Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. i>v Afmæli Til ham- ingju með daginn 95 ára Elín Oddleifsdóttir, Hrafnistu við IGeppsveg, Reykja- vík. 85 ára Sigríður Pólsdóttir, Austurbrún6, Reykjavík. 80 ára Fanney Ólafsdóttir, Löndum II, Stöðvarhreppi. Sólveig Stefánsdóttir, Guðlaugsstöðum, Svínavatns- hreppi. 75 ára Hannesina Ólafsdóttir, Stórholti 37, Reykjavík. Gunnsteinn Jóhannsson, Þórufelh 12, Reykjavík. 70ára Finnur Sigurðsson, Höfðahlíö 12, AkureyTi. Hann dvelur á elliheimilinu Hlíð áAkureyri. 60 ára Björk Guðjónsdóttir, Gnoðarvogi 84, Reykjavík. PóII Steingrímsson, Garðastneti2, Ke.vkjavík. Gunnlaugur Angantýsson, Hjahabraut 41, Hafnarfirði. Þórketill Sigurðsson, Hæðargarði 12, Nesjahreppi. Sveinbjöm Sverrisson, Kirkjubraut 16, Höfii í Horna- firði. 50 ára Guðrún HaUdóra Magnúsdóttir, írabakka 12, Reykjavík. Sigríður Beinteinsdóttir, Skarðsbraut 2, Akranesi. Duðina Friðriksdóttir, Daltúni 25, Kópavogi. StefónG. Ágústsson, Krókalirauni 4, Ilafnartlrði. ; Auður Filippusdóttir, Bakkahlíð 1, Akureyri. Sesselja Halldórsdóttir, Kríunesi 1, Garðabæ. 40 ára Steinunn Ósk Óskarsdóttir, Æsufelli 6, Reykjavik. Anna Guðmundsdóttir, Tjíirnarhmdi 11F, Akureyri. Bjarney Valgeirsdóttir, Sólhhö 5, Vestmæmaeyjum. Vaidis Þórðardóttir, Víöigrund 22, Sauöárkróki. Árni Indriðason, Kambastíg6, Sauöárkróki. Sigþóra Sigurjónsdóttir, Höfðabraut 16, Akranesi. BjörnHaukur Pálsson, Reykjabyggð 5, Mosfehsbæ. Úrval - verðíð heftir lækkað LífsstíU Notendur farsíma geta fengið símreikninga sina sundurliðaða nú þegar en til stendur að breyta því nú í haust þannig að allir notendur, sem tengdir eru stafræna kerfinu, geti fengið slíka þjónustu. Gjaid verður tekið fyrir þá þjónustu en fyrirkomulag á því hefur ekki verið endanlega ákveðið. Póstur og sími: Sundurliðun reikninga og ódýrari næturtaxti Sími er nokkuð sem nútímamaður- inn á erfitt með að vera án. Mikilli notkun fylgja oft háir reikningar og hefur mörgum þótt það bagalegt að geta ekki fengið sundurliðun á þeim. Hingað til hafa notendur farsíma ein- ungis notið þessarar þjónustu en nú er í undirbúningi breyting þar á og verður væntanlega hægt að fá reikn- inga sína sundurliðaða hjá Pósti og síma á hausti komanda. Einnig hefur sú spurning víða vaknað hvemig standi á því að kostnaður símtals miðist ekki við þann tíma sólarhrings sem hringt er þannig að ódýrara yrði að nota sím- ann að kvöldi til eða að nóttu. Sundurliðun í stafræna kerfinu Stafræna kerfið býður upp á mögu- leika sem ekki var hægt að bjóða upp á áður. Er sundurhðun símreikninga til að mynda einn þeirra þátta og geta þeir sem óska þess fengið þá þjónustu innan skamms. Einungis eru það notendur stafræna kerfisins sem eiga kost á þessu en það eru all- ir þeir sem eru með símanúmer sem byrja á tölustafnum 6. Þeir sem tengdir eru stafræna kerfinu eru um 30% símnotenda. Þeir sem hafa önn- ur númer og óska eftir þessari þjón- ustu geta auðveldlega sótt um að fá nýtt númer sem tengt yrði stafræna kerfinu. Búist er við að fyrirkomulag verði svipað því sem nú er þegar notað í farsímakerfinu. Er það í eins konar áskriftarformi og verður að panta þjónustuna fyrirfram. Ekki er enn ákveðið hvort öll símtöl verði mögu- legt að sundurliða eða hvort ein- göngu verður hægt að fá upplýsingar um langlínusímtöl og þegar hringt er til útlanda. Verður einnig ómögu- legt að skoða notkun aftur, í tímann. Leitað hefur verið álits tölvunefndar og mun fyrirkomulag því ekki vera endanlega frágengið en mðurstöðu er að vænta fljótlega. Ef fyrirkomulag farsímakerfisins er haft til hhðsjónar mun sundurlið- un reikninga felast í því að fram kemur hvaða dag var hringt, í hvaða númer og hversu langan tíma símtal- ið tók. Farsímanotendur greiða nú stofngjald fyrir þessa þjónustu og eru það 565 krónur. 205 krónur greiða Neytendur þeir ársfjórðungslega sem gera 820 krónur á ári. Að lokum er greitt fyr- ir hvert símtal 1 krónu og 15 aura utan virðisaukaskatts. Farsímaeigendur eru nú um 9 þús- und talsins og eru það um það bil 11% þeirra sem notfæra sér þessa mögu- leika. Er gert ráð fyrir að það svipi til þess hlutfalls sem mun notfæra sér þjónustuna í almenna símkerf- inu. Notkun símans er mjög misjöfn. Gildir það jafnt fyrir almenna sím- notendur sem og farsímanotendur. Sett var upp ímyndað dæmi til að gefa nokkra hugmynd um verð á þjónustunni. Þeir sem nota símann hlutfallslega mest bera að sjálfsögðu mestan kostnað. Um 950 notendur farsíma eru í þessum hópi og eru það þeir sem hafa beðið um sundurliðun reikninga sinna. Hringja þeir um 140 þúsund símtöl sem gera um 147,37 símtöl á hvern farsíma á mánuði. 1,15 krónur myndu þeir greiöa fyrir sundurhðun hvers símtals að við- bættum virðisaukaskatti. Algengt er að þessir aðilar greiði mánaðarlega um 170 krónur fyrir sundurhðunina (virðisaukaskattur ekki innifalinn). Meðaltalsfarsímanotandi myndi hins vegar greiða um 99 krónur á mánuði fyrir sunduliðaðan reikning. Ódýrara mun vera að láta eingöngu sundurliða langlínu- og utnabæjar- símtöl. Þar sem ekki hefur verið ákveðið að fuhu hver kostnaður muni verða í almenna símkerfinu er nokkuð erf- itt að gefa dæmi um slíkt. Hér á eftir fer þó eitt sem ekki er raunverulegt af þeim sökum en er þó ágætt th út- skýringar. Miðað er við að notandi hringi um 2000 símtöl á ári sem eru 500 símtöl á hverjum ársfjórðungi. Stofngjald, sem greiðist í upphafi, myndi vera 575 krónur. Ársfjórðungsgjald 138 krónur og fyrir hvert sundurhðað símtal 1,15 krónur. Virðisaukaskatt- ur bætist við þessar tölur. Ef 15% símtalanna væru langlínu- eða utanbæjarsímtöl væru þau að meðaltali 75 talsins ársfjórðungslega. Yrði gjald fyrir þau sundurhðuð 86,25 krónur. Að viðbættu ársíjórðungs- gjaldi væri gjaldið 224,25 krónur. Virðisaukaskattur myndi bætast of- an á þetta þannig að símnotandi þyrfti að greiða 279,19 krónur árs- fjórðungslega fyrir þjónustuna. Það gerir um 93 krónur á mánuði. Næturtaxtí á döfinni Víða erlendis eiga menn því að venjast að kostnaður við símtöl sé misjafn eftir því á hvaða tíma sólar- hrings hringt er. Hérlendis hefur þetta ekki verið raunin en nú er unn- ið að því að taka í notkun nætur- taxta á símtölum til útlanda á þeim tímum sem línur eru htið notaðar. Innanlands eru nú þegar þrír taxt- ar notaðir; dagtaxti, kvöldtaxti og helgartaxti. Ekki eru skrefin ódýrari heldur eru þau tahn hægar og veldur því að kostnaður lækkar. Einnig er gengið út frá þremur mismunandi gjaldflokkum og er verð innan þeirra ólíkt. Fyrir hvert símtal er að auki reiknað eitt grunnskref á 2 krónur og 99 aura sem bætist við útreiknað verð. Virðisaukaskattur er innifahnn í öhum símtölum. Ef dæmi skal taka um símtal frá Reykjavík til Akureyrar myndi mín- útan á dagtaxta kosta 7 krónur og 48 aura. Ef hringt væri á kvöldtaxta frá klukkan 18-23 myndi kostnaður verða 4 krónur og 98 aura. Á nætur- og helgartaxta yrði verðið 3 krónur og 74 fyrir hverja mínútu. Ofan á þetta myndi svo reiknast eitt grunn- skref fyrir hvert símtal. Gjaldflokkatöflu er að finna í síma- skránni og er ekki úr vegi að kynna sér hana þegar tími gefst til. Svipuð notkun til og frá íslandi Símnotkun er að öhu jöfnu svipuð til og frá íslandi. Símtöl frá Banda- ríkjunum eru þó fleiri th landsins en frá landinu. Stóðu samtöl frá íslandi th Bandaríkjanna í um 3,5 mhljónir mínútna árið 1988 en í um 5,4 mhljón- ir mínútna frá Bandaríkjunum th íslands. Vestan hafs er kostnaður við hverja mínútu lægstur 45 krónur á minútu. Hæstur getur hann verið 130 krónur. Er skattur ekki innifalinn í því verði. Mínútan frá íslandi til Bandarikjanna er 128 krónur og 50 aurar ef hringt er í gegnum sjálfvirka kerfið. Ef hringt er með aðstoð sím- stöðvar kostar mínútan hins vegar 159 krónur og 50 aura. Er virðisauka- skatturinn innifalinn í því verði. Mínútan til Norðurlandanna kost- ar 69 krónur og 50 aura en verð á símtölum th annarra Evrópulanda er nokkru hærri. -tlt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.