Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. 41 íþróttir Handknattleikskeppni friðarleikanna: Stígandi í leik íslenska landsliðsins“ - Kristján og Alfreð með landsliðinu í B-keppninni 1992? „Þaö er alveg Ijóst að þjóðirnar sem keppa hér á friðarleik- unum eru að byggja upp ný landslið. Það er stefna þeirra að mæta síðan með full- mótuð lið á heimsmeistarakeppn- ina í Svíþjóð 1993 og ennfremur eru þau lið sem keppa í B-keppn- inni að byggja upp ný lið,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, í samtali við DV. Jón Hjaltahn er staddur á friðarleik- unum í Seattle með handknatt- leikslandshðinu og notar um leið tækifærið til að ræða við forvígis- menn annarra landshða um landsleiki fram að B-keppninni í Austurríki 1992. „Stígandi í liðinu á friðarleikunum“ „Það má sjá stíganda í leik ís- lenska landshðsins á friðarleik- unum í Seattle en samt er enn langt í land. Ég er hins vegar sannfærður um að við verðum búnir að byggja upp sterkt lands- hð fyrir B-keppnina í Austurríki 1992. Þorbergur Aðalsteinsson er að gera góða hluti með hðið og hin nýja varnaraðferð liðsins, svokölluð 6-0 vöm, hefur gengið vonum framar. Eins hefur mark- varslan verið góð í keppninni til þessa og skyttur liðsins hafa ver- ið ógnandi. Ungu strákamir eiga eftir að sanna sig þegar fram í sækir en það tekur auðvitað tíma að gera gott landslið. Alhr eru ákveðnir að leggja sitt af mörkum og ég er bjartsýnn að það gangi eftir,“ sagði Jón Hjaltalín Magn- ússon. 40 landsleikir á ári fram að B-keppninni Jón Hjaltahn sagði að stefnt yrði að þvi að leika um 40 landsleiki á ári fram að B-keppninni í Aust- urríki. Hann notar meðal annars ferðina til Seattle til að semja um landsleiki. MikiU áhugi væri á að fá íslenska hðið á mót á næstu mánuðum og Ijóst að ekki yrði hægt að þiggja öll boðin. Þátttaka á mótum erlendis í vetur „Japanir hafa lýst yfir áhuga á að koma til íslands í janúar og Suður-Kóreumenn í desember en þeir verða þá á keppnisferðalagi í Evrópu. Við höfum ákveðið að taka þátt í 4 landa móti í Dan- mörku í október, 6 landa móti í Austur-Þýskalandi í desember og á Spáni í janúar. Sovétmenn hafa einnig boðið okkar út til Moskvu í desember en ég efast um að af heimsókninni geti orðið,“ sagði Jón Hjaltalín í samtahnu. „Miklar líkur á að Kristján og Alfreð verði með í B-keppninni“ Jón Hjaltalín sagðist í lokin von- ast til þess að Kristján Arason og Alfreð Gíslason gæfu kost á sér í landsliðið fram yfir B-keppnina. Þeir myndu styrkja liðið mikið og um leið verða ungu strákun- um mikil stoð í fyrstu leikjum þeirra með landsliðinu. -JKS • Jón Hjaltalín _ Guðbjörn hættir með ÍA í haust lelkur slnn síðasta lelk með ÍA í haust. „Þaö er alveg á hreinu að ég hætti að leika með ÍA eftir þetta tímabil. Ég er búinn að leika með meistaraflokki ÍA síðan 1977 og er einfaldlega búinn að fá mig fullsaddan," sagði Guðbjörn Tryggvason, knattspyrnumaður í hði Akumesinga í samtab við DV í gær. Guðbjörn hefur um árabil verið einn besti leikmaður Akuniesinga en hann er 32 ára gamall og hefur verið fyrirhði ÍA. Það er mikh blóð- taka fyrir Akurnesinga aö missa Guðbjörn úr liði sínu en að öllum hkindum mun hann leggja skóna á hihuna. Hann lék lengst af sem miðvallarleikmaður en hefur und- anfarið leikið í vörn Skagaliðsins. í samtali við DV í gær sagðist Guð- björn jafnvel hafa áhuga á að snúa sér að þjálfun en það kæmi í ljós að loknu keppnistímabilinu hvaö hann tæki sér fyrir hendur. -SK i vann rðlaun fatlaöra 1 Hollandi stúlka, rúmlega 9 sekúndum á eftir Krist- ínu. Rut Sverrisdóttir varð 4. í 200 m fjór- sundi kvenna á tímanum 3:13,43 og í 5. sæti í 50 m skriðsundi á tímanum 34,63 sek. Loks varð Hahdór Guðbergsson í 9. sæti í 200 m fjórsundi á tímanum 2:54,93. -RR Margir úr neðri deildum í bann • Sigurður Hallvarðsson, Þrótti, fer I leikbann. Enginn 1. deildar leikmaður var dæmdur í leikbann hjá aganefnd KSÍ í gærkvöldi. Hins vegar voru margir leikmenn úr neðri dehdunum dæmd- ir í leikbann. Kristján Sigurðsson, Austra frá Eskifirði, fékk tveggja leikja bann vegna brottvísunar. Þeir Ólafur Hhmarsson, TBA, Sigurður Jónsson, Dalvík, og Gunnlaugur Vig- fússon, KS, fengu ahir eins leiks bann vegna brottvísana og auk þess fékk Janni Zhnik, Víkingi, bann vegna rauðs spjalds í leik með 1. flokki. Þeir Ingvaldur Gústafsson, UBK, Siguijón Sveinsson, ÍBK, Sig- urður Hcdlvarðsson og Theódór Jó- hannsson, Þrótti, og Garðar Níels- son, Skahagrími, fengu allir eins leiks bann vegna 4 gulra spjalda. -RR _ Lewis tapaði í 100m hlaupinu Carl Lewis, heimsmethafi í 100 metra hlaupi, tapaöi fyrir landa sínum Leroy Burrell í 100 metra hlaupinu á friðarleikunum í Se- attle í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Hinn 23 ára gamh Burell sló æf- ingafélaga sínum við og hljóp á tímanum 10,05 sekúndum en Lewis fékk tímann 10,08 sekúnd- ur. Þriðji í hlaupinu varð enn einn Bandaríkjamaðurinn, Mark Witherspoon, á tímanum 10,17 sekúndum. Sigur Burehs kom þó fáum á óvart því hann á besta tíma ársins í greininni, 9,96 sek- úndur, og þetta var 11. sigur hans í röð í greininni. Bandaríkjamenn unnu nauman sigur í körfu .Bandaríkjamenn unnu nauman sigur á hði /7 Puerto Rico, 100-94, í b-riðli körfuknattleik- skeppninnar á friðarleikunum eftir að staðan í hálfleik hafði verið 52-51. í sama riðh unnu sama Sovétmenn lið ítala í spennandi leik, 88-85. í a-riðli vann hið geysisterka lið Júgóslava sigur á Ástrahu, 93-77, og Brasihumenn unnu stórsigur á Spánverjum, 114-89. Góður tími hjá Evans i 1500 m skriðsundi Heimsmethafinn í 1500 metra skriðsundi, Janet Evans, náði næstbesta tíma í heiminum í 1500 metra skriðsundi í fyrrinótt þeg- ar hún sigraði á 15:54,23 mínútum en heimsmet hennar er 15:52,10 mínútur og er hún eina sund- konan í heiminum sem synt hef- ur 1500 metra skriðsund undir 16 mínútum. Haley Lewis varð önn- ur, 18 sekúndum á eftir Evans, en hún vann til fimm guhverð- launa á samveldisleikunum á Nýja Sjálandi í janúar. Ylesina stökk 2,02 m í hástökki Sovéska stúlkan Yelena Yelesina náði mjög góðum árangri í há- stökki þegar hún stökk yfir 2,02 metra og er það jafnframt besti árangur í greinirtni á þessu ári. Yolanda Henry frá Bandaríkjun- um og Tamra Bykova komu næstar, stukku báöar hæst 1,92 metra. Jackie Joyner Kersee sigraði ör- ugglega í sjöþraut kvenna, hlaut 6,783 stig, en var þó nokkuð frá heimsmeti sínu sem er 7,291 stig en hún hafði vonast th að bæta heimsmet sitt eftir góða byrjun á fyrri keppnisdeginum. Kúbanska stúlkan, Ana Quirot, vann önnur guhverðlaun sín á friðarleikunum þegar hún sigraði í 800 metra hlaupi á tímanum 1:57,42 mínútum en hún sigraði einnig í 400 metra hlaupinu á sunnudaginn. Annar sigur Júgóslava í handboltanum Júgóslavar unnu sinn annan sig- ur í handknattleikskeppninni þegar þeir sigruðu Suður- Kóreu, 26-21, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 12-15, en bæði þessi lið leika í riðh með íslendingum. í hinum riðlinum náðu Banda- ríkjamenn óvænt jafntefli gegn Tékkum, 20-20, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 10-9. Sovétmenn tóku Japani í kennslustund og sigruðu með 18 marka mun, 37-19, staðan í leik- hléi var 22-9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.