Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
11
Þrátt fyrir mikinn hita í sumar er ekkert sem bendir til aö hiti á Islandi eða annars staðar á jörðinni fari hækkandi.
Gróðurhúsaáhrifin
hugarburður einn
í næstu viku ætla nokkur hundruð
vísindamenn frá 60 löndum að koma
saman í Sundsvall í Svíþjóð og ræða
þar niðurstöður tveggja ára rann-
sókna á svokölluðum gróðurhúsa-
áhrifum. Þessum áhrifum hefur ver-
ið lýst svo að aðeins kjarnorkustríð
geti orðið mannkyninu þyngra í
skauti.
Á sama tíma og vísindamennirnir
eru að ferðbúast til Svíþjóðar eru
aðrir vísindamenn í Bandaríkjunum
og Englandi sem segja að allt tal um
gróðurhúsaáhrif sé bull og vitleysa.
Enn hafi engin teikn um gróður-
húsaáhrifm komið fram og að kenn-
ingar um hækkandi hita á jörðinni
séu hugarburður einn.
Samkvæmt kenningunni eiga gróð-
urhúsaáhrifn að verða vegna þess
að svo mikil mengun, einkum kol-
efni, setjist í lofhjúp jarðar að hitinn
frá sóhnni safnist smátt og smátt
saman við yfirborð jarðar.
Heitið á þessu fyrirbæri er. dregið
af því að jörðin á að verða eins og
gróðurhús - geislar sólar nái inn fyr-
ir lofthjúpinn en hitinn nái ekki að
geisla út aftur að sama skapi. Þessu
á m.a. að fylgja mikil bráðnun jökla
þannig að mörg þéttbýlustu svæði
jarðar fari undir sjó.
Sumarhitarnir
engin vísbending
Miklir hitar í Evrópu í sumar - og
þar á meðal á íslandi - hafa orðið til
að beina sjónum manna að gróður-
húsaáhrifunum enn frekar en áður.
Sumarhitarnir nú eru þá taldir bein
vísbending um að gróðurhúsaáhrifin
séu að dynja yfir.
í breska blaðinu The Sunday Times
var nýlega ítarleg grein þar sem
helstu andmælin við hugmyndinni
um gróðurhúsaárif voru rakin. í
fyrsta lagi var bent á að ekki hefði
verið heitara í sumar en oft áður og
veðrið nú í engu frábrugðið því sem
er á góðum sumrum.
Þá var bent á að þótt menn hefðu
orðið varir við lítils háttar hækkun
hitastigs síðustu árin þá væri það
síst meiri breytingar en verið hefðu
síðasta áratuginn. Hiti á jörðinni
hefur aldrei verið stöðugur og verður
það ekki í framtíðinni.
Vísbendingar, sem komið hafa
fram um hækkandi sjávarstöðu, eru
einnig dregnar í efa. Land hafi að
vísu farið undir sjó á nokkrum stöð-
um í heiminum en það hafa risið að
sama skapi annars staðar. Þannig
verði breytingar á sjávarstöðu frem-
ur skýrðar með hreyfingu á jarð-
skorpunni en að sjórinn sé að hækka.
Tölvuspár eftir
gölluðum forsendum
Spár um gróðurhúsaáhrif eru gerð-
ar meö tölvulíkönum. Þar er gert ráð
fyrir að svo og svo mikið af hita ber-
ist frá sóhnni og áhka skammtur
geisli frá jörðinni aftur. Ef koltvíildi
eykst um helming í lofthjúpnum þá
er gert ráðfyrir að vegna minkandi
útgeislunar hækki hiti um 2 til 5 stig.
Gagnrýnendur þessarar aðferðar
segja að tölvulíkönin lýsi ahs ekki
veðurlagi á jörðinni eins og það er í
raun og veru. Þeir ségja aö ef svona
líkön væru notuð til að segja okkur
hvernig veðrið er á þessari stundu
þá væri útkoman allt önnur en raun-
veruleikinn sýnir. Til dæmis vanti
að gera ráð fyrir áhrifum skýja í að
hindra sólargeislana í að berast th
jarðar.
Margir bandarískir og breskir vís-
indamenn hkja tahnu um gróður-
húsaáhrif við móðursýki. Almenn-
ingur sé farinn að trúa því að ein-
hver gróðurhúsaáhrif dynji yfir á
næstu árum en sannanirnar fyrir því
vanti. Hins vegar þykir þeim hræðsl-
an orðin svo mikil að ekkert mál sé
að fá fé th rannsókna á gróðurhúsa-
áhrifum og ýta þar með enn á
hræðsluna.
Útlönd
Bjarga ríkir
Kínverjar ef nahag
A-Þýskalands?
Fimmtiu og tveir fjársterkir Kín-
verjar, sem óttast framtíðina í Hong
Kong þegar nýlendan fer undir stjórn
kínverskra kommúnista 1997, hafa
boðist til að flytja th A-Þýskalands
með allá milljarðana sína. í staðinn
vilja þeir fá a-þýskan ríkisborgara-
rétt samstundis og þar með sjálfkrafa
þýskan ríkisborgararétt þegar þýsku
ríkin tvö sameinast.
Þessir milljaröamæringar, sem
vhja gera allt til að komast undan
stjórn kommúnista, eiga að hafa boð-
ið a-þýskum stjórnvöldum 15 millj-
arða vestur-þýskra marka th upp-
byggingar iðnaðar í A-Þýskalandi,
að því er segir í vestur-þýska dag-
blaðinu Súddeutsche Zeitung á laug-
ardaginn.
Blaðið segir að innanríkisráðherr-
ann í A-Þýskalandi, Peter-Michael
Diestel, hafi brugöist skjótt við og
farið fram á það við stjórnvöld að
gengið verði að skilyrðum kínversku
mhljarðamæringanna sem bjóða
langtímalán. Bendir Diestel á að
nauðsyn sé á að máhð fái skjóta af-
greiðslu því annars geti þeir leitað
annað með milljarðana sína. Daglega
flytja allt að þúsund Kínverjar frá
Hong Kong til Ástrahu, Bretlands og
Bandaríkjanna.
Thlaga a-þýska innanríkisráðherr-
ans hefur þó mætt andstöðu ráðgjafa
a-þýsku stjórnarinnar í málefnum
útlendinga. Bendir hann á að daglega
vísi a-þýsk stjórnvöld fátækum
flóttamönnum frá landinu. Honum
þykir tillaga innanríkisráðherrans
einnig óréttlát gagnvart þeim Ví-
etnömum sem unnu í A-Þýskalandi
undir stjórn kommúnista en éru nú
atvinnulausir og verða að fara heim.
Ritzau
Játning njósnara:
Sveik 600f élaga sína
Breski njósnarinn George Blake,
sem frægur varð fyrir að vinna fyrir
Sovétmenn, hefur upplýst í viðtali
að hann hafi á ferli sínum svikið
heiri en 600 breska leyniþjónustu-
menn í hendur KGB. Upp komst um
Blake og hann handtekinn árið 1961.
Hann slapp úr fanggelsi í Bretlandi
fyrir 24 árum og flúði til Sovétríkj-
anna.
í viðtalinu segir Blake að hann ið-
rist einskis sem hann gerði meðan
hann var moldvarpa í Bresku leyni-
þjónustunni. Hann var handtekinn á
sínum tíma þegar upp komst um svik °
hans við 42 starfsbræður sína. Lengi
var tahð að aðeins um þessa 42 menn
væri að ræða en nú bendir margt til
að hann hafi verið mun umsvifa-
meiri.
Blake er nú 67 ára gamall. Hann
hefur aldrei talað opinberlega frá því
hann flúði. Hann kemur fram í
Breska sjónvarpinU í næsta mánuði
eftir að hafa fengið leyfi frá KGB til
að tala. Sagt er að Breska leyniþjón-
ustan verði að endurskoða hug-
myndir sínar um þann mikla leka
sem var innan hennar á árunum eft-
ir 1950 og fram th að þess að menn
á borð við Blake voru afhjúpaðir.
Blake segir að enginn þeirra sem
hann sveik hafi verið tekinn af lífi
en þeir hafi lent í sovéskum fangels-
um.
Blake sást síðast opinberlega við
jarðarför Kims Philby, hins fræga
njósnara sem vann með Blake í
Bresku leyniþjónustunni og flúði síð-
ar til Sovétríkjanna.
Reuter
VIDE0 fiewð1'
Fákafeni 11 - sími 687244
/
Kylfingar í Japan:
Hvattir til að
reyta illgresi
Hollustuvemdin í Japan hefur
beint því til japanskra golfleikara að
þeir leggi reglulega sitt af mörkum
við að reyta illgresi á golfvöllum.
Með þessu er vonast til að draga
megi úr notkun eiturs við eyöingu
illgresis.
Þessu hefur einkum verið beint til
um 6000 þúsund fatlaðra golfleikara.
Yfirvöld telja að þeir hafi mun meiri
tíma til starfans en atvinnugolfleik-
arar, að ekki sé rætt um áhugamenn
sem ef til vill eru að laumast á golf-
vehina í vinnutímanum.
í ákahinu um ihgresiseyöinguna
er bent á að á golfvöllunum veröi
menn oft að bíða eftir að aðrir kylf-
ingar hafi lokið leik sínum. Þennan
tíma megi nota til að reyta ihgresi.
Þá er bent á að í þessu felist ekki
minni æfing en að leika golf.
Golf er óhemjuvinsæl íþrótt í Jap-
an. Talið er að nærri 12 mhljónir
kylfingar leiki golf reglulega. Golf-
vellir er að sama skapi margir og
mikið notað af eiturefnum og áburði
thaðhaldaþeimvið. Reuter
ROYAL JELLY
ONAt, litOVUO
Þetta Royal Jelly flytjum við inn milliliðalaust beint frá Kína. Gæði þess eru þau mestu sem við þekkjum. Kína er
ódýrt. land, þar er því hægt að velja það besta. Royal Jelly er áhrifamesta fæðuuppbótarefni sem við þekkjum
og hefur verið þekkt og notað í aldir í Kína. Royal Jelly er fæði býdrottningarinnar. Vinnuflugurnar safna blóma-
frjói og umbreyta því í sérstakt fæði sem aðeins býdrottningin fær notið. Býdrottningin verður níu sinnum eldri
en aðrar býflugur og verpir allt að 5000 eggjum á sólarhring. Þeir sofa ekki yfir sig eða hengja hausinn sem hressa
sig með Royal Jelly.
ÞÚ HRESSIST
VIÐ
ROYAL JELLY
UMBOÐ OG DREIFING
NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN
LAUGAVEGI 25, SÍMI 10263. FAX 621901