Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. 49 í . i i ; Sviðsljós Ólyginn sagði... Chuck Berry, rokkarinn mikli, hefur verið ákærður fyrir fíkniefnamisferli og kynferðislega misnotkun á börnum. Lögreglan var með átak gegn fikniefnum í hverfinu þar sem Chuck býr er hún fann efni heima hjá honum. Chuck sjálfur hefur ekkert viljað segja um þess- ar ásakanir. Chuck misnotaði börn með því að taka myndir af þeim nöktum. Á heimili hans fundust margar klámmyndir með bórnum í aðal- hlutverkum. Kokkur, sem starfaði á veitinga- húsi Berrys, hefur lýst því yfir að Chuck hafi kvikmyndað konur á salerni veitingahússins. Ekkert hefur verið upplýst frekar um það mál. Meryl Streep varð fyrir því óláni nýlega að missa kettina sína. Hún var ný- flutt í úthverfi í Los Angeles er sléttuúlfur læddist að köttunum og át þá. En Meryl og maður hennar dóu ekki ráðalaus. Þau fóru bara og keyptu sér nýja ketti fyrir Utla þúsund dollara. Meryl vill vera viss um öryggi nýju persnesku kattanna svo hún keypti hús í Beverly Hills langt frá öllum úlfum. George Michael hefur látið fara lítið fyrir sér síð- an hann sló í gegn með Wham. Hann kom þó fram á rokkhátíð í Englandi fyrr í sumar. George var ekki alls kostar ánægður með hlutverk sitt þar. Hann mætti á síðustu stundu og kom með þá afsökun aö hann væri langt á eft- ir áætlun við upptöku plötu sinnar. Hann sagðist ekki hafa komist fyrr vegna þeirrar vinnu. En sérfræðingamir vita betur. Hið sanna í málinu er að George vildi vera lokanúmer tónleik- anna og koma fram síðastur. Honum tókst ekki að ná því fram og síðastir voru Paul McCartney og Phil Collins eins og áætlað var. Þessi fuglshattur var sýndur á tískusýningu fyrir þrettán árum en hann Svona hattar sjást aðallega á grímuböllum. Annar hatturinn er hamborgari gæti eins verið í tísku i dag eins og árið 1977. með frönskum en hinn er fallegt blóm. Höfuðföt - til hvers eru þau? Hattar og húfur eru til margra hluta nytsamleg. Stundum er kalt í veðri svo nauðsynlegt er að skýla höfðinu með höfuðfati. Til eru margs konar húfur: rauðar, bláar og grænar, uUarhúfur og lambhús- hettur og svo mætti lengi telja. En það þykir hvorki fínt að bera ullarhúfu y *s sj$ð~!'7 Hún er dreymin, stúlkan með þennan rómantíska hatt. Hatturinn var sýndur á tiskusýningu þar sem sumartískan 1973 var kynnt. Sara, hertogaynja af York, og Anna prinsessa voru með fremur einfalda hatta á Ascotveðreiðunum. Hattur Söru var rauður, í stíl við klæðnaðinn, en Anna var með svartan hatt. Madonna í London Söngkonan Madonna hefur verið á tónleikaferðalagi að undanfbrnu. Um liðna helgi söng hún á tónleik- um í London þar sem sjötíu og fjög- ur þúsund aðdáendur fylgdust með. Ýmislegt hefur gengið á á ferða- lagi Madonnu. Á ítalíu var henni hótað málsókn því kaþólskir menn töldu sýningu hennar vera guðlast. Madonna þurfti að hætta við eina tónleika vegna lélegrar aðsóknar í kjölfár umfjöllunarinnar. Hún svaraði andans mönnum fullum hálsi engu að síður. Hún hvatti þá alla til aö koma og fylgjast með á hljómleikunum og sjá það sem þar færi fram. „Sýning mín á ekkert skylt við guðlast. Þetta er skemmt- un og fræðsla," sagði Madonna. Söngkonan varar fólk við því að dæma aðra eftir trú, kynþáttum eða litarhætti. Sjálf segist Madonna vera trúuð. Hún var miður sín yfir að hafa verið svo illa tekið á ítalíu sem hún segir vera sitt annað heimili. Amma og afi Madonnu voru ítölsfc en fluttust til Banda- ríkjanna. né lambhúshettu. Mun finna er að vera með hatt. Hægt er að velja um margs konar hatta. Hattatíska er flókið fyrirbæri. En látum myndirnar tala sínu máli. Á Ascotveðreiðunum i Bretlandi er oft meira fylgst með fatnaði fólks en afrckum fáka. Hér stinga drottningarmóðirin og dóttir hennar, Margrét, saman nefjum. Að sjálfsögðu eru þær með skrautlega hatta. Sundhettur sjást yfirleitt ekki nema í sundlaugunum. Það skiptir miklu hvort þær eru rósóttar, röndóttar eða einlitar. Díana prinsessa virðist fylgja tíðar- andanum betur en þær mæðgurnar. Hattur hennar er samkvæmt nýjustu tísku. Madonna tekur sig vel út á sviðinu. Tæpast á þessi dans hennar nokkuö skylt við guðlast. Það er með ólikindum hvernig hægt er að koma' vörunum upp að aug- um. En Horst Ehbauer á ekki í vandræðum með það. Símamynd Reuter Grettukeppni Árlega er haldin heimsmeistara- keppni í grettum. Um síðustu helgi fór keppnin fram í Moncrabeau í Suður-Frakklandi. Sigurvegarinn þetta árið var Horst Ehbauer frá Vestur-Þýskalandi. Hann er ekki með öllu ókunnur hlutskipti sigur- vegarans því að árið 1979 sigraði hann líka í keppninni. Þátttakendur voru tólf þetta árið, frá Vestur-Þýskalandi, Englandi, Belgíu og Frakklandi. íT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.