Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. Iþróttir • Opna Icy mótiö í golfi var haldið á Ham- arsvellí í Borgamesi á laugardaginn og voru þálttakendur 85 talsins. Eftir harða og jaíha keppni urðu úrslit sem hér segir; Án forgjafar; 1. Sváftúr Hreiðarsson, GMS..78 2. Ómar ÖmRagnarsson, GL....79 3. Jón H. Guðlaugss., NK.....79 Með forgjöf: 1. Sváfnir Hreiðarsson, GMS..( 2. Þórður Sigurðsson, GB.....71 3. Birgirísleifsson, GK........71 Opna „Búfisks“> mótiö á Hellu • Opna „Búfisks"- golfmótiö verður hald- ið á vegum Golfklúbbs Hellu á Strandarvelli laugardaginn 28. júlí og hefst klukkan 8. Glæsileg verðlaun verða veitt. Skráning fer íram í goifskáia frá kl.13-18 fóstudaginn 27. júli í síma 98-78208. Forseti IHF til íslands • Forseti alþjóða handknattleikssam- bandsins, Austurríkis- maðiu-inn Erwin Lanc, er væntanlegur til íslands í sept- ember. Lanc mun koraa hingað með austurrísku handknattleiks- liði sem hann lék með á unga aldri. Liðið mun leika nokkra leiki í íslandsför sinni. Erwin Lanc mun nota tækifærið i leið- inni til að kynna sér undirbúning Islendinga á heimsmeistara- keppninni sem verður haldin hér á landi 1993. Jan Stejskla til Queen’s Park Rangers • Enska 1. deildar liðið QPR festi í gær kaup á landsliðsmarkverði Tékka í knattspymu, Jan Stej- skla. Limdúnafélagið þurfti að greiöa Sparta Prag um 60 railijón- ir íslenskra króna fyrir Stejskia, sem vakti mikla athygli fyrir góöa ffammistöðu meö tékk- neska landsliðinu á heimsmeist- arakeppninni á Ítalíu. Varamark- vörður tékkneska landsliðsins, Ludel Miklosko, leikur einnig með Lundúnafélagi en hann gekk í raðir West Ham United á síðasta keppnistímabih. Leikur ÞórsogÍBV mánudaginn 30. júli • Ákveðið hefur veríö að leikur Þórs og ÍBV í l. deild íslands- mótsins i knattspymu, hörpu- deildinni, sem vera ótti mánudag- inn 23. júlí verði á mánudaginn kemur, 30. júlí. Presta varð leikn- um í fyrrakvöld þar sem ekki var hægt að fljúga til og ffá Eyjum. Flugsamgöngm- milli lands og Eyja hafa legið niðri í nokkra daga vegna veðurs. Gascoigne og Lineker fá aukasumarfrí Guöni Bergsson hjá Tottenham hóf æfingar meö Uði sínu fyrir helgina en enska knattspyman hefst iaugardaginn 25. ágúst og Ieikurþá Tottenham á heimavelli gegn Manchester City. Allir leik- menn hðsins mættu á fyrstu æf- inguna að undanskiidum þeim Paul Gascoigne og Gary Lineker en Terry Venables framkvæmda- stjóri gaf þeim félögum hálfs mánaðar aukafrí vegna þátttöku í heimsmeistarakeppninni. Erik Thorstvedt, hinn norski mark- vöröur Uðsins, er kominn í hóp- inn að nýju en hann gekkst undir uppskurð á hné í vor og hefur náö sér af meiðslunum. Leikið gegn Færeyjum í Þórshöfn - landsliöiö valiö eftir bikarúrslitaleikinn íslenska landshðið í knattspymu mxm leika landsleik gegn Færeying- um í Þórshöfn 8. ágúst næstkom- andi. Liðið mun halda til Færeyja 7. ágúst og koma heim 9. ágúst. Að sögn formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, verður landsliðið ein- göngu skipað leikmönnum sem leika hér heima og mun val á liðinu fara fram eítir undanúrslitaleikina í bik- arkeppninni miövikudaginn 1. ágúst. Næsti leikur landsliðsins í Evrópu- keppninni í knattspymu fer svo fram á Laugardalsvellinum 5. september gegn Frökkum en deginum áður leika lið sömu þjóða skipuð leik- mönnum 21 árs og yngri. Eins og kunnugt er sigruðu íslendingar í sín- um fyrsta leik í Evrópukeppni lands- liöa þegar liðið lagði Albani að velh, 2-0.1 haust leikur íslenska hðið tvo leiki og fara þeir báðir fram erlendis. Fyrst leikur hðið gegn Tékkum 25. september og síðan gegn Spánverjum 10. október. 21 árs liðið leikur gegn sömu þjóöum deginum áöur. -GH Stefnt að því að halda alþjóðlegt mðt í september - reynt aö fá Granollers og Paris Asnieres Stefnt er að því að halda hér á landi í byijun september alþjóölegt hand- knattleiksmót með þátttöku að minnsta kosti þriggja erlendra liða. Nú þegar hefur þremur erlendum félagshðum verið boðið að taka þátt í mótinu ef af verður. Austmríska liðið Watmargarete hefur þegar þekkst boðið en franska liðið Paris Asnieres og spænska hðið Granollers gefa svör á allra næstu dögum. Júlíus Jónasson leikur sem kunn- ugt er með Paris Asnieres og þeir Geir Sveinsson og Ath Hilmarsson með Granollers. Það yrði óneitanlega gaman fyrir íslenska handknatt- leiksáhugamenn að fá að sjá þessa íslensku leikmenn með sínum félög- um. Árstímann sem nú fer í hönd nota handboltafélög víðs vegar um Evrópu til æfinga og keppnisferða en undanfarin ár hafa íslensk félagslið farið utan til keppni og æfinga. Mót hér á landi myndi veita íslenskum handknattleiksmönnum kjörið tæk- ifæri til undirbúnings fyrir keppnis- tímabilið sem hefst upp úr miöjum september. -JKS • Leroy Burell sigraði Carl Lewis í 100 m hlaupi á friðarleikunum. Stórsigur íslendinga - ísland sigraði S-Kóreu, 26-17, í Seattle 1 nótt íslendingar sigruðu Suður-Kóreu með 26 mörkum gegn 17 í hand- knattleikskeppni friðarleikanna í Seattle í nótt. I hálfleik hafði íslenska liðið eins marks forystu, 11-10. Fyrri háiíleikur var jafn og spennandi en íslenska hðið hafói þó ávallt forystu. Þó voru vamir beggja þjóða ekki sannfærandi en þetta átti þó eftir að snúast alveg við í síðari hálfleik sem var mjög vel leikinn af hálfu íslend- inga. Sóknarleikur íslenska liðsins var mjög beittur í síðari hálfleik og enn- fremur var markvarslan góð enda fór svo aö íslendingar unnu stórsig- ur. Úrslitin bera þess merki að ís- lenska hðið er á réttri leið undir stjóm Þorbergs Aðalsteinssonar. 6-0 vömin gegn Suður-Kóreu í nótt gekk vel og em leikmenn smám saman aö ná betri tökum á henni. Þetta er að- eins spuming um tíma. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðsins tókst ekki að afla upplýsinga um hverjir skoruðu mörk íslenska liðsins í Se- attle í nótt. Riðlakeppninni er lokið og hafnaði ísland í þriðja sæti í A-riðli og mætir Japan á flmmtudag en á föstudag verður leikið um sæti. Önnur úrslit í nótt voru þau að Júgóslavía vann Spán, 23-21, Sovétmenn sigruðu Tékka, 25-18, og Bandaríkjamenn unnu Japani, 23-22. Kristíi gullve - á heimsleikum: íslendingar náöu í ein gullverðlaun á heimsleikum fatlaðra í Assen í Hollandi í gær. Þetta voru síðustu keppnisgreinar íslensku keppendanna á mótinu. Það var sundkonan Kristín Hákonar- dóttir sem náði gullinu í 100 m bringu- sundi en hún fékk tímann 1:45,36 og sigr- aði örugglega. í öðru sæti varð sænsk -JKS Einar lenti í 6. sæti - kastaði 76,26 metra og var langt frá sínu besta Einar Vilhjálmsson lenti í sjötta sæti í spjótkasti á friðarleikunum í Seattle í nótt. Einar kastaði spjót- inu 76,26 metra sem er nokkuð frá hans besta. Sovétmaðurinn Viktor Zaitsev sigraði í keppninni, kastaði 84,16 metra en þess ber að geta að marga af bestu spjótkösturum heimsins vantaði. Árangur Einars á landsmótinu fyrir hálfum mánuði hefði nægt honum til bronsverðlauna í Seattle í nótt. Á landsmótinu kastaði Einar 78,88 metra. Ramon Gonzalez frá Kúbu lenti í öðru sæti með 80,84 metra og Mas- ami Yoshida frá Japan í þriðja sæti og kastaði 77,36 metra. Hinn kunni spjótkastari, Klaus Tafelmeier frá Vestur-Þýskalandi, kastaði 76,66 metra og lenti í fimmta sæti. Eitt heimsmet var sett á friðarleik- unum í nótt. Nedezhda Ryashkina frá Sovétríkjunum setti glæsilegt heimsmet í 10 km göngu kvenna, gekk vegalengdina á 41:56,21 mín- útu. Ryashkina átti gamla metið einnig sem sett var 1989. Michael Johnson frá Bandaríkjunum sigr- aði í 200 metra hlaupi karla á 20,54 sekúndum en Carl Lewis var ekki á meðal keppenda. Inessa Kravets frá Sovétríkjun- um sigraði í langstökki kvenna og stökk 6,93 metra. Ye’ena Ro- manova, Sovétríkjunum, sigraði í 5000 metra hlaupi á 15:02,23 mínút- um. í 400 metra hlaupi karla sigr- aði Roberto Hernandez frá Kúbu, hljóp á 46,20 sekúndum. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.