Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990.
25
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Filip Belgíuprins
hélt nýlega upp á þrítugsafmæli
sitt. Fjölskyldan kom saman í
kafR og ijómatertu til að fagna
afmæli Filips sem væntanlega
verður næsti konungur Belgíu.
Belgíska konungsfjölskyldan hef-
ur ekki átt miklum vinsældum
að fagna meðal landa sinna að
undanfomu. Eftir að Baudouins
konungur lét af störfum í einn
dag til að þurfa ekki að skrifa
undir lög um fóstureyðingar
finnst mörgum Belgum hann
ekki vera sinn konungur lengur.
Beðið er eftir að Fihp kynni krón-
prinsessu fyrir þjóðinni en hann
hefur ekki látið uppi neitt um að
trúlofun sé á dagskránni.
Jack Nicholson
leikarinn góðkunni, á von á
þriðja bami sínu og nú með vin-
konu sinni, Rebekku Broussard.
í samkvæmi nýlega kom hún
Jack á óvart með þessum frétt-
um. Hinn verðandi faðir tók frétt-
unum eins og karlmanni sæmir
og hefur lýst því yfir aö Rebekku
og bamið muni ekki skorta neitt.
Samband Rebekku og Jack stend-
ur föstum fótum en hann hefur
alfarið hafnað því að giftast
henni. Kveðst hann ekki vilja
binda sig til svo langs tíma. Af
kvennamálum hans að öðru leyti
er það að frétta að Jack og Anj-
elica Huston, vinkona hans tíl
margra ára, em nú orðin vinir
aftur. Hún hefur lýst þvi yfir að
hún vilji leika á mótí honum í
mynd um Napóleon.
Jane Fonda
sem þekkt er fyrir leikfimiæfmg-
ar og leiklist, hefur nú sagt já við
bónorði unnusta síns. Hinn
heppni er milljónamæringurinn
Ted Tumer og líklega verður
brúðkaupið um næstu jól. Jane
þarf fyrst að bíða þess að skilnað-
ur við næsta eiginmann á undan
gangi í gegn. Hún vonar að allt
verði klappað og klárt tímanlega
svo giftíngin getí farið fram með
mikilh viðhöfn. TU stendur að
halda brúðkaupið á búgarði Teds
í Montanafylki í Bandaríkjunum.
Bæði menn og hundar fá útrás fyrir hreyfiþörf á Geirsnefi við Elliðaár.
DV-mynd RS
Sól, sól
skín á mig
Undanfama daga hefur sólin glatt
íbúa á sunnan- og vestanverðu
landinu. Nýr svipur færist yfir bæ-
inn. Stuttbuxur og sólbolir em teknir
fram og þjóna sínu hlutverki eftir
langt frí.
Flestir vhja vera úti við og njóta
blíðunnar. Sumir fara í bæinn, aðrir
í sund og enn aðrir vilja vera úti í
náttúnmni. Við vonum að við fáum
að njóta sólarinnar sem lengst en
farið er að spyija hvort þessari blíðu
æth aldrei að ljúka. Það er um að
gera að njóta hvers sólargeisla á
meðan þeir gefast því ómögulegt er
að segja til um hvenær við megum
eiga von á svo góðum kafla aftur.
Verðir laganna fylgjast með því að
allt fari vel fram hjá öndunum á
Tjörninni á meðan aðrir njóta veður-
blíðunnar.
DV-mynd Hanna
Kassabílar eru góð farartæki. Þessir hressu strákar óku um við útitaflið í Lækjargötu einn góðviðrisdaginn.
DV-mynd Hanna
Verðlaunahafinn, Leifur Breiðfjörð, ásamt konu sinni, Sigriði Jóhannsdótt-
ur, Vigdisi Finnbogadóttur, forseta íslands, og Peter Bröste (t.v).
DV-mynd BG
Bjartsýni í
fyrirrúmi
Bjartsýnisverðlaun Bröste voru
afhent nýlega. Leifur Breiðfjörð
vann til verðlaijnanna nú er þau
voru veitt í tíunda sinn.
Verðlaunin eru kennd við Peter
Bröste. Þau eru veitt árlega íslensk-
um listamanni en þriggja manna
nefnd metur hver verðlaunin hlýtur.
í nefndinni eru Gunnar J. Friðriks-
son, formaður nefndarinnar, Gylfi
Þ. Gíslason, fyrryerandi mennta-
málaráðherra, og Ámi Kristjánsson
píanóleikari. Thlögur nefndarinnar
eru svo bomar undir Vigdísi Finn-
bogadóttur en hún er vemdari verð-
launanna.
Hugmyndin að þessum verðlaun-
um varð tíl er Vigdís heimsótti
Margrétí Danadrottningu árið 1980.
Hélt Vigdís þar ræðu sem kveiktí
hugmynd Peter Bröste að verðlaun-
um til íslenskra listamanna tengdum
bjartsýni.
Verðlaunin voru nú í fyrsta skiptí
afhent hér á íslandi. Af því tilefni
kom Peter Bröste hingað tíl lands og
afhenti Leifi Breiðíjörð 30.000 dansk-
ar krónur í ávísun auk boös th Kaup-
mannahafnar. Leifur er þekktur fyr-
ir glerhstaverk sín og gerði meðal
annars hstaverk í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar.
Brúðkaup sonar Japanskeisara
Aya, sonur Japanskeisara, gekk að
eiga unnustu sína, Kiko, síðasthðinn
föstudag. Japanskir íjölmiðlar hafa
mikið velt þessu brúðkaupi fyrir sér
og þykir mörgum nóg um umtahð.
Það sem mest er um rætt er að Kiko
er af alþýðufólki komin og hefur ekki
blátt blóð í æðum.
í Japan em gamlar hefðir mjög rík-
ar og Aya brýtur þær með því að
giftast Kiko sem ekki er af aðalsfólki
komin. Margir vonast tíl þess að með
Kiko komi nýr andi í keisarafjöl-
skylduna sem hingaö tíl hefur verið
rpjög lokuð. í japönsku þjóðfélagi eru
margar óskráðar reglur sem við á
Vesturlöndum þekkjum ekki. Sem
dæmi um það má nefna mynd sem
birtíst í japönskum fjölmiðlum af
Kiko og Aya þar sem hún strýkur á
honum hárið. Talsmaður keisarafjöl-
skyldunnar hefur bannað að myndin
verði birt því hún þykir of djörf. Hér
hefði ekki þótt thtökumál þó mynd
birtist sem sýndi mun meira.
Brúðkaupið var að vestrænum sið
og margt var um manninn í veisl-
unni. Aya og Kiko eru skólasystkini.
Aya þykir vera með fijálslega
greiðslu og fullmikið hár, auk þess
sem hann er með yfirvaraskegg.
Hann keyrði um á Volkswagen bjöhu
en fær sér trúlega virðulegri bíl nú
þegar brúðkaupið er afstaðið.
Japanskar konur velta fyrir sér myndinni sem fjaðrafokinu veldur.
Simamynd Reuter