Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 2
2 DV Forystumenn BHMR kallaðir á fund fjármálaráðherra í morgun: Samningnum sagt upp - sjálfvirkar hækkanir BHMR komi ekki til framkvæmda Nú er ljóst að samningum ríkisins og BHMR verður sagt upp 30. sept- ember þannig að þeir verði lausir 1. nóvember. Á óformlegum fundi rík- isstjómarinnar í gærkvöldi þar sem sjö ráðherrar voru mættir var ákveð- ið að segja samningnum upp. Líklegast er talið að hækkanir lausra samninga og þar með BHMR verði bundnar með bráðabirgðalög- um en öðrum aðilum verður bættur munurinn smám saman á samnings- timanum. Þaö þýðir að sjálfvirkar hækkanir BHMR koma ekki til fram- kvæmda. Hafa ber í huga að samn- ingur ríkisins við BHMR er til 5 ára og í honum eru fyrirhugaðar launa- kerfisbreytingar. Það er ljóst að ekki aðeins launaliðnum heldur öllum samningnum verður sagt upp. í morgun voru Páll Halldórsson, formaður BHMR, og Auður Antons- dóttir, formaður Félags náttúrufræð- inga, boðuð á fund með fjármálaráð- herra. Þar átti að ræða framtíð kjara- samningsins og tilkynna þeim að rík- isstjórnin tæki málið formlega fyrir klukkan 10.30 þar sem uppsögnin yrði rædd. Ríkisstjómarfundur hófst síðan klukkan 10.30 þar sem formlega var ákveðið að segja samningnum upp 30. september þannig að hann verði laus 1. nóvember. Strax eftir fundinn munu forsætisráðherra og fjármála- ráðherra óska eftir fundi með Páli þar sem honum veröur tilkynnt formiega um uppsögn samningsins. Eftir þann fund eru ASÍ, VSÍ og VMSÍ og BSRB strax á eftir boðuð á fund þar sem þeim verður tilkynnt að ríkisstjómin hafi sagt upp samn- ingunum. Þar verður fjallað um til- lögur um hvað gera skuh í áfram- haldinu, hvernig kjör ASÍ og BSRB verða bætt. Ásmundur Stefánsson hefur lýst því yfir að hann vilji strax fá sömu kauphækkanir og BHMR fékk. Hag- fræðingar krossa sig hins vegar í bak og fyrir því það þýðir verðbólgu og óstöðugleika. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar er sú að hækkanirnar fáist en þær komi til framkvæmda síðar. Ein hug- myndin er sú að á samningstímanum verði þeim bætt það sem á vantar á meöan samningar við BHMR og aðra verða lausir og bundnir með bráða- birgðalögum. Samkvæmt samningnum hækka laun um 2% í desember, 2,5% í mars og 2% í júní. Samningurinn gildir til september 1991. Þetta eru hins vegar enn ómótaðar tillögur sem á eftir að ræða og semja um viö aðila vinnumarkaðarins. -pj Ölvaðir Færeyingar lentu í erfiðleikum Þrír yfirmenn af færeyska bátnum Jokul gistu fangageymslur lögregl- unnar í Vestmannaeyjum í nótt. Mennirnir eru grunaðir um ölvun við skipsstjóm. Jokul fór frá Vestmannaeyjum um klukkan átta í gærkvöld. Skömmu síðar drapst á vél bátsins og hafði hann nær rekiö á land þegar trilla kom þeim til aðstoðar og dró Jokul frá landi. Lóðsinn dró bátinn síðan inn í höfnina. Þar komu Færeying- arnir véhnni í gang og gátu lagst að bryggju hjálparlaust. Gmnur vaknaði um að allir menn- imir sjö, sem eru í áhöfn bátsins, væm ölvaðir. Þeir voru fluttir á lög- reglustöðina. Yfirmennirnir þrír vom látnir gista fangageymslur eftir að búiö var að taka úr þeim blóð- sýni. Þeir verða yfirheyrðir í dag. -sme Einar Oddur Kristjánsson: Mátti ekki gerast „Þetta er það sem við höfum alltaf tengja. Meira vil ég ekki segja fyrr vitað að ekki mætti gerast. Ég er en ákvörðun ríkisstjómarinnar hgg- búinn að halda því fram í eitt ár aö ur fyrir,“ sagði Einar Oddur í sam- þetta væri sprengja sem yrði að af- taliviðDVímorgun. -pj Ólöglegar gæsaveiðar Vegna þráláts orðróms um veiðar á gæsum í sárum vih stjóm Skot- veiðifélags íslands taka fram aö shk- ar veiðar, sem og allar gæsaveiðar fyrir 20. ágúst ár hvert, em strang- lega bannaðar. Hvers konar aðhald í þessum efnum er af hinu góöa, bæði af hendi löggæslunnar og eins af hálfu almennings sem verður hugsanlega var við ólöglegar gæsa- veiðar. Skotveiðifélagið vill jafnframt beina því tíl eigenda veitingahúsa að þeir kaupi ekki gæsir fyrir 20. ágúst. -J.Mar Andri hf. lifir qóðu lífi Vegna fréttar DV sl. mánudag um efni að hér er ekki verið að tala um gjaldþrot íslenska úthafsútgerðarfé- fyrirtækið Andra hf. sem lifir góðu lagsins, sem gerði út frystitogarann lífi. Andra, vih blaðiö ítreka að gefnu tll- Betra er að vera með langt skaft í rúllunni, það er svo langt upp. Á sumr- in eru skip máluð og löguð til enda veitir oft ekki af. Skipin þurfa andlitslyft- ingu eins og aðrir. Á göllum málaranna má sjá að þetta er ekki fyrsta skipið sem þeir mála - og örugglega ekki það síöasta. DV-mynd JAK Öllum liðum 5 ára samnings BHMR og ríkisins verður sagt upp: Verkalýðsforingjar ekki einhuga um aðgerðir - rikisstjómin fundar með aðilum vinnumarkaðarins og BSRB í dag Samkvæmt öruggum heimildum DV er ekki einhugur meðal verka- lýðsforingja um hvað gera skuh í þeirri stöðu sem komin er upp eftir að háskólamenn hjá ríkinu fengu 4,5 prósent hækkun með dómi Fé- lagsdóms á dögunum. Sumir verkalýðsforingjar vUja krefjast þessarar hækkunar fyrir sína umbjóðendur. Aðrir vhja gera flest tU að varðveita þjóðarsáttina og þá lækkun verðbólgu sem fylgt hefur í kjölfar hennar. Þeir munu þó allir vera sammála um að bíöa og sjá til hvaða ráða ríkisstjórnin tekur. „Eg vil ekki á þessari stundu segja neitt um það hvað ég mun leggja til á fundi framkvæmda- stjórnar Verkamannasambandsins í vikulokin. Ég vil sjá hvað ríkis- stjórnin ætlar að gera áður en ég legg eitthvað til í þessum málum. En ég get þó sagt að mikið er á sig leggjandi tíl aö varðveita þann stööugleika sem fylgt hefur í kjölfar þjóðarsáttarinnar. Það gengur hins vegar ekki að sá hópur vinnandi manna sem hæst laun hefur fái launahækkun en þeir lægst laun- uðu ekki,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambandsins í morgun. í morgun kaUaði fjármálaráð- herra Pál Halldórsson og fulltrúa Félags náttúrufræðinga á sinn fund. Þar var þeim skýrt frá því að öllum hðum 5 ára samnings BHMR og ríkisins frá í fyrra verði sagt upp frá 1. nóvember nema þeir hafl eitthvað nýtt fram að færa tU aö koma í veg fyrir þá verðbólgu sem hljótast mun af þeirri 4,5 pró- sent kauphækkun sem BHMR fékk meö niðurstöðu Félagsdóms. Það er því ljóst að mikU pressa verður lögð á forsvarsmenn BHMR og þeir standa frammi fyrir því að velja á mUh þess að 5 ára samningi þeirra verði sagt upp eða að gefa eftir þessa 4,5 prósent kauphækk- un sem gert er ráö fyrir í samn- ingnum. I dag klukkan 13.00 hefur ríkis- stjórnin svo boðað aðila vinnu- markaðarins til sín. Þar verður þeim skýrt frá niðurstöðu þessa fundar og því hvaö ríkisstjórnin ætlar að gera. Síðan klukkan 14.00 munu fulltrúar Bandalags starfs- manna ríkis og bæja koma á fund ríkisstjómarinnar. -S.dór MIÐVIKÚDAGUR 25. JÚLÍ 1990. Fréttir Kristín Einarsdóttir: Verður að vera hægt að treysta gerðum samningum „Það er merkilegt ef tjármála- ráðherra telur sig geta gert kjara- samning sem hann þurfi svo ekki að standa við,“ sagði Kristin Ein- arsdóttir, þingkona Kvennalist- ans, um niöurstöðurFélagsdóms. „Viðbrögð manna við þessum úrskuröi finnast mér einkenn- ileg. Það verður að vera hægt að treysta þeim samningum sem gerðir eru. Ég átta mig eiginlega ekki alveg á viöbrögðum forustu- manna annarra launþegahreyf- inga. Ég skil vel að þeir vilji hærri laun. Þaö eiga þeir alveg skihð. Það er hins vegar undarlegt aö þeir skuh krefjast þess að ekki veröi staðiö við geröa kjarasamn- inga. Hvernig dettur þessum mönnum þá í hug að staðiö yrði við þeirra samninga? Það er grundvallaratriði að fólk semji um kaup og kjör og það sé staðið við gerða samninga. Það er jafnslæmt að standa ekki við gerða samninga og að afnema samningsréttinn með lögum. Þessi hækkun kemur th vegna þess að í samningnum voru ákvæði um endurskoðun launa- kerfisins. Þar sem sú endurskoð- un var ekki gerð kom þessi hækk- un til framkvæmda. Þetta ákvæði samningsins var því ljóst þegar aörir sömdu. Samningurinn milh ríkisins og BHMR stendur alveg út af fyrir sig. Helst vildi ég stokka aht launa- kerfið upp. Það er eínkermhegt aö það megi ekki breyta launa- kerfinu vegna hins svokallaða Mesópótamíulögmáls. Þetta kerfi gerir þaö aö verkum aö þeir sem eru lægst launaðir fá ævinlega minnst. Þar sem konur eru fjöl- mennastar i láglaunahópunum kemur það harðast niöur á þeim. Launakerfiö þarf ekki að vera fast og ég skh ekki það kerfi sem vírkar þannig að ef einn aöili hækkar þá sé þaö bundið í samn- ingum annars að hann hækki jafhmikið og svo koll af kohi.“ -pj Mógilsá: Fimm sækja um stöðu forstöðumanns Eins og kunnugt er sagði for- stöðumaður rannsóknarstöðvar- innar á Mógilsá upp störfum og allir starfsmenn nema einn í kjöl- far deildu þeirra við landbúnað- arráðherra og skógræktarstjóra. Nú hefur staðan verið auglýst laus og fimm aðilar sótt um hana. Samkvæmt heimildum DV eru umsækjendurnir eftirtaldir: Að- alsteinn Sigurgeirsson sem lýkur doktorsnámi frá Svíþjóð í vetur, Sígvaldi Ásgeirsson skógfræðing ur, Þórarinn Benedikz, fyrrver- andi forstöðumaður á Mógilsá, en hann er eini starfsmaöur stöðv- arinnar sem ekki sagöi upp störf- um, Bjartmar Sveinbjörnsson, líffræðiprófessor við háskóla i Alaska, og Árni Bragason, doktor frá Kaupmannahöfn, en hann hefur starfað á fóðurstöð Sam- bandsins. Árni er talinn líklegasti Flutningabíll með vagn valt Stór flutningabfll með dráttar- vagn valt í Hestfirði við ísafjarö- ardjúp i gær. Einn maður var í bhnum. Hann slasaðist lítillega. Slysið varö skammt frá Hvítanesi - milh Hestfjarðar og Skötuijarö- ar. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.