Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990.
Utlönd
Gjaldþrot bandarísku sparisjóöanna:
Pólitísk
sprengja
- sonur forsetans í viðkvæmu máli
Hrun sparisjóðanna í Bandaríkj-
unum ógnar nú sætum margra
fulltrúa bæði fulltrúadeildarinnar
sem og öldungadeildarinnar í kom-
andi kosningum í nóvember og
stefnir í að verða eitt alvarlegasta
hneykslismál Bush-stjómarinnar.
Þetta mesta íjármálahneyksli í
bandarfskri sögu er nú orðið að
pólitískri sprengju. Að auki snertir
það forsetafjölskylduna persónu-
lega; sonur Bush forseta er nú
helsta fréttaefni í Bandaríkjunum.
Tvö þúsund dollarar á mann
Daglega eru birtar fréttir af frek-
ari misgjörðum nokkurra þeirra
sem þátt tóku í rekstri sparisjóð-
anna og kaupunum á sparisjóðun-
um í byrfun og um miðjan níunda
áratuginn. Þá var markaðsöflun-
um gefinn laus taumurinn, stórlega
var dregið úr opinberu efdrliti með
sparisjóðum og eignarréttur á þeim
rýmkaöm-. Brautin var þar með
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, hefur lýst því yfir að hann
muni ekki hlutast í mál sonar sins.
Símamynd Reuter
rudd fyrir ævintýramennsku og í
kjölfarið nýttu nokkrir óprúttnir
eigendur sér annarra manna fé til
að spila með og verfa í alls konar
vitleysu. Niðurstaðan er þetta
mesta fjármálahneyksli landsins.
Mál þetta kraumaði lengi undir
yfirborðinu, þá sem fjármála-
hneyksli. Nú er það orðið að pólit-
ískri tímasprengju þar sem banda-
rískur almenningur er vakna upp
við vondan draum og er ekki
ánægður með að þurfa aö greiða
stórar upphæðir við uppgjör þess-
ara gjaldþrota. Samkvæmt upplýs-
ingum Alríkisendurskoðunar
Bandaríkjanna nemur kostnaður-
inn við björgun sparisjóðanna allt
að 500 miíljörðum dollara á þrfátíu
til fjörutíu ára tímabili. Þetta leggst
á skattgreiðendur sem þýðir að
hvert mannsbarn - maður, kona
og bam - þarf að greiða tvö þúsund
dollara.
Kosningar nálgast í Bandaríkjun-
um og því reyna allir sem þeir frek-
ast geta - hvort sem um er að ræða
demókrata eða repúblikana - aö
koma sökinni hver á annan. Marg-
ir fréttaskýrendur segja þó að bæði
Hvíta húsið, þar sem repúblikanar
eru við völd, sem og þingið, þar sem
demókratar eru í meirihluta, eigi
Fjöldi bílasala, bíla-
umboóa og einstaklinga
auglýsa fjölbreytt úrval
bíla af öllum geróum og
í öllum veróflokkum meó
góöum árangri í DV-BÍLAR
á laugardögum.
Athugió aö auglýsingar í
DV-BÍLAR þurfa aö berast
í síóasta lagi fyrir kl. 17.00
á fimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er
hins vegar opin alla daga
frá kl. 09.00 til 22.00 nema
laugardaga frá kl. 09.00tiI
14.00 og sunnudaga frá
kl. 18.OOtil 22.00.
Smáauglýsing í
HELGARBLAÐ veröur að
berast fyrir kl. 17.00
á föstudögum.
Auglýsingadeild
Neil Bush, sonur Bandarikjaforseta, er nú helsta fréttaefni fjölmiðla
vestan hafs. Teiknlng Lurie
að axla ábyrgðina sameiginlega á
þessu viðamikla gjaldþrotamáli.
Forsetasonur í klípu
Mál þetta snertir forsetafjöl-
skylduna persónulega og er Neil
Bush, sonur Bandaríkjaforseta, í
sviðsljósinu þessa dagana. Neil
Bush var yfirmaður Silverado-
sparisjóðsins í Denver í Colorado-
fylki frá árinu 1985 til ágústmánaö-
ar árið 1988. í desember það sama
ár varð Silverado gjaldþrota á sama
hátt og hundruð annarra spari-
sjóða; eftir að hafa varið inni-
stæðufé sínu að mestu í húsnæðis-
veðlán á vöxtum langt undir mark-
aðsvöxtum og tekið lán sem hann
stóð ekki undir að greiða.
Áætlað er að gjaldþrot Silverado
kosti skattgreiðendur einn milljarð
dollara, eða sem svarar til sextíu
milljarða íslenskra króna.
Neii Bush mun koma fyrir dóm-
ara þann 25. september næstkom-
andi en þá verður stjómun hans á
Silverado tekin til gaumgæfilegrar
skoðunar. Það sem liggur til grund-
vallar rannsókninni á Silverado
em meintir hagsmunaárekstrar;
að á sama tíma og Bush hafi setið
við stjóm sparisjóðsins hafi hann
átt í viðskiptatengslum við stærstu
lánþegana. Alríkisyfirvöld segja að
Bush hafi ekki gert nógu góða grein
fyrir fyrri tengslum sínum við
stærstu viðskiptavini bankans og
hafi þar með brotið gegn reglum
og reglugerðum.
Forsetasonurinn og
hagsmunaárekstrarnir
Alríkisyfirvöld hafa skýrt frá því
að árið 1985 hafi Bush greitt at-
kvæði með því að sparisjóðurinn
lánaði Bill Walters, viðskiptafélaga
Bush, háa fjárupphæð og keypti af
honum fasteignir. Lánið féll í van-
skil og kostaði skattgreiðendur 45
milljónir dollara þegar Silverado
lagði upp laupana. Þetta var á sama
tima og Bush og Walters vom við-
skiptafélagar og segja yfirvöld að
Bush hefði átt að skýra formlega
frá tengslum sínum við Walters.
Þau segja þaö brot að hann hafi
greitt atkvæöi um lán til viðskipta-
félaga. Bush segir að viöskipta-
tengsl sín við Walters hafi verið á
allra vitorði.
Það sem er einna neyðarlegast í
máli Neils Bush er einkalán sem
hann fékk áður en hann hóf störf
hjá Silverado. Árið 1984 fékk Bush
eitt hundrað þúsund dollara að láni
frá viöskiptafélaga sínum, Kenneth
Good, lán sem hann „þurfti“ ekki
að greiða aftur - og gerði aldrei.
Lánið var með þeim skilyrðum að
lántakandi legði þaö í fjárfestingu
þess sem lánaði féð. Ef fjárfestingin
borgaði sig ekki þyrfti Bush ekki
að endurgreiða lánið. Það kom á
daginn að fjárfestingin borgaði sig
ekki og forsetasonurinn þurfti ekk-
ert að endurgreiða.
Good, ekki síður en Walters, var
stór viöskiptavinur Silverado-
sparisjóðsins. Hann, eins og Walt-
ers, fékk síðar lán frá sparisjóðn-
um. Það lán féll einnig í vanskil.
Svo kann aö fara að mál forseta-
sonarins gangi lengra og að banda-
rísk alríkisstofnun höfði mál gegn
honum. Stofnunin, FDIC, sem
tryggir að vissu marki bankainni-
stæður í þeim bönkum sem aðild
eiga að henni, kannar nú hvort
höfða eigi mál gegn hinum unga
Bush, eða öðrum embættismönn-
um Silverado, í einkamálarétti.
Slík málsókn myndi byggjast á
þeirri staðhæfingu að gjaldþrot Sil-
verado megi að hluta til rekja til
vanrækslu Neils Bush og átta ann-
arra yfirmanna sparisjóðsins.
Neil neitar ásökunum
Neil Bush vísar á bug ásökunum
um misgjörðir í starfi og segir
rannsóknina á sínum högum af
pólitískum toga spunna. Og satt er
það að mál hans er smávægilegt
miðað við mál margra annarra
sparisjóðsstjóra sem sumir hverfir
eru sakaðir um bein fjársvik.
En þetta mál hefur fært spari-
sjóðahneykslið einhvem veginn
nær kjósenduni, af viðskiptasíðum
blaðanna yfir á forsíður þeirra.
Bush Bandaríkjaforseti hefur tjáð
sig opinberlega um þetta mál, lýst
því yfir að hann treysti fyllilega á
heilindi sonar síns og að hann
muni ekki hlutast í mál hans.
Heimildir m.a. gagnabanki Reuters