Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990.
15
Önnur Evrópa:
Beinagrindur Stalínstímans
Sá er feröast um Belgíu, Holland
og Þýskaland kemst ekki hjá því
aö taka eftir víðtækum breytingum
sem nú eiga sér stað. Jafnvel fjar-
lægur íslendingur nýtur góös af
þegar Evrópuþjóöirnar slaka á
landamæravörslu og taka upp sam-
eiginlega mynt: engin hvimleið leit,
vegabréfaskoöun eða skýrslugerö
og myntbreytingar sem taka sinn
toll og tíma.
Aö koma aö fyrrverandi landa-
mærum Austur- og Vestur-Evrópu
vestan viö Magdeburg í Norður-
Þýskalandi er eins og aö segja skil-
ið við síðustu heimsstyrjöld. Járn-
hhðin, þar sem áöur var leitað log-
andi ljósi að lifandi fólki, standa
nú auð eins og yfirgefin flugskýli -
beinagrindur Stalínstímabilsins -
tákn um forheimskun og örbirgð-
arstefnu Stalíns og Leníns - en líka
vottur um vanmátt okkar gagnvart
styijöldum er hafa leikið heims-
byggðina grátt.
Myntbreytingardagur
1. júlí síðastliðinn var tvíbreiða
hraðbrautin austur til Berlínar
þéttekin Trabantbílum, úttroðnum
af vestrænum varningi. í kjölfarið
fylgdu stórir vöruflutningabílar,
Wartburgar og vestrænir ferða-
menn er hugðust svala forvitni
sinni á myntbreytingardegi. Aust-
ur-Þjóðveijar voru ekki aðeins að
taka upp v-þýska alvörumynt held-
ur og að leggja niður landamæra-
vörslu og opna landið fyrir vest-
rænu menntakerfi og vörum.
Að sjá A-þýskaland nú og fyrir
nær 30 árum er dapurleg lífs-
reynsla. Þar sem allt ber vitni um
einangrun og stöðnun. Ekki þarf
nema líta á akrana og húsin til að
fá í magann, hvað þá að horfa upp
á fólkið sem hefur þurft að upplifa
helstefnu kommúnista. Nánir ætt-
ingjar og samlandar hafa yfir 30 ára
aðskilnað að baki, oft blandinn
KjáUaiinn
Sigurður Antonsson
framkvæmdastjóri
trega og gleði.
Það getur verið auðmýkjandi og
niðurlægjandi að viðurkenna að
hafa setið í stofufangelsi í hartnær
30 ár, ekki síst þegar samlandar
koma á glansandi lúxuskerrum að
skoða húsakynnj foreldra eða
frænda.
Það eitt að vera laus við leynilög-
regluna Stasi er gild ástæða til að
gleðjast.
Blómagarður Honeckers
Garður Honeckers og félaga er
ekki aðeins hrjóstrugur í andlegum
efnum heldur og veraldlegum. Að
koma úr angandi keytulykt, sem
berst af hollensku ökrunum fyrir
vit ökumanna, og yfir í illgresis-
garð Honeckers er talsvert slá-
andi. Verksmiðjurykið verður æ
þéttara eftir því sem austar dregur.
Eftir að hafa séð svart-hvíta kúa-
kynið á beit um öll Vesturlönd
hverfa holdagripirnir og í þess stað
birtast gul, falhn grös. Jakobsfíflar
og baldursbrár setja hvítan, angur-
væran blæ á fijósamt akurlendi
A-Þýskalands.
Við sveitabýhn, sem eru að falli
komin vegna viðhaldsleysis, hlað-
ast upp mykjuhaugarnir og vél-
vana tæki. Allt er auðsjáanlega í
eigu ríkisins, gelt og vanmáttugt
kerfi. Eftirtektarvert er að sjá
hvernig ein stjórnmálastefna getur
lamað allt framtak og atgervi hjá
athafnasamri þjóð.
Allt að 10% starfsfærra manna
missa atvinnu sína þegar A-þjóð-
veijar hætta að senda félaga
Honecker skýrslur. Önnur 20%
tapa vinnunni vegna úreltra
vinnubragða sem ekki standast
samkeppni.
Auðvitað er þetta það sama og er
að ske heima á Fróni við samruna
fyrirtækja, og á eftir að aukast,
einkum í landbúnaði og verslun.
En við höfum haft fjörtíu ár í það
sem A-Þjóðveijar þurfa að gera á
næstu 5-10 árum.
Siðferðileg ábyrgð
Eftir að hafa verið um það bil
hálfan dag í A-Þýskalandi rann það
upp fyrir vel menntuðum sam-
ferðamanni mínum norðan af ís-
landi, hvers vegna eftirvæntingin
og síðar vonbrigðin birtust í svip
mínum og magatitringi.
Hann hafði aldrei búist við slík-
um ósköpum - alltaf heyrt að hér
byggju sómakærir sósíahstar,
stjórnendur er gættu hags hinna
lægst launuðu og menntuðu aha
jafnt, án tillits til efnahags, hvað
þá að þeir styddu skæruhða í V-
Þýsklandi til manndrápa en liföu
sjálfir í vellystingum.
Það eru ekki allir á íslandi sem
gera sér grein fyrir í hveiju munur-
inn á Vestur- og Austur-Evrópu er
fólginn. Ekki var laust við að ég
fyndi til samábyrðar á ástandinu,
ef ekki vegna hlutleysis þá vegna
þagnar. Eflaust er lengi hægt að
leita aö sökudólg.
Þjóðernis- og héraðspóhtík Þjóð-
verja leiddi af sér styijöld sem síð-
an gaf aftur jafnaðarstefnu Stalíns
færi á að spreyta sig í A-Evrópu
undir verndarvæng byssukjafta.
En að sjálfsögðu bera hinir pójit-
ísku trúbræður kommúnista á ís-
landi siðferðilega ábyrgð á því hve
lengi ógnarstefnan hfði. Með vin-
áttuheimsóknum, löngum lær-
dómsdvölum, með kennslu í fræð-
um Marx og Leníns hefur hinum
nytsömu sakleysingjum á íslandi
tekist að vera meiri þátttakendur í
örbirgðarstefnu A-Evrópu en öðr-
um - þótt ekki sé talað um póhtísk-
ar ofsóknir, fangelsun án tilefnis
og morð á flóttamönnum.
Vöruþurrð
Flestir vita að trúarstefna komm-
únista varð gjaldþrota fyrir al-
mörgum áratugum. Vöruþurrð
hefur aha tíð verið í ríkjum komm-
únista. Hún er einkenni og um leið
viðurkenning á vanmætti jafnaðar-
stefnunnar þar sem enginn ber
ábyrgð á framleiðslunni. Alþýðu-
bandalagið hefur sýnt það í breyttri
stefnu sinni á síðari árum, - ábyrgð
í stað kröfugerðar. En það eru fleiri
flokkar en Alþýðubandalagið sem
ekki treysta einstaklingum og
hlutafélögum. - Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur ekki ennþá boðað af-
dráttarlausa sölu ríkis- og bæjar-
fyrirtækja.
Það blasir einnig við að ef vökul-
ir eigendur eða hluthafar eru ekki
til staðar og hafa engra hagsmuna
að gæta, falla fyrirtækin í dróma,
samanber SÍS þegar hugsjóna-
krafts frumherjanna gætir ekki
lengur.
Evrópubandalagið
í Evrópubandalagi e.t.v. 30 þjóða,
(þótt ekki væru nema 20) yrðu áhrif
sameinaðs Þýskaland ekki yfir-
þyrmandi. Aðeins nú eftir thkomu
Evrópubandalagsins og þróunar
innan þess þora Rússar að sleppa
tökum á A-Evrópu.
Evrópubandalagið byggist á lýð-
ræðislegri hefð. Auk þess er Þýska-
land stærsta viðskiptaland Sovét-
ríkjanna og svo verður um ókomin
ár meðan Rússa vanhagar um allan
vélabúnað. Þjóðveijar hafa veriö
lagnir að finna athafnaþrá sinni
útrás - nú á friðsamlegan hátt með
því að selja tæknikunnáttu sína.
Stóru lánin th Rússa munu því
skila sér með hjálp rússnesku-
kunnáttu manna í A-Þýskalandi.
Bandaríkjamenn hafa stutt þessa
þróun. Eftirhreytur síðustu heims-
styijaldar, kommúnisminn í A-
Evrópu og hræðslan viö Stór-
Þýskaland þokar fyrir nýju stór:
veldi, Evrópubandalaginu.
Sigurður Antonsson
„En það eru fleiri flokkar en Alþýðu-
bandalagið sem ekki treysta einstakl-
ingum og hlutafélögum. - Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ekki ennþá boðað af-
dráttarlausa sölu ríkis- og bæjarfyrir-
tækja.“
Það eru mjög mörg ár síðan ég
byijaði að vinna að slysamálum og
þá sérstaklega varðandi barnaslys.
Auk þess er ég fótgangandi maður
og sé því margt sem gerist á götum
úti. - Thgangur greinarinnar er að
koma í veg fyrir slys.
Hættan utan húss
Nú er sumar og foreldrar eru í
fríi og fara því oftar út, t.d. í bæ-
inn. Þeir gera sér ekki grein fyrir
hve takmarkaður skilningur barna
á 2-3 ára aldri er fyrir umhverflnu.
Böm leika sér sífeht, hlaupa um
og taka ekki eftir hvar þau eru eða
hvar mamma eða pabbi er. En göt-
ur í Reykjavík eru allar meira eða
minna hættulegar.
Fyrir fáum dögum fann ég þijú
böm, öh á sama klukkutímanum,
sem vissu ekki hvar mamma þeirra
var. Líth stelpa, tveggja ára gömul,
prílaði á hurð Búnaðarbankans.
Bamið var með sérsmíðaða skó,
enda annar fóturinn um 10 cm
styttri en hinn. Hún var í tvöfaldri
hættu; að detta við hurðina og að
verða undir bíl, enda aðeins metri
frá bhastæði.
Ég kahaði á móður bamsins en
enginn kannaðist við hana. Loks-
ins er ég kahaði mjög hátt kom hún
fram. Hún hafði beðið við af-
greiðslu í bankanum og haíði ekki
tekið eftir að bamið var fyrir utan
að leik.
Við Austurstræti 17 var bam, um
tveggja ára, og engin móðir sjáan-
leg. Við Reykjavíkurapótek vom
tvær konur. Önnur, með barna-
Öryggi barna
hún loksins hlaupandi og sagði að
hún hafði rétt sest á bekk á Lækj-
artorgi!
Barn á handleggjum
foreldra
Það er orðiö að venju að bera
barn, stundum allt aö 18 mánaða
gamalt, sitjandi á vinstri handlegg
foreldris. Barnið er í hættu og getur
orðið fyrir höggi á höfði frá ýmsum
hlutum og þar að auki getur for-
eldri ekki notað þá höndina.
Hvað er gert í öðrum löndum
-t.d. á Norðurlöndum?
Börn, sem geta ekki gengið, eru
keyrð í barnakerrum en einnig
borin. Minnstu börnin eru stund-
um borin í setpoka sem er á maga
foreldris. Barniö sér því andlit for-
vagn, sneri sér loksins við og kall-
aði á barnið sem þá hljóp milli sölu-
borða og stráka á fullri ferð á hjóla-
brettum.
Rétt á eftir sá ég barn á þessum
aldri og greinhega í vandræðum,
einnig við Austurstræti 17. Telpan
gat ekki svarað því hvar mamma
sín væri. Þegar ég kallaði hátt kom
eldris, finnur fyrir líkamshita þess
og er ánægt.
Eldri böm geta verið í bakpoka
sem er rammi úr áh eða járni með
teppa- eða léreftsklæðningu sem er
hægt að taka af og þvo.
Eldri smábörn, sem geta gengið,
eiga ekki að ganga laus heldur í
beish.
„Eldri smábörn, sem geta gengið, eiga ekki að ganga laus heldur i
beisli," segir greinarhöf. m.a.
Ég athugaði aðeins eina verslun
með barnavörur, Fífu, vegna
tímaskorts en reikna með að fleiri
verslanir með barnavörur muni
vera th.
Eiríka Á. Friðriksdóttir
Kjallariim
Eiríka Á. Friðriksdóttir
hagfræðingur
„Börn leika sér sífellt, hlaupa um og
taka ekki eftir hvar þau eru eða hvar
mamma eða pabbi er. En götur í
Reykjavík eru allar meira eða minna
hættulegar.“