Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SIMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Ábyrgð fjármálaráðherra Viðbrögð ráðherra, vinnuveitenda og forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eru nánast á einn veg eftir úrskurð félagsdóms í máli háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. Þeir ljúka alhr upp einum rómi um þá hættu sem dómurinn hefur í fór með sér. Þeir telja að þjóðarsáttin standist ekki launahækkunina og fullyrða að verðbólgan komist á fullan skrið. Víxlverkanir launa og verðlags eru framundan, hver og einn hleypur í sín- ar eigin skotgrafir og forsendur þjóðarsáttar og efna- hagsbata eru brostnar. Það er auðvitað út í hött að saka félagsdóm um vit- lausan úrskurð. Félagsdómur hefur sjálfstæðan kjara- samning til umfjöllunar og það er ekki í verkahring dómstóla að spá í póhtík eða efnahagshorfur þegar ein- stök samningsatriði eru skoðuð. Ef svo mikið hggur undir og úrskurður félagsdóms hefur shk áhrif á efna- hags- og stjórnmálaþróunina sætir undrun að ríkis- stjórnin skuh hafa teflt á tæpasta vað með því að skrifa undir samninginn í upphafi. Ennþá vafasamara er þó að leggja líf sitt undir úrskurð félagsdóms í stað þess að ganga hreint th verks og ógilda kjarasamninginn með lögum. Ríkisstjórnin hafði það í hendi sér í vor að hefja við- ræður við BHMR um frestun samningsins. Hún gat sömuleiðis sett bráðabirgðalög um frestun framkvæmd- ar á kjarasamningnum til að tryggja lögmæti aðgerða sinna. Hún gerði hvorugt. Þess í stað var með einhliða og fyrirvaralausri ákvörðun tilkynnt að umsaminni launahækkun yrði frestað. Nú kemur í ljós, að lögfræðingar vinnuveitenda og Alþýðusambandsins, svo og lögfræðingar Reykjavíkur- borgar, sem á aðhd að samningnum, voru búnir að vara ríkisstjórnina við þeirri leið sem farin var. Það er meira en lítið hættuspil að kasta þannig fjöregginu á milh sín að efnahagslíf heillar þjóðar eigi það undir félagsdómi hvort undirstöðumar standa eða faha. Ríkisstjórnin sýpur nú seyðið af þeirri áhættu. Og raunar þjóðin öh, því fuhyrða má að niðurstaða félags- dóms sé í óþökk þorra landsmanna. Jafnvel þótt það blasi við að aðrir launþegar muni geta gert kröfu til sambærilegrar launahækkunar ríkir lítill sem enginn fögnuður með þá sporslu. Einfaldlega vegna þess að almenningi er ljóst að kauphækkun þýðir ekki kjarabót í stöðunni. Fjármálaráðherra hlýtur að bera ábyrgð á röngum leikfléttum ríkisvaldsins. Hann ber ábyrgð á vitlausum samningi, misráðnum málatilbúnaði og nú bætir hann gráu ofan á svart með því að afneita setningu bráða- birgðalaga. Þó virðist ríkisstjórnin ekki eiga aðra út- gönguleið, ef hún á annað borð ætlar að bjarga andlitinu og komast hjá algerri upplausn í efnahagsmálum. Hér em ahsheijarhagsmunir í húfi og hvort sem BHMR lík- ar betur eða verr þá virðist það eina færa leiðin að ríkis- stjórnin setji á sjálfa sig lög sem banna henni að standa við sinn eigin samning! Ef fjármálaráðherra treystir sér ekki til þess á hann að segja af sér. Spurningin er jafnvel hvort forsætisráð- herra á ekki að biðjast lausnar fyrir hönd fjármálaráð- herra sem ber höfuðsök og fuha ábyrgð á málinu frá upphafi th enda. Ef afleiðingarnar af úrskurði félags- dóms em jafnalvarlegar og aðhar vinnumarkaðarins hafa lýst verður að draga þann mann eða menn til ábyrgðar sem bera sökina. Ellert B. Schram Þetta greinarkom íjallar í stuttu máli um nokkrar orsakir hrakfalla íslensks laxa-matfiskeldis. Það er ekki lengur umdeilanlegt að hitaskilyrði í strandsjó íslands eru það óhagstæð að fráleitt er að stofna þar til laxa-matfiskeldis. Stærstu matfiskeldisfyrirtæki landsins eru gjaldþrota og sömu örlög bíða þeirra sem enn hjara. Áætlað er, að vísu lauslega, að það tjón, sem íslenskt þjóðfélag verður að þola af völdum matfiskeldis, muni, þegar upp er staðið, nema nálega kr. 150.000 að meðaltali á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. Spilaborgin hrundi Af sennilegmn skýringum hrak- „Stærstu matfiskeldisfyrirtæki landsins eru gjaldþrota og somu orlog biða þeirra sem enn hjara“, segir greinarhöfundur m.a.. Úr hrakfallasögu laxa-matfiskeldis: í spennitreyju blekkinga fallcmna verður hér drepið á tvær: Fyrstu laxeldisviðbrögð íslend- inga vom eðhleg. Bjartar framtíð- arvonir byggðust á þeim forsend- um að ísland heíði mikla yfirburði vegna jarðvarmavatns og kalds lindarvatns og að nægur og traust- ur markaður yrði fyrir laxaseiði. En spilaborgin hmndi vegna skorts á mörkuðum fyrir laxaseiði: Ekkert varð úr útflutningi og haf- beit var enn ekki í myndinni. Var þá gripið til þess örþrifaráðs að feta í fótspor Norðmanna og stofna til matfiskeldis í sjókvíum og strand- stöðvum þangað sem dælt er sjó í eldisgeyma. Vegna lágs hita sjávar, ónógs skjóls, frosthættu og mikils dæhng- arkostnaðar var fyrirsjáanlegt að matfiskeldi gæti aldrei orðið sam- keppnisfært við erlenda aðila, enda hefur sú orðið raunin. Óálitleg atvinnugrein íslenskir fiskeldisfræðingar, jafnt starfsmenn Veiðimálastofn- unarinnar sem aðrir sérfræöingar í faginu, bmgðust ihilega með því að láta undir höfuð leggjast að minnast svo mikið sem einu orði á opinberum vettvangi á þá stað- reynd að laxa-matfiskeldi er mjög óálitleg atvinnugrein. Sumir þeirra hafa jafnvel slegist í för með áróð- ursliði matfiskeldis og farið með blekkingar í fjölmiölum og á mannamótum. Tvær skýringar eru nærtækar á umræddri afstöðu íslenskra fisk- eldisfræðinga: í fyrsta lagi eru það takmarkaðir og dvínandi atvinnu- möguleikar og því eðhlegt að sér- fræðingar á þessu sviði forðist að vekja athygli á fallvaltri stöðu laxa-matfiskeldis. í annan stað hóta framkvæmdaaðilar matfiskeldis- stöðva þeim sérfræðingum at- vinnumissi sem á opinberum vett- vangi lýsa slæmri stööu þessarar starfsgreinar. Hér verða tíunduð þrjú áberandi víxlspor í framleiðsluviðleitni laxa-matfiskeldis en fleiri mætti tína til. Fjölmiðlablekkingar í upphafi varð víðtæk þátttaka í lofsöngvum um fiskeldi. En þegar alvarleg vandkvæði starfsgreinar- innar komu berlega í ljós tóku lag- línurnar á sig falska tóna. Keppi- kefh forvígismannanna var að við- halda trú almennings, sljórnvalda og lánastofnana á þjóðhagslegu mikhvægi fiskeldis og í því skyni var í auknum mæli gripið til blekk- inga í fjölmiðlum. Verður hér greint frá einu dæmi af þessum toga. I viðtali í Ríkisútvarpinu við tvo alþingismenn og meðeigendur fisk- eldisfyrirtækja í ársbyijun 1989 fórust fréttaskýranda útvarpsins KjaUarinn Björn Jóhannesson verkfræðingur m.a. svo orð: „Fiskeldi er upphafiö á nýju ævintýri í íslenskum at- vinnumálum, ævintýri sem mun verða öllu meiri lyftistöng fyrir ís- lenskt efnahagslíf og þá einkum útflutning en önnur þau sem orðið hafa á undanförnum áratugum. Ævintýri sem jafna megi til þess þegar sjávarútvegur okkar hófst af róðrarbáta- og skútustiginu í þá stóriðju sem hann er í dag.“ Hverj- um skyldi ætlað að taka trúanlegar svo fáránlegar fjölmiðlablekking- ar? Siðblinda Aiþingis Stofnlánadehd landbúnaðarins veitir dýr eldislán en þó því aðeins að þau séu bankatryggð, enda fast- eignir eldisfyrirtækja og eldisfisk- ur ekki lengur tahn veðhæf. Bank- ar og lánasjóðir eru nú ófáanlegir til að tryggja lán frá Stofnlána- deildinni, þeim mun síður til að veita eldislán. Því virtust flestir lánamöguleikar úr sögunni. En þá var leitað th löggjafans um „fyrirgreiðslu". Alþingi hagræddi lögum og á þeim grundvelh gafíjár- málaráðherra út reglugerð, dags. 3. maí 1990, sem heimilar 5 manna nefnd „utan úr bæ“ að hirða úr ríkiskassanum flármagn í því skyni að „tryggja greiðslu eldis- lána“, lána sem annars fást ekki á venjulegum lánamörkuðum. Þegar þessi „fiáröflunaraðferð" reyndist ekki einhlít voru gefin út bráöabirgðalög til að tryggja að- gang að ríkiskassanum. Þannig þræddi löggjafar- og framkvæmda- valdið troðnar slóðir, nefnilega með því að láta vamarlausan al- múgann enn einu sinni standa und- ir fjársóun gælu-uppátækja, í þessu thviki fiskeldisfyrirtækja. Þannig er almúginn „varnarlaus" gagn- vart skattheimtu og mihifærsluk- únstum landsfeðranna! Laxasérfræðingar gabba ráðherra Nálega 5 ára matfiskeldi, svo og ítarlegur samanburður Þóreyjar Hhmarsdóttur líffræðings hafa sýnt að norskir laxastofnar, sem nýttir eru hérlendis (hjá íslands- laxi hf. og ísnó hf.), reynast stórum betur en íslenskir stofnar: Norski fiskurinn er auðveldari í eldi, hefur meira viðnám gegn sjúkdómum, vex að öðru jöfnu hraöar og verður síðar kynþroska. Á fundi Landverndar í nóvember 1987 gerðu 20 fiskeldisfræðingar og líffræðingar svofellda ályktun: „Þeim norska laxi, sem nú er í eld- isstöðvum hér á landi, verði eytt hiö fyrsta.“ Haldbær rök vom ekki og hafa ekki verið thgreind til stuðnings ályktuninni. Á nýafstöðnum aðalfundi Lands- sambands fiskeldis- og haíheitar- stöðva lagði landbúnaðarráðherra áherslu á það í ávarpi aö umrædd- um norskum laxastofnum verði eytt hið bráðasta! Ráðherrann er ekki sérfróður um fiskeldi og sækir eðhlega sínar upplýsingar í hóp einnar tylftar undirmanna sem vinna við Veiðimálastofnunina. Þeir sem gáfu ráðherranum um- rædd „ráð“ um háskaleg áhrif norska laxins virðast ekki hafa fylgst með yfirburðum þessa stofns síðustu 3 árin og stíga í þokkabót það kaldrifjaða skref að skrökva því aö yfirmanni sínum, ráðherr- anum, að nauðsyn beri til að út- rýma hinum norska yfirburða- stofni án tafar!! En þótt umræddur boðskapur sé fráleitur verður ráðherra naumast gagnrýndur fyrir að taka mark á fjölmennum „sérfræðinga“-hópi Veiðimálastofnunar. Ályktun af framangreindum hug- leiðingum gæti verið í þá veru að stjórnvöldum, stofnunum, fjöl- miðlum og einstakhngum beri að virða og rækta sannsögh en forðast blekkingar og ósannsögh í orði og æði. • Björn Jóhannesson „Vegna lágs hita sjávar, ónógs skjóls, frosthættu og mikils dælingarkostnað- ar var fyrirsjáanlegt að matfiskeldi gæti aldrei orðið samkeppnisfært við erlenda aðila, enda hefur sú orðið raun- in.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.