Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 25. JULI 1990. Spurningin Ferðu oft út aö skemmta þér? Salvör Héöinsdóttir, starfsmaður í heimahjúkrun: Nei, mjög sjaldan. Ég bý í Noregi en þegar ég fer út að skemmta mér hér þá fer ég á Hótel ísland. Halldóra Pétursdóttir húsmóöir: Nei, kannski svona einu sinni á tyeggja mánaða fresti. Ég fer á Hótel ísland ef ég fer. Ingvi Hrafn Guðmundsson sjómaður: Já, þegar ég er í landi og fer þá helst á Hótel ísland. Guðný Arnþórsdóttir húsmóðir: Nei, sjaldan. Ég fer helst í leikhús og út að borða. Ómar Franklínsson prentari: Ég fer ekki oft á skemmtistaði. Á sumrin eyði ég helgunum í sumarbústað á Laugarvatni og fyrir mig er það skemmtun. Daði Ingólfsson, starfsmaður í brauðgerð: Svona þrisvar í viku. Þaö er misjafnt hvað ég geri, stundum fer ég í buljard eða bíó. Lesendur Allt í hers höndum á Keflavíkurflugvelli? Keflvíkingur skrifar: Ég heyrði í fréttum á einni útvarps- stöðinni í fyrri viku (held að það hafi verið á Bylgjunni), að nú væri herlögreglan á Keflavíkurflugvelli farin að bera byssur að nýju eftir að hafa gengið um óvopnuð alllengi. - Ég hugsaði með mér: Getur hugsast að herlögregla á alþjóðaflugvelli hafi gengjð um óvopnuð? Þá er varla seinna vænna að hún vopnist að nýju. ¦¦.¦¦¦:¦¦>-¦' . _____,___.______ Var herlögregla á alþjóðaflugvellinum í Keflavík lengi óvopnuö? HM-úrslitin í knattspyrnu: Þjóðverjar unnu verðskuldað Jón Jóhannsson skrifar: Ég ætla að mótmæla harðlega því sem Dögg skrifaði í DV um vonbrigði sín með HM-úrslitin í knattspyrnu. Þar heldur hún því fram að Argent- ínumenn hefðu átt skilið að verða heimsmeistarar frekar en Þjóðverj- ar. Ég segj hins vegar; Argentinu-' menn hefðu aldrei átt að komast upp úr riðlinum sem þeir voru í vegna þess að dómarinn hugsaði frekar um að viðra sig upp við Maradona en að dæma leikinn. Þessi dómari sá t.d. enga ástæöu til að dæma víti þótt greinilegt væri að Maradona stöðv- aði boltann með hendinni! Ennfremur hefðu Argentínumenn ekki fyrir nokkurn mun átta að kom- ast í 8 liða úrslitin en í leiknum við Brasilíumenn yfirspiluðu þeir þá svo illa að í raun hefðu þeir átt að skora hátt á fimmta tug marka. Dögg segir í bréfi sínu að heppnin hafi ekki fylgt Argentínumönnum. Hefði leiknum á móti Brasilíu ekki lokið með óendanlegum heppnis- og kraftaverkasigri Argentínu í ósann- gjarnasta leik sem ég hef séð (Eng- land/Kamerún meðtalin) veit ég ekki hvað heppni er. Semsé; Argentína átti engan veginn skilið að komast í úrslit. Dögg segir einnig að Argentinu- menn hafi staðið sig frábærlega og tók sem dæmi markvörðinn og Maradona. í tilraun til að rökstyðja málið tiltekur hún að markvörður- inn hafi varið fjögur víti. Það var líka það eina sem hann gat gert. Hann hafði alveg hörmulega tímasetningu í úthlaupum og hann hélt sjaldnast bolta. Eins og komið hefur fram fannst Dögg að Argentínumenn hefðu átt skilið að vinna Þjóðverjana. Þetta er fáránlegt. Þjóðverjar voru alltaf í sókn, spiluðu miklu betri og skemmtilegri fótbolta og hefðu átt að vinna stórt. Hún heldur því fram að dómaranum hljóti að hafa verið mút- að vegna þess að hann dæmdi víti þegar Vóller var felldur. En auk þess sem þetta var víti þá áttu Þjóðverjar að fá tvö önnur víti þar sem brotið var harkalega á þeim innan víta- teigs. - Ég viðurkenni reyndar að Argentínumenn áttu lika að fá eitt víti en þá er staðan 3:1 Þjóðverjum í hag. - Bara úr vítum. Tvö rauð spjöld, sem Argentínu- menn fengu, voru 100% rétt. Annað brotíð var eitt það grófasta sem sést hefur í keppninni þar sem maðurinn kastar sér fram með sólana á undan og ekki minnsta möguleika á að ná til boltans. Hitt brotið var nú svo fáránlegt að það nær ekki nokkurri átt. Maðurinn búinn að fá gult spjald og tekur einn Þjóðverjann hálstaki og sveifiar honum íjörðina! Enn fár- ánlegra var að reyna að mótmæla þeim dómi. - Niðurstaða: Argentína var með gróft lið og grófur fótbolti er leiðinlegasti fótbolti sem til er. Skattlagning fjármagnstekna: Ekki mótmælt sem skyldi Kristinn ÞersíeÍBSsoB hring4i; M virfHst ojga 3ð verðs af þyí »9 sHafflpggjs fjármagmteKjur fóte hér á }an4i Pins, pg steftít hpfur verið að lengi. Þetta hefur þó vafist fyrir ráða- mönnum vegna þess aö þeir vita aö almenningur er algjörlega mótfall- inn þessari skattlagningu, og með réttu. - Hér er ekki verið að gera annað ef af verður en að tvískatta tekjur landsmanna. Ég er mest undrandi á því að ekki skuli einn einasti stjórnmálamaður, þingmaður eða aðrir viöriðnir ShoroHerft pjfkar métmæja þjs§um fyrijætiunum harkajega pg þejfa Stuðningi sínum gegn þessari ár᧠8 þegnanaT Það skyjdi þó akjre} vm að stiórnmálamenn allra flokka séu hlynntir þessari fyrirhugðu skatt- lagningu og hugsa sér gott til glóðar- innar að láta núverandi ríkisstiórn koma þessu á og geta svo haft hana sem blóraböggul síðar. Allir vitaað komist einhver skattstofn á yfirleitt er hann aldrei afnuminn eftir það. Og svo er það hinn nýi eða endur- vakti skattur, sem fjármálaráðherra §r HmhHgaö sð fcpma í gang str3í, þe^i 3:200 krpna skattur sem á a| leggja á a})a frft l^ m til SJPtUgS, „ffl þjargar öMrvtðum,! eins Pg §3gði { fréttinni. - Þessi skattur er erm ein árásin á okkur skattgreiðendur. Viö stöndum ekki lengur undir öllum þessum álögum. Hverjir ætla að verða til þess að mótmæla þessum fyrirhuguðu sköttum? Hverjir vflja taka forystuna í baráttu hinna skatt- píndu skattgreiðenda gegn því of- beldi og ofsrjórn sem beitt er af ríkis- stjórn Islands? En í fréttinni var tekið fram að ís- lenskir lögreglumenn væru sárir yfir framferði hinna erlendu kollega sinna og teldu það alveg fráleitt að vita til þess að þarna væru vopnaðir menn á ferð! - Hvað skyldu hinir ís- lensku lögregluþjónar á vellinum vera að hugsa? Vilja þeir að löggæsla á eina alþjóðaflugvellinum á norður- hveli jarðar sé varnarlaus ef eitthvað bregður út af? Vita þeir ekki að Keflavíkurflugvöllur er nánast eini flugvöllurinn í nálægum löndum sem er álitinn næsta öruggur gegn ásókn hryðjuverkamanna vegna þess eins að hér er herflugvöllur og rekinn af bandaríska hernum? Fáir vissu að herlögreglan þar hef- ur gengið um óvopnuð, en vonandi hefur svo ekki verið lengi. Fyrir nokkrum árum var komið upp strangri löggæslu á vellinum, einmitt vegna hugsanlegrar heimsóknar óþjóðalýðs sem óð uppi á flugvöllum í Evrópu og Mið^Austurlöndum. Þetta eftirlit, sem vopnaðir íslenskir menn gegndu, var svo lagt niður vegna þrýstings frá íslenskum frið- ardulum sem ekki geta hugsaö þá hugsun til enda að skotið sé á flug- vélaræningja og hryðjuverkamenn. Nú er ástandið vonandi orðið eðli- legt á Keflavíkurflugvelli og við íbú- ar hér í grenndinni getum andað létt- ar að vita að þótt íslenskir lögreglu- þjónar séu andsnúnir alvöru lög- gæslu á vellinum, þá eru þeir sem reka og annast flugvöllinn tilbúnir að takast á við vandann. Óboðnir gestir munu ávallt hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja til atiögu við vel búna herlögreglu vallarins. Anægja með i • 11 Magnus Pálsson hringdi: Ég hringi tfl að lýsa ánægju rsinni og tnargra annarra sem ég þekki og hafa bcöiö mig að koma á framfæri þakklæti með út- varpssendingar Aðalstöðvarinn- ar. Ég tek sem dæmi þulina sem eru allir sérstaklega góðir og hafa; lipra og þægilega útvarpsfram- komu. Einnig val tónEstar sem ég tei við hæfl flestra þeirra sem eru á aldrinum frá 30,35 og eldri, ogjafnvelennfleiri. Ég er undrandi á-því að í skoð- anak&nnunum skuli Aöalstöðin ekki bera höfuð og herðar yflr aðrar stððvar í vinsældum. Eftfl vill er það vegna þéss að ekki er tekið úrtak tír þeim hópi hlust- enda áera ég gat um hér áður. Ég tel kvðldaágskrá Aðalstöðvar- Innjff t,d, vera mjög göða qg ekki síður morgiinútvarpiö sem er einkar aíslappandi úg iaust vi^ þess^r hörðii, kpldu og stressuðu raddir sem maður heyrir á flest- um hinum stöðvanna, h'ka í Bík- isútvaroinu (þó ekiti á rás 1). Vonandi heldur Aðalstöðin sig við sinn steðja og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún á eftir að vinna sér mikið fylgi er fram liða stundir, eintnitt með því að halda sig viö þessa stefnu sem hún nú hefur mótað,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.