Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
Spumingiri
Ertu hjátrúarfull(ur)?
Lárus Bjarnason sýslumaður: Ég er
það. Ég labba t.d. aldrei undir svarta
ketti því maður gæti hryggbrotnað
af því.
Svava Bjarnadóttir skrifstofumær:
Já, ég er það. Geng ekki undir stiga,
svo dæmi sé tekið.
Bjarni Þorgeir Jónsson, 13 ára: Já.
Ragnhildur Bjarnadóttir hár-
greiðslumeistari: Já. Labba aldrei
undir stiga og spýti þrisvar ef svartur
köttur hleypur fyrir bílinn.
Þorsteinn Friðþjófsson tæknifræð-
ingur: Það held ég ekki. Hef ekki orð-
iö var við það.
Harpa Sigfúsdóttir nemi: Kannski
aðeins meira en Þorsteinn.
! ilii S I • t II { t M IM 4 I • 11 i f 11
Lesendur dv
Öryggi tveggja
hreyf la þotna
Til frekari skýringa er hér birt mynd af B757 vél, einni af flugvélategundum
Flugleiða hf.
Leifur Magnússon, framkvæmdastj.
flugrekstrarsviðs Flugleiða, skrifar:
í DV16. þ.m. er birt lesendabréf frá
Magnúsi Gunnarssyni, „Hve öruggar
eru tveggja hreyíla vélar í lang-
ílugi?“ - Þar er varpað fram ýmsum
spumingum, m.a. til Flugleiða, og
mun ég hér leitast við að svara þeim.
Tveggja hreyfla flugvélar hafa ver-
ið í rekstri alþjóðlegra flugfélaga um
margra áratuga skeið. Hins vegar er
notkun þeirra til langflugs á úthafs-
leiðum, fyrst og fremst yflr N-Atl-
antshaflð, tiltölulega ný þróun, sem
hófst árið 1985.
Flugrekstrarreglur fyrir tveggja-
hreyfla þotur höfðu fram að þeim
tíma sett það skilyrði að slík flugvél
mætti aldrei vera fjær nothæfum
varaflugvelli en sem næmi einnar
klst. flugi með annan hreyfilinn
gangfæran.
Mjög hagstæð þróun í bættu
rekstraröryggi þotuhreyfla og til-
heyrandi tæknikerfa flugvélanna
leiddi til þess, aö bandaríska flug-
málastjórnin setti nýjar reglur, þar
sem heimilt var að auka þessi tíma-
mörk í tvær klst., en aðeins að upp-
fylltum mjög ströngum skilyrðum til
hlutaðeigandi flugvéla og flugfélaga.
Þessi nýju skilyrði ná til rekstrarör-
yggis hreyfla og kerfa, viðhaldsá-
kvæða, viðbótar þjálfunar áhafna og
tæknimanna, svo og sérstakra flug-
rekstrarákvæða, er varða undirbún-
ing flugsins og nánari framkvæmd
þess. Hliðstæðar reglur hafa nú verið
settar af flestum öðrum flugmála-
stjómum, og ganga yfirleitt undir
heitinu „ETOPS“ (Extended Range
Twin Operations).
Fyrsta þotugerðin, sem hlaut
ETOPS-viöurkenningu, er Boeing
767 breiðþotan, sem fékk þessa heim-
ild í maí 1985. Sú gerð hefur nú lokið
yfir 100.000 ETOPS-flugum, og fyrir
nokkm voru ETOPS-tímamörk
þeirrar gerðar aukin úr 2 í 3 klst. -
Við þá breytingu er einnig hægt að
Jón Guðmundsson skrifar:
Nú, þegar Hagstofa íslands er búin
að reikna út fátækramörkin fyrir
stúdenta, kemst hún að þeirri niður-
stööu að 65 þúsund krónur á mánuði
séu algjört lágmark til framfærslu
fyrir einstakhng (stúdentar sjálfir
telja að 85 þús. séu nær sanni).
Ef stúdentar væm vinnandi,
greiddu í lífeyrissjóð eins og venju-
legir þjóðfélagsþegnar og fengju út-
borgaðar 65 þúsund kr. á mánuði
myndi það þýða að launin væru 79
þúsund kr. brúttó á mánuði eða um
44% hærri laun en skattleysismörkin
eru í dag (þ.e. 55 þús. kr.). - Ættu þá
4.14 v it 1 % l’4 i 'i 41% íí1 í 1 \ % ikkk k'kk k i
nota þá gerð til flugs yfir Kyrrahafið.
Það var B767 þota frá Delta flugfélag-
inu, sem lenti á Keflavíkurflugvefli
fyrr í þessum mánuði, og var hún
búin Pratt & Whitney hreyflum.
Grunnforsendan, sem liggur að
baki ETOPS-reglna er sú, aö áhættan
sem áhöfn og farþegar taka í sflku
flugi sé ekki meiri en almennt er í
flugi á hefðbundnum þriggja eða
fjögurra hreyfla þotum. Lykilstærð-
in hér er svonefnd stöðvunartíðni
hreyflanna („IFSD - In Fflght Shut-
down Rate“). Til að geta fengið 2 klst.
ETOPS-viðurkenningu má IFSD ekki
vera meiri en 0,05 á hverjar 1000
hreyfilstundir. - Ef slíkri tveggja-
hreyfla þotu er t.d. flogið að meðal-
tali 5.000 klst/ári, samsvarar þetta að
stöðva þurfi annan hreyfilinn á flugi
á 20 ára fresti. Til að fá 3 klst. ETOPS
viðurkenningu má IFSD ekki vera
meiri en 0,02 á hverjar 1000 hreyfil-
stundir.
Að sameiginlegu mati flugvéla-
framleiðenda, flugmálastjóma og
flugfélaga, eru líkindin á því að báðir
hreyflar stöðvist á flugi svo fjarstæð,
að áhættan á slíku er langtum lægri
en þegar viðurkennd áhætta frá ýms-
um öörum þáttum, bæði í flugi, svo
og í lífinu almennt.
Þegar Flugleiðir hófu rekstur á
B757 flugvélum í apríl var sú flugvél-
ekki allir verkamenn og lífeyrisþegar
að vera í sama flokki?
Hvað veldur að elliífeyrisþegar,
sem búnir em að skila sínu lífsstarfi
fyrir þjóðina, verða að sætta sig við
smánarlega tekjutryggingu upp á 22
þúsund krónur á mánuði sem er svo
aftur skert ef menn fá meira en 14.800
úr lífeyrissjóði á mánuði!!?
Samkvæmt áðurnefndum útreikn-
ingum Hagstofu íslands fyrir stúd-
entana þá ætti tekjutrygging ellilíf-
eyrisþega aö nema 32 þús. kr. á mán-
uði og þeir ættu að geta fengið allt
upp í 47 þúsund kr. án skeröingar
lífeyrissjóðs. Fyrir utan það hvað
argerð með grunnviðurkenningu
fyrir 2 klst. ETOPS frá árinu 1986.
Þessi gmnnviðurkenning banda-
rísku flugmálatjórnarinnar var í júlí
1990 aukin í 3 íclst., en gildir aðeins
fyrir B757 flugvélar, sem búnar era
Rolls-Royce hreyflum, þ.e. sams kon-
ar hreyflum og era á B757 flugvélum
Flugleiða.
Flugleiðir hófu B757 flugrekstur
með því að nota einungis venjuleg 1
klst. tímamörk fyrir flug til varaflug-
vallar, þ.e. að ekki var beitt ETOPS-
reglum. Þann 28. júní sl., og að af-
loknu 1.755 klst. flúgi B757 á vegum
Flugleiða, veitti loftferðaeftirliti flug-
málastjórnar heimild til að auka
þessi tímamörk í 1,5 klst., og er litið
á þá tilhögun sem áfanga að fullri 3
klst. ETOPS-viðurkenningu til fé-
lagsins.
Þess er hér að geta að allar nýjar
gerðir farþegaþotna með sæti fyrir
um 110-350 farþega, eru tveggja
hreyfla, og langfleygari gerðirnar,
þ.á m. bæði B757 og B767, frá upp-
hafi hannaðar til flugs samkvæmt
ETOPS-reglum.
Ég vona, að ofangreint svari spurn-
ingum Magnúsar Gunnarssonar og
annarra lesenda DV, en sé svo ekki,
er þeim velkomið að leita eftir nán-
ari skýringum hjá mér eða öðrum
starfsmönnum félagsins.
óréttlátt er aö skattleggja peninga
sem fyrir löngu er búið að greiða
skatt af. Hagstofan er búin að viður-
kenna að algjör lágmarkslaun í
landinu ættu að vera 79 þúsund
krónur í stað 55 þúsunda.
Hvar er nú Félag eldri borgara eða
vinir almúgans - Ásmundamir, Ög-
mundamir, Gvendar-jakamir svo
maður tah nú ekki um æðsta mann
Alþingis, Guðrúnu forseta? Er ekki
mál til komið fyrir þetta fólk í fram-
varðasveit launþega aö fara að vinna
í þessu og koma verkamönnum og
ellilífeyrisþegum á hærra plan?
Þyrftiað
leiðbeina um
spálestur
Ólafur Guðmundsson hringdi:
Ég er einn þeirra sem taka mik-
ið mark á hvers konar myndræn-
um útskýringum, jafnt súluritum
sem grafiskum „kökum" og
hverju öðru sem getur orðið til
að ég átti mig á hvað upplýsing-
arnar hafa raunvemlega fram aö
færa.
í DV, sem annars er þekkt að
ágætum útskýringum, einmitt á
þessu sviöi (með myndum og gra-
fískum teikningum) sá ég í byrj-
un vikunnar frétt um veðurhorf-
ur framí miðjan september. Þetta
var langtímaspá og fylgdi mynd
yfir spána á Norður-Atlantshafi
fyrir ágúst. - En þarna var mynd
sem ég skildi ekki eöa gat ekki
lesið úr vegna þess aö textinn
skýrði hana ekki nægilega.
Eg vil taka fram að þetta er
ekkert sérstakt fyrir ykkar blað.
í mörgum öðrum blöðum birtast
stundum myndir sera eiga að út-
skýra einmitt eítthvað álíka og
hér ræðir um, og því langar mig
til að koma á framfæri þeirri
frómu ósk að einhver Ijölmiðill,
t.d. DV, kynni okkur grundvall-
arleiöbeiningar til aö lesa úr
spám og grafískum teikningum
ef það er þá hægt á einfaldan og
skýran hátt. . - Eins konar
kennslu í spálestri eins og ég
kalla þessar teíkningar.
Veðurhorfumar fram i miðjan september:
logbjörtsumai
l.ungiímaspá um veöur á N-Allanlshafi f.vrir ágúst
8*001 • OSflr'uin NOAA (Nallonal OcmoK «nd Almoiphwlc Adimniflfallon)
Fréttin um veðurhortur fram i
september ásamt mynd af lang-
tímaspánni á hafinu birtist í DV
14. ágúst sl.
FráDVumkortoggröf
Varðandi lesendabréf frá Ólafi
Guðmundssyni um lestur korta
og annarra myndrænna útskýr-
inga, sem oft era birt með frétt-
um, og eiga aö vera lesendum til
leiðbeiningar og frekari útskýr-
inga, Vill blaðið láta eftirfarandi
koma fram:
Það er meö kort, gröf og aðrar
myndrænar útskýringar eins og
annað myndefni að það er hreint
ekki auövelt aö setja það fram svo
það veröi öllum jafnaðgengilegt.
Veðurkort em t.d. með flóknari
kortum og mun flóknari í vinnslu
en einfalt súlurit eða „grafísk
kaka“ sem sýnir skiptingu í sam-
hengi við viðkomandi lesefni.
Á kortinu sem dæmi er tekið
af miðar bandaríska veðurstofan
viö meðalhita eða meðalúrkomu,
og hefur 30% mörkin sem meðal-
gildi kortsins. Allt annað em frá-
vik frá meðalgildi. Ef 40%-línan
liggur um kuldabelti, þýðir það
að líkurnar á kulda séu yfirgnæf-
andi miðað við meðaltal á svæð-
inu. - í kortum af þessari gerð
er gert ráð fyrir hitastigi, undir
og yfir meðallagi viðkomandi
mánaðar.
Um allt þetta mætti auðvitað
skrifa lengra mál en hér verður
látiö staðar numiö að sinni. -
Þeim sem hafa áhuga á áð kynna
sér nánar línurit og grafískar út-
skýringar má svo benda á bókina
Tölfræði eftir Jón Þorvarðarson,
útgeíha af Máh og menníngu.
r
Bréfritari spyr hvað dvelji framvarðasveit launþega til aðstoðar og nefnir til sögunnar Ásmund Stefánsson (ASÍ),
Ögmund Jónasson (BSRB), Guðmund J. Guðmundsson (Dagsbrún) og Guðrúnu Helgadóttur, forseta Sameinaðs
Alþingis.
Fátækramörk og tekju-
trygging ellilífeyris