Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 ' Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Umboðs sé aflað Landbúnaðarráðuneytið hefur í auknum mæli tekið að sér hreina hagsmunagæzlu hefðbundins landbúnað- ar. Starfsmenn ráðuneytisins með stjórann í broddi fylk- ingar halda uppi þeim vörnum, sem áður voru taldar á verksviði hagsmunasamtaka í Bændahöllinni. Dæmigert er, að hagfræðingi hagsmunasamtaka landbúnaðarins var kippt inn í ráðuneytið til að aðstoða það við gerð búvörusamnings við hagsmunasamtökin. í ráðuneytinu semur hann greinar í Qölmiðla um, að vondir menn séu að abbast upp á landbúnaðinn. Þegar landbúnaðarráðuneytið er að semja við hags- munasamtök landbúnaðarins eru þessir aðilar í raun- inni sameiginlega að semja við sjálfa sig. Landbúnaðar- ráðuneytið gætir ekki hagsmuna neytenda eða skatt- greiðenda, heldur hins hefðbundna landbúnaðar. Fyrir síðustu kosningar varð niðurstaða þessa innan- hússmáls sú, að lagðar voru á neytendur og skattgreið- endur byrðar, sem bundu hendur ríkisstjórna næsta kjörtímabils. Þetta var fíögurra ára samningur. Nú er verið að gera enn lengri samning, til sex ára. Ef landbúnaðarráðherra kemst upp með að gera nýj- an búvörusamning við sjálfan sig, bindur hann ekki bara hendur ríkisstjórna á næsta kjörtímabili, heldur einnig fram á þarnæsta tímabil. Hann skuldbindur framtíðina fyrir rúmlega hundrað milljarða króna. Ráðherrann telur sig hafa umboð til að gera við sjálf- an sig samning, sem nemur nálægt 20 milljörðum króna á hverju ári. Þar af verða 8 milljarðar lagðir á herðar skattgreiðenda á fjárlögum og 12 milljarðar lagðir á herðar neytenda í loforði um innflutningsbann. Ekki er ljóst, hvar ráðherrann telur, að siðleysi byiji. Gæti hann til dæmis upp á eigin spýtur samið til 100 ára um 100 milljarða króna fyrirgreiðslu á ári? Getur hann sett ísland í pant í útlöndum vegna máls þessa? Hver eru takmörk ráðherravalds í hans augum? Öðrum en hagsmunagæzlumönnum er ljóst, að nú sem fyrr er siðlaust að skylda nýjan þingmeirihluta og nýja ríkisstjóm eftir kosningar til að fórna milljörðum króna á hverju ári í þetta umdeilda mál. Forsætisráð- herra hefur raunar óbeint fallizt á þetta sjónarmið. Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn, sem hamlar gegn yfirgangi hagsmunagæzlu hins hefðbundna land- búnaðar. Hann bar ekki ábyrgð á síðasta búvörusamn- ingi og mótmælir núna samningsdrögum landbúnaðar- ráðuneytisins. Það kann að duga til að fresta málinu. Ekkert hald er hins vegar í Sjálfstæðisflokknum, er bar ábyrgð á búvörusamningnum, sem nú er í gildi. Eftir kosningar mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki þjóna hagsmunum neytenda og skattgreiðenda, heldur þeirra, sem telja sig hafa hag af nýjum búvörusamningi. Lýðræðislega er rétt, að kaleikurinn sé færður Sjálf- stæðisflokknum eða hvaða þeim flokkum, sem eftir kosningar taka þátt í ríkisstjórn. Þá hafa einhverjir feng- ið umboð kjósenda til að ofanstýra, miðstýra og sukka með hag skattgreiðenda og neytenda í fjögur ár. í næstu kosningum hafa kjósendur tækifæri til að lýsa trausti á þá mörgu stjórnmálamenn, sem vitað er, að muni í stórum dráttum styðja núgildandi landbúnað- arstefnu. Eftir þá yfirlýsingu kjósenda, en ekki fyrr er lýðræðislega heimilt að velta byrðunum yfir á þá. Niðurstaðan verður skaðleg, hvor leiðin sem valin verður. En mikill munur er á, hvort lýðræðislega og siðlega er staðið að rönguni ákvörðunum eða ekki. Jónas Kristjánsson Illvígt tauga- stríð hrellir heimsmarkað ísraelsk stjómvöld hvetja Bandaríkjastjóm til að láta herafla sinn í Saudi-Arabíu við Persaflóa gera skyndiárás á írak strax og hann hefur bolmagn til, sagði Jack- son Diehl, fréttaritari Washington Post í ísrael, í skeyti frá Jerúsalem fyrir viku. Markmiðið á að vera að lama í einni stórárás með flugher og eldflaugum jafnt flugher, loft- varnir, eldflaugaskotpalla og ýmis lykilmannvirki, svo Saddam Hus- sein íraksforseti eigi þess engan kost að beija frá sér á móti. Meginrök ísraelskra valdhafa fyrir stríðshvöt þeirra em aö sögn Diehles, að lendi í þófi og lang- dregnu umsátri um írak til að framfylgja viðskiptabanni, aukist líkur á ókyrrð og jafnvel uppnámi í öðrum arabalöndum, einkum Jórdaníu, en einnig Sýrlandi og furstadæmunum. Ekki megi van- meta áhrifin af skírskotun íraska leiðtogans til arabiskrar þjóðemis- kenndar. Saddam Hussein virðist ætla bandarísku hersljórninni svipaðan hugsanagang og ísraelsstjóm vill samkvæmt framansögðu að hún tileinki sér. Fréttir frá Irak í hðinni viku hafa öðm fremur snúist um lokun landsins fyrir brottför út- lendinga, sér í lagi frá ríkjum NATÓ. Jafnframt er tekið að smala saman Bandaríkjamömium og Bretum, og eftir því sem næst verð- ur komist vista þá í hjólhýsum í námunda við flugvelli, rafstöðvar og önnur hkleg skotmörk skyndi- árásar. Gíslatakan er með ýmsu móti. Til að mynda verður ekki annað séð þegar þetta er ritað en thboð um að hleypa borgurum hlutlausra Evrópuríkja úr landi hafi fyrst og fremst haft þann thgang að láta þá koma sér á eigin kostnað í einum hóp norður í land, til ohuborgar- innar Mosul. Þar viröist svo eiga að kyrrsetja um níu tugi Svía, Finna og Austurríkismanna. En jafnframt því sem taugastríðið magnast og George Bush Banda- ríkjaforseti kallar út varalið, verð- ur vart aukinna áþreifinga í við- leitni til að leita uppi samningaleið- ir. Varaforsætisráðherra íraks hef- ur verið í Moskvu og átt langan fund með Eduard Sévardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna. Sá hefur síöan átt viðræður við James Baker, bandarískan starfsbróður sinn. Hussein Jórdaníukonungur er á líðandi stund að leggja upp í skyndiheimsóknir til höfuðborga nokkurrra arabaríkja, þar á meðal Bagdad. Fundi sem Egyptalands- stjórn hafði boðað í Arababanda- laginu hefur verið frestað til 30. ágúst. Haft er eftir embættismönnum í Amman að Hussein geti hugsað sér Erlend tíöindi Magnús Torfi Ólafsson friðsamlega lausn á þeim nótum að íraksher hörfi frá Kúvait, emírs- íjölskyldan snúi aftur og deila íraks við furstadæmið verði leyst „í arabisku samhengi". Orðaval Bush Bandaríkjaforseta bendir til að óyfirlýst markmið hans sé að halda uppi hverjum þeim þrýstingi sem þarf til þess bæði að knýja íraksher frá Kúvait og hrekja Saddam frá völdum í írak. Jafnframt vekur at- hygh að Bandaríkjaforseti talar í stefnuyfirlýsingu ekki um að hefja Sabah ættina á ný á emírssess í Kúvait, heldur að koma þar á „lög- legri stjórn". En eins og endranær, þegar raf- eindastýrðar hernaðarvélar standa hvor andspænis annarri, þarf ekki annað en eitt atvik við víghnuna, viljandi eða óvhjandi, til að fyrir- framgerðar viðbragðsáætlanir fari af stað. Þeir sem yfirstjórn eiga að hafa, oft víðsfjarri vettvangi, vita ekki annað en þeim er sagt, og get- ur reynst torvelt að hafa tök á framvindunni. Bush brást eins hart við og hann gerði með tafarlausum hðsam- drætti í stórum stíl í Arabíu og við Persaflóa, til að hindra að hertaka íraka á Kúvait veitti þeim þrýst- ingsaðstöðu á hin Flóaríkin, þar á meðal Saudi-Arabíu, og drottnun- araðstöðu innan OPEC, Samtaka olíuframleiðsluríkja, sem mestu ráða um olíuframboð og ohuverð á heimsmarkaði. Bandaríkin hafa fram til þessa að jafnaði haft þar hönd í bagga, vegna bandalags síns við Saudi-Arabíu og furstadæmin. Áhrif olíumarkaðarins á hag- þróun um mestaha heimsbyggðina hafa enn einu sinni komið rækilega í ljós á síðustu vikum. Þegar þetta er ritað er olíufatið komið yfir 30 dohara, hærra en verið hefur um fimm ára skeið. Óttinn við að til ófriðar komi á helstu ohusvæðum, enn dragi úr framboði og verðið haldi áfram að hækka, fari jafnvel yflr 50 dohara ohufatið, gerir efna- hagshorfur dökkar og veldur verð- fahi á heimsmörkuðum. Á kauphöllinni í Tokyo er verð- fallið það sem af er ágúst orðið 23% af heildarverðmæti skráðra bréfa. Fjárhæðin er stjarnfræðileg og er nú markaðurinn kominn ámóta langt niður og í kauphahahruninu víða um heim í október 1987. Gengissveiflur valda því svo að hækkun ohuverðs kemur mjög misjafnlega niður. Aldrei þessu vant hefur raunin orðið að Banda- ríkjadollar lækkar í hættuástandi. Hingað til hefur hann þótt þrauta- lending þegar hætta steðjar að, sér í lagi fyrir olíuauðkýfingana við Persaflóa. Nú stendur hins vegar svo á að doharinn var þegar á niðurleið vegna samdráttarmerkja í Banda- ríkjupum. Þar stefnir í rýmun þjóðarframleiðslu ásamt vaxandi verðbólgu. Við þau skilyrði er Seðlabanka Bandaríkjanna óger- legt að hækka vexti eins og þyrfti ef halda ætti gengi dohars uppi. Hækkandi ohuverð magnar þenn- an vanda. Þá er guhið eitt eftir th að koma fé sínu í trygga höfn. Það hefur enda stórhækkað í verði. Á því græða Rússar, eins og reyndar líka hækkandi ohuverði. Olíuverðshækkunin skellur af fuhum þunga á Bandaríkjamönn- um vegna-þess að heimsviðskipti með olíu reiknast í þeirra gjald- miðli. Gengislækkun dollars verð- ur hins vegar til þess að ríkjum Vestur-Evrópu og Japan er hlíft við verulegum hluta af olíuverðsskell- inum því þeirra gjaldmiðlar hækka að sama skapi og sá bandaríski lækkar. Eins og venjulega verða þróunar- ríkin verst úti. Við samdrátt á eins stórum markaði og þeim banda- ríska dregur úr eftirspum eftir hráefnaframleiðslu þeirra. Hækk- að ohuverð bitnar því þungt á þeim. Ríki Austur-Evrópu eru sér á parti og lenda í afleitri klípu. Lengi vel fengu þau olíu frá Sovétríkjun- um í vöruskiptum á föstu, um- sömdu verði. Síðustu misseri hefur bæði dregið úr olíuafhendingu frá Sovétríkjunum th þessara landa og verðið hækkað, frá áramótum þurfa þau að greiða heimsmark- aðsverð. Lönd þessi eiga miklar innstæður í írak fyrir útflutning þangað á ámm Persaflóastríðsins. Mörg höfðu samið um greiðslu í ohu, en nú tekur fyrir þá flutninga við viðskiptabann SÞ. Hefur Búlg- aría þegar óskað bóta frá SÞ fyrir skaðann sem hún bíður. Magnús Torfi Ólafsson Bandarískur hermaður svolgrar vatn i ónefndri herstöð í Saudi-Arabíu. Gert er ráö fyrir að hermaöur með alvæpni þurfi allt að 20 litra af vökv- un á dag til að vera vígfær í eyöimörkinni. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.