Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Side 6
6 ■ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990.
Viðskipti____________________________________________dv
Roksala á málningu í sólinni:
„Þetta er allt annað Ivf
en í rigningunni í fyrra“
- kreppan hefur ekki áhrif á sölu málningar heldur veður
Roksala hefur veriö á málningu í
maí og júní vegna góös veðurs. Hjá
Málningu hf. var júní sá fjórði besti
í sölu frá upphafi og hjá Hörpu var
júní einhver sá besti frá upphafi.
Salan í júli fer feikivel af stað og er
jafnvel spáö meti verði veðurguðim-
ir í jafngóðu skapi áfram.
„Salan í júlí hefur verið mjög góð
það sem af er. Framhaldið byggist
svo á veðrinu. Það er mín reynsla
að kreppan hefur ekki svo mikil áhrif
á söluna heldur ræður veðrið úrslit-
um. Sé gott veður selst málning vel,“
segir Stefán Guðjohnsen, fram-
kvæmdastjóri Málningar hf.
Sumarið í fyrra var mikiö rigninga-
sumar og þornaði vart allt sumarið
fyrir málara. Útkoman var enda sú
að sumarið var mjög lélegt í málning-
arsölu.
Að sögn Stefáns var sumarið 1987
það besta í sölu hjá Málningu hf. Hjá
Hörpu hf. var áriö 1988 hins vegar
metárið.
„Það er mjög góð sala og maí og
júní era með allra besta móti. Þetta
er allt annað líf en í fyrra. Raunar
fundum viö hjá Hörpu það strax eftir
áramótin að sala á málningu væri
að glæðast. Það er mikið að gera hjá
málurum núna,“ segir Jón Bjarni
Gunnarsson, fjármálastjóri Hörpu
hf.
Hann segir ennfremur að fyrir utan
gott veður hafi betra efnahagsástand
mest að segja. „Það er greinilega að
lifna yfir þjóðfélaginu og það ríkir
meiri bjartsýni en síðustu tvö árin.“
Að sögn þeirra Stefáns og Jóns
Efnahagstímaritiö Vísbending spá-
ir í nýrri verðbólguspá sinni að verð-
bólgan verði komin á nokkurt skrið
í lok þessa árs og að hún verði yfir
20 prósent á næsta ári. Halli á ríkis-
sjóði og peningaþensla eru talin
stuðla mest að svo mikilli verðbólgu
á næsta ári. Þetta kemur fram í nýj-
asta hefti blaðsins.
Orðrétt segir: „Ólíklegt verður að
telja að þessi stöðugleiki haldist
lengi. Fiskur hefur hækkað ipjög í
verði á erlendum mörkuðum. Halli
er á ríkissjóði og dræm sala á spari-
skírteinum. Líklegt er að á næsta ári
hefjist framkvæmdir við nýtt álver
og virkjanir. Allt þetta miðar að því
að að raska jafnvægi á virmumark-
aði. Hér er því spáð að að með haust-
inu fari af stað hægt launaskrið og
og það aukist næsta ár.
Búist er við að verðbólga verði
áfram á bilinu 5 til 10 prósent í sum-
ar en fari yfir 10 prósent á seinni
hluta ársins. Næsta sumar verði hún
orðin um 25 prósent. Kaupmáttur
verður því sem næst óbreyttur á
þessu ári en eykst nokkuð á því
næsta.“
Þá nefnir tímaritið nokkur atriði
sem bendi einkum til þess að verð-
bólga aukist á ný. „Halli á ríkissjóði
og peningaþensla. Koma má verð-
bólgu niður um tíma með hóflegum
kjarasamningum og festu í gengis-
málum en það tekst ekki til lengdar
nema einnig fylgi aðhald í tekju-
stefnu ríkisins og peningamálum."
Og ennfremur: „Góðæri er að hefj-
ast í sjávarútvegi. Rauð strik í kjara-
samningum liggja lágt. Verðhækk-
unum hefur verið slegið á frest.
BHMR á í kjaradeilu."
Forsendur þessarar verðbólguspár
eru þær að gengið verði fast fram á
haustið 1991, eftir það komi 2 til 3
prósent gengislækkun til áramóta.
Launaskrið verði 3 prósent til næstu
áramóta og 6 prósent til ágústloka
1991. Loks 8 prósent kauphækkun frá
lokum ágúst 1991 til áramóta 1992.
-JGH
„Þessir hvítljósu eru áberandi vin-
sælastir. Ég verð hins vegar var við
meiri litadýrð í innimálningu þar
þorir fólk meira en áður.“
Verð á málningu hefur hækkað um
12 til 13 prósent í fyrra. Lítrinn af
utanhússmálningu liggur á bilinu
600 til 1.000 krónur eftir gæðum og
tegundum. _JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækur ób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 3 4 lb,Sb,- Sp
6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5,5 lb
18mán.uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb
Danskar krónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverötr. júní 90 14,0
Verðtr. júní 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalajúlí 2905 stig
Lánskjaravísitala júní 2887 stig
Byggingavísitala júli 549 stig
Byggingavísitala júli 171,8 stig
Framfærsluvísitala júní 145,4 stig
Húsaleiguvisitala hækkar 1,5% l.júlí.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,963
Einingabréf 2 2,706
Einingabréf 3 3,267
Skammtímabréf 1,679
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,157
Kjarabréf 4,915
Markbréf 2,613
Tekjubréf 1,973
Skyndibréf 1,470
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,388
Sjóðsbréf 2 1,759
Sjóðsbréf 3 1,668
Sjóðsbréf 4 1,417
Vaxtarbréf 1,6865
Valbréf 1,5850
Fjórðungsbréf 1,028
Islandsbréf 1,028
Reiðubréf 1,017
Sýslubréf 1,029
Þingbréf 1,028
Öndvegisbréf 1,027
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 462 kr.
Flugleiðir 180 kr.
Hampiðjan 162 kr.
Hlutabréfasjóður 154 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 160 kr.
't Eignfél. Alþýðub. 115 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 157 kr.
Eignfél. Verslunarb. 135 kr.
Oliufélagið hf. 467 kr.
Grandi hf. 168 kr.
Tollvörugeymslan hf. 107 kr.
Skeljungur hf. 500 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánarl upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
Veðrið hefur leikið við Sunnlendinga á þessu sumri og margir hafa notað tækifærið til að mála. Að sögn Stefáns
Guðjohnsen hjá Málningu hf. hefur veðrið miklu meira að segja en kreppan í sölu málningar.
DV-mynd Hanna
Bjama seljast ljósir hvítir litir ennþá ir og fölir litir, eins og ljósbláir, föl- ast í aukana. Vinsælasti liturinn á
langmest en engu að síður séu mjúk- bláir, ljósgrænir og hllabláir, að fær- þök er jarðrauður.
Vísbending spáir 20%
verðbólgu á næsta ári
Vísitöluspá
Vísbendingar
Visbending segir að fátt bendi til þess að gengið verði fellt á næstunni
þótt verðbólga verði talsverð og bendir þeim sem hafa hugsað sér að
ávaxta fé sitt á gjaldeyrisreikningum fram á næsta ár að hugsa sinn gang.