Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 5
5 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. DV Ríkisstjómin hafnaöi aðvörunmn gagnvart samningi háskólamanna: Fréttir Afneitaði tímasprengjunni allt fram í rauðan dauðann Það var fögnuður við undirskrift kjarsamnings háskólamanna og ríkisins á síðasta ári. Þessi samningur hefur nú kippt fótunum undan vonum ráð- herranna um betri tíð með blóm í haga allt fram til kosninga. Félagsdómur hefur kollvarpað sýn ráðherra ríkisstjórnarinnar um betri tíð með blóm í haga. Þeir sáu fyrir jafnvægi í efnahagsmálum, lægri verðbólgu en undanfama tvo áratugi og bættan hag fyrirtækja allt fram að kosningum næsta vor. Nú blasir hins vegar við „vítisvél óðaverð- bólgu“ eins og Ólafur Ragnar Gríms- son orðar það. Það verður að teljast furðulegt að samningur, sem ráð- herramir sjálfir stóðu að fyrir rúmu ári, skuli grípa þá jafneftirminnilega í bólinu. Strax eftir að Ólafur Ragnar ritaði undir kjarasamning háskólamanna hjá ríkinu bentu fjölmargir á að þessi samningur væri í raun timasprengja. Þetta álit á samningnum var síðan endurtekið reglulega en ráðherram- ir púuðu það niður opinberlega. Eftir að Alþýðusambandið og vinnuveitendur undirrituðu sinn kjarasamning í febrúar varaði Einar Oddur Kristjánsson, formaður vinnuveitenda, við því sem fælist í samningi háskólamanna og kallaði samninginn tímasprengiu. Ólafur Ragnar andmælti þessu í DV á sínum tíma og sagði: „Það er ljóst að Einar Oddur Krist- jánsson, formaður Vinnuveitenda- sambandsins, hefur ekki lesið vel yfir kjarasamning Bandalags há- skólamanna hjá ríkinu þegar hann kallaöi þá tímasprengju sem þyrfti að aftengja. Það hefur engin tíma- sprengja verið tengd.“ Þessi ummæli era hjákátleg í dag eftir að Félagsdómur losaði öryggið af tímasprengjunni. Hækkanir umfram aðra En hvemig virkar þessi tíma- sprengja? Það era tvö atriði í kjarasamningi háskólamanna sem valda spreng- ingu. í fyrsta lagi felur samningurinn í sér jöfnun á launakjöram háskóla- manna hjá ríkinu og á hinum al- menna launamarkaði. Vitað var að þessi jöfnun myndi færa háskóla- mönnum hjá ríkinu umtalsverðar hækkanir á samningstímanum eða allt fram til 1994. Til að tryggja þess- ar launahækkanir er í samningnum ákvæði sem segir að háskólamenn skuli, auk þeirra hækkana sem samningurinn kveður á um, fá sjálf- krafa allar þær launahækkanir sem launþegar á almennum vinnumark- aði kunna hugsanlega að ná fram á samningstímanum, eða aUt fram til 1994. Sest á hrygginn á Sóknarstúlkunni og gefið í Forsvarsmenn annarra verkalýðs- félaga lýstu yfir vandlætingu sinni á þessari stefnubreytingu ríkisstjóm- arinnar. Það hafði verið yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að mest áhersla yrði lögð á að veita þeim sem lægst höfðulaunin mestar hækkanir. Nú var stefnan sú að láta háskóla- menn lyá ríkinu ujóta mestra launa- hækkana. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana, sparaði ekki stóra orð- in þegar hann sagði sína skoðun á þessari stefnubreytingu: „Ég get vel unnt háskólamönnum að ná fram góðum samningum. Þá varðar ekkert um þjóðarhag og þá sem sömdu við þá ekki heldur, að því er virðist. Það sem mér finnst alvarlegast er aö lausn kjaradeilunn- ar fólst í raun í því að samkvæmt ákvæðum samningsins eigi að auka launamismuninn í landinu á næstu árum. Það á að tryggja þetta með vísitölu kaupgjalds láglaunastétt- anna í landinu. Mér finnst það eins ómerkilegt og hugsast getur að þess- ar stéttir skuli leyfa sér að setjast á hrygginn á Sóknarstúlkunni og gefa í.“ Öryggið hélt ekki í febrúarsamningi Alþýðusam- bandsins og vinnuveitenda er ákvæði sem er ekki ósvipað þessu Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson atriði í samningi háskólamanna. í 10. grein febrúarsamningsins segir að ein af tíu forsendum samningsins sé að „launaþróun annarra verði sú sama og gert er ráð fyrir í þessum samningi". Með þessu ákvæði var staðan í launamálum orðin sú að til þess að forsendur febrúarsamningsins, sem ráðherrar vildu kalla þjóðarsáttina, stæðust varð að koma í veg fyrir hækkanir til háskólamanna sem taka áttu gildi 1. júlí. Ef þær hækkan- ir kæmu fram fengju félagar í Al- þýðusambandinu sams konar hækk- un. Ef það gengi eftir ættu háskóla- menn aftur rétt á hækkun vegna ákvæða í sínum samningi og síðan koll af kolli. Þetta var það sem menn kölluðu tímasprengju. Ráðherrar ríkisstjórn- arinnar töldu sig hins vegar hafa sett öryggi á þessa sprengju. Það felst í fyrstu grein samningsins við há- skólamenn þar sem segir að standa skuli að hækkunum til háskóla- manna með „þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu". Félagsdómur hefur úrskurðað að þetta öryggi haldi ekki. Hringekjan komin í gang Staðan er því sú að háskólamenn hafa fengið 4,5 prósent launahækkun umfram aðra. Alþýðusambandið gerir sjálfkrafa kröfu um sams konar hækkun samkvæmt ákvæðum síns samnings. Opinberir starfsmenn hafa ekki slíkt ákvæði í sínujn samn- ingi en fara engu að síður fram á sams konar launahækkun. Afleiðingin er sú að spár um 7 pró- sent verðbólgu á þessu ári kollvarp- ast ef ekkert er aö gert. Launahækk- un háskólamanna hefur í sjálfu sér lítil áhrif á verðbólguna en launa- hækkun til annarra stétta hefur hins vegar bein áhrif á vísitöluna. Ef miðað er við einn hring í þess- ari hringekju, það er hækkun á laun- um háskólamanna nú og víxlhækk- un á launum annarra stétta í kjölfar- ið, þá mun verðbólguhraðinn fara upp í um 20 prósent í haust. Ef miðað er við að hringirnir verði fleiri verð- ur verðbólgan 30 til 35 prósent um og upp úr áramótum. Slíku ástandi fylgir óáran í efnahagsmálum. Röð mistaka ráðherranna Eítir að niðurstaða Félagsdóms liggur fyrir hefur röð mistaka ríkis- stjórnarinnar opinberast. í fyrsta lagi var samningurinn við háskóla- menn hagfræöileg mistök. Með hon- um var stórum hluta af þeim tækjum sem hægt var að beita við efnahags- stjórn í raun hent út um gluggann. í öðru lagi hefur ríkisstjórnin stað- ið í þeirri trú allan þann tíma sem liðinn er frá samningsgerðinni að engin hætta væri á ferðum. í stað þess að reyna að ná samkomulagi við háskólamenn í febrúar um hækkanir í takt viö kjarasamning Alþýðusam- bandsins og vinnuveitenda stóðu ráðherrarnir fast á að fyrsta grein samningsins kæmi í veg fyrir spreng- inguna sem nú er orðin. I þriðja lagi hefur ríkisstjómin á engan hátt undirbúið sig undir að þetta kynni að verða niðurstaðan. Það er ekki ólíklegt að ríkisstjómin heíði fengið lögfræðiálit sem hefði verið hliðhollt henni ef hún hefði leit- að eftir því hjá óvilhöllum aðilum. Með slíkt álit í höndunum væri ekki loku fyrir það skotið að ríkisstjómin gæti sett bráðabirgðalög, á háskóla- menn þrátt fyrir úrskurð Félags- dóms. Eins og staðan er í dag eru slík lög talin pólitískt óhugsandi. En aðrir kostir eru líka vondir. í dag er líklegasta lendingin sú aö hringekjunni verði leyft að fara einn hring. Þegar Alþýðusambandið hef- ur fengið sína hækkun segi Ólafur Ragnar upp samningum sínum við háskólamenn. Háskólamenn hjá rík- inu eru hins vegar sú stétt sem hefur sýnt mestan vilja til harðvítugra átaka. Þeir munu því ekki taka slíku fagnandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.