Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
Úflönd
Svíar og
Finnar a leið
frá Kúvæt
Allir Svíar í Kúvæt, um hundrað
og tuttugu talsins, hafa-fengiö að
yflrgefa landiö. Um var að ræöa
starfsmenn sænskra fyrirtækja í
Kúvæt og Qölskyldur þeirra. í
morgun voru þeir í tólf langferða-
bifreiðum á leið til landamæra
Tyrklands. Þeir voru í sömu bíla-
lest og þeir fmnsku ríkisborgarar
sem fengið höföu fararleyfi. í morg-
un var ekki vitað hvort aörir Norð-
urlandabúar væru í fór með þeim.
Fjölskyldur norskra starfsmanna
á vegum Sameínuðu þjóðanna hafa
fengið fararleyfi og norski sendi-
herrann 1 Bagdad í írak, sem fékk
hjartaáfall fyrir skömmu, er á leið-
inni heim.
Starfsmenn sænska sendiráðs-
ins, sem gæta hagsmuna íslendinga
í Kúvæt, ætla ekki aö fara úr landi
nema þeir verði neyddir til. írösk
yfirvöld hafa ítrekað að erlendum
sendíráðum í Kúvæt verði lokað 24.
ágúst.
TT
Bandariskir hermenn í eyðimörkinni í Saudi-Arabiu
Simamynd Reuter
Eignir Kúvæta erlendis
BANDARlKIN
50-100milljarðar doliara
í fasteignum, oliufyrir- JX .Æg-
tækjum, bankairmistæð- ^
um og hlutabréfum í pen-
ingastofnunum
ASÍA
EVRÓPA
I eiga 14%>,
jílaverksmiðjunum
r9,8% I Kuwait Petroleumbilu-
fyiirtækinu. 10,5% í Midland-
bankanum í Bretlandi og 72% i "
auk 6.500 bensínsölustöðva vlðs
8 milljarðar doll-
ara í japönskum
verðbréfum, fast-
eignir í Hong Kong,
Singaporeog Mal-
Byslu
r.. IS
■ I#
■ :
Glfurlegur auöur Kúvæta:
Ríkidæmið
sem freistaði
Saddams
íraskar eldf laug-
artilKúvæt
Kúvætar hafa reynt að halda
leyndu því sem Saddam Hussein ír-
aksforseti hefur lengi vitað, það er
umfangi eigna þeirra erlendis sem
taldar eru nema hundrað til tvö
hundruð milljörðum dollara. Síðan
1985 hafa tekjumar af íjárfestingum
þeirra erlendis farið fram úr tekjum
af olíuframleiðslunni.
Það er áht sérfræðinga að Saddam
Hussein hafi ekki bara sóst eftir
Kúvæt sjálfu og olíulindunum þar
heldur einnig eignum Kúvæta er-
lendis. írakar búa við kröpp kjör eins
og flestir aðrir arabar en í Kúvæt eru
lífskjörin góð, ein þau bestu í heimi.
Bandaríkin og bandamenn þeirra
hafa nú séð til þess að eigur kúvæ-
skra yfirvalda komist ekki í hendur
Husseins og því fryst þær. Reyndar
er deilt um hversu miklar eigur Kú-
væta eru, sérstaklega vegna þess hve
vandlega kúvæskir embættismenn
hafa gætt þess að halda þeim leynd-
um.
Fjárlög í Kúvæt eru hagstæö um
yfir tíu milljarða dollara á ári þrátt
fyrir að heilbrigðisþjónustan sé
ókeypis og einnig menntun. Olíulind-
imar í Kúvæt em í eigu ríkisins og
er tíu prósentum af árlegum olíutekj-
um varið til fjárfestinga erlendis,
aðallega í Evrópu, Bandaríkjunum
og Austurlöndum fjær.
Aætlað er aö eignir Kúvæta í
Bandaríkjunum nemi fimmtíu til
hundrað milljörðum. Árið 1981
keyptu yfirvöld í Kúvæt allt olíufyr-
irtækið Santa Fe Intemational í
Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kúvæt
eiga fasteignir í Scottsdale í Arizona,
San Francisco, Boston, Philadelphia,
New York, Houston og Los Angeles.
Auk þess eiga þau ásamt einkaaðil-
um í Kúvæt hlut í mörgum banda-
rískum peningastofnunum.
í Evrópu eiga Kúvætar hlut í ýms-
um fyrirtækjum. Kuwait Petroleum
Corp. á til dæmis 6.500 bensínstöðvar
víðs vegar um Evrópu. í V-Þýska-
landi eiga kúvæsk yfirvöld 14 prósent
í stærsta fyrirtæki landsins, Daiml-
er-Benz bílaverksmiðjunni, og í Bret-
landi eiga þau 9,8 prósent af British
Petroleum. Þau eiga einnig 10,5 pró-
sent í Midland Bank í Bretlandi og
72 prósent í Torras sem er spænskt
samsteypufyrirtæki. Auk japanskra
verðbréfa að andvirði átta milljarða
dollara eiga Kúvætar umtalsverðar
eignir í Hong Kong, Singapore og
Malaysíu.
Erlendar eignir einkaaðila í Kúvæt
hafa ekki verið frystar í Bandaríkj-
unum þannig að þeir geta nálgast
innstæður sínar og ráðstafað að vild.
Heimild: USA Today
írakar hafa flutt hundruð eld-
flauga, sem hægt er að skjóta efna-
vopnum með, til Kúvæt. Þetta kom
fram í fréttum bresku sjónvarps-
stöðvarinnar Sky News í morgun.
Eru eldflaugamar í skotfæri við
borgina Dhahran í Saudi-Arabíu
þangað sem miklir liðsflutningar
bandarískra hermanna eru.
Fulltrúar þeirra fimm þjóða, sem
eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna, héldu í gær áfram
að ræða um hvort heimila ætti beit-
ingu hervalds til að framfylgja við-
skiptabanni Sameinuðu þjóðanna.
Vill George Bush Bandaríkjaforseti
fá formlega samþykkt Öryggisráös-
ins.
Bandaríkjaforseti sagði í gær íraka
bera ábyrgð á öryggi þeirra Vestur-
landabúa sem væru í Kúvæt og írak.
íraskar eldflaugar hafa verið fluttar
til Kúvæt og eru þær í skotfæri við
við Dhahran í Saudi-Arabíu þar sem
nú rikir mikil spenna.
Forsetinn sagði engan vafa leika á
því að Vesturlandabúarnir væru
gíslar íraskra yfirvalda þar sem
Saddam Hussein íraksforseti hefði
boðist til að láta þá lausa gegn því
aö bandarískir hermenn yrðu kallað-
ir heim frá Persaflóasvæðinu. Var
þetta í fyrsta sinn sem forsetinn not-
aði orðið gíslar um Vesturlandabú-
ana. Hann ráðlagði jafnframt banda-
rískum ríkisborgurum í Jórdaníu að
fara þaðan.
írösk yfirvöld ítrekuöu í gær fyrir-
skipun sína um lokun erlendra
sendiráða í Kúvæt innan fjögurra
daga. Sögðu þau að ef starfsmenn
sendiráðanna neituðu að fara til ír-
aks myndu þeir ekki lengur njóta
diplómatískrar friðhelgi. Fjöldi ríkja
hefur tilkynnt að þau muni ekki loka
sendiráðum sínum.
Bresk yfirvöld greindu frá því í gær
að íraskir hermenn hefðu safnað
saman áttatiu og tveimur Bretum af
hótelum í Kúvæt. Sex Frakkar voru
sagöir hafa verið gripnir af íröskum
hermönnum á sunnudaginn og einn-
ig tólf Bandaríkjamenn. írösk yfir-
völd hafa staðfest að Vesturlandabú-
ar hafi verið fluttir til hernaðarlega
mikilvægra staða. Franskur sjón-
varpsmaður, sem er í Bagdad, sagðist
í gær hafa komist að því að Banda-
ríkjamenn væru hafðir við raforku-
ver utan viö höfuðborgina. Sovét-
menn hafa fengið að fara frá írak og
Kúvæt og í gær hvatti Edward Sé-
vardnadze, utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, írösk yíiryöld til að sleppa
Vesturlandabúum. írösk yfirvöld til-
kynntu hins vegar að þau myndu
láta lausa nokkra Indónesíubúa og
Argentínumenn þar sem stjórnir
þeirra hefðu ákveðið að senda ekki
hermenn til Persaflóa.
Vígvæðingin við Persaflóa er sú
mesta frá síðari heimsstyrjöldinni.
Um þrjú hundruð þúsund vestrænir
og arabískir hermenn eru nú á svæð-
inu. Sextíu þúsund hermenn eru á
leiðinni til Persaflóa og gæti sú tala
tvöfaldast skjótt ef til átaka kemur.
Vestur-þýsk yfirvöld tilkynntu í gær
að þau myndu ekki senda hermenn
til Persaflóa þar sem slíkt bryti í
bága við stjórnarskrá landsins.
Talið er að íraskir hermenn í Kú-
væt séu eitt hundrað og sjötíu þús-
und. írösk yfirvöld segja að allt að
þrjú hundruð þúsund hermenn verði
fluttir frá íran vegna boðs íraks-
forseta um friðarsamninga við írani.
Reuter og TT
Richard Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska
hermenn i Dhahran í Saudi-Arabiu um helgina. Simamynd Reuter