu þrír hðsforingjar KGB flúiö til Vesturlanda en á síðustu tiu Oleg Kutagin, fyrrum embætt- árum hefðu tuttugu manns svikiö ismaöur KGB. Sbnamynd Reuter land sitt og þjóð. Forystusveit sovéska kommúnistaílokksins: Uppstokkunar að vænta - endumýjun forystunnar nauðsynleg, segir Gorbatsjov Nokkrir félagar í stjómmálaráði sovéska kommúnistaflokksins hafa látið að því liggja að uppstokkunar sé að vænta innan forystu flokksins jafnvel þó gert sé ráð fyrir að Mik- hail Gorbatsjov haldi stöðu sinni sem leiðtogi flokksins. Eduard Sévardnadze, utanríkis- ráðherra og stuðningsmaður Gor- batsjovs, gaf í skyn á þingi flokksins í gær að hann byggist ekki við að verða endurkjörinn til áframhald- andi setu í forystusveit flokksins. Og Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra og einn félaga í stjómmálaráðinu, kvaðst reiðubúinn til hreyfings. Þá sagði Gorbatsjov sjálfur í gærkvöldi að ný forystusveit myndi fæðast á þessu þingi. „Ég held að endumýjun forystu- hösins sé ekki einungis óhjákvæmi- leg heldur nauðsynleg," sagði Gor- batsjov sem gegnir bæði embætti leiðtoga flokksins og forseta Sovét- ríkjanna. Fyrr um daginn, á þingi sovéska kommúnistaflokksins, sagði leiðtoginn að fiórir háttsettir félagar í flokknum hygðust láta af störfum af heilsufarsástæðum eða vegna ald- urs. Aðeins einn þeirra er tahnn stuðningsmaður forsetans en þrátt fyrir það er ljóst af þessari tilkynn- ingu að á þinginu megi vænta víð- tækrar uppstokkunar. Gorbatsjov og stuðningsmenn hans hafa átt undir högg að sækja á 28. þingi sovéska kommúnistaflokksins sem sett var á mánudag. Harðlínu- menn sóttu mjög í sig veðrið á þing- inu í gær og gerðu harða hríð að flokksleiðtoganum og stefnu hans síðustu fimm ár. Jegor Lígatsjov, einn í forystuhði íhaldsmanna, gagn- rýndi umbótastefnu forsetans og þær breytingar í stjórnsýslu landsins sem hann vih fá í gegn. En þrátt fyrir harðorða gagnrýni harölínumanna á forystusveit kommúnistaflokksins hafa þeir gefiö í skyn aö þeir muni styðja Gorbatsjov í embætti leiðtoga. Reuter „Lengi lifi síðasta þing kommúnistaflokksins," málti lesa á einu kröfu- spjalda þúsunda mótmælenda sem söfnuðust saman í. Gorky-garðinu í Moskvu í gær. Simamynd Reuter Eldur í færeysku verksmiðjuskipi Mikið tjón varð um borð í fær- eysku verksmiðjuskipi, Ennyberg, er eldur kom þar upp í nótt. Slysið átti sér stað á fyrsta tíman- um í nótt er skipið var statt um 12 sjómílur frá ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi. Engin slys urðu á mönnum en 15 mönnum úr áhöfn skipsins ásamt tveimur aðstoðarmönnum tókst að slökkva eldinn á fimm tímum. Þijátíu og níu manna áhöfn vár á skipinu og hafa 24 menn verið teknir um borð í skip er voru í nágrenniEnnyberg. Ritzau Frakkland: Breytingar á hernaðarstefnu Frönsk stjórnvöld tilkynntu í gær að Frakkar mundu nú í fyrsta skipti sækja fund um fækkun kjarnorku- vopna. Þeir hyggjast senda fulltrúa sinn á fund í Genf í næsta mánuöi þar sem samkomulag um bann við útbreiðslu kjamorkunnar í þróun- arlöndunum verður undirritað. Frakkland hefur hingað til verið fyrir utan allt hernaðarsamstarf inn- an Atlantshafsbandalagsins og þar með ekki tekið þátt í samningum um fækkun og takmörkun á útbreiðslu kjarnorku- vopna. Talið er að Frakkar búi yfir mestu kjarnorkuvopnabirgðum á eftir risaveldunum, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Að undanfórnu hefur gætt nokk- urra tilslakana hjá Frökkum í þess- um efnum og nú þykir sýnt að þeir hyggist fylgja eftir stefnu annarra Nato-ríkja innan Evrópubandalags- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.