Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Page 5
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990. 5 Valdimar Guðnason: „Ég vil ekkert segja um þetta opinberlega. Ég hef ekki gert þaö hingað til og ætía ekki að byrja á því nú, Ég reikna með að málinu verði áfrýjað til Htestaréttar og því sé alls ekki lokið,“ sagði Valdimar Guðnason, löggiltur endurskoöandi. Valdimar vann mikið við rann- sókn Hafskipsmálsins, fyrst fyrir skiptarétt og síðar við lögreglu- rannsóknina. Sá hluti ákær- unnar, sem sneri að reiknings- skilum, var mikið til byggður á vinnu Valdimars. -sme Fréttir Albert Guðmundsson um Hafskipsmálið: Get ekki hugsað mér meiri glæp - en að eyðileggja blómaskeið vinnuævi þessara drengja „Mér finnst að komið hafi í ljós að málið er ekkert mál. Þetta var bara sápukúla sem sprakk. Ég hef aldrei skilið af hveiju málið fór af stað og skil heldur ekki nú af hveiju verið er að dæma þessa drengi sem hlutu dóm. Það er búið að eyðileggja fyrir þeim blómaskeið vinnuævinnar og ég get ekki hugsað mér meiri glæp,“ sagði Albert Guðmundsson. „Ég vona að þetta mál verði víti til vamaðar. Það má ekki ásækja menn og ætla þeim síðan að sanna sakleysi sitt. Ég var kominn í toppvaldastöðu í þjóðfélaginu og flæmdist þaöan á fólskum forsendum og upplognum ásökunum. Þaö er nákvænúega það sama og þessir drengir, sem voru starfsfélagar mínir, máttu þola. Þetta verður bara að vera þjóðfélaginu víti til varnaðar. Ég átti þessa drengi sem vinnufé- laga og þeir urðu vinir út úr því. Ég hef alltaf sagt, bæði sem vitni, á þingi og sem prívatmaður, að þetta eru heiðarlegir og góðir menn,“ sagði Albert. -gse Albert Guðmundsson sagði af sér ráðherradómi vegna Hafskipsmálsins i ársbyrjun 1987. Hér er hann umkringd- ur blaða- og fréttamönnum á fundinum þar sem hann sagði af sér eftir þingflokksfund sjálfstæðismanna. DV-mynd GVA Rannsóknin eins og til var stofnað - sagði Hallvarður Einvarðsson „Ég hef ekkert um þennan dóm að segja. Ég hef ekki fengið endurrit af honum í hendur og þekki ekki þessar niðurstöður nema af fregnum í fjöl- miðlum. Ég hef því ekkert um hann að segja. Það er sérstakur handhafi ákæruvalds sem fer með ákæruvald- ið í þessu máli,“ sagði Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari. - Nú tengist þú málinu ekki bara sem saksóknari sem reyndist van- hæfur heldur stjórnaðir þú jafnframt hinni veigamiklu rannsókn sem rannsóknarlögreglustjóri. Sú mikla rannsókn hefur nú ekki leitt til mik- ils: „Á þessari stundu er ég ekki í að- stöðu til að fjalla um dóminn sem slíkan, hvað svo sem síðar verður. Ég vænti þess að dómurinn tali sínu máli; að hann sé skýr og forsendur skýrar. Þessi rannsókn fór fram á sínum tíma eins og til var stofnað af hálfu þáverandi ríkissaksóknara. Ég hef ekkert meira um það að segja. Síðan fjalla dómstólar um sakarefni og fella sinn dóm. Og ekkert meira um það,“ sagði Hallvarður. AMSTERDAM HLIDIÐ AD EVRÓPU Raunar má segja að hún sé hliðið að allri heimsbyggðinni. Þaðan er greið leið með bílaleigubílum (þeim ódýrustu í Evrópu) og/eða lestum suður um alla álfuna. Þaðan flýgur líka KLM til yfir 130 borga í 80 löndum. Á mörgum * þessara flugleiða getur Arnarflug boðið sérstaklega hagstæð fargjöld. Hliðið er opið. Gjörið svo vel og gangið inn. LáS ■ Flui flw Lágmúla 7, síml 91-84477. Flugstöð Lelfs Eiríkssonar, sími 92-50300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.