Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
21
um árum og orðið að snúa sér í æ
ríkari mæli að gerð sjónvarps-
mynda. Svo virðist sem Altman
hafi ekki aðlagast breyttum tímum
og því orðið fastur í þeim stíl sem
hann skapaði þegar hann sló í gegn
með Nashville 1975. Það virðist
henta Altman best að hafa mjög
lauslegan efnisþráð og spinna síð-
an út frá honum í ýmsar áttir. Áður
en hann gerði Nashville hafði hann
gert ýmsar myndir eins og Mash
(1970), The Long Goodbye (1973) og
svo California Split (1974). Besta
mynd Altmans er líklega 3 Women
sem hann gerði 1978.
Það vakti mikla furðu þegar Alt-
man var fenginn til að leikstýra
stórmyndinni Popeye áriö 1980.
Hvort sem það er við Altman aö
sakast eða ekki, þá var myndin al-
gerlega mislukkuð. Kvikmynda-
iðnaðurinn virtist þá missa trúna
á Alíman og síðan þá hefur lítið
farið fyrir honum. Hann gerði þó
eina ágæta mynd 1982 sem fjallaði
um James Dean eins og heiti mynd-
arinnar Come Back to The Five
And Dime, Jimmy Dean, Jimmy
Dean, gefur til kynna.
Altman hefur oft verið kenndur
við endurreisnarhópinn í Holly-
wood sem samanstóð af ungum
leikstjórum sem vildu brjótast út
úr formúlukenndri framleiðslu
Hollywood kvikmyndaveranna. Til
Vincent van Gogh
Bræðumir
VINCENT ET THÉO fjallar um
síðustu tíu árin í lífi Van Gogh og
samband hans við bróður sinn
Theo. Myndin hefst 1880 í fámennu
og fátæku bæjarsamfélagi í Belgíu
þegar Vincent tilkynnir bróður sín-
um að hann hafi ákveðið að helga
líf sitt málaralistinni. Vincent var
þarna í nokkurs konar sjálfskip-
aðri útlegð meðan hann var að gera
upp hug sinn. Nú var búið að taka
ákvörðunina og ekki aftur snúið.
Af umhyggju fyrir bróður sínum
býðst Theo til að halda áfram að
styðja hann fjárhagslega þótt hann
sé ekki fjáður sem aðstoðarmaður
í listagallerí í eigu frænda þeirra.
Á móti býðst Vincent til að senda
allar myndir sínar til Theo svo að
hann geti selt þær.
Eftir þetta skilja ieiðir þeirra
bræðra því að Vincent fer til Hague
í nám hjá Anton Mauve meðan
Theo tekur við nýju galleríi í
Montmartre þar sem hann getur
helgað sig áhugamálum sínum sem
er nútíma málaralist.
Ósamkomulag
En Vicent dvelst ekki lengi hjá
Mauve því þeim lendir saman eftir
að Mauve giftist ófrískri vændis-
konu. Ekki bæti'r það úr skák að
fyrirsæta Vincents gefst upp á pen-
ingaleysinu og yfirgefur hann.
Ekki er betra ástandið á Theo því
að hann þjáist af þunglyndi. Hann
hefur neyðst til að fresta brúðkaupi
sínu vegna þess að hann er með
lekanda. Þeíla setur pressu á fjár-
málin og hann kennir Vincent
bróöur sínum um að hann hefur
ekki getað selt myndirnar eftir
hann. Vincent vill að Theo borgi far
fyrir sig og vin sinn, Gauguin, upp
í sveit svo að þeir geti haldið áfram
að helga sig listinni. Theo sam-
þykkir að greiða farið fyrir bróður
sinn en ekki Gauguin.
Þegar Theo fer að fá sendar að
nýju myndir eftir Vincent hættir
honum að lítast á blikuna og fer
að óttast um andlega heilsu Vin-
cent því að myndirnar báru það
sterklega með sér að stíll Vincents
væri að breytast. Hann ákveður því
að borga farið fyrir Gauguin ef það
mætti verða til þess að hjálpa Vin-
cent. En það virðist of seint því að
skömmu seinna sker Vincent af sér
annað eyrað og er settur á geð-
veikrahæli. Theo fær þekktan
lækni, Dr. Gachet, til að kynna sér
sjúkdóm Vincents. Hann virðist ná
einhverjum bata og öðlast ró og fer
að mála aftur af fulium krafti. En
Leikstjórinn Robert Altman.
Það má meö sanni segja að Vincent
van Gogh hafi verið í sviðsljósinu
að undanfömu. Hvort þetta er til-
viljun eða ekki skal ekki dæmt um
en þess má þó geta aö nú eru 100
ár liöin frá því að þessi frábæri
hollenski listmálari lést.
Fyrir nokkra var í fréttum að
erlendir læknar heföu komist að
því að Van Gogh hafi gengið með
sjaldgæfan og mjög sársaukafullan
eyrnasjúkdóm sem gerði það að
verkum að hann skar af sér annað
eyrað eins og frægt er orðið. Hingað
til hefur því verið haldið fram að
Van Gogh hafi verið orðinn geð-
veikur á þessum tíma en læknarnir
halda því fram að Van Gogh hafi
skorið af eyrað í einhverri örvilnun
til að reyna að fá bata.
Um líkt leyti bárust þær fréttir
að mynd eftir Van Gogh hefði verið
seld á málverkauppboði hjá
Christies í London fyrir hvorki
meira né minna en 2,3 milljarða
íslenskra króna sem er ein hæsta
upphæð sem hefur verið greidd
fyrir málverk fyrr og síðar. Síðast
en ekki síst var frumsýnd fyrr á
þessu ári myndin VINCENT ET
THÉO sem fjallar um Vincent Van
Gogh og er leikstýrð af bandaríska
leikstjóranum Robert Altman með
þeim Tim Roth og Paul Rhys í aðal-
hlutverkum. Van Gogh að störfum.
skömmu síðar fremur hann sjálfs-
morö eftir að hafa heyrt Dr. Gachet
lýsa því yfir við dóttur sína, sem
Vincent var mjög hrifinn af, að
hann væri geðveikur. Theo er
harmi lostinn og leggst í þunglyndi
yfir því að geta ekki selt neitt af
verkum Vincents né að geta séð
fyrir sér og sinni fjölskyldu. Hann
ákveður að breyta galleríinu í
nokkurs konar safn fyrir myndir
Van Gogh þrátt fyrir mótmæli
konu sinnar. Hann deyr síðan ári
síðar, þá orðinn geðveikur.
Þátíðin
Eins og efnisþráðurinn gefur til
kynna er hér um stórbrotinn harm-
leik að ræða sem gefur mikla
möguleika fyrir kvikmyndagerðar-
menn, enda hafi margir heillast af
efnisviðnum. Hér má nefna mynd-
ina Lust for Life (1956) sem Vin-
cente Minelli leikstýrði með þeim
Kirk Douglas og Anthony Quinn.
Þetta er líklega þekktasta myndin
sem byggð hefur verið á lífi Van
Gogh, enda lék Douglas hann frá-
bærlega vel og svo fékk Quinn
óskarinn fyrir hlutverk Gauguins.
Það hafa einnig verið gerðar heim-
ildarmyndir um Van Gough eins
og Van Gough sem Alain Resnais
gerði 1948 og svo myndir þar sem
blandað er saman skáldskap og
sannleika eins og myndirnar Vin-
cent the Dutchman sem Mai Zett-
erling gerði 1972 og svo Vincent: the
Life and Death of Vincient Van
Gogh, sem Paul Cox gerði í Ástral-
ÍU 1987.
Flestar þessar myndir leggja
áherslu á sálarlega þáttinn í lífi
Van Gogh en ekki listina sjálfa sem
hann er frægastur fyrir. Kvik-
myndin er heldur ekki heppilegasti
miðillinn til að koma listaverkum
til skila fyrir utan það að við
myndatökurnar eru notaðar eftir-
prentanir. Þegar Lust for Life var
gerð var notast við 200 stækkaðar
ljósmyndir af verkum Van Gough
auk þess sem bandaríski listamað-
urinn Robert Parker var fenginn
til að gera eftirmyndir.
RobertAltman
En hvernig tekst Robert Altman
upp? Hann er þekktur fyrir að fara
sínar eigin leiðir eins og fyrri
myndir hans sýna. Hann virðist
Van Goghs.
byggja myndina mikið á Lust for
Life og koma fyrir í báðum mynd-
unum nauölík atriði. Altman legg-
ur þó aðra áherslu á ýmsa efnis-
þætti. Hann fiallar mun meira um
hve mikil áhrif á líf þeirra bræðra
kynsjúkdómur Theo hafði og einn-
ig er gert mikið úr fjárhagslegum
þrengingum þeirra bræðra og hve
illa gekk að selja myndir Van
Goghs. Það verður gaman að sjá
hvernig kvikmyndaunnendur taka
þessari mynd Altmans. Hann hefur
átt erfitt uppdráttar á undanförn-
þessa hóps telja leikstjórarnir
Francis Coppola, Paul Mazursky,
Martin Scorsese og svo John
Cassavetes sem nýlega lést úr
krabbameini. Þeir þrír fyrstu eru
enn í fullu fiöri og svo virðist vera
sem Alman hafi einn orðið eftir í
þátíðinni. En við skulum vona að
allt loft sé ekki farið úr Altman og
Vincent Et Théo er einmitt próf-
raun á það.
B.H.
Heimild: Monthly Film Bulletin.
Hollywood Renaissance