Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 9
¦wsv.sw, wwi\suwwH5mi fvtsvtt««*t« «t#h11rt • i terttttttttttttttttttttt*itt+s**tt.=**t***j**+t*j MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ1990. 9 Utiönd Afganskur hermenn á götum Kabúl. Símamynd Reuter Stríðið í Afganistan: Vopnahlé sagt í sjónmáli Bandaríkin og Sovétríkin munu brátt tilkynna samkomulag um vopnahlé í stríöinu í Afganistan, að því er bandaríska sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti í gærkvöldi. í frétt sjónvarpsstöðvarinnar var það haft eftir vestrænum stjórnarer- indrekum í Moskvu að vopnahléð yrði tilkynnt í næstu viku af James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og Eduard Sévardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, þegar þeir hittast í Síberíu. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins neitaði að rjá sig um málið í gær- kvöldi. Samkvæmt samkomulaginu munu bæði stórveldin hætta vopnasend- ingum til stríðandi aðila í Afganist- an, að því er sagði í frétt ABC. Sovét- ríkin styðja stjórnina í Afganistan en Bandaríkin hafa sent vopn til skæruliða sem berjast gegn afgönsk- um yflrvöldum. Stríðið í Afganistan hefur staðið yfir í ellefu ár. í frétt ABC-sjónvarpsstöðvarinnar sagði einnig að kosningar yrðu haldnar í Afganistan á vegum Sam- einuðu þjóðanna innan sex mánaða og að Bandaríkin myndu falla frá kröfu sinni um að Najibullah forseti segði af sér fyrir kosningarnar. Sjón- varpsstöðin greindi frá því að bæði stjórnin í Kabúl og skæruliðar hefðu fallist á að fara eftir samkomulaginu. Samkvæmt áætlun mun Baker fara til Asíu og Sovétríkjanna á miðviku- daginn til að ræða ágreiningsatriði ríkjanna, til dæmis varðandi Kambódíu og Afganistan. Bardag- arnir í Afganistan hafa haldið áfram eftir að Sovétmenn luku við að flytja alla hermenn sína þaðan í fyrra. Bandaríkjamenn hafa sent skærulið- um vopn gegnum Pakistan. Reuter Deilur námamanna: Samkomulag í Soargill-málinu Heimildir herma að samkomulag hafi náðst milli fulltrúa breskra námamanna og alþjóðlegra samtaka námamanna varðandi yfirráð yfir fjármunum sem Arthur Scargill, leiðtogi breskra námamanna, er sak- aður um að hafa lagt inn á reikninga Alþjóðasambands námamanna er- lendis. Ekki hefur verið skýrt opin- berlega frá þessu samkomulagi sem tahð er að hafi náðst í morgun. Fulltrúarnir sátu á þrettán klukku- stunda löngum fundi í París í gær og nótt. Að honum loknum vildu þeir ekki tjá sig um niðurstöðuna en gáfu þó í skyn að samkomulagið gerði ráð fyrir að málið yrði útkljáð utan dómstólanna. Scargill hefur verið sakaður um aö hafa flutt fjármagn, sem breskum námamönnum barst frá sovéskum og austur-evrópskum kollegum sín- um í breska námaverkfallinu 1984- 1985, til útlanda og lagt inn á banka- reikninga. Samband breskra náma- manna (NUM), sem Scargill er í for- ystu fyrir, segir að fjármunirnir séu á reikningi í Dyfiinni og að þeir séu með réttu sambandsins. Framkvæmdanefhd NUM ákvað í síðustu viku að stefna Scargill. Hon- um var stefnt sem leiðtoga IMO, Al- þjóðsambands námaverkamanna, en hann heldur þeim titli ásamt forystu- embætti NUM. í niðurstöðu opin- Arthur Scargill, leiðtogi breskra námamanna og Alþjóðasambands námamanna. berrer rannsóknar á fjárreiðum NUM kom fram að fjármunirnir, sem sovésku og austur-evrópsku náma- mennirnir létu af hendi rakna, hefðu átt að renna til breskra námamanna og hefðu þ ví ekki átt að lenda á reikn- ingi IMO. Scargill var gert að hreyfa ekki við fénu á reikningi IMO þar til rannsókn hefði útkljáð hvort NUM ætti rétt á þessum fjármunum. Reuter Sovéskar fangabúðir í Þýskalandi: Tugir þús- unda létust Sovésk yfirvöld greindu frá því í gær að yfir fjörutíu og þrjú þúsund Þjóðverjar hefðu látið lifið í fanga- búðum Sovétmanna á hernáms- svæði þeirra í Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöldina. Yfirvöld vísuðu á bug ásökunum um fjöldamorð eða að fangarnir hefðu fengið slæma meðferð af ráðnum hug. Hins vegar var viður- kennt að einstaka tilvik minntu á hræðilega glæpi fasista á stríðstím- um. Embættismaður sovéska utan- ríkisráðuneytisins sagði að nær fjörutíu og þrjú þúsund Þjóðverjar heföi látið lífið í tíu sovéskum fangabúðum á árunum 1945 til 1950. Á áttunda hundrað voru dæmd til dauða af herdómstól. Alls voru yfir hundrað og tuttugu þúsund Þjóð- verjar sendir í fangabúðir og hefur því yfir þriðjungur þeirra látið lífið í þeim. Þegar dagblöð bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi greindu fyrr á þessu ári frá fundi fjöldagrafa ná- lægt þeim stöðum þar sem fanga- búðirnar höfðu verið var látið að því liggja að um fjöldamorð hefði verið að ræða. Sovétmenn fullyrða að flestir Þjóðverjanna hafi látist af völdum sjúkdóma, fyrst og fremst úr berkl- um. Reuter ,,,.;. V; ,,, ..,,¦,,,,¦ ¦¦¦..-.¦ ....y.,,,,.:,,..r..,.y, ,,..,,;.. ,., ,,,,,¦,,,,,,,-.,¦,,,,, ¦ ¦-¦¦ ; ¦ ¦;.,, ¦ ¦ ..-,,, ¦;. .¦;.,....'.'.. ,,,;[.':%. '¦',.. .V.'^ alpen kreuzer ^^^^^ ¦ ¥-—| "f1"1™ HM wStíSŒTíT f J P-::\ S T f ' ¦* B mr ^^ / ¦ " 'isi \lí ¦; t % \1 ¦ Mg 1 v. ¦ • / n 41 JJl^ MmM 1 ébí HI:p -~ \* R alpenkreuzertjaldvagnar Jr áum í dag, miðvíkudag, síðustu sendingu fyrir verslunarmannahelgi. Nokkrir vagnar til ráðstöfunar ef pantað er strax. ötaðalbúnaður er m.a. fullkomið eldhús, fortjald, dúkur í fortjald, sól-tjald, innitjöld, gardínur, varadekk, 13" bíldekk, sjálfstæð fjöðrun, öryggis-hólf, hjálpar- og öryggishemlar, rúmgott farangursrými o.fl. o.fl. V agnarnir eru sterkbyggðir og Uggja sérlega vel á vegi. Alpen Kreuzer umboðið Skipholti 33 - sími 629990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.