Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Page 7
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990.
7
dv Vidtaliö
Eitt sinn KR-
ingur - alltaf
KR-ingur
Nafn: Sveínn Bjömsson
Starf: Kaupmaður
Aldur: 61 árs
Glæsilegri íþróttahátíð ÍSÍ er
nýlokið. Forseti ÍSÍ er Sveinn
Björnsson. „Íþróttahátíðin gekk
mjög vel og eiginiega vonum
framar," sagði Sveinn. „Þátttak-
endur voru rúmlega 30 þúsund
þegar allir eru taldir en við það
bætast svo áhorfendur. Bæði iðk-
endur sumar- og vetraríþrótta
tóku þátt í hátíðinni. Keppni í
funm greinum er enn ólokið því
ekki var hægt að ljúka öllu um
helginá. Keppt verður í þeim
næstu tvær vikumar.
Allir eru mjög ánægðir með
hátíðina og veðrið spillti ekki fyr-
ir. Aldrei hafa verið svona marg-
ir þátttakendur en fjöldinn hefur
meira en tvöfaldast frá því á síð-
ustu hátíö,“ sagði Sveinn.
íþróttahátið ISÍ er haldin á tíu
ára fresti og var þetta þriðja há-
tíöin.
íþróttir og tónlist
Sveinn er fæddur í Reykjavík og
hefur alltaf búið í höfuðborginni.
Hann bjó fyrstu 22 árin í vestur-
bænum en hefur flutt sig yfir í
austurbæinn. Sveinn gekk ungur
í KR og er enn KR-ingur. „Ef
menn ganga einu sinni í KR eru
þeir alltaf KR-ingar. Það er helst
ef menn flytja út á land að þeir
fari að starfa meö öðrum félögum
en eru þó alltaf KR-ingar innst
inni.
Synir mínir tveir eru í Val en
þaö byggist á þvi hverfi sem þeir
ólust upp í. Menn era sem næst
sínu heimili og þvi gengu þeir í
Val. Þaö er bara eins og gengur
og gerist Annars er Geir sonur
minn nú á Spáni og dóttir í
Bandaríkjunum."
Sveinn lauk verslunai-skóla-
prófi úr Samvinnuskólanura. Eft-
ir það gerðist hann franxkvæmda-
stjóri Trípólíbíós en síðan 1954
hefur Sveinn rekið eigin skó-
verslun.
Ekki er komiö að tómum kofan-
um þegar störf Sveins fyrir
íþróttahreyfinguna eru skoðuð.
Hann hefur verið f stjóm KR í
yfir 20 ár, í stjórn ÍSÍ frá 1962 og
forseti ÍSÍ frá 1980 og situr í stjórn
Ólympiunefndar Islands, svo
dæmi séu tekin.
„Áhugamál mín eru íþróttir og
tónlist. Ég sit í sfjóm Tónlistarfé-
lagsins og hef gert í mörg ár. Þeg-
ar timi gefst til hlusla ég á tónlist
og þá frekar klassiska en popp.
Ég var í frjálsum iþróttum í
mörg ár. Svo byrjaði ég i badmin-
ton, komst upp í meistarailokk
og keppti þar. Nú seínni ár hefur
maður svo verið meira í trimmi.
Ég hef lítíð gert af því aö fara i
sumarfrí um ævina. Þaö er helst
þegar fundir eru að maður fer í
ferðir bæði innanlands og utan.
Ég hef mest ferðast i kring um
íþróttir."
Eigmkona Sveins er Ragnheið-
ur Thorsteinsson. Böm þeirra
era Bjöm Ingi, 38 ára, Margrét
Jóna, 36 ára, Geir, 26 ára og
Sveinn sem er 23 ára. Auk þess
eiga Sveinn og Ragnheiður fimm
barnaböm. -hmó
Fréttir
Tillögur nefndar um Byggingasjóð ríkisins:
Loka ber almenna lána-
kerfinu og hækka vexti
- greiðslubyrði af meðalláni hækkar um 4 þúsund krónur á mánuði
Nefnd, sem gerði úttekt á íjár-
hagsstöðu Byggingasjóðs ríkisins,
leggur til að almenna húsnæðislána-
kerfið frá 1986 verði lagt niður hiö
fyrsta og vextir á veittum lánum
hækkaðir úr 3,5 prósentum í 5,0 pró-
sent. Þeir 5.700 umsækjendur, sem
bíða efdr lánsloforðum úr kerfinu,
fengju því ekki lán heldur yrðu að
snúa sér aö húsbréfakerfinu.
Greiðslubyrði þeirra sem fengið hafa
lán myndi hækka. Til dæmis þyrfti
sá sem fengið hefur um 4 milljóna
króna lán hjá Húsnæðisstofnun að
greiða um 4 þúsund krónum meira á
mánuði í vexti.
Nefndin skoðaði hvernig þrír kost-
ir myndu leika.sjóðinn til aldamóta.
í fyrsta lagi að almenna kerfið og
húsbréfakerfið yrðu rekin samhliða.
í öðra lagi að almenna kerfinu yrði
lokað en þær 8.000 umsóknir, sem
hafa borist, yrðu afgreiddar. í þriöja
lagi að almenna kerfinu yrði lokað
algjörlega með þeirri undantekningu
að staðið yrði við þau 2.300 lánsloforð
sem send hafa verið út.
Yrði gjaldþrota 1999
Ef Byggingarsj óðurinn væri rekinn
áfram með almenna kerfinu og hús-
bréfakerfinu yrði hann gjaldþrota
1999 og eiginfjárstaðan væri orðin
neikVæð um 3,8 milljarða um alda-
mót. Munur á vöxtum á lánum lífeyr-
issjóðanna til Byggingasjóðsins og
útlánum úr almenna kerfmu yrði frá
400 milljónum 1989 til 1.800 milljóna
árið 2000 eða samtals um 17 milljarð-
ar á ellefu ára tímabili. Þessi munur
myndi skapa gífurlegan rekstrar-
halla á sjóðnum. Ef honum yrði
mætt með framlögum ríkisins þyrfti
ríkissjóður að leggja til um 14,7 millj-
arða á þessu tímabili eða um 1,4
núlljarða á ári fram til aldamóta.
Önnur leið til að mæta þessum halla
er að hækka vexti. Ef sú leið yrði
farin þyrftu vextir úr kerfinu að
hækka úr 3,5 prósentum í 5,5 pró-
sent. Ef fjármagna ætti kerfið ein-
göngu með lánum úr lífeyrissjóðun-
um en engu framlagi ríkissjóðs væri
samanlögð lánsíjárþörf Bygginga-
sjóðsins um 174 milljarðar fram til
aldamóta. Það er um tvöfóld eign líf-
eyrissjóðanna í dag.
Annar valkostur
Annar kosturinn, það er að loka
almenna kerfinu en afgreiða allar
umsóknir, myndi ekki leika Bygg-
ingasjóðinn jafnilla. Hann yrði þó
óhjákvæmilega gjaldþrota um alda-
mótin en eigið fé hans yrði um 300
milljónir á aldamótaárinu. Vaxta-
munurinn fram til aldamóta yrði
samtals 10,8 milljarðar. Ríkissjóður
þyrfti að leggja til um 8,6 milljarða
til að rétta við rekstrarhallann, að
öðrum kosti þyrftu vextir að hækka
upp í 5,0 prósent. Lánsfjárþörfin
myndi lækka úr 174 milljörðum í 52
milljarða.
Kynning á Móum: ræður voru fluttar utanhúss svo gestir gæti notið góða veðursins.
Heimili fyrir vímuefnaunglinga á Móum á Kjalamesi:
Líf undirlagt vímuefnaneyslu
„Líf þessara ungmenna er undir-
lagt af vímuefnaneyslu sem í all-
mörgum tilvikum leiðir til dauða eða
varanlegs tjóns.“
Þetta segir í yfirlýsingu frá Ungl-
ingaheimili ríkisins um væntanlegt
heimili fyrir vímuefnaunglinga á
Móum á Kjalarnesi.
Búið er að kaupa Móa og þar verð-
ur starfrækt heimili fyrir unglinga á
aldrinum 13 til 18 ára sem eiga við
verulegan vanda að stríða vegna
vímuefnaneyslu.
Á heimilinu verða 12 til 14 ungling-
ar á aldrinum 13 til 18 ára. Sigrún
Magnúsdóttir félagsráðgjafi hefur
verið ráöin deildarstjóri heimilisins.
Starfsfólkið er búið að fara í 12 vikna
náms- og kynnisferð til Minnesota í
Bandaríkjunum á meðferðarstofnun
sem nefnist Fairview Deaconess. Sú
stofnun hefur verið starfrækt í
fimmtán ár og er ein sú virtasta í
Bandaríkjunum. -sme
Óvenjuleg brúökaupsferð:
Ársdvöl á Hveravöllum
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkröki
Hún er heldur betur óvenjuleg brúð-
kaupsferðin hjá ungu nýgiftu hjón-
unum, Hörpu Lind Guðbrandsdóttur
frá Sauðárkróki og Grími Siguijóns-
syni, Steiná III í Austur-Húnavatns-
sýslu - ársdvöl á Hveravöllum. Þann
1. ágúst munu þau taka þar viö starfi
veðurathugunarfólks. 16 pör sóttu
um starfið að þessu sinni og er það
mjög svipaður fjöldi og síðast þegar
starfið var auglýst.
Að sögn Hörpu líst þeim báðum vel
á aö takast á við starfið á Hveravöll-
um. Bæði eru mikið gefin fyrir úti-
vist og óttast ekki einangrunina á
Hveravöllum yfir vetrartímann.
Umferð á hálendinu, jafnt sumar sem
vetur, eykst líka stöðugt.
Þau Berglind og Grímur voru gefin
saman í Hóladómkirkju 24. júní. Fara
því nær nýpússuð saman í starfið í
hina eftirsóttu veðurathugunarstöð
á Hveravöllum.
Þriðja leiðin farin?
Þriðji kosturinn, það er að almenna
kerfinu yrði lokað algjörlega og ein-
ungis lánsloforð afgreidd, myndi
lækka vaxtamuninn niður í 9 millj-
arða. Til að mæta rekstrarhallanum
þyrfti ríkissjóður annaðhvort að
leggja til tæpa 7 milljarða fram til
aldamóta eða vextir á útlánum að
hækka upp í 5 prósent. Lánsfjárþörf
Byggingasjóðs myndi lækka úr 174
milljöröum í tæplega 30 milljarða.
Eins og áður sagði lagði nefndin til
að þriðji kosturinn yrði valinn. Al-
menna kerfinu yrði lokað og einung-
is þeir sem hafa lánsloforð í höndun-
um fengju lán. Eftir sem áöur er fyr-
irséð að vaxtamunur af veittum lán-
um yrði um 9 milljarðar til aldamóta
og nefndin leggur til að því verði
mætt með hækkun vaxta úr 3,5 pró-
sentum í 5,0 prósent í stað tæplegá 7
milljarðá*R-amlags frá ríkissjóði.
-gse
COMBI
CAMP
Það tekur aðeins 15 sek.
að tjalda.
COMBI CAMP er traustur
og góður félagi í ferðalagið.
Léttur í drætti og auðveld-
ur í notkun.
COMBI CAMP er hlýr og
þægilegur með fast gólf í
svefn og íverurými.
COMBI CAMP er á sterk-
byggðum galvaniseruðum
undirvagni, sérhönnuðum
fyrir ísienskar aðstæður, á
fjöðrum, dempurum og
10” hjólbörðum.
COMBI CAMP er einn
mest seldi tjaldvagninn á
íslandi undanfarin ár og á
hann fæst úrval aukahluta.
COMBI CAMP er til sýnis
í sýningarsal okkar.
TÍTANhf
LÁGMÚLA 7
SÍMI 84077