Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990. Fréttir dv 40 danskir eigendur íslenskra hesta á námskeiði að Hvanneyri: Þeir haf a fengið mikið út úr þessu ií Dönsku þátttakendurnir á námskeiðinu fyrir utan bændaskólann á Hvanneyri. Sumir höfðu börnin með sér til ís- lands. Lengst til vinstri eru leiðbeinendurnir Ingimar Sveinsson og Runólfur Sigursveinsson. DV-mynd Sigurður Siguröur Sverrissan, DV, Akranesi: Fjörutíu danskir eigendur ís- lenskra hesta voru í síðustu viku á alhliða námskeiði um íslenska hest- inn að Bændaskólanum að Hvann- eyri. Þegar er fullbókað í sambæri- legt námskeið að ári og verið er að íhuga hvort hafa eigi þau tvö til þess að fullnægja eftirspurninni. Danimir, sem eiga frá 2-3 hestum á mann og allt upp í 30, fengu ræki- lega kynningu á íslenska hestinum: gangi hans og eiginleikum, hrossa- rækt og kynbótum, tamningu og þjálfun og fóðrun og uppeldi miðað við íslenskar aðstæður. Þá fengu keppendur sýnikennslu í byggingar- dómum. Síðan heimsóttu þeir hrossabúin að Sigmundarstöðum, Skáney og Svignaskarði áður en þeir fóru í útreiðartúr með 80 hross um Borgarfjörðinn. Danimir héldu síðan norður í Skagatjörð á fimmtudag og heim- sóttu þar býlið að Skörðugili og Bændaskólann að Hólum, auk þess sem þeir kynntust skagfirskum hest- um. Formleg námskeiðslok vora á föstudagskvöld. Áður en þeir héldu að Hvanneyri á mánudag í síðustu viku dvöldu Lögreglan á Eskifirði og Fáskrúðs- firði hafa upplýst fimm innbrot sem voru framin á Reyðarfirði um helg- ina. Eitt innbrotanna var framið þeg- ar farið var inn á skrifstofu kaup- félagsins aðfaranótt fóstudagsins. Þaðan hurfu 60 þúsund krónur. Dag- Danirnir á Suðurlandi, heimsóttu býhö að Kirkjubæ og fylgdust með Mumeyrarmótinu. Áður en þeir héldu síðan heimleiðis á ný fylgdust Danirnir með íslandsmótinu í hesta- íþróttum í Borgarnesi. Aðalumsjónarmaður námskeiðs- ins var Ingimar Sveinsson en Runólf- ur Sigursveinsson kom þar einnig inn eftir innbrotið náði lögreglan í þrjá fimmtán ára pilta og játuðu þeir á sig innbrotið. Fjögur önnur innbrot vora framin á aðfaranótt laugardagsins í iðnaðar- hverfi á Reyðarfirði um helgina en þar átti tæplega tvítugur maður hlut við sögu. Runólfur sagði í samtali við DV að mikill áhugi hefði verið fyrir þessu námskeiði og nú þegar væri búið að fullbóka í sambærilegt nám- skeið að ári. Sagði Runólfur jafnvel koma til greina að efna til tveggja námskeiða næsta sumar. Tengsl Dananna við Hvanneyri komust á fyrir tilstilli búnaðarskólans Dalum að máh í öh skiptin. Hann hafði reynt að komast inn á fimmta staðnum en tókst ekki. Manninum hafði tekist að stela nokkur þúsund krónum og nokkram ávísunum upp á samtals 110 þúsund krónur á verkstæði. Mað- urinn skemmdi íöluvert á innbrots- á Fjóni. „Danimir hafa fengið mikið út úr þessu námskeiði," sagði Runólfur. „Þetta hefur í senn verið fróðleikur og sumarleyfi fyrir þá. Það er gott að fá þetta fólk hingað og heimsókn þeirra vekur vonir um aukna mögu- leika á sölu íslenskra hesta til Dan- rnerkur." stöðunum. Lögreglunni bárust spumir að manninum og fann hún hann þar sem hann var drukkinn á gangi í bænum. Hann neitaði öllu í fyrstu en játaði síðan við frekari yfir- heyrslur. Öll innbrotin eru upplýst aðfullu. -ÓTT ViMum kynn- astíslenska hestinumi réttu umhverfi - segir Marit Jónsson Marit Jónsson, formaður FEIF, félags eigenda íslenska hestsins í Evrópu, var einn Dananna sem hingaö komu til þess að kynna sér umönnun ísienskra hesta- manna á íslenska hestinum.. „Þetta var stórkostleg ferð,“ segir Marit Jónsson. Við komum hingað á vegum Dalum búnaðar- skólans sem skipulagði þetta námskeiö í samstarfi við búnað- arskólann á Hvanneyri. Ingimar Sveinsson á Hvanneyri sá um aö okkur liði sem best og fór með okkur um landið og sýndi okkur þaö helsta. Við dvöldum tvo daga á námskeiðum á Hvanneyri, einn dag á Hólum, fórum á hestamót á Murneyri og á íslandsmótið í hestaiþróttum í Borgarnesi og einnig fórum við í hestaferð um Borgarfjörðinn. Tilgangurinn var að kynnast þvi hvernig íslendingar hugsa um hestana sína og bera saman aðferðir þeirra og okkar. Þannig er hægt að sjá hvort við séum á réttri leið í Danmörku, en þar eru um 7.000 íslenskir hestar. Það er mjög mikilvægt að kynnast ís- lenska hestinum í réttu umhverfi og sjá hvernig hann á aö vera svo að við breytum honum ekki og gerum hann of linan og mótaðan. Eins og er virðumst við vera á svipuðu róli og þið en þó erum við of varkár, gefum til dæmis of mikið og ríðum hægar en þið.“ „Það sem háir okkur helst er of lítið landrými, því íslenski hesturinn þarf töluvert pláss. Það er mikilvægt að folöld alist upp í stóði sem hefur mikiö landrými til umráða. Ef folöld alast upp á þröngu svæði og fá saman getur það bitnað á viljanum. Áliugi á íslenska hestinum er vaxandi í Danmörku. íslenski hesturinn er hagkvæm tóm- stundaiðja, þar sem hann étur minna en stórir hestar og er auð- veldari í umgengni Þessi ferö var stórkostleg og tókst vel í alla staði enda erum við öll i himnaskapi," sagði Marit Jónssonaðlokum. -E.J. Reyðarflörður um helgina: Lögreglan upplýsti f imm innbrot I dag mælir Dagfari____________ Flugumferðarslys Flugumferðarstjórar hafa heldur betur leikið á kerfið. Þeir hafa leik- ið á fjármálaráðherra, þjóðarsátt- ina og flugumferðina og hafa skrif- að undir kjarasamning, sem þýðir stórhækkuð laun og langtum meiri launahækkun en aðrir fá. Trikkið í þessum kjarasamningum flugum- ferðarstjóra er einfaldlega í því fólgið að þeir lofa því að hætta fyrr í flugumferðinni og stytta þannig hámarksaldur sinn í starfinu. Þeir segjast vilja hætta þegar þeir era orðnir sextugir og fá fyrir vikið verulega launahækkun fyrir að stytta starfsaldur sinn. Ef einhver heldur að þetta þýði að flugumferð leggist af þegar flug- umferðastjórar eru orðnir sextug- ir, er það mikill misskilningur. Rík- ið sparar ekkert á því að láta þessa menn hætta sextuga. Þá verða ráönir nýir í staðinn fyrir þá sem era orðnir sextugir. Eða þá bara hitt að þegar flugumferðstjórar era orðnir sextugir, fá þeir að halda áfram í starfinu, sem þeir era bún- ir að lofa að hætta í. Flugumferðar- stjórar fá sem sagt launahækkun út á það að vilja hætta án þess að hætta þegar þeir era orðnir sextug- ir og geta svo haldið áfram að vinna sama starfið út á það að hafa viljað hætta! Flestum er ljóst að þessi kjara- samningur brýtur í bág við þjóðar- sáttina. Þjóðarsáttin gerir ekki ráö fyrir aö menn fái launahækkun út á það að vera sextugir. Flestir þakka fyrir að fá að halda starfinu fram á sjötugsaldur og þeim hefur aldrei dottið í hug að fara fram á launahækkun fyrir að lofa því að hætta starfinu. Aldrei hefur nokk- ur maður fengið launahækkun fyrr út á það eitt að vera orðinn sextug- ur. Yfirleitt hefur fólk verið að krefjast kauphækkunar út á það að vera lengi í starfi, en nú er kom- inn fram á sjónarsviðið stétt sem fær launahækkun út á það að hætta í starfinu! Vinnuveitendur og Alþýðusam- bandið munu sjálfsagt krefiast þess að bráðabirgðalögin nái yfir þessa kjarasamninga. Fjármálaráðherra er nú að kanna hvort að samningur sem hann hefur skrifað undir standist lögin sem hann hefur sett. Það hefur að vísu gerst áður, þegar BHMR samingurinn var til um- ræðu, en þá var munurinn sá að ráðherrann hafði skrifað undir kjarasamning í þeirri vissu að hiann stæðist ekki lög. Nú hefur það óvanalega gerst að ráðherrann stendur í þeirri trú að samningur- inn, sem hann undirskrifaði, stand- ist lög. Samt er hann til vonar og vara að kanna lögin, ef vera kynni að samingurinn sé í ósamræmi við lögin og ef svo reynist mun kjara- samningur flugumferðarstjóra vera ómark af því að ráðherrann fer ekki eftir lögum. Eins er hitt mögulegt ef verka- lýðshreyfingin og vinnuveitendur láta illa að ríkisstjómin setji bráða- birgðalög um að bráðabirgðalögin gildi til að viðhalda þjóðarsáttinni, sem heldur lífi ef bráðabirðgalög era sett nógu oft og á nógu marga. Þjóðarsáttin gengur út á það að stöðva allar kauphækkanir í landinu og þess vegna er fjármála- ráöherra í rauninni heimilt að skrifa undir hvaða samninga sem er, í trausti þess að bráðabirgðalög- in gæti þess aö samningarnir séu ómark. Það væru auðvitað hrapalleg mistök ef flugumferðarstjórar fengju hærri laun og fyrir það eitt, að bráðabirgðalögin næðu ekki yfir það tilboð þeirra að hætta vinna um sextugt. Það þýddi í raun að flugumferöstjórar verða að halda áfram að vinna fram á grafarbak- kann, þvi bráðabirgðalögin ná út fyrir gröf og dauða. Hver getur hætt í vinnunni með það á sam- viskunni að svíkja þjóðarsáttina? Hver getur í rauninni lifað og hver getur dáið í þessu landi, þegar þjóð- arsáttin krefst þess að menn geti hvorki lengt starfsævi sína né stytt hana, öðravísi en það varði við lög? Sérstaklega bráðabirgðalög. Vonandi þarf ríkisstjórnin ekki að setja ný bráðabirgðalög um að bráðabirgðalögin nái yfir flugum- ferðarstjóra. Vonandi halda gömlu bráðabirgðalögin. Það væri slæmt til afspumar ef þjóðarsáttin og bráðabirgðalögin giltu til lands og sjávar en ekki í loftinu og það væri hörmulegt til þess að vita ef fjár- málaráðherra hefði leyfi til að gera kjarasamninga viö flugumferðar- stjóra sem gerði þeim kleift að fá hærri laun fyrir að vilja stytta sér aldur. Dagferi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.