Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
5
I>V
Fréttir
Steingrímur landbúnaðarráðherra:
Kynnir drög að búvöru-
samningi í næstu viku
- nánastekkertsamráðhaftviðsamstarfsflokkana
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráöherra stefnir að því að
leggja fram drög að búvörusamningi
fyrir aðalfund Stéttarsambands
bænda sem hefst um miðja næstu
viku.
Þetta hefur fallið í misjafnan jarð-
veg og meðal annars sagöi Sighvatur
Björgvinsson, fuUtrúi Alþýðuflokks-
ins í samstarfsnefnd ríkisstjórnar-
innar um búvörusamninginn, að
þetta kæmi sér mjög á óvart. Sam-
starfsnefndin hefði nánast ekkert
kynnst fyrirætlunum ráðherrans.
Hún hefði aðeins haldið einn fund
þar sem ráðherra kynnti lauslega
þær hugmyndir sem kastað hefði
verið fram.
Samstarfsnefndin mun halda fund
síðar í þessari viku. Þar mun Stein-
grímur líklega kynna frekar þau
drög sem unnið hefur verið að í
samningum bænda og landbúnaðar-
ráðuneytisins.
Ef nýr búvörusamningur verður
gerður mun hann byggjast á búvöru-
lögum. Þau renna hins vegar út um
áramótin 1991 og 1992. í viðræðum
ráðuneytisins og bænda hefur hins
vegar verið gengið út frá samningi
allt til ársins 1996 eða jafnvel til 1998.
Það er því ljóst að til þess að sá samn-
ingur standist lög þarf að framlengja
búvörulögin á næsta þingi. Það er
síður en svo víst að fyrir því sé þing-
meirihluti.
Þrátt fyrir þetta er það mat sumra
að ráðherra þurfi ekki að framlengja
lögin til að framlengja verðábyrgð
ríkisins. Ljóst sé að óheimilt sé að
veija 9 prósent af heildarverðmæti
búvara til útflutningsbóta og til
Framleiðnisjóðs eftir að lögin renna
út en hins vegar sé ekkert fjallað um
verðábyrgð ríkissjóðs 1 lögunum.
Þau veita ráðherra einungis heimild
til að ganga til samninga við bændur.
Eins og áður sagði hefur samstarfs-
nefnd stjórnarflokkanna einungis
haldið einn fund. Samstarfsflokkar
Steingríms hafa því lítil áhrif haft á
viðræður hans við bændur. Það hef-
ur því valdið miklum titringi hjá
stjórnarliðum að Steingrímur hygg-
ist kynna drög að samningnum inn-
an rúmrar viku.
-gse
Það viðraði vel á brúðhjónin við
Landakotskirkju í gær. Hér standa
þau utan við kirkjuna, með presti
sinum, að athöfn lokinni.
DV-myndir JAK
Júgóslavneskt brúðkaup í Landakotskirkju:
Völdu Reykjavík
frekar en
Singapore
„Þetta var hálfgerð tilviljun að þau
ákváðu að gifta sig hér. Mér skilst
að þau hafi hugsað sér að gifta sig í
Singapore en ákveðið að skella sér í
hjónband hér úr því þau voru kom-
in,“ sagði Uros Ivanovitc en í Landa-
kotskirkju var í gær haldið brúðkaup
að júgólavneskum sið. Hjá Uros
dvelja nú þrír júgóslavneskir tann-
læknar. Tvö gengu í hjónaband í gær
en þriðji tannlæknirinn var svara-
maður.
Uros er úr Slóveníu í Júgóslavíu
og hefur búið hér á landi í 9 ár. Sagði
hann að algengt væri að landar sínir
bönkuðu upp á en hann sagðist ekki
hafa þekkt fólkið áður. Það gisti
reyndar ekki alit hjá Uros því Janni
Zilnic, knattspyrnumaður í Víkingi,
tók einnig þátt í að hýsa það.
Brúðhjónin halda til írlands á
morgun en þau komu hingað til lands
álaugardaginn. -SMJ
Hringur dreginn á fingur brúðarinnar við giftinguna.
Craiglitlilátinn:
um15
milljón batakort
Craig Sheregold, htli drengurinn
með ólæknandi heilaæxli sem DV
sagði frá á dögunum, er látinn. Craig
hafði sett sér það takmark áður en
hann lést að komast í heimsmetabók
Guinness sem sá einstaklingur sem
fengið hefði flest batakort (get well
cards) send. Heiimikil bréfakeðja var
sett í gang til að ná þessu marki og
bar hún tilætlaðan árangur. Craig
fékk um 15 milljón batakort send
hvaðanæva að úr heiminum og mun
verða skráður í næstu heimsmeta-
bók fyrir vikið.
Umfjöllun DV setti miklar bréfa-
skriftir af stað hér á landi. Ástæða
er því til að ítreka að Craig hth náði
takmarki sínu áður en hann lést.
-hlh
KÆLISKAPAR
FRYSTISKÁPAR
OG
MARGT
FLEIRA
ELDAVELAR
OG
OFNAR
UPPÞVOTTA VÉLAR
ÞVOTTAVELAR
ÞURRKARAR
KAUPFELOGIN
UM LAND ALLT
SAMBANDSINS
HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VIÐ MIKLAGARD
auknecht
ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI