Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 24
LAUGÁRDAGUR 25. ÁGtJST 1990.
Knattspyma unglinga
Framarar bikar-
Bikarmeistarar Fram i 2. flokki 1990. Liðið er þannig skipað: Vilberg Sverrisson, Pétur Marteinsson, Agúst Olafs-
son fyrirliði, Pétur Bjarnason, Guðmundur Gíslason, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Þorri Ólafsson, Anton B. Markús-
son, Haukur Pálmason, Nökkvi Sveinsson, Ríkarður Daðason, Friðrik Þorsteinsson, Sævar Guðjónsson, Þorsteinn
Bender, Rúnar Gíslason og Steinar Guðgeirsson. Þjálfari þeirra er Magnús Jónsson. Liðsstjóri er Ólafur Orrason.
DV-myndir Hson
Bo Johansson, þjálfari íslenska landsliðsins, fer vitt um og horfir á alla
mögulega leiki. Hér er hann með formanni KSÍ, Eggert Magnússyni, að
fylgjast með úrslitaleiknum í bikarkeppni KSÍ í 2. flokki sem fram fór í
Þorlákshöfn. Strax á eftir lá leiðin til Grindavíkur þar sem hann sá um
verðlaunaafhendingu í lýsismótinu sem er árlegt mót yngri flokka.
- sigruðu Eyjamenn, 2-0, í úrslitaleik í Þorlákshöfn
Það voru Framarar sem höfðu bet-
ur gegn ÍBV í úrslitaleik bikarkeppni
KSI, sem fram fór í Þorklákshöfn sl.
laugardag. Það má segja um Framlið-
ið að „fall sé fararheill því rútan sem
átti að koma því til Þorlákshafnar
bræddi úr sér uppi á Sandskeiði og
varð því að selflytja liðið á ákvörðun-
arstað. Við þessa töf hófst leikurinn
um klukkustund síðar en áætlað var.
Lokatölur urðu 2-0 sigur fyrir Fram-
ara og voru mörkin skoruð í sínum
hálfleiknum hvort.
Frammeira
meðboltann
Framstrákarnir byrjuðu af mikl-
um krafti og sóttu stíft undan gol-
unni og voru mun meira með boltann
en komust lítt gegn sterkri vöm
Eyjamanna. Eyjapeyjamir beittu aft-
ur á móti skyndiupphlaupum sem
sköpuðu oft mikla hættu uppi við
mark Framara. Annars einkenndist
þessi leikur mikið af baráttu á miðj-
unni, helst til of mikilli á stundum
og þá einkum óþarfa brotum. En
þetta var nú einu sinni bikarúrsíita-
leikur og leikmenn því í miklum
ham. Þó brá fyrir góðu spili beggja
hða af og til en spennan var of mikil
mestaUan tímann og leikmenn því
stundum of fljótfærir og tíð mistök í
sendingum.
Haukurskorar
Á 35. minútu skoruðu Framarar
fyrra mark sitt og var sérlega vel að
því staðið. Eftir laglegt gegnumspil
vinstra megin afgreiddi Rikarður
Haukur Pálmason skoraði fyrra mark Framara gegn IBV.
Fyrirliði 2. flokks Fram, Agúst Ólafsson, í miðju með bikarinn. Með honum
eru markaskorararnir, Haukur Pálmason til vinstri og Þorri Ólafsson.
Daðason boltann til Hauks Pálma-
sonar, á markteig, sem átti ekki í
neinum erfiðleikum að koma boltan-
um í netið.
Undir lok fyrri hálfleiks fékk Hug-
inn Helgason, ÍBV, gott færi á að
jafna, en brenndi af. Framarar fengu
og sín tækifæri og var Ríkarður
Daðason til að mynda óheppinn að
skora ekki mark þegar hann komst
einn inn í teiginn, eftir stungusend-
ingu.
Síðari hálfleikur
Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik
og ekkert gefið eftir. Varnir beggja
liða voru mjög traustar og því erfitt
að finna smugu. Framarar skoruðu
annað mark sitt eftir þunga sókn
ÍBV. Guögeir Leifsson, sem kom inn
á sem skiptimaður í síðari hálfleik,
átti frábæra sendingu á Þorra Ólafs-
son, einn og óvaldaðan sem skoraði
DV-mynd Hson
af öryggi. Þetta veigamikla mark
Framara kom þegar 7 mínútur voru
til leiksloka. Stuttu seinna fékk Ant-
on Markússon, Fram, gullið færi til
að auka muninn en inn vildi boltinn
ekki.
Vinna Framarar
tvöfalt?
í heild má segja að leikur liðanna
hafi verið góður. Framarar voru þó
betri aðilinn að þessu sinni og unnu
sanngjarnt. Liðið er skipað mjög
jafngóðum strákum og hafa 4 þeirra
leikið með meistaraflokki. Bestir að
þessu sinni voru Pétur Marteinsson
og Vilhjálmur Vilhjálmsson í vörn-
inni og sömuleiðis Ríkarður Daðason
í framlínunni. Miðjan var og sterk
með þá Hauk Pálmason og Anton
Markússon sem bestu menn. Þorri
Ólafsson var og mjög virkur. Fram-
arar leiða einnig í A-riðli íslands-
mótsins og eiga því möguleika á að
vinna tvöfalt.
Eyjamenn hafa einnig góðu liði á
að skipa óg myndi það sóma sér vel
í A-riðli íslandsmótsins. Þeir áttu þó
í vissum erfíðleikum með að halda
boltanum og var sóknarþunginn fyr-
ir vikið ekki nógu mikill hjá þeim.
Huginn Helgason átti mjög góðan
leik á miðjunni ásamt Jakobi. Einnig
voru þeir Sigurður Ingason og Davíð
Hallgrímsson frábærir í vörninni. í
framlínunni bar mest á þeim Stein-
grími Jóhannessyni og Sigurði
Gylfasyni.
Dómari var Pétur Sigurðsson og
stóð sig ágætlega í erfiðum leik. Sig-
mundur Stefánsson, stjórnarmaður
KSÍ, afhenti verðlaunin.
„Réttlátúrslit"
Ágúst Ólafsson, fyrirliði Fram,
sagðist mjög ánægður með úrslitin:
„Þetta var mikill baráttuleikur og
spiluðu bæði liðin mjög fast en þó
ekki óheiðarlega. Við vorum vissir
um að það lið sem væri fyrr til að
skora myndi vinna leikinn. Það tókst
og vil ég þakka Eyjamönnum fyrir
mjög drengilegan leik.“
„Fengum okkar færi"
Huginn Helgason, fyrirliði ÍBV:
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa úr-
slitaleik. Við fengum okkar tækifæri
en nýttum ekki. Ef okkur hefði tekist
það hefði allt getað gerst. Við gáfum
allt í leikinn en það dugði ekki í þetta
sinn. Annað markið kom af því við
urðum að sækja mjög stíft til að
reyna að jafna. - Ég óska bara Fröm-
- urum til hamingju með bikarsigur-
inn,“ sagði fyrirliði ÍBV-liðsins.
„Óþarfa tæklingar,"
sagði Bo
Bo Johansson landsliðsþjálfari
fylgdist með úrshtaleiknum í Þor-
lákshöfn. Hann sagði í viðtali við DV
að alltof margar tæklingar leik-
manna hafi verið ranglega útfærðar:
„Sumar voru reyndar algerlega
óþarfar en aðrar komu of seint og
skemmdu bara út frá sér. Knatt-
spyrnan var ekki eins góð fyrir vik-
ið. Það eru margir athyghsverðir
leikmenn í báðum liðunum en hæfi-
leikar þeirra nýttust ekki nógu vel,
m.a. vegna fyrrnefnds atriðis. En
auðvitað væri hægt að segja heilmik-
ið annað um þennan leik,“ sagði
þjálfari íslenska landsliðsins.
-Hson
meistarar í 2. flokki