Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990. Erlendbóksjá Ævintýramaður Richard Francis Burton var einn helsti ævintýramaður Eng- lendinga á síðustu öld. Allt sitt líf sótti hann inn á ókannaðar slóðir þar sem reyndi á líkamlegt og andlegt þrek. Hann fór eigin slóð- ir, var óstýrilátur í meira lagi og haldinn skapgerðargöllum sem urðu til þess að hann náði aldrei þeim frama sem hann sóttist eftir. Burton vakti fyrst verulega at- hygh þegar honum tókst að dulbúa sig sem araba og komast ■ sem pílagrímur til Medínu og Mekku, allt aö Kaaba og hinum helga svarta steini - en slíkt er forboðið öðrum en sanntrúuðum. Síðar varð hann fyrstur hvítra manna til að komast að Tangany- ikavatni og ferðaðist víða um heiminn, meðal annars til ís- lands. Hann bar reyndar landi og þjóð illa söguna. Nú á dögum er nafn Burtons þó einkum tengt þýðingum hans á Þúsund og einni nótt og öðrum ritum, einkum austrænum, en Burton var einstakur málamað- ur. Hann skrifaði fjölda bóka, sem eru misjafnar að gæðum, þar á meðal tveggja binda verk um íslandsheimsóknina. Þessi ævisaga gefur glögga mynd af óvenjulegum manni sem var stór, jafnt í kostum sínum sem göllum. BURTON. Höfundur: Byron Farwell. Penguln Books, 1990. HAMLET, REVENGE! hichael innes Hamletsmorðið Á glæsilegu ensku herrasetri eru hertogahjónin að undirbúa fjölmenna veislu. Hápunktur fagnaðarins er sýning á Hamlet þar sem fjölskyldan og vinir þeirra fara með helstu hlutverk. I þeim hópi er fjármálaráðherra landsins sem leikur Póliníus, ráð- gjafa konungsins. Sýningin geng- ur vel þar til kemur aö því atriði þegar Póliníus er veginn. Þá kveður við byssuskot á sviðinu og Póliníus er ailur í eiginlegri merkingu: fjármálaráðherrann hefur verið myrtur. Þetta er ein af kunnari saka- málasögum enska höfundarins I.M. Stewart sem ritaði undir höfundamafninu Michael Innes um ævintýri Appelby lögreglu- foringja, en það er sá rólyndi lög- reglumaöur sem leysir morðgát- una að lokum eftir ýmis hliðar- spor og fleiri morð. Þessi saga kom fyrst út árið 1937 er ber þess að sjálfsögðu ýmis merki. En hugmyndin er snjöll og úrvinnslan með ágæt- um. HAMLET, REVENGEI Höfundur: Michael Innes. Penguln Books, 1990. Þýska stúlkan sem varð Katrín mikla Sófía Ágústa Frederíka, prinsessa af Anhalt-Zerbst, fæddist vorið 1729 (21. apríl eða 2. maí) í Stettin sem þá var hluti af þýsku smáríki. Sófia var fyrsta bam foreldra sinna sem höfðu vonast eftir syni til að taka við nafni og löndum ættarinnar. Framavonir enn einnar prinsessu í þýsku smáríki voru ekki miklar. Þess vegna átti ferill Sófía eftir að koma öllum á óvart. Fimmtán ára að aldri var hún lofuö ríkisarfa Ró- manov-ættarinnar, Pétri Stórhertoga af Rússlandi. Þau gengu í það heilaga en eiginmaöurinn þurfti að bíða í nær tvo áratugi eftir að erfa ríkið. Skömmu eftir að Pétur tók við keis- aratign, eða 1762, gerði Sófía, sem við hjónabandið var gefið nafnið Katrín, hallarbyltingu gegn manni sínum og settist á valdastól sem keisaraynja. Hún hélt völdum allt til dauðadags, 34 árum síðar, og hlaut fyrir frammi- stöðu sína viðumefnið „hin mikla“. Jafnaö við Messalínu En það vora ekki allir jafnhrifnir af Katrínu. Um hana vora sagðar þegar í lifanda liíi fjölmargar magn- aðar hneykshssögur. Margir urðu til að gagnrýna hana harkalega sem siðlaust ævintýra- kvendi sem hefði látið myrða eigin- mánn sinn og stolið krúnunni sem hún átti ekkert lagalegt kall til. Mest var þó hneykslast á því hversu oft hún skipti um elskhuga. Var hún af andstæðingum sínum tal- in svo sjúklega vergjöm að engri konu væri við að jafna í þeim efnum nema hinni rómversku Messalínu. Það er til merkis um orðspor Katr- ínar á sviði ástarlífsins að eftir dauð- Vesturlandabúar voru mikið fyrir að teikna skopmyndir af Katrínu miklu. Hér er hún með sverð á lofti að berjast við Tyrki. ann komst á kreik makalaus öfug- uggasaga um hvernig andlát hennar hefði borið að höndum. í þeirri sögu, sem enn lifír góðu lífi, kom einn stóð- hestur keisaraynjunnar mjög við sögu. Merkur stjórnandi Þótt höfundur þessarar ágætu ævi- sögu Katrínar miklu víki að sjálf- sögðu að öllum hneykshssögunum og reyni eftir fóngum að grafast fyrir um staðreyndimar að baki þeim þá er megináhersla lögð á það í þessari bók að varpa Ijósi á Katrínu sem stjómanda eins helsta stórveldis átj- ándu aldarinnar í nieira en þrjá ára- tugi. Við þá skoðun fer ekkert á mhh mála að Katrín hafði til að bera mikla hæfileika th að laða að sér fylgis- menn og stjórna þeim. Hún var afar metnaðargjöm, sumir segja valda- sjúk en hafði einnig búið sig vel und- ir að stjóma ríkinu. Þannig hafði hún kynnt sér ítarlega kenningar vest- rænna heimspekinga um stjórnlist og átti um langt árabil í bréfaskrift- um við suma þeirra, einkum Volta- ire. Þótt það gengi upp og ofan að koma hugmyndum hennar í framkvæmd í afar víðlendu, margbreythegu og að ýmsu leyti framstæðu landi setti hún viða mark sitt á þjóðfélagið. Kona andstæðnanna Katrín mikla var kona mikiha and- stæðna. Hún var gáfuð, hugdjörf og slægvit- ur, enda þurfti vissulega mikla hæfi- leika og dugnað til þess fyrir þýska prinsessu að ná völdum í Rússlandi og halda þeim. En hún var einnig nautnasjúk kona sem þarfnaðist aðdáunar og atlota sífeht yngri manna eftir því sem ald- urinn færðist yfir hana. Sá veikleiki hefur varpað nokkram skugga á af- rek hennar á öðram sviðum. Þessi ævisaga, sem er jafnt við hæfi al- mennings sem fræðimanna, ætti að rétta nokkuð af þá skökku mynd. CATHERINE THE GREAT Hölundur: John T. Alexander Oxford University Press, 1990 Metsölubækur Bretland Kiljur, skáldsöaur; 1. J, Barnesi A MISTORY OF THE WORLD IN 10'/) CHAPTERS. 2. KEN FOLLETT: PILLARS OF THE EARTH. 3. COUN DEXTER: THE WENCH IS OEAO. 4. Wtlbur Smith: A TIME TO DIE. 5. Tom Ctancy: CLEAH AND PRESENT DANGER. 6. Oaníolle Steel: STAR. T. P. D. James; DEVICES AND DESIRES. 8. Charlotte Blngham: THE BUSINESS. 9. Qarrlson Kelllor: WE ARE STILL MARRIED. 10. Kszuo Ishíguro: THE REMAINS OF THE OAY. Rit almenns eðlis: 1. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 2. Hannah Hauxwetl: SEASONS OF MY UFE. 3. floaemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH DIET. 4. Rosemary Conloy: INCH-LOSS PLAN. 5. Sruce Chatwln: WHAT AM I DOING HERE. 8. PROMS '90. 7. Judlth Wllls: A FLAT STOMACK IN 1S DAYS. 8. Olrk Sogarde; A PARTICULAR FRIENDSHIP. 9. Germalne Greer: DADDY, WE HARDLY KNEW YOU. 10. Joseph Corvo: ZONE THERAPY. (Byggt 4 The Sunday Tlmes) Bandaríkin Mctsölukiljur: 1. Tom Clancy: CLEAR AND PRESENT DANGER. 2. Scott Turow: PRESUMED INNOCENT. 3. Ken Follett THE PILLARS OF THE EARTH. 4. Mary Hlggins Clark: WHILE MY PRETTY ONE SLEEPS. 5. Bctva Ploln: BLESSINGS. 6. Amy Tan: THE JOY LUCK CLUB. 7. Dorís Mortman: RIGHTFULLY MINE. 8. Martin Cruz Smith: POLAR STAR. 9. Elleen Goudge: GARDEN OF LIES. 10. John le Carré: RUSSIA HOUSE. 11. Lawrence Sanders: CAPITAL CRIMES. 12. Rosamunde Pllcher: THE SHELL SEEKERS. 13. Mergeret Trumsn: MURDER AT THE KENNEÐY CENTER, 14. Jobn Irvlng: A PRAYER FOH OWEN MEANY. 15. Tom Wotfe: THE BONFIRE OFTHE VANITIES. 16- Pal Booth: BEVERLY HILLS. Rit aimenns eðlis: 1. Gllda Radner: IT’S ALWAYS SOMETHING. 2. Truddi Chase: WHEN RABBIT HOWLS. 3. Robert Futghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW 1 LEARNED IN KINDERGARTEN. 4. Stephen Hawkíng: A BRIEF HISTORY OF TIME. 5. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 6. C. David Hoymann: A WOMAN NAMEO JACKIE. 7. OUR STORY: NEW KIDS ON the BLOCK. 8. David Halberslam: SUMMER OF '49. 9. Leslte Walker: SUDDEN FURY. 10. Bernle S. Sleget: LOVE, MEDICINE AND MIRACLES. (Byggt 4 N«w York Tánes Book Review) ■' Danmörk Metsölukiljur: 1. Dagmar O'Connor: AT ELSKE MED DEN SAMME HELE LIVET. 2. Jean M. Auel: hulebjornens klan, 3. Jan Guillou: KODENAVN COQ ROUGE. 4. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 5. Jean M. Auel: M ANNUTJÆGERNE. 6. Unda Lay Schuler: KVINDEN DER HUSKER. 7. B. Bhutlo: 0STENS DATTER. 8. Bjarni Reuter DEN CUBANSKE KABALE. 9. Djlan: BETTY BLUE. 10. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (Byggt 4 Polltlken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson ©' iCTIONAEY OF TWENTIETH-CEftTURY HISTORY1900-1989 Uppsláttarrit um öldina okkar Ný útgáfa af gamalkunnu upp- sláttarriti um sögu tuttugustu aldarinnar hefur séð dagsins ljós. Höfundurinn hefur endurskoð- að um 150 kafla bókarinnar og bætt við tæplega 30 nýjum vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað síðustu sjö árin. Mikilvægir atburðir gerðust í Austur-Evrópu þegar bókin var að fara í prentun undir lok síðasta árs og hefur tek- ist að koma ýmsum þeirra til skila. í uppsláttarritinu er hægt að fræðast um lönd og þjóðir, at- burði og einstaklinga, samtök og stofnanir, stefnur og strauma. Fjallað er um stjórnmál, hermál, efnahagsmál, félagsmál og trú- mál. Hins vegar er t.d. listum, vísindum og íþróttum sleppt. Ri- tið er því einkum ætlað þeim sem þurfa að finna á fljótan og einfald- an hátt helstu staðreyndir um menn eða málefni sem hafa verið áberandi í stjómmálasögu ein- stakra ríkja eða í samskiptum þjóða á milli á þessari öld. Þótt stundum megi deila um mat höf- undar á því hvað sé mikilvægt sýnist mér þessi útgáfa gegna híutverki sínu afar vel. DICTIONARY OF TWENTIETH-CENT- URY HISTORY 1900-1989. Höfundur: Alan Palmer. Penguin Books, 1990. Marsliljurnar Sögusvið þessarar fyrstu spennusögu enska blaðamanns- ins Philip Kerr er óvepjulegt af reyfurum að vera. Söguhetjan, Bernie Gunther, starfar nefnilega í Berlín árið 1936, það er á valda- tíma Adolf Hitlers og nasista hans. Það er ekki auðvelt að vinna sem einkaspæjari í Þriðja ríkinu, þegar glæpir era oftar en ekki framdir af valdhöfunum sjálfum. Bemie tekur þess vegna fegins hendi viö verkefni frá auöugum iðnrekanda, Hermann Six, sem vill að hann finni rándýrt hálsm- en sem stolið hafi verið frá dóttur hans. Vandhm er hins vegar sá að ræningjamir myrtu stúlkuna þegar þeir rændu meninu. Bemie þarf því í leiðinni að leysa morð- gátuna. Inn í málið blandast að sjálf- sögðu nasistar sem era orðnir svo traustir í sessi að tækifæris- sinnamir, marsliijurnar svoköll- uöu, flykkjast til þeirra sem bylgju framtíðarinnar í von inn fé og frama. Og gegn þeim er er- fitt að rísa. Sagan er bæði læsileg og spenn- andi en jafnframt raunsæ og sannferðug. MARCH VIOLETS. Hötundur: Philip Kerr. Penguin Books, 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.