Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. Útlönd Ariane-geimflaug var skotiö á ioft í gærkvöldi og er þaö í fyrsta sinn síðan í febrúar síðastliönum en þá átti sér stað sprenging og geimflaug eyöilagðist. Ariane-flaugarnar eru mannlausar. Hlutverk Ariane-flaugarinnar, sem skotiö var á loft í gær, var að koma fyrir á sporbaug um jörðu tveimur Qarskiptahnöttum, öörum vestur-þýskum en hinum frönsk- um. Báöir hnettimir eru vara- Imettir fyrir aðra sem þegar hefur verið komiö fyrir í geimnum. Ar- iane tókst hlutverk sitt prýöilega og hefur hnöttunum nú verið kom- iö fyrír. Hin vestur-evrópska Ariane- samsteypa er stærsta fyrirtæki heims í sinni grein, að koma fjar- skiptahnöttum fyrir í geimnum. í kjölfar sprengingarínnar í febrúar þurftu ráðamenn fyrirtækisins að gera breytingar á starfsemi sinni og undirbúningi geimskota flauganna. Það voru mannleg mistök sem ollu sprengingunni í febrúar, klútur, sem hafði gleymst í einni eldsneytis- leiðslu, stiflaði leiðsluna með þeiro afleiðingum að sprenging varð. Ariane-flaug reiðubúin til flugtaks. Simamynd Reuter Átjánda tungt Satúrnusar uppgötvað Vísindamenn haia uppgötvað enn eitt tungl á braut um Satúmus og er nú vitað um átján fylgitungl þessarar reikistiömu. Nýja fylgitunglið er ekki stórt um sig, aðeins 20 kílómetrar í þvermál. Ekki hefur tungl- inu, sem er að finna í ysta hring Satúmusar, enn veriö gefiö nafn en ekki er ólíklegt aö þaö veröi látiö heita Pan. ísræl hafnar hvatningu EB Shamir, forsæfisróðherra ísraels, ræddi í gær við ufanrikisráðherra þrlggja aðildarríkja Evrópubandalagsins um friðarhorfur f Miðaustur- iöndum. Slmamynd Reuter ísraelsstjóm hefur hafnaö hvatningu aðildarrikja Evrópubandalags- ins, EB, um að fulltrúar PLO, Frelsissamtaka Palestínu, eigi aðild að við- ræðum um friö í Miðausturlöndum. Þá hétu stjórnvöld þar einnig aö standast allar þvingunaraðgeröir sem EB-ríkin kynnu að beita ísrael. Utanríkisráðhetrar þriggja EB-ríkja - Ítalíu, Irlands og Lúxemborgar - ræddu við Shamir forsætisráðherra og Levy, utanríkisráðherra ísraels. ítalski ráðherrann lagöi áherslu á að PLO tæki þátt í fríðarumleitunum. Hann lét einnig aö því líggja að frekari efnahagsleg tengsl milli ítallu bg ísraels kynnu að velta á friðammleitunum. Mótmæla bandarísku herstöðvunum Grikkland samþykkti í gær áframhaldandi veru bandaríska hersins í landinu og nær sam- komulagið til átta ára. Skömmu áöur en gríska þingið staöfesti þetta samkomuiag bmtust mikil mótmæli út í Hania á Krít, skammt frá bandarískri fiotastöð. Samkvæmt samkomulaginu verður tveimur herstöðvum lokaö Hellenikon herflugstöðinni, nærrí flugvellinum í Aþenu, og Nea Makri flotastöðinni, austur af höf- uöborginni. Flestir verða banda- rísku hermenmmir á Krít, grísku eyjunni í Miðjaröarhafi. Þingið samþykkti samkomuiagið með 151 atkvæði gegn 144. Mótmæh hófust á Krít að kvöldi mánudags. Lögregla beitti táragasi til aö sundra um tvö þúsund mót- mælendum sem hentu bensín- sprengjum að lögreglu og kveiktu í byggingum og skrifstofuhúsnæði. Skotið var að tveimur lögreglu- mönnum, aö því er fram kom í fréttum. Vera bandaríska hersins í GrikWandi hefur veriö kveikjan að Mótmælendur á Grikklandi hentu bensínsprengjum að lögreglu tif að leggja áherslu á andstöðu sina við veru bandariskra hermanna i landinu. Simamynd Reuter mótmælum alit frá árinu 1967 þegar herinn hrifsaöi völdin. Grikkir litu svo á að Bandaríkin styddu herstjómina og varö þaö til þess að ýta undir andstöðu við Bandaríkja- menn eftir að herstjómin missti vöidin. Deilur íraka og Kuwait í Persaflóa: Liðsflutningar við landamærin írakar hafa flutt þrjátíu þúsund hermenn að umdeildum landamær- um landsins og Kuwait, nágrannans í suðaustri. Spenna fer nú vaxandi á þessum slóðum og hafa Bandaríkja- menn sent herskip til Persaflóa til æfinga ásamt herskipum frá Samein- uðu arabísku furstadæmunum. Bandarískur embættismaður sagði í gær að hermenn bandaríska hersins í þessum heimshluta hefðu enn ekki verið skipaö í viðbragðsstöðu. Ljóst er að æfingar bandarísku herskip- anna nú eru tímasettar með þessa vaxandi spennu í huga og til að sýna vinaþjóðum Bandaríkjanna við Persaflóa stuöning. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagöi aö herefling ætti sér stað beggja vegna landa- mæra íraks og Kuwait. Talsmaður- inn sagði íraka bera ábyrgðina á því að hafa hafið þessa hereflingu en vildi ekki skýra frá mati bandarískra stjómvalda á því um hversu mikla hernaðarflutninga væri hér að ræða. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að tvær vopnum búnar her- deildir íraka hafi verið fluttar að landamærunum og umdeildra olíu- svæða á landamærunum. Vestrænir hernaðarsérfræðingar tóku fyrst eft- ir herflutningunum til landamæra ríkjanna um síðustu helgi og segja Miklir liðsflutningar eru nú að landa- mærum íraks og Kuwait. að nærfellt þrjátíu þúsund hermenn hafi verið fluttir til. Stjórnarerindrekar telja að með þessu séu írakar aö reyna að þvinga Kuwait nú þegar fundur OPEC-ríkja, Samtaka olíuútflutningsríkja, er aö hefjast. Fundurinn hefst á morgun. Fréttaskýrendur segjast búast við að fulltrúar írak á þeim fundi muni krefjast hærra olíuverðs á alþjóöa- markaði. I síðasta mánuði byrjuðu stjórnvöld í írak og Kuwait að munn- höggvast. írak sakaði Kuwait um að hafa stolið olíu úr olíulindum á landamæranum og að vinna að því að grafa undan efnahag ríkjanna við Persaílóa með því aö framleiða meiri oliu en markaðurinn þyldi. írakar hafa stöðugt aukið þrýstinginn jafn- vel þó að Kuwait hafi heitið að draga úr framleiðslu olíu. Olíuráðherra íraks, Issam Abdul- Rahim, sagöi í gær að samtökin þyrftu að setja þak á framleiðsluna og halda sig við það þak þar til verð á olíutunnu hækkaði upp í 25 doll- ara. Sagði ráðherrann að 25 dollarar væru algert lágmark. í fréttum íröksku fréttastofunnar sagði aö lokatakmark íraks væri að olíutunn- an færi á þijátíu dollara. Flest aðildarríki OPEC eru hins vegar hlynnt minni og mun hægfara verðhækkun en írakar vilja. Olíu- tunnan selst nú á 17 dollara. Verð á olíu hefur hækkað um þrjá dollara síðustu vikur, m.a. vegna þess að menn óttast að írökum takist að fá samþykki hinna aöildarríkja OPEC fyrir framleiðslutakmörkunum. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, hefur verið að reyna að miðla málum og ræddi við leiðtoga íraks, Kuwait og Saudi Arabíu í gær. Egypski forsetinn segir að rétt sé að írak og Kuwait leysi ágreininginn sín á milli sjálf, að því er fram kom í fréttum í morgun. Reuter Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, ræddi í gær við Saddam Hussein, forseta Iraks (til hægri), til að reyna að jafna ágreining íraka og Kuwait. Símamynd Reuter Úkraína vill aðild að RÖSE Yfirvöld Úkraínu, sovéska lýðveld- isins sem lýsti yfir fullveldi 16.júlí síðastliðinn, íhuga nú að sækja um aðild að RÖSE, Ráðstefnunni um ör- yggi og samyinnu í Evrópu. Það var sendiherra Úkrainu hjá Sameinuðu þjóðunum, Gennady Oudovenko, sem greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í gær. Sendiherrann sagði einnig að hann vildi að Úkraína yrði áheymarfull- trúi á fundUm Samtaka ríkja utan hemaðarbandalaganna. Úkraína og Hvíta-Rússland eiga fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum auk þess sem Sovétríkin í heild sinni eiga þar fulltrúa. Var þetta ákveðið við stofnun Sameinuðu þjóðanna 1945 til þess að Sovétríkin fengju fleiri en eitt atkvæði. Þessi Sovétlýð- veldi hafa alltaf greitt atkvæði eins og fuiltrúar Sovétríkjanna en nú gæti orðið breyting á, að því er sér- fræðingar segja. í fuliveldisyfirlýsingunni í síöustu viku sagöi þingið í Úkraínu að lýð- veldiö vildi verða hlutlaust og vera utan hernaðarbandalaga. Heimildarmaður RÖSE í Vín tjáði fréttamanni Reuterfréttastofunnar að ekki væri möguleiki fyrir Eystra- saltsríkin að fá áheymarfulltrúa eins og þau báðu um í síðustu viku. Sovét- ríkin myndu koma í veg fyrir það. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.