Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1990, Qupperneq 32
mrm ■—»
r~ n
-1
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstfórn - Augiýsingar - Áj 5krift - Oreifing: Simi 27022
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990.
Sjómanni bjargað:
Varorðinn kaldurog
þrekaðureftiraustur
- hafðisigltárekald
' Áhöfn Sjafnar ÞH 142, sem er 200
tonna rækjubátur, bjargaði litlum
Sómabát austur af Siglunesi í nótt.
Báturinn heitir Lilja EA og hafði
hann siglt á rekald. Leki kom að
bátnum við olíutank og lúkar stjóm-
borðsmegin að framan.
„Við vorum rétt hjá bátnum þegar
við heyrðum í honum í talstöðinni.
Við vorum austur af Siglufirði, það
var myrkur og frekar hvasst. Sóma-
báturinn var á leið frá Þórshöfn til
Akureyrar og var hann nýbúinn að
fara fram úr okkur. Þetta var rétt
fyrir klukkan þrjú í nótt. Við tókum
hann síðan í tog og það gekk ágæt-
lega að koma taug á milli. Lilja hafði
lent á einhverjum rekaviðardrumb
eða kubb og fékk gat á botninn viö
lúkarinn og ohutankinn og við það
drapst á vélinni,“ sagði Haukur
Gunnarsson, skipstóri á Sjöfn ÞH, í
samtali við DV í morgun.
„Maðurinn á Lilju EA, sem er eig-
andi bátsins, var einsamall á ferð.
Hann var að sögn Hauks orðinn kald-
ur og þrekaður þegar Sjöfn kom með
bátinn í togi til Ólafsfjarðar snemma
í morgun. Hann var þá búinn að
ausasjóallalandleiöina. -ÓTT
Biskupstungnabraut:
Femtslasaðistí
Femt slasaðist, þar af einn alvar-
lega, þegar Pontiac Trans am bifreið
var ekið út í skurð við T-gatnamót
við Biskupstungnabraut og Suður-
landsveg skömmu fyrir miðnætti í
gærkvöldi. Granur leikur á að öku-
maður hafi verið undir áhrifum
áfengis.
Framendi bílsins lenti handan við
veginn á skurðkantinum íjær en aft-
urendinn hékk á brúninni nær. Að
sögn lögreglunnar á Selfossi var bif-
reiðin V-laga að sjá þar sem hún
hékk á milli skurökantanna. Enginn
í bílnum var í öryggisbelti. Fólkið er
um og yfir tvítugt.
Karlmaður, sem var farþegi í fram-
sæti, hryggbrotnaði og telur lögregl-
an að ekki hefði farið svo illa ef hann
hefði verið í belti. Maðurinn kastað-
ist fram við höggið en hentist svo á
sætið í bakfallinu og braut það.
Sjúkraflutningamenn höfðu sérstakt
belti meðferðis sem gerði flutninginn
á manninum mun haganlegri fyrir
þann slasaða. Tveir aðrir í bílnum
skárast töluvert í andliti en kona
hlaut eymsl í hálsi, var marin á öxl
og fann til í fæti.
Lögreglan segir að ofangreind gatna-
mót séu varhugaverð þar sem merk-
inga sé ábótavant. Engu að síður segir
hún að um of hraðan akstur hafi verið
aðræðaerslysiðvarð. -ÓTT
LOKI
Þeir ráða eldhuga
í lögguna!
Lagði vísvitandi
old að bensíni
vi%l Ifvllvllll
Sýslumaður A-Skaftafellssýslu
hefur ákveöiö að lögregluþjónn á
Höfii í Homafirði fái ekki starfs-
samning sínn endurnýjaðan um
næstkomandi mánaðamót sökum
afglapa í starfi.
Viðkomandi maöur lagði nýlega
vísvitandi eld aö bensíni sem hafði
lekið niður viö bensínstöð Ohs á
Höfn. Þar stofnaði hann lífi sínu
og aö minnsta kosti tveggja ann-
arra, þar á meðal var annar lög-
regluþjónn, í hættu. Litlu munaði
að eldurinn næði aö komast í bens-
íntank bifreiðar. Maðurinn lagði
eldinn að bensíninu án nokkurrar
annarrar ástæðu en að storka þeim
sem voru nærstaddir.
Lögregluþjónninn hefur hætt
störfum. í fyrrasumar ók maður-
inn vörubfl og stórskemmdi þegar
hann keyrði hann á brú. Hann
hafði þá ekki hlotið réttindi til aö
aka slíku farartæki.
Ekki er ijóst hvort maðurinn fær
starf aftur í lögreglunni. Ákveðið
hefur þó verið að starfssamningur
mannsins, sem átti að renna út 1.
september, verði ekki endurnýjað-
ur. Hann er þvi kominn í annað
starf. Lögregluþjónninn hafði á
þessu ári lokiö tilskihnni menntun
í lögregluskólanum. Ekki náðist í
sýslumann en hann er nú fjarver-
andi.
Ríkistogarinn:
15 aðilar
vilja Hafþór
Á milh 15 og 20 aðilar sýndu áhuga
á aö kaupa togarann Hafþór, að sögn
Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra
í sjávarútvegsráðuneytinu. Tilboðs-
frestur hefur verið framlengdur til
vikuloka en mörg tilboðanna munu
vera ákaflega óformleg. Einn þeirra
sem sendu tfiboð er útgerðarfyrir-
tækið Eldey á Suðumesjum. Hafþór
hefur um 600 tonna rækjukvóta og
160tonnaþorskkvóta. -SMJ
Flugumferöarstj órar:
Ógildabráðabirgða-
lögin samninginn?
Samningur flugumferðarstjóra við
ríkið, sem undirritaður var 13. júlí
síðásthðinn, er nú til skoðunar í fjár-
málaráöuneytinu með tilliti til ný-
settra bráðabirgðalaga. Er tahð að
bráðabirgðalögin geti ógilt samning-
inn. Breytingar um starfslok og
launaflokkahækkanir munu ganga
til baka verði niðurstaðan sú
-hlh
íslensku gíslamir:
Fara liklega
til Tyrklands
- í hópi Svía á morgun
t
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
í
Islensku gíslarnir í Kúvæt fóru
ekki með sænsku gíslunum, sem
lögðu af stað til landamæra íraks og
Tyrklands 1 morgun, samkvæmt
upplýsingum sem fengust í utanrík-
isráðuneytinu í morgun. Svíar munu
hins vegar flytja ríkisborgara sína í
burtu í tveim hópum og er gert ráð
fyrir að seinni hópurinn leggi af stað
á morgun, einnig tfi tyrknesku
landamæranna. Allar líkur eru tald-
ar á því að íslendingarnir fari með
þeim. Ekki er vitað nákvæmlega fyr-
ir um brottfarartíma á morgun.
„Ég geri ráð fyrir að hópnum hafi
verið tvískipt vegna vandamála meö
rútur og ég veit til dæmis að Finnarn-
ir fóru með einkabflum. Svíarnir,
sem lögðu af stað í morgun, fóru í
rútum en hópurinn, sem eftir er, er
tiltölulega litfil," sagði Finnbogi Rút-
ur Arnarson, sendiráðsritari í utan-
ríkisráðuneytinu.
-SMJ
í
i
i
Sýn samþykkir allar
kröf ur Stöðvar 2
i
i
Það var heldur óvenjulegt brúðkaup í Vestmannaeyjum á laugardag. Brúð-
hjónin Steinunn Guðmundsdóttir og Jón Ingi Guðjónsson héldu ásamt nán-
ustu ættingum með ferðamannasnekkju Páls Helgasonar í Klettshelli þar
sem sóknarpresturinn í Vestmannaeyjum, séra Kjartan Örn Sigurbjörns-
son, gaf þau saman á sjó um borð í bátnum. Hellirinn var upplýstur með
blysum og eftir vigsiuna var boðið upp á sjókælt kampavín. Tæplega 30
manns voru viðstaddir þarna í Klettshelli en á laugardagskvöld var veisla
í heimahúsi á Heimaey. Á myndinni eru brúðhjónin ásamt brúðarmeynni,
Steinunni Jóhannsdóttur, barnabarni brúðarinnar, í landgangi PH Viking.
DV-mynd Ómar Garðarsson
Þremenningarnir sem seldu Stöð 2
hlut í Sýn, Árni Samúelsson, Lýður
Björnsson og Þorgeir Baldursson,
hafa falhst á ahar meginkröfur
Stöðvar 2 sem settar voru fram í kjöl-
far þessara kaupa. Þremenningarnir
munu tryggja það að engar þær kröf-
ur leggist á Stöðina sem ekki voru
fyrirséðar þegar kaupin fóru fram. í
því felst að þremenningamir mimu
greiða inn í Sýn þær 20 mfiljónir af
hlutafé sem Frjáls fjölmiðlun var
leyst undan á sínum tíma, þeir munu
taka á sig hugsanlegar kröfur sem
kunna að verða lagðar fram vegna
pantana á afruglurum og þeir munu
auk þess taka á sig ábyrgðir Sýnar í
Búnaðarbankanum.
Eins og komið hefur fram í DV
gáfu Stöðvarmenn þremenningun-
um tíu daga frest til að leysa þann
ágreining sem kom upp í kjölfar
kaupa þeirra á hlut í Sýn. Hann rann
útígær. -gse
Veðriðámorgun:
Heldurkóln-
andiveður
Vestan og suðvestan strekking-
ur á landinu fyrri hluta dags með
rigningu eða skúrum um allt
sunnan og vestanvert landið, en
þurru og tiltölulega björtu veðri
á Norðausturlandi.
Er hða tekur á daginn snýst
vindur smám saman til norðaust-
lægrar áttar, fyrst á Vestfjörðum,
og þykknar þá upp norðanlands
og austan.
Heldur kólnandi veður.
Einn sá
i
i
i
i
ódýrasti
í bænum
* W '
ISVAL
v/Rauðarárstig
rohjiTesNAHe
17
DAGAR
i
í