Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. Fréttir Þorsteinn Pálsson um niðurstööu Félagsdóms: Ber vott um kjánaskap ríkisstjórnarinnar „Þessi úrskurður Félagsdóms er alveg í samræmi viö þann samning sem ríkisstjómin skrifaði undir,“ sagði Þorsteinn Pálsson um niður- stöðu Félagsdóms í deilu BHMR og ríkisins. „Þegar ríkisstjómin skrifaði undir þennan samning fyrir rúmu ári hældu þeir sér mjög af honum og kölluðu hann tímamótasamning. Forsætisráðherra hældi sér mikið af því að loksins hefði tekist að veita háskólamenntuðum starfsmönnum Þorleifur Bjömsson: Kærir lög- regluyfirvöld Þorleifur Bjömsson, sem rekið hef- ur veitingastaðinn Tunghð, hefur sent dómsmálaráðuneytinu kæru vegna afskipta lögreglu af rekstri veitingastaðarins. í bréfi, sem Þorleifur sendi fjöl- miðlum, segir meðal annars: „Fjöl- miðlar hafa fjallað um máiið út frá sjónarmiðum lögreglunnar.... en ég 'er þeirrar skoðunar að lögregluyfir- völd hafi farið rangt að í málinu og skaðað bæði mig og aðstandendur listahátíðar næturlífsins sem er fé- lagsskapur ungs fólks sem berst fyrir bættri skemmtanamenningu.“ Það em þrjú atriði sem Þorleifur kærir til dómsmálaráðuneytisins: Bann við vínveitingum, sviptingu skemmtanaleyfis og aðgerðir lög- reglunnar þann 20. júlí síðastliðinn. „Við sendum kæmna til lögreglu- sfjóra og biðjum um umsögn embætt- isins á henni. Við eigum von á að það taki stuttan tíma að fá umsögnina og í framhaldi af því verður ákveðið hver framvinda málsins verður," segir Hjalti Zóphóniasson, deildar- stjóri í dómsmálráðuneytinu. -J.Mar umframhækkanir sem ekki hefði verið hægt áður vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þessi niðurstaða ber fyrst og fremst vott um kjánaskap ríkisstjómarinn- ar. Ríkisstjómin ber aila ábyrgð á miðurstöðu dómsins. Árásir ráð- herra á dómstólana em forkastan- legar og mjög alvarlegar. Viö þjóðarsáttina var forysta efna- hagsmála í landinu tekin úr höndum ríkisstjómarinnar. Ein af forsendum þeirra samninga var að aðrir fengju ekki meira. Eftir þá samninga hafði ríkisstjómin tvo möguleika. Önnur var að taka upp viðræöur við BHMR og bjóða þeim að taka þátt í þjóðar- sáttinni. Hin var að styrkja laga- grundvöli samningsins eöa taka hann til endurskoðunar. Ríkisstjóm- in gerði hvoragt. Aðalatriöið nú er að freista þess að halda þeim árangri sem aðilar vinnu- markaðarins náðu með þjóðarsátt- inni við að draga niður verðbólgu og koma á stöðugleika. Þrátt fyrir þann árangur sem þá náðist hefur ríkis- stjómin gert lítið til þess að halda því verki áfram. Ég hef ekki tekið afstöðu til þess hvað beri að gera nú. í upphafi bent- um við á leiðir til þess að ríkisstjóm- in kæmist ekki í þann hnút sem hún er nú komin í. Það er þeirra að leysa þann hnút.“ -pj gmndvöllur sé fyrir aö höfða meiöyrðamál á hendur Signýju Sen og Elinu Hallvarðsdóttur, fúUtnium lögreglustjóra, vegna ummæla sem þær viðhöfðu í þættinum Reykjavík síðdegis á mánudag," segir Araór Bjöms- son, einn af aðstandendum lista- hátíöar næturlífsins. í þættinum segir Signý Sen meöal annars: „Varst þú ekki aö segja okkur frá lögregluaögerö- um í Englandi?" og þá grípur Elfn fram í og segir „út af kollegum ykkar þar.“ Signý heldur áfram og segir: „Af því þú ert að tala um lögregluafskipti hér á ís- landi...“ þá kemur annaö inn- skot frá Elínu „þar vom teknir ax>0 manns, ykkar kollegar í Bretlandi, fyrir fíkniefnanotk- un.“ í ummælum sínum eru fulltrú- ar lögregluembættisins meðal annars að vísa til fréttar sem les- in hafði verið á Bylgjunni og greindi frá að lögregla heföi ráð- ist inn á diskótek í pakkhúsi í borginni Leeds á Englandi og handtekið þar 800 af 2000 gestum diskóteksins fyrir annaðhvort aö selja eiturlyf eða vera undir áhrifum þeirra. „Okkur finnst mjög sorglegt ef lögregluyfirvöld hafa tekið þá af- stöðu til samtakanna26. maí, sem í era um 2000 ungmenni, að kenna þau við eiturlyfjaneyslu, sérstaklega með tilliti til þess að við höfum að leiðarljósi að beij- ast fyrir bættu og vimuefnalausu næturlífi," segir Arnór. Haft var samband viö Signýju og Elínu vegna þessa máls. „Það verður hver að álykta fyrir sig,“ var svar Signýjar. Elín sagði hins vegar: „Ég hafði ekki tök á aö hlusta á þessa frétt en við sem komum ftam i þættinum vorum aö ræða hana ásamt grein sem birtist í Newsweek og greinir frá hliðstæðura samtökum í Bret- landi og starfa hér á landi. Og mér fannst sem samtökin hér væra angi af þessari sömu bylgju. Þessí ummæli vora í framhaldi af því sem við vorum aö ræða fyrirþáttinn.“ -J.Mar Útgerðin er dans á rósum en allar rósir hafa þyrna. Þeir urðu greinilega varir við það þessir. Rokkurinn hefur greinilega ekki gengið eins og til var ætlast - en trúlega eru mennirnir tveir vandanum vaxnir og ráða fram úr þeim erfiöleikum sem þeir standa frammi fyrir. DV-mynd JAK Félagsdómur er ábyrgur Nú hefur það heldur betur sann- ast hvað það er vitlaust aö treysta á dómstóla. Þaö blasir við öllum að Félagsdómur hefur ekkert vit á lögum og ennþá minna vit á efna- hagsmálum og dómurinn er hættu- legasti óvinurinn í viðleitni þjóðar- innar til að ráða niðurlögum verð- bólgunnar. Félagsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að háskólamenntaðir rík- isstarfsmenn eigi rétt á 4,5% launa- hækkun frá og með 1. júli sl. Allir málsmetandi og ábyrgir aöilar í þjóðlifinu era um þaö sammála að þessi dómur þýði í reynd að verð- bólgan kemst á fulla ferð. Bæði vinnuveitendur og verkalýðsfor- ingjar era klárir á því að nú mun skriða launahækkana og verð- hækkana fylgja í kjölfarið og ekki verði við neitt ráöiö. Ráöherrar og efnahagssérfræðingar taka í sama streng. Landið verður stjómlaust rekald og hver hækkunin rekur aöra þar til verðbólgan verður komin í nýjar hæðir. Þjóðarsáttin er fyrir bí, kollsteypan er framund- an og allar bjargir bannaðar. Lengi vel var búið að vara við launasamningi BHMR. Vinnuveit- endur kölluðu hann tímasprengju, verkalýðsforystan hjá ASÍ var búin að segja að hún krefðist sömu hækkana ef háskólamenn fengju sitt og ráðherrar í ríkisstjóminni vora svo hræddir við þennan samning, sem þeir höfðu skrifað undir, að þeir frestuðu að greiöa umsamdar launahækkanir. Það var eiginlega enginn nema Páll Halldórsson og hans nánustu skæruliöar sem hvöttu til þess að staðið yrði við samninginn á þeirri forsendu að hann væri öðrum að meinalausu. Auk samningsins sjálfs var varað við ýmsu öðra. Talsmenn launa- fólks vöraðu við því ef launafólk fengi kauphækkanir. Vinnuveit- endur vöraöu við vinnuveitendum sem mundu hækka framleiöslu sína ef laun hækkuðu og ríkis- stjómin varaði alla við þeim afleið- ingum sem samningur hennar við háskólamenn kynni að leiða af sér. Allir vöraðu svo við Páli Halldórs- syni nema helst Páll sjálfur sem var svo viss í sinni sök að hann gekk út af miðstjómarfundi Al- þýðubandalagsins þegar allabaUar vildu ekki vara við því að menn væra að vara við samningnum sem ráðherramir hafa verið að vara við. Nú hefur hins vegar komið í Ijós að það var ekki samningurinn sem ástæða var til að vara við. Verka- lýður og vinnuveitendur era ekki blórabögglamir, heldur ekki Páll Halldórsson og heldur ekki ríkis- stjómin sem var í góðri trú um að hún gæti stöðvað samninginn sem hún hafði undirskrifað. Það hefur sem sé komið í ljós að það er ekk- ert athugavert við þennan samn- ing. Það sem er varhugavert í stöð- unni og hættulegt þjóðinni er Fé- lagsdómur sem hefur kveðið upp dóm sem að mati ábyrgra manna er vitlaus dómur og skaðar hags- muni lands og þjóðar. Þaö er dóm- urinn sem ógnar sjálfum efnahags- grandvellinum og leyfir sér þann ósóma og það ábyrgðarleysi að hundsa skoðanir fiármálaráðherra og hættumar af verðbólgunni. Það er Félagsdómur og Félagsdómur einn sem er sökudólgurinn í vænt- anlegum hrunadansi launa og verðlags. Dagfari hefur alltaf sagt að dóm- stólar séu varasamir. Nú hefur það sannast. Best væri auðvitað að nota tækifærið og afnema alla dómstóla sem koma í veg fyrir að löglega kjörin stjómvöld geti farið sínu fram. Það á að banna dómstóla sem kveða upp dóma um að samningar skuli standa. Það á aö ákveða með lögum að ríkisstjómir geti svikið sína eigin samninga og að þær megi vara við samningum sem þær gera. Það góða við þetta ástand er þó hitt að í næstu kosningum geta væntanlega allir flokkar, verka- lýðshreyfingin og vinnuveitenda- sambandið sameinast í því átaki aö leggja niður dómstólana. Þegar verðbólgan verður komin á fullt skriö og enginn ræður neitt við neitt verður það kristalklárt aö efnahagsglundroðinn er ekki ríkis- stjóminni, samningsaðilum eða stjómmálamönnum að kenna. Sök- in liggur hjá Félagsdómi sem hefur verið að skipta sér af pólitík og samningum sem allir málsmetandi aðilar vora búnir að vara við. Slag- orðið verður: Niður með Félags- dóm! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.