Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 26
38 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990. LífsstQI Það er ýmislegt að skoða í Frankfurt. Frankfurt: Lestar- og rútuferðir Spekingar hafa stundum komist svo að orði að sál Vestur-Þýskalands sé í Mtinchen, höfuðið í Hamborg, hendurnar í Bonn, andlitið í Berlín en hjartað í Frankfurt. Þeir sem til þekkja segja að í þessu sé töluverður sannleikur, að minnsta kosti hvað varðar Frankfurt. Þar slær hjartað því hvergi er fjármagnið meira, bankamir fleiri og verslunin fjör- ugri. Hins vegar má heldur ekki gleyma því að menningin blómstrar í Frankfurt og þar er ákaflega lit- skrúðugt mannlíf sem þrífst í borg- inni við ákjósanlegar aðstæður. Til gamans og fróðleiks má nefna nokkr- ar staðreyndir þessu til stuðnings. í borginni eru til dæmis 396 innlendar og erlendar bankastofnanir. Þar lifa líka 22 leikhús góðu lífi, 25 söfn og 80 kvikmyndahús. Auk þess eru haldnir í FVankfurt að meðaltali 1073 tónleikar á ári hverju. íbúar og gest- ir borgarinnar geta hka notið lífsins úti í náttúrunni því í Frankfurt eru 758 hektarar af görðum og grænum svæðum og þar er að auki hinn svo- kallaði borgarskógur sem er 3830 hektarar að flatarmáh. Það kostar heldur ekki mikla fyrir- höfn að bregða sér í stuttar ferðir með svæðisjámbrautunum, S-Bahn. Hægt er að byrja ferðina annaðhvort á aðaljárnbrautarstöðinni eða undir Hauptwache-torginu og halda á ör- fáum mínútum til staða eins og Bad Homburg, Kronberg, Bad Nauheim, Wiesbaden, Mainz og Darmstadt. Þessir áfangastaðir eru forvitnileg- ir og þar er ýmislegt hægt að skoða, svo sem spilavíti, heilsuræktarlindir, gamla kastala og hallir, fagrar mið- aldabyggingar, söfn og fornar kirkj- ur. Rútuferðirnar eru lengri og er þá jafnan ýmislegt innifalið í verðinu. Hér eru þrír möguleikar: Heilsdags Rínarferð: Ekið er í gegn- um Wiesbaden og til vínstaðarins Rúdenheim. Bærinn er skoðaður undir leiðsögn og snæddur miðdegis- verður, vínframleiðandi er síðan heimsóttur og að sjálfsögðu er boðið, upp á vínsmökkun. Farið er í stutta ferð meö ferjunni til St. Goarshausen en sigUng á Rín í góðu veðri er skemmtileg upplifun. Lagt er af stað daglega kl. 11.15 frá Wiesenhútten- platz 39-CTI, sími 069-231091, fax 231044. Komið er til baka kl. 19.45. Verð: 99 DM fyrir fuUorðna og 79 DM fyrir börn. Hálfsdagsferð til Heidelberg: Lagt er af stað frá suðurhhð aðaljám- brautarstöðvarinnar kl. 13.30 og komið til baka um kl. 18.30. Boðið er upp á leiðsögn á þýsku, ensku, frönsku og fleiri tungumálum. Verð: 84 DM fyrir fullorðna og 64 DM fyrir börn. Upplýsingar veitir Deutsche Touring Gesellschaft GmbH, sími 069-230735, fax 706079. ’ Dagsferð til Rothenberg ob der Tauber: Lagt af stað frá suðurhlið aðaljárnbrautarstöðvarinnar kl. 8.15 og komið til baka kl. 19.55. Innifalið í verði er meðal annars miðdegis- verður og fararstjórn á leiðinni og í hinni fógru og fornu borg. Verð: 89 DM fyrir fullorðna og 69 DM fyrir börn. Upplýsingar um ferðina eru veittar á sama stað og í sama síma og um ferðina til Heidelberg. Ódýrt til Hawaii: Forðist ferðamanna- tímann Hawaii eru margbrotnar og fallegar Kyrrahafseyjur. Hawau eru heillandi og seiðandi eldfjallaeyjar þar sem pálmatré svigna, hvítar strendur bjóða ferða- langinn velkominn og eldfjallarisar láta stöðugt vita af sér. Alla langar til Hawau en fæstir láta það nokkurn tíma eftir sér. Þangað er langt að fara og dýrt að vera - eða hvað? Bestþegar allir erufamir Hawaii liggur á Kyrrahafinu um það bil miðja vegu milli vestur- strandar Bandaríkjanna og Japan. íslendingar sem þangað sækja (og þeir verða sífellt fleiri) þurfa því að fljúga fyrst til Bandaríkjanna og síð- an yfir til Hawaii. Flestir heimsækja HawaU í sínu venjulega sumarfríi, einhvern tíma í júní, júlí og ágúst auk þess sem fjöldi manns dvelur þar í jóla- og páskafríum. Það er hins vegar alrangt að velja þessa mánuði þegar verið er að skipuleggja ferð til Hawaii. Besti tíminn til að ferðast til eyjanna er þegar ferðamannaíjöldinn hefur haldið til síns heima en veðrið er samt ennþá gott. Þá er engin mannmergð á strönd- unum og hægur vandi að fmna sér auðan blett eða afskekkta vík. Þá lækka flugfélögin flugið og hægt er að komast á áfangastað allt að því ódýrt á sértilboðum eða afgangssæt- um. Þá .hrapar hótelverð og mögu- leiki er að komast á góð hótel fyrir lítinn pening. Þá hverfa biðraðir við veitingahús og þjónusta batnar til muna. Maí, september og október Með smáskipulagningu ætti því að vera á alla færi að komast til para- dísareyjanna. Einungis þarf að hafa í huga að forðast hinn hefðbundna ferðamannatíma eins og heitan eld- inn. Þegar tölur um fjölda ferðamanna og veðurfar hvers mánaðar eru born- ar saman kemur í ljós að það virðist vera langbest að ferðast til Hawaii í september, október og maí. Ferða- menn eru þá að miklum mun færri en veðrið er ennþá mjög gott. Eigin- lega er þá veðrið betra en yfir sumar- mánuðina því að loftið ekki eins rakt og hitinn helst jafn og þægilegur nálægt25gráðum. -BÓl Eín af þeim fjölmörgu myndum sem borist hafa í keppnina. Ljósmyndasamkeppni DV og Ferðamálaárs: Alls konar myndir berast nú í ljósmyndasamkeppni DV og Ferða- málaárs Evrópu. Keppnin er helg- uð ferðalögum og útivist og verða myndirnar að tengjast þessu efni. Þetta er hins vegar mjög vítt svið og alls konar myndir passa við þetta viðfangsefni. Munið að skila- frestur er til 30. ágúst. Innsendar myndir skulu vera pappírsmyndir, í ht, svarthvítar eða htskyggnur. Glæsileg verðlaun 1. LundúnaferðfyrirtvomeðFlug- leiðum. Innifalin er hótelgisting með morgunverði í þrjár nætur. 2. Farseðlar að eigin vali fyrir tvo til áætlunarstaða Flugleiða inn- anlands. 3. Dvöl á Edduhóteli að eigin vali fyrir tvo, gisting og morgun- verður í fimm nætur. 4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið með sérleyfisbílum. 5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk með Ferðaskrifstofu BSÍ og Austurleið. 6.-10. Bókaverðlaun. Besta myndin frá hverju landi fer sjálfkrafa í hina evrópsku loka- keppni sem fer fram í Grikklandi seint á þessu ári en þar verða þrjár bestu myndirnar verðlaunaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.