Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. 11 Frjálslyndir segja sig úr a-þýsku stjórninni: Jafnaðarmenn hóta úrsögn Samsteypustjómin í Austur- Þýskalandi klofnaöi í gær. Fijáls- lyndir sögðu sig úr henni vegna ágreinings umtímasetningu samein- ingar þýsku ríkjanna. Fastlega má búast viö að jafnaðarmenn feti í fót- spor þeirra en þeir hafa einmitt hótað að ganga út á fóstudag. En þótt Fijálslyndir hafi sagt sig úr stjóminni heldur stjóm Lothar de Maiziere, forsætisráðherra og leiðtoga kristilegra demókrata, enn meirihluta á þingi. Fijálslyndir hafa 23 þingsæti á hinu 400 sæta þingi. Ef aftur á móti jafnaðarmenn, sem hafa 88 þingsæti, gera alvöru úr hót- un sinni og segja sig einnig úr stjóm- inni getur svo farið að hún missi þingmeirihluta sinn. Kristilegir demókratar er stærstir stjómar- flokkanna en hafa þó ekki hreinan meirihluta á þingi. Bandalag kristi- legra og tveggja samflokka þeirra hafa á að skipa 192 þingsætum en handalagið naut einnig stuðnings níu fúlltrúa bændaflokksins. Nú hafa þrír af níu lýst yfir stuðningi við jafn- aðarmenn. Leiðtogi jafnaðarmanna, Wolfgang Thierse, hótaði að flokkur sinn segði sig einnig úr stjóminni gengi meiri- hluti hennar ekki að kröfum flokks- ins. Jafnaðarmenn og Fijálslyndir höfðu farið fram á að sameining þýsku ríkjanna eigi sér stað 1. des- ember, eða einum degi áður en fyrir- hugað er að samþýskar kosningar fari fram. Kristilegir demókratar, Lothar de Maiziere, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, til vinstri, ásamt austur-þýska utanríkisráðherranum, Markus Meckel. Símamynd Reuter sem og kommúnistar, vilja hins veg- og sameining komi í kjölfar þéirra. ar að kosningarnar verði aðskildar Reuter Yfir milljón í verkföllum Yfir milljón Búlgara tók þátt í verkfoflum í gær og kröfðust verk- fallsmenn meiri afkasta af ný- kjömum þingmönnum. Verkalýðs- félögin höfðu hótað verkfaflsað- gerðum ef þingmenn, sem kjörnir vom í síðasta mánuði í fyrstu frjálsu kosningunum í landinu síð- an 1946, létu ekki árangur sjást af setu sinni á þingi. Á meðan undirbjuggu þingmenn- imir fjögur hundruð kosningu nýs forseta en vafi leikur á því hvort einhver helstu þriggja frambjóð- endanna nær tilskildum meiri- hluta. Undanfamar vikur hefur alda mótmæla gegn yfirvöldum gengið yfir Búlgaríu. Búlgarski kommún- istaflokkurinn, sem breytti nafni sínu og heitir nú Sósíalistaflokkur- inn, vann yfirburðasigur í þing- kosningunum. Flokkurinn lét af valdaeinræði sínu í fyrra eftir að harðlínukommúnistum var vikið frá. Reuter Sprengjutilræði IRA á Norður-írlandi: Nunna og lögreglu- menn fórnarlömbin Nunna og þrír lögreglumenn biðu bana i sprengjutilræði við bæinn Armagh á Norður-írlandi í gær. Sprengjunni var komið fyrir af írska lýðveldishemum, IRA, og héldu fé- lagar úr honum fjölskyldu í gíslingu á meðan þeir biðu eftir bíl lögreglu- mannanna sem vora á eftirlitsferð. Við sprenginguna þeyttist lög- reglubíflinn yfir girðingu og inn á akur. Lögreglumennimir létu sam- stundis lífið. Stór gígur myndaðist á veginum er sprengjan sprakk og tvær nunnur, sem komu akandi á móti lögreglubílnum, misstu stjórn á sínum bíl. Ónnur þeirra lést á sjúkra- húsi en hin er alvarlega slösuð. Talið er fúflvíst af morðið á nunn- unni sé mikið áfafl fyrir kaþólikka á Norður-írlandi en írski lýðveldis- herinn reiðir sig á stuðning þeirra í baráttunni gegn mótmælendum. Reuter Bíll lögreglumannanna er fremst á myndinni. í baksýn má sjá bil nunnanna. Símamynd Reuter Útlönd íbúar Monróvfu, höfuóborgar Líberíu, nota stutt hlé á bardögum stjórnar- hermanna og uppreisnarmanna til að flýja borgina. Símamynd Reuter Uppreisnarmenn í Liberíu geröu fallbyssuárás á bústað Samuels Doe forseta í gær. Ekki er ljóst hvort byggingin lét á sjá í þessari árás en nokkuö víst er að forsetinn hyggst ekki gefa eftir hvað sem líður árásum uppreisnai-manna. Doe hefur haldið sig í forsetahöflinni dögum saman, lokaðm- imú sem dýr í búri. Harðir bardagar geisa í borginni sem er að hruni komin. Stjómarerindrekar í nágrannaríkjunum telja að endirinn sé i nánd og að Doe geti ekki varist nema í nokkra daga til viðbótar. Höll hans er vel byrg skotvopnum en uppreisnarmenn viröast hafa lagt undir sig allt þetta litla land á vesturströnd Afríku. að steypa Ceausescu þegar árið 1976. Þetta fuflyrðir Silviu Brucan, fyrram í blaðagrein sem birtist í dag. Segir Bracan að herforingjamir hafi gert tvær áætlanir, valdarán eða byltingu fólkshis með aöstoð hersins. Ceau- sescu var hins vegar ekki steypt fyrr en í uppreisn í desember síðastliön- umJ tók \ið völdum. um verstu verk Ceausescus og efnahagurinn hafi enn ekki verið orðinn slæmur. Þess vegna hafi verið horfið frá valdaráni þá. Reyna átti aö hrinda áæfiununum í framkvæmd 1984 þegar Ceausescuhjónin höfðu ráðgert heimsókn til V-Þýskalands. Hermenn staðsettir í Búkarest áttu að láta til skarar skríða gegn nánustu aðstoöarmönnum einræðisherrans en þessir sömu hermenn voru þá sendir í vinnu út á akra. Einn herfor- Christian Brando, sonur leikarans Marlon Brando, ásamt verjanda sin- um. Slmsmynd Reuter Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur ákveðið tryggingarfé að upphæð tíu mifljónir doflara, eða sem svarar tii sex hundruð mifljóna íslenskra króna, vflji Christian Brando, sonur leikarans Marlon Brando, ganga laus aö sinni. Talið er aö þetta sé hæsta tryggingarfé sem réttur í Kaliforníufylki hefur nokkum tíma sett upp. Heimildarmenn segja lík- legt að tryggingarféð verði greitt. Christian Brando, sem er 32 ára að aldri, hefur verið ákærður fyrir morðið á kærasta hálfsystur sinnar. Brando neitar ekki að hafa skotið mannimi en segir það hafa verið í sjálfsvöm. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hvenær réttarhöldin hefjast. rcoai iviiuiijriiu öjrmi anai uumcmiimrua iiimyi &eisi myiiua2>i iiöicj ö jtmr* um i Salisbury á Englandi. Simamynd Reuter Bretar velta nú fyrir sér einkennilegum risastóram hringum sem myndast hafa á ökrum í Salisbury. Það er reyndar ekkert ehisdæmi aö slíkir hringir myndist á ökrum en vísindamenn, sem og almenningur, hafa iengi velt fyrir sér hver sé skýringin. Sumir segja aö fljúgandi furðu- hlutir séu hér á ferð, skip utan úr geitnnum eða einfaidlega ormar. Nú hyggjast Bretar kryfja málið til mergjar og hafa sett menn á vakt aflan sóiarhringinn útbúna fuilkomnustu tækjum og tólum. Þá er bara að fylgj- ast með hvað þeir sjá gerast á ökrunum um miðjar sumarnætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.