Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
Fréttir
74 ára gamall jámsmíðameistari:
Fléttar margs konar
nytjahluti úr járni
„Ég dunda mér við þetta í kjallar-
anum heima til að fá tímann til að
líða. Ég hætti að vinna reglulega
vinnu fyrir tveimur árum en maður
hættir bara ekki svona einn, tveir
og þrír. Það er ekki hægt aö hætta
að vinna og því er ég aö dútla við
jámið, mér, og vonandi öðrum, til
ánægju,“ segir Jón E. Guðmundsson,
74 ára gamail jámsmíðameistari í
Hafnarfirði.
Jón er með smíðaaðstöðu í kjallar-
anum heima hjá sér og þar býr hann
til alls kyns hluti úr járni, stáh og
kopar. Það er ekki óvenjulegt að
menn finni sér eitthvað tii dundurs
að loknum starfsferh en það sem
gerir marga af munum Jóns svo sér-
staka er að hann fléttar jámið á sama
hátt og fólk fléttar hár. Að hans sögn
er enginn sem fléttar jám eins og
hann.
„Ég hef fanö víða en hvergi séð
fléttað jám. Ég hita jámið og flétta
það meðan það enn er heitt. Ég hef
búið til kleinujám, laxarotara, kerta-
stjaka og ýmislegt fleira nytsamlegt
á þennan hátt og fólki virðist hka
þessir hlutir ágætlega. Þetta er sos-
um engin framleiðsla hjá mér en
ég smíða þó stundum eftir pönturt-
um.“
Jón E. Guðmundsson járnsmíðameistari i kjallaranum heima í Hafnarfirði þar sem hann fléttar ýmsa nytjahluti
úr járni, stáli og kopar. Jón heldur þarna á gullhúðuðu kleinujárni. DV-mynd Brynjar Gauti
Jón var með járnsmiðjuna Klett í
marga áratugi. Hann seldi hlut sinn
í Kletti fyrir nokkmm ámm en vann
þar sem yfirverkstjóri þar til hann
hætti fyrir tveimur árum. Jón segist
aha tíð hafa fengist við jámsmíðar
en hann byrjaði að fást við þá iðn í
kringum fermingu.
-hlh
Skjaldborgar-
húsinu
breytt í hótel
Gylfi KriEtjánsson, DV, Akureyri:
Þessa dagana er unnið af krafti
við undirbúning opnunar á nýju
hóteli á Akureyri. Hótehð verður
í gamalkunnu húsi í bænum,
Skjaldborgarhúsinu við Hafnar-
stræti 67, og stefnt er að því að
opna hótehö áður en aðalferða-
mannatímiim hefst á næsta ári.
Aö sögn Aðalgeirs Stefánsson-
ar, aðaleiganda hótelsins, verða
þar 19 herbergi, 17 þeirra tveggja
manna og tvö eins manns. Óll
verða herbergin með baði, síma,
sjónvarpi með gervihnattamót-
töku og mini-bar. Herbergin
verða á þremur efri liæðum húss-
ins en á jaröhæð verður gesta-
móttaka, veitingasalur, sem rúm-
ar 40-50 manns í sæti, og lítil setu-
stofa.
„Við emm búin að taka húsið
algjöriega í gegn að utan og ganga
frá því. Innandyra hefur einnig
mjög mikið verið gert og segja
má að húsiö hafi allt veríð endur-
byggt. Sú stefha var tekta aö
vanda til allra hluta etas og frek-
ast er unnt svo gestum okkar
geti liöið sem best. Hótelið er á
mjög góðum staö i hjarta bæjar-
ins en þó utan við mesta skarkala
umferðarinnar og með afar
skemmtilegt útsýni yfir Pollinn.
Stækkunarmöguleikar á hótehnu
eru íyrir hendi og felast í bygg-
ingarrétti báðum megin hússtas
á lóö sem viö eigum,“ sagði Aðal-
geir Stefánsson.
Að öllu óbreyttu:
Bensínverð hækkar um
10-20 krónur í október
- olíufélögin ekki farin að kaupa inn a haa verðinu
Á fundi Verðlagsráðs í gær kom
fram að menn telja að bensínverö
verði óbreytt út septembermánuð.
Þá fari hins vegar að síga verulega á
ógæfuhhðina og að öhu óbreyttu
verði aö hækka bensínverð um 10
krónur í upphafi október og jafnvel
upp í 20 krónur á skömmum tíma
þar á eftir.
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Ohu-
félagsins, sagði í samtali við DV í
gærkvöldi að olíufélögin væru ekki
enn farin að kaupa ohu á háa verð-
inu. Olíufélagið og Skeljungur voru
nýbúin að kaupa 35 þúsund tonn
þegar írak réðst inn í Kúvæt. Þeir
þyrftu hins vegar að kaupa eitthvað
inn í hveijum mánuði og þeir mundu
kaupa tvo tíl þrjá farma í byrjun
september.
Vhhjálmur sagði að ekkert væri
hægt aö spá um þróunina í ohuveröi
hér innaniands. Það færi allt eftir því
hvemig máhn þróuðust fyrir botni
Persaflóa. Góöar birgðir hefðu verið
til bæði hér og í Evrópu og fram-
leiðsla hefði aukist en það mundi
vega að nokkru upp á móti fram-
leiðslustöövun í írak og Kúvæt. Verð-
ið hefði rokið upp vegna mikils
taugatitrings á mörkuðum og einnig
væri alltaf mikfl spákaupmennska í
gangi.
Á fundi Verölagsráðs kom fram að
skráð verð á bensíni væri 35,6%
hærra nú en það var þegar núver-
andi birgðir voru keyptar. Síðustu
fréttir frá Rotterdam herma að verð-
ið sé 64% hærra. Hins vegar er tan-
kaupsverð aðeins um fjórðungur
verðsins og því mun áhrifanna ekki
gæta að fullu. Þó að verð á bensíni
og gasohu gætí haldist óbreytt út
næsta mánuð er staða innkaupa-
reiknings á gasolíu mun verri og
gæti því þurft að hækka gasolíuna
fyrr.
Á fundinum kom fram að í inn-
kaupajöfnunarreikningi fyrir bens-
ín, gasolíu og svartolíu væri samtals
um 95 milljónir króna. Spáin er sú
að út næsta mánuð lækki tanstæðan
niður í 48 milljónir. Birgðir í landinu
ættu að duga í 6-9 vikur. Það er mun
mtana en menn héldu og eru menn
því nokkuð uggandi vegna þess.
Þetta eru hins vegar horfurnar eins
og þær eru í dag. Staðan gæti átt eft-
ir að breytast mikiö á næstu dögum
sem gætu leitt til hækkunar eða
lækkunar. Aht fer þetta eftir því
hvemig máhn þróast í írak á næstu
dögumogvikum. -pj
Alþjóðaskáksambandið:
Campomanes vill verða
forseti þess áfram
- Matanovicdregursigtilbaka
Fflippseyingurinn Florencio
Campomanes sagöist í gær ætla aö
bjóða sig fram til kjörs í þriðja
skiptiö sem forseti Alþjóðaskák-
sambandstas, FIDE. Júgóslavneski
stórmeistarinn Alexander Mat-
anovic hafði áður sagst ætla að
bjóða sig fram til forsetaembættis-
tas. Hann hefur htas vegar dregið
þau áform til baka. Matanovic ætl-
ar sér að verða aðstoðarmaður
Campomanesar.
„Eftir að hafa átt viðræður við
skáksambönd í S-Ameríku og Afr-
íku ákvað ég að henda hatti mínum
aftur tan í hrtaginn," sagði Campo-
manes við fréttamenn í Manfla í
gær.
Hann sagði einnig aö FIDE myndi
notfæra sér ýmsa hæfileika Mat-
anovics tfl að ná fram takmörkum
sambandstas á skáksviðinu. Öðru
fjögurra ára tímabili Campoma-
nesar sem forseta FIDE lýkur í árs-
lok. Kosningar um forseta sam-
bandsins verða haldnar fljótlega
eftir heimsmeistaraeinvígi Ka-
sparovs og Karpovs í New York og
Nice í október.
Reuter
Skipstjórinn á þýska aðstoöarskipinu Meerkatze slasaðist er skipið var statt
í hafi í vlkunni. Skipinu var síðan snúið til Reykjavíkur og var skipstjórinn
fluttur á spítala. Áður en Meerkatze hélt til íslands kom hjálparbeiðni frá
skútu skráðri á Bermuda. Þar um borð voru átta manns og hafði kona
orðið fyrir því óhappi að handleggsbrotna. Skútan var á leið frá Grænlandi
til írlands og var stödd um 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Meer-
katze kom því með tvo sjúklinga til íslands. DV-myndir S
Verkamannafélagiö Dagsbrún:
Haldi brigslum áfram er
komið að okkur að kæra
„Stjórn Dagsbrúnar endurtekur aö
hún eltist ekki við etastakar róg-
gretaar en haldi brigslum og ásökun-
um um fjármálamisferli áfram þá er
komið að Dagsbrún að kæra,“ segir
í yfirlýsingu frá Verkamannafélag-
tau Dagsbrún sem undirrituð er af
Guðmundi J. Guömundssyni, for-
manni félagsins.
Verkamannafélagið Dagsbrún
sendi frá sér yfirlýsingu vegna skrifa
í blöðum og viðtala við Þorstein
Scheving Thorstetasson, meðal ann-
ars í DV, „þar sem hann hefur meðal
annars borið fjármálamisferli, sukk
og óreiðu á forráðamenn félgsins,"
segir í yfirlýsingunni. Enn fremur
segir þar aö stjóm Dagsbrúnar sé
ekki vön aö elta ólar við hnútukast
sem betat sé aö forráðamönnum fé-
lagstas' en ásökunum um fjármála-
misferli hggi Dagsbrúnarmenn ekki
undir.
Segir að nefndur Þorsteinn hafi
kært Dagsbrún til Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs en sjóðurinn hafi ekki
talið neitt athugavert við afgreiöslu
Dagsbrúnar á máh Þorstetas. Þá seg-
ir að Þorsteinn hafi kært afgreiðslu
þessa tfl tryggingaráðuneytistas sem
gaf þá umsögn að ráðuneytið sæi
ekki ástæðu tfl afskipta af málinu.
Þá segir að Þorsteinn hafi sent félags-
málaráðuneytinu kæm í fjórum lið-
um. Var máhö rannsakað og loks
sent bréf til Þorstetas, og afrit til
Dagsbrúnar þar sem ákærunum er
vísað frá.
Með yfirlýsingu Dagsbrúnar fylgir
yfirlýsing endurskoðanda félagsins
til margra ára, Endurskoðun Sig.
Stefánssonar hf. Þar segir meðal
annars:
„Við athuganir okkar hefur ekkert
komið fram sem bendir til fjármála-
misferhs eða óreiðu með flármuni
félagsins, þvert á móti er meðhöndl-
un fjármuna félagsins og allt reikn-
ingshald tfl mikillar fyrirmyndar.“
-hlh