Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990.
Spumingin
Áttu gæludýr?
Ágústa Leifsdóttir bankastarfsmað-
ur: Nei, en ég á hesta. Ég hef átt ketti
og vildi gjarnan eignast einn aftur.
Hólmfriður Karlsdóttir, 10 ára: Já,
ég á hamstur, páfagauk og líka kött.
Kötturinn reyndi fyrst að veiða fugl-
inn og hamsturinn en það er allt í
lagi núna.
Erla Björg Hilmarsdóttir, 12 ára: Já,
tvo gullfiska og einn páfagauk. Það
er hundleiðinlegt að gefa þeim og
bróðir minn sér um það.
Flemming Madsen kennari: Já, páfa-
gauk. Það ér ekkert mál þó að það
sé stundum leiðinlegt að sjá um
hann.
Arinbjörn Hauksson, 5 ára: Já, páfa-
gauk. Mamma gefur honum og þrífur
búrið. Það er svolítið hægt að leika
við hann en hann sest oftast á öxlina
á mér.
Sverrir Sigursveinsson nemi: Nei, ég
hef aldrei átt gæludýr og langar ekki
í.
Lesendur_____________________________________________________pv
Þjóðhöföingjaheimsóknir og landkynningar:
Endaleysan
Auðvitað var sjálfsagt að tjalda því sem til er, segir bréfritari um heimsókn
hinna tignu gesta til landsins. - í Þingvallaheimsókn.
óendanlega
Þórður Þórðarson skrifar:
Ég var einn þeirra sem fylgdist af-
skaplega vel með komu Bretlands-
drottningar hingað til lands og hafði
ómælda ánægju af að sjá hversu vel
henni virtist líka það sem hún sá hér
og reyndi. - Að minnsta kosti var
ekki annað að sjá á svip drottningar
og látbragði. En það kemur einkar
vel fram í sjónvarpi á svip fólks
(hversu slungið sem það annars er
að fela slíkt) hvort það er sátt við
sjálft sig og tilveruna eða ekki.
Og auövitað var sjálfsagt að tjalda
því sem til var úr því við erum að
sýnast meiri en við í raun erum, og
það var gert. Heimsóknin tókst með
ágætum að ég held, og þar með lyki
ég þessum skrifum mínum ef ekki
kæmi annað til, og það er þessi sí-
felldi áróður fyrir því að svona þjóð-
höfðingjaheimsóknum (hingað til
lands eða héðan til annarra landa)
eigi að fylgja landkynning í ein-
hveiju formi.
Þær landkynningar, sem við erum
oftast með á heilanum, eru ýmist í
sambandi við síld og fisk eða þá lamb
og ull. Nema allt sé sett á herðar
einnar persónu eins og þegar forseta
^kkar er fahð að sýna af sér sérstaka
íslandskæti með því að hafa með í
för matreiðslumeistara sem matreið-
ir jafnóðum og kynnt eru matföngin
og svo sýningarstúlkur sem fara í og
úr prjónakjólum og klukkum til
skiptis, ef veislugestir skyldu láta svo
lítið að líta upp úr krásunum.
Gallinn við þessar heimsóknir héð-
an og landkyningu á erlendri gnmdu
er þó einfaldlega sá að landkynning-
in fer venjulega fram á röngum stað,
þ.e. í íslenskum sendiráðum erlendis
eða í þar til leigðum salarkynnum
og boðsgestir allt aðrir en þeir sem
sjálfir fara í matvörumarkaðina til
að raða í innkaupakörfuna. Þarna
eru nefnilega aðallega aðrir sendi-
herrar og fyrirmenn sem í mesta lagi
segja um snarlið; jú takk, bærilegt. -
En síðan ekki söguna meir. Ekki einu
sinni að þeir biðji eldhússtúlkuna
eða brytann að panta nú íslenskt
lambalæri fyrir næsta sunnudag eða
skötusel og smokkfisk fyrir næsta
föstudag.
En hvað um það, þessi árátta okkar
íslendinga er söm viö sig, hvort hing-
að kemur drottning eða héðan fer
forseti. Allt skal sæta sérstakri kynn-
ingu, og ráðherrar, ráöamenn og
sölustjórar í útflutningsbransanum
linna ekki látum að sviðsetja skyndi-
hagnað vegna markaðssetningar
„hinna tignu gesta“, eins og sagt var
í öðru hveiju orði ljósvakafiölmiðl-
anna meðan þeir dvöldu hér. - Allt
er þetta nú afstaðið í bili, en við skul-
um vona að það sé stutt í næsta teiti
og væntanlega er einhver heimsókn
í þjóðhöfðingjastíl, til eða frá íslandi,
á næsta leiti. - Þannig getum við ylj-
að okkur við þá fullvissu að hún
verði ekki endaslepp endaleysan,
heldur óendanleg.
Einangrun lækna á landsbyggðinni:
Látið fólkið
finna farveginn
Pétur Gunnarsson skrifar:
Ég hef dálítið fylgst með umræð-
unni um læknaskortinn á lands-
byggðinni. Síðast sá ég um þetta frétt
í Alþýðublaðinu mjög nýlega og var
þar einmitt verið að vísa til læknis-
þjónustu á Vestfiörðum, þar sem
mjög erfitt er að halda lækna, bæði
vegna þess álags sem það er að vera
einn á vakt svo að segja allan sólar-
hringinn og vegna þess að einangrun
og samgönguleysi er nokkuð sem
læknar hér syðra hafa ekki haft
kynni af og endast hreinlega ekki til
að vera nema skamman tíma við þær
aðstæður.
En þá kemur í huga spumingin
hvort það sé þess virði að vera að
púkka upp á byggðarlög sem þessa
einangruðu staði þar sem verður að
Heiða Árnadóttir skrifar:
Tilefni þessara skrifa er kynni mín
af nýju efni sem ég frétti af og mátti
til með að prófa. - Efnið heitir „Wat-
er Works“, og á að hjálpa til við að
halda réttum raka á stofuplöntum
og öðrum gróðri.
Þetta nýja efni er litlir kristallar
sem bleyttir eru upp í vatni og settir
María skrifar:
Ég þarf mikiö að sækja þjónustu í
banka og ríkisstofnanir og vil koma
á framfæri sérstöku þakklæti til
starfsfólks Tryggingastofnunar rík-
isins fyrir sérlega vinsamlega og
góða þjónustu. Það er sama við hvern
er talað, alltaf sömu hlýjuna að finna.
Þama hlýtur að vera nfiög góður
gera sérstakar ráðstafanir árlega og
í sumum tilfellum mörgum sinnum
á ári. Læknaskorturinn er aðeins eitt
vandamálið af mörgum. En það er
kannski í flokki hinna alvarlegustu.
Og það er ekkert gefið að þótt lækn-
um á landsbyggðinni væm greidd
margföld laun á við lækna hér á höf-
uðborgarsvæðinu yrði neitt auðveld-
ara að fá þá til að setjast að úti á
landi. Einangmn, slæmar samgöng-
ur og fábreytt félagslíf og ekkert al-
vömmenningarlif á þessum af-
skekktu stöðum gera þaö að verkum
að ekki bara læknar heldur einnig
fólk sem þama hefur búið frá upp-
hafi er ekki sátt við að halda kyrm
fyrir þegar annars staðar bjóðast
betri kjör og aðstæður. Það er heldur
ekkert gefið að þetta vandamál verði
saman við moldina þegar umpottim
fer fram, eða þeim er bætt saman við
moldina, umhverfis ræturnar. - Efn-
ið dregur í sig vatn og dreifir því til
plöntunnar eftir þörfum og aðstæð-
um.
Ég, sem sífellt var að vökva, hef
ekki þurft að koma nálægt þeim
verkum hátt á aðra viku, og enn er
starfsandi.
Þá langar mig að minnast á þátt
sem var á Aðalstöðinni á dögunum,
þáttinn „Á nótum vináttunnar" í
umsjón Jónu Rúnu Kvaran. Þar
ræddi hún við Valgerði Matthías-
dóttur, arkitekt og sjónvarpskonuna
þekktu.
Yndislegri þátt og mannlegri hef
lagfært með fiárveitingum til vega-
gerðar, jarðganga, eða annarra stað-
arframkvæmda.
Ég er þeirrar skoðunar að þegar
uppdráttarsýki hefur gert vart við
sig heldur hún áfram og ráðamenn
eiga að taka mið af þeirri staðreynd.
Afskekktir staðir og bæjarfélög
verða ekki endurvaktir með fiár-
magni heldur vilja eða löngun fólks-
ins til að byggja hið umdeilda svæði.
Ef sá vilji er ekki fyrir hendi á aö
afskrifa viökomandi byggðarlag með
sem sársaukaminnstum aðgerðum
en þær eru einfaldlega aö láta allt
afskiptalaust. Fólkiö finnur sjálft
auðveldasta farveginn. Þannig hefur
það ávallt verið og reynst affarasæl-
ast fyrir íbúana og þjóðfélagið í heild.
nægur raki í moldinni, án þess þó
að hún sé á floti eins og oft á sér stað
eftir vökvun. - Þrátt fyrir þessa
stuttu reynslu mína af þessu undra-
efni ráðlegg ég áhugafólki um blóma-
rækt að reyna þessa nýju aðferð og
kanna hvort það fær sömu reynslu
og ég.
ég ekki hlustað á lengi. Valgerður
var afskaplega jákvæð, og vel með á
öllum sviðum. Hinn sterki persónu-
leiki hennar kom ekki síður vel fram
í útvarpsviðtalinu en í sjónvarpi. Það
er vel til fundið að ræða við slíkar
persónur á ljóvakamiðlunum. - Kær-
ar þakkir.
Hvar fast
snúinraft-
arnir?
E.Ó. hringdi:
I grein í ferðablaði DV 27. júní
síðastliðin er grein eftir S.H.H.
Þar er hjólhýsaeigendum m.a.
bent á aö staga húsin sín túður
til að vetja þau fyrir vindi og sagt
að til séu svokallaðir „snúinraft-
ar“, eins og járnhælar í laginu,
líkt og tappatogari með auga í
efri endanum. Auðvelt sé að
skrúfa þessa snúinrafta niöur í
flestan jaröveg og staga húsin
niður á hverju homi.
Nú vil ég spyrja: Hvar fást þess-
ir snúinraftar? Ég er búinn að
hringja í alla staðisemmérdettur
í hug og enginn kannast við að
eiga eða selja svona snúinrafta.
Ég man eftir svona hælum frá
hemum á sínura tíma en síðan
ekki meir.
Svar frá S.H.H:
Hér kom E.Ó. við mig beran.
Ég hef ekki hugmynd um hvar
svona snúinraftar fást, hélt raun-
ar að allir innflytjendur hjólhýsa
og fellihýsa heföu þá á boðstólura.
Eins og E .0. man ég vel eftir þess-
um jámskrúfum frá hemum en
hef líka séð þá siðan og þá ein-
mitt hjá mönnum sem vora að
staga niður Ifiólhýsin sín.
Ef einhver getur frætt okkur
E.Ó.urn það hvar snúinraftar fást
þætti mér vænt um að sá sami
vildí hringja og segja raér það,
Síminn er 2 70 22 - innanhúss-
númer 317 - eða koma upplýsing-
um áleiðis til umsjónarmanns
lesendasíðu DV.
Léttari blómaumhirða
Góð þjónusta hjá Tryggingastofnun
- og frábær þáttur á Aðalstöðinni