Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990. íþróttir „Þetta kallast algert brjálæði“ Það var sannkölluö sigurhátíð í Argentínu í nótt eftir sigurinn á ítölum. Tugþúsundir Argent- ínubúa fógnuðu á götum borga og bæja og það var eins og landið væri þegar orðið heimsmeistari. „Þetta kallast algert bijálæði,“ sagði einn sigurglaður vegfarandi. Forseti landsins, knattspymuá- hugamaðurinn, Carlos Menem, fagnaði gífurlega í þinghúsinu eftir sigurinn og nærstaddir urðu að róa hann í öllum æsingnum. „Þetta var frábær leikur og við unnum sigur með því að spila toppbolta. Þetta var glæsileg sýning,“ sagði for- steinn, skýjum ofar eftir leikinn. -RR • Claudio Caniggia fagnar marki sínu í gærkvöldi. .................................................................................:----------------------------------------------------------------------------------------- • Pétur Ormslev er hér i góðu færi en Magnús Bergs náði að koma fætinum fyrir þegar Pétur skaut eins og oft í leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti Fram heillum horfið - tapaöi þriöja leik sínum í röð, nú gegn Stjömunni, 1-3 peninga á HM • Þrátt fyrir að ítalska landsbðið í knattspyrnu sé nú úr leik á HM geta forráðamenn ítalska knatt- spymusambandsins glaðst yfir því að sala aðgöngumiða hefur gengið framar vonum og buddan þyngist með degi hverjum. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa að- göngumiðar selst betur en heit- ustu lummur og nú er svo komið að 94% þeirra miða sem í boði hafa verið hafa selst. Með þessu er þó ekki sagt að aðsókn að leikj- unum hafi verið í samræmi við söluna því oft hafa fyrirtæki keypt mikið af miðum til að styðja mótshaldara. Charlton á plötu með hljómsveitinni U2 • Jackie Charlton heldur áfram aö koma á óvart. Nú hefur það komiö fram að Charlton átti þátt í að spila inn á plötu með hinni heimsfrægu hljómsveit U2. Og það er ekki að spyrja að þvr þegar „gíraífinn“ er annars vegar. Plat- an ríkur upp írska vinsældalist- ann enda varla að finna vinsælli mann á írlandi þessa dagana en Jackie Charlton. Preben Elkjær er fúll yfir mörgum leikjum • Preben Elkjær Larsen, fyrrum danskur landsliðsmaður í knatt- spymu, er ekki yfir sig ánægður með gæði knattspymunnar á HM á Ítalíu. „Ég hef ekki enn séð virkilegan toppleik í keppninni. Liöin hugsa fyrst og fremst um aö tapa ekki og taka enga áhættu. Þetta er virkilega slæmt fyrir knattspymuna,“ segir Elkjær. Og víst er hægt að taka undir orð Danans. Margir leikimir á HM hafa ekki verið mikið fyrir augað. Brasilíumenn fengu ekki hlýjar móttökur • Landshð Brasilíu fékk ekki hlýjar móttökur þegar það kom til Brasilíu á dögunum. Gífurleg- ur fjöldi Brasilíumanna mætti á flugvöllinn til að púa og öskra á landsliðsmennina. Fólk mætti með mótmælaspjöld og hóf þau á loft er leikmennimir komu út úr flugstöðinni. Á einu þeirra stóð: „Ef Lazaroni er þjálfari er ég páfi.“ Dómarar halda áfram að gera dýrkeypt mistök • Það sem vakið hefur einna mesta athygh á HM er hve dóm- arar hafa verið slakir á mótinu og margir þeirra gert mjög alvar- leg mistök. Leikmenn hafa fengið að veija skot innan vítateigs með höndum, lögleg mörk hafa verið dæmd af vegna rangstöðu sem ekki átti við rök að styðjast og svona mætti lengi telja. Franski dómarinn, sem dæmdi leik ítala og Argentínumanna í gærkvöldi, gerði mörg alvarleg mistök. Mark Itala var rangstöðumark að allra mati, hann tók gult spjald upp úr vasa sínum og hætti síðan við að áminna leikmann og svona mætti lengi telja. Stjörnurnar klikka líka • Þaö eru ekki bara dómarar sem gert hafa mistök á HM. Stærstu nöfnin, mestu stórstjöm- urnar hafa í langflestum tilfehum brugðist og nægir þar að nefna nöfn eins og Maradona, Brayan Robson, John Bames, Careca, Marco van Basten, Ruud Gulht og lengi væn hægt að telja áfram. Lið Fram virðist heihum horfiö þessa dagana. Eftir frábæra byrjun á Islandsmótinu þar sem hðið náði ör- uggri forystu hefur höið tapað þrem- ur leikjum í röð og nú síðast fyrir nýhðum Stjörnunnar, 1-3, á Laugar- dalsvelh í gærkvöldi. Það gerðist frekar fátt í fyrri hálf- leik og það var eins og leikmenn beggja hða væm að bíða eftir áhorf- endum sem flestir létu ekki sjá sig fyrr en eftir vítaspymukeppni Arg- entínu og ítala í sjónvarpinu. Þó fengu Framarar besta færi hálfleiks- ins þegar Guðmundur Steinsson skaut í markstöngina úr þröngu færi. í síðari hálfleik fóru hlutimir að gerast. Stjömumenn, í búningi Arg- entínu sem er varabúningur félags- ins, komu mjög ákveðnir til leiks. Fyrsta mark leiksins kom á 70. mín- útu. Valgeir Baldursson átti þá góða fyrirgjöf fyrir mark Fram. Valdimar Kristfófersson tók knöttinn á lofti og skaut í átt að marki Fram og Ingólfur Ingólfsson framlengdi knöttinn í mark Fram. Forysta nýhðanna stóð ekki lengi því 5 minútum síðar jafn- aði Kristinn R. Jónsson metin fyrir Fram. Hann lék í gegnum Stjömu- vörnina og skaut góðu skoti í mark Stjörnunnar án þess að Jón Otti markvörður kæmi nokkmm vöm- um við. Eftir markið sóttu Framarar nokk- uð en Stjömumenn beittu skyndi- sóknum og úr shkum skoraði hðið tvö mörk með stuttu millibilli. Það fyrra skoraði Sveinbjöm Hákonar- son, hann fékk góða sendingu inn fyrir vöm Fram og renndi knettinum með hnitmiðuðu skoti neðst í mark- homiö framhjá Birki. Eftir þetta mark fengu leikmenn Fram ein þrjú mjög góð marktækifæri sem ekki nýttust en Birgir Sigfússon, vamar- maöur Stjörnunnar, veitti Frömur- 1. deild - Hörpudeild Valur ....8 6 1 1 14-6 19 KR ....8 5 0 3 13-9 15 ÍBV ....8 4 2 2 11-13 14 Fram ....8 4 1 3 15-6 13 Víkingur.... ....8 3 3 2 10-9 12 Stjaman.... ....8 3 1 4 10-14 10 FH ....8 3 0 5 11-11 9 ÍÁ ....8 2 2 4 8-13 8 KA ....8 2 1 5 8-13 7 Þór ....8 2 1 5 6-12 7 um rothöggið þegar hann skoraði á 83. mínútu leiksins. Birgir óð fram ahan völhnn, gaf sendingu á Svein- bjöm sem lék á einn varnarmann Farm og sendi aftur á Birgi sem skor- aði með þrumuskoti í þaknetið og hans fyrsta mark í 1. deíld staðreynd. Sigur Stjörnunnar var fyllhega sanngjarn. Liðshehdin var sterk og baráttan í hðinu til fyrirmyndar. Vörnin var föst fyrir með Birgi sem besta mann og Sveinbjöm var sí- vinnandi á miðjunni. Árni Sveinsson lék ekki með Stjörnunni í gær en það virtist ekki koma að sök. Fram-liðið átti ekki góðan dag í gær. Sem fyrr lék hðið ágætlega úti á vellinum en þegar nær dró marki Stjömunnar brotnuðu sóknirnar. Kristinn R. Jónsson átti ágætan leik en aðrir léku undir getu. • T1 f Knattspyrna 2. deild (pepsídeild) Fylkir ...7 5 1 1 16-6 16 UBK ...7 5 1 1 14-6 16 Víðir ...7 3 3 1 7-7 12 Selfoss ...7 3 1 3 15-10 10 Tindastóll... ...7 3 1 3 7-11 10 Keflavík ...7 3 0 4 7-8 9 KS ...7 3 0 4 9-12 9 ÍR ...7 3 0 4 10-15 9 Leiftur ...7 1 2 4 5-11 5 Grindavík... ...7 1 1 5 9-13 4 íslendingé sjöunda sæl íslenska landsliðið í handknattleik, sl að gera sér að góðu að leika um 7. sæti í Svíþjóð þessa dagana. Liðið leikur á mi um sínum í gær. íslendingar léku í gærdag á móti Fin: að hafa verið undir í hálfleik, 13-10. Met inga um að komast 1 undanúrslit að eng ur Kóreu og töpuðu þeim leik með tvegf í hálfleik, 13-10. Liðið byijaði svo af kr£ mun, 23-17. Lokakafh hðsins var hins v leiknum eins og áður sagði. Heiir - sagði 1 Sergio Goycochea, markvörður Arg- entínu, var aftur í sviðsljósinu þegar heimsmeistaramir sigurðu ítali, 5-4, eftir magnþmngna vítaspymukeppni í Napoli í gærkvöldi. Goycochea, sem varði tvær vítaspymur gegn Júgóslöv- um á laugardag bjargaði hði liði sínu aftur í gærkvöldi með því að veija tvær vítaspyrnur frá ítölum. Goycochea, sem kom til Ítalíu sem varamarkvörður kom óvænt inn í höiö þegar aðalmark- vörðurinn, Nery Pumpido, fótbrotnaði í öðmm leik Argentínu I keppninni Þar með eru Argentínumenn búnir að tryggja sér í úrshtaleik keppninnar sem fram fer í Rómaborg á sunnudag og þar mæta þeir annaðhvort Vestur- Þjóðverjum eða Englendingum. Það yrði vissulega kaldhæðni örlaganna ef Argentínumenn mættu Þjóðverjum aft- ur í úrslitaleik en eins og menn muna þá léku hðin til úrslita í Mexíkó fyrir þremur ámm og þá unnu Argentínu- menn í sögulegum leik. Heppnin var með okkur í vítakeppninni • Fyrirliöarnir mætast í leiknum i Napóli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.