Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 24
48
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990.
Smáauglýsingar Menning
MMC Space Wagon, 4x4, árg. '88 til
sölu, ekinn 28 þús. km, ljósgrár, sæti
fyrir 7 manns, skipti ath. á ódýrari.
Uppl. hjá hílasölunni Bílaporti,
Skeifunni 11, sími 91-688688.
Tll sölu M. Benz 0309 79, 6 cyl., há-
þekja, lofthurð, mikið yfirfarinn.
Uppl. í síma 94-2636 og 985-28905.
M
Fallegur MMC Colt turbo ECi, árg. ’88,
rauður, ekinn 43.000 km, rafm. í öllu,
verð ca kr. 890.000, skipti ath. á ódýr-
ari bíl eða dýrari MMC L-300 4x4 eða
Toyota Hilux. Uppl. í síma 91-72986
eftir kl. 18, Erlingur.
70 Camaro RS 454. Einstakur á Is-
landi, óhemjumikið af sérstökum bún-
aði, ekinn aðeins 36 þús. mílur. Til
sýnis og sölu í kvöld kl. 18-20 á
Skemmuvegi 22, Kópavogi, sími
91-73287.
Fiat 127, 900 Super, árg. ’83, til sölu,
ekinn 76 þús. km, gott eintak, verð
95 þús. Uppl. í síma 40519 e.kl. 17.
Tll sölu BMW 316, árg. '88, ekinn aöeins
19 þús. km, 5 gíra, litað gler, stereo.
Verð 1060.000.- Uppl. hjá Bílasölunni
Blik. S: 686477.
Pontiac 6000, árg. ’85, ekinn 50.000 km,
til sölu. Glæsivagn, vel með farinn,
innfluttur, einn með öllu, hvítur, verð
kr. 850.000 kr. 700.000 stgr. Uppl. í
síma 91-51545.
Tll sölu Chevrolet plckup, '84, custom
De Luxe, 4x4, 6.2 1. dísil, 4ra gíra,
ekinn 70 þús. mílur. Verð 1080.000.
Uppl. hjá Bílasölunni Blik, s. 686477.
Surnarbústaðir
Seljum norsk heilsárshús, stærðir
24-102 fin. Verð frá kr. 1.280.000. Sýn-
ingarhús, myndir og teikningar fyrir-
liggjandi. Húsin eru samþykkt af
Rannsóknast. byggingariðn. R.C. &
Co hf., s. 91-670470 og fax 91-670474.
Hjónaspil
Freyr Sigurjónsson flautuleikari og eiginkona
hans, Margarita Lorenzo de Reizabal píanóleik-
ari, héldu tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar í gærkvöldi. Troðfullt var út úr dyrum
og urðu sumir að standa en sumir frá að hverfa
og er ekki ofsögum sagt af vinsældum tónleika-
halds í Laugarnesi.
Þeim flölgar sífellt íslenskum tónlistarmönn-
unum sem hasla sér völl erlendis að námi lo-
knu. Er það að sönnu gleðiefni hve mörgum
þeirra virðist ganga vel í hinni hörðu sam-
keppni margmennisins. Hitt er ekki síður
ánægjulegt að flest þessa listafólks sér ástæðu
til að koma heim til gamla landsins öðru hverju
og leyfa löndunum að njóta ávaxtanna. Fylgja
þá gjama með erlendir listamenn, kunningjar
viðkomandi, og er þetta mikilvægur liður í fjöl-
breytni tónlistarlífsins hér.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
Á efnisskrá Freys og Margarítu voru verk eft-
ir Reinecke, Enescu og Poulenc. Verk þeirra
tveggja fyrrnefndu voru heldur af léttvægara
taginu enda þótt þau létu bæði þægilega í eyrum
og gerðu á köflum töluverðar kröfur til hljóð-
færaleikaranna. Sónata Poulencs er mun bita-
stæðari og gullfalleg. Poulenc tilheyrði frægri
klíku franskra tónskálda sem lét töluvert til sín
taka eftir fyrri heimsstyrjöld og kallaðist „Les
Six“. Stefna þeirra var að vera á móti rómant-
ísku stefnunni og einkum og sér í lagi Debussy.
Sexmenningarnir voru gagnrýndir fyrir að vera
oft grófir og groddalegir. Er gaman að hafa þetta
í huga þegar hlýtt er á flautusónötuna sem í
eyrum nútímamanns hljómar ekki aðeins fín-
lega elegant heldur einnig hárómantísk.
Flutningur Freys og Margaritu var eins og
vera ber hjá hjónakornum ágætlega samrýmdur
og léku þau bæði af látlausu öryggi og oft mjög
fallega. Tónninn hjá Frey var, einkum þegar á
leið, mjög þéttur og áferðargóður. Því miður gat
gagnrýnandi DV ekki fyllilega notið þessa þar
sem hann varð að sitja frammi á gangi og leið
þar fyrir að hafa ekki mætt nema tíu mínútum
fyrir tónleikana en þá voru öll innri sæti full-
skipuð. Næst þegar tónleikar verða í Laugar-
nesi ætlar fulltrúi DV að mæta tuttugu mínútum
fyrir auglýstan tíma í þeirri frómu von að engum
öðrum detti í hug það sama.
Ljósið langt og mjótt
Myndir Helga Valgeirssonar, sem sýnir í Ás-
mundarsal, segja sennilega talsvert um viðhorf
nýrrar kynslóðar íslenskra myndhstarmanna,
kynslóðar tíunda áratugarins, til miðils síns.
Þessi kynslóð virðist að mestu hafa snúið baki
við hömlulausri sálkönnun og mýtumálun ný-
expressjónismans, svo og ívitnunarstefnu og
þverstæðum póstmódernismans. Þess í stað leit-
ar hún sér kjölfestu og sjalfsímyndar í nánasta
umhverfi sínu, oft með viðkomu í eldri myndhst.
Það er einum of auðvelt að kenna myndlist
af þessu tagi við listræna kyrrstöðu eða íhalds-
semi. Hún gefur mönnum kost á að staldra við
og leggja mat á viðtekin gfldi, gera upp við sig
gagnsemd þeirra. Listasagan segir hana nauð-
synlegan undanfara allra viðhorfsbreytinga.
Kjarni hins séða
Þótt Helgi Valgeirsson sé að sönnu ekki full-
veðja myndlistarmaður virðist hann þegar hafa
markað sér nokkuö gæfulega stefnu. í verkum
hans virðast fara saman stórbrotið en þó ljóð-
rænt raunsæi Hrings Jóhannessonar og hið
„metafýsíska” viðhorf til landslags eins og það
birtist skýrast í verkum Georgs Guðna. Verður
á köflum nokkur togstreita milli þessara tveggja
sjónarmiða í verkum Helga þar sem hið fyrra
grundvallast á trúnaði við hið séða, þó svo það
veiti ákveðið svigrúm til túlkunar, en hið síðara
byggist á því að finna altækan kjama hins séða
með því að yfirstíga það.
Þaö er kannski í meðhöndlun sinni á birtu og
þar með á htrófinu sem Helgi kemst næst því
að samræma þessi tvö sjónarmið. Birtan er hon-
um stundum eins og gegnheill massi, áþreifan-
legri en málningin á striganum (myndir 10-12,
Helgi Valgeirsson - Kemur Ijósið langt og mjótt?, olia á striga (nr. 6).
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
25 o.fl.), stundum mettar hún andrúm mynd-
anna, breytir gufustróki í massa (2 og 3) og
massa í gufu (4).
Iflýti
Þetta er þriðja einkasýning Helga sem útskrif-
aðist úr Myndhsta- og handíðaskólanum fyrir
aðeins fjórum árum. Oþarfi er fyrir svo ungan
hstamann að flýta sér svona mikið. Mætti hann
einnig taka verðlagningu sína tfl endurskoðun-
ar en hún virðist miðuð við það sem langreynd-
ir atvinnumenn í hstinni bera úr býtum fyrir
verk sín.
Fréttir
Þingeyri:
Sigraði á 19 ára gamalli drossíu
Sigurvegarar I karla- og kvennariðli standa hér við hliðina á 19 ára
gamalli drossíu af gerðinni Ford Galaxy.
Brynjar M. Valdimars., DV-ökuleikni '90:
Ökuleikni ’90 fór fram á aðalgötu
Þingeyrar þar sem nokkur fjöldi
áhorfenda og keppenda var saman
kominn í blíðskaparveðri. Keppni
var spennandi, sérstaklega í
kvennariðh þar sem aðeins fjögur
refsistig skfldu að fyrsta og annan
keppanda. Fyrst varð Hrönn Magn-
úsdóttir með 252 refsistig en hún
ók á stærsta bílnum sem var dross-
ía í fullri stærð af gerðinni Ford
Galaxy, nítján ára gömul en sem
ný að sjá. Onnur varð Þóra Björk
Magnúsdóttir með 256 refsistig.
í karlariðh sigraði Sigurður
Kristjánsson með 152 refsistig, ann-
ar varð Sævar Gunnarsson með 177
refsistig og þriðji Friðfmnur Sig-
urðsson með 200 refsistig. í riðh
byrjenda varð Ehas Þórarinn Jó-
hannsson efstur með 222 refsistig.
Áður en keppendur í ökuleikni
óku brautina fór fram keppni á
reiðhjólum. í eldri riðli sigraði Ey-
þór Fannar Valgeirsson með 67
refsistig og önnur varð Særún Lind
með 90 refsistig. í yngri riðli sigr-
aði Einar Aðalsteinsson með 59
refsistig, í öðru tfl þriðja sæti urðu
Jón Þorsteinn Sigurðsson og Urður
Skúladóttir með 63 refsistig.
Gefandi verðlauna var Kaupfélag
Dýrfirðinga.
i