Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990. 37 Frá úrslitaleiknum í 3. flokki kvenna. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Breiðabliks, með boltann. Valdís í KR fylgist með. Islandsmeistarar Breiðabliks í 3. flokki kvenna 1990. Sunna Ingvarsdóttir, Birna Albertsdóttir, Agða Ingvars- dóttir, Fanney Kristmannsdóttir, Sunna Guðmundsdóttir, Díana Kristjánsdóttir, Hildur Ósk Ragnarsdóttir, Katrin Jónsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ragnhildur Sveinsdóttir, Ásthildur Helgadóttir fyrirliði og Erla Hendriks- dóttir. Þjálfari stelpnanna er Vanda Sigurgeirsdóttir. Liðsstjóri er Héðinn Sveinbjörnsson. DV-mynd Hson 3. ílokkur kvenna: Blikastúlkumar íslandsmeistarar ~ sigruðu KR í úrslitaleik, 3-1 Helgina 11. og 12. ágúst sl. fór fram úrslitakeppni íslandsmótsins í 3. flokki kvenna. Leikið var á Höfn í Hornafirði. Til úrslita léku Breiðablik og KR og sigruðu Breiðabliksstelpumar með nokkr- um yfirburðum eða 3-1. Leiðinlegt atvik kom upp í lok keppninnar þar sem verðlauna- gripir voru ekki á staðnum. Þetta eru undarleg vinnubrögð. Ætli slíkt gæti hent hjá meistaraflokki karla. Þeir hjá KSÍ verða að gera sér grein fyrir því að það þarf aö umgangast þá yngri með sömu virðingu og hina eldri. Þessi fram- koma er starfsmönnum KSÍ til van- sæmdar. Að öðru leyti tókst úr- Umsjón: Halldór Halldórsson slitakeppnin mjög vel og var Sindramönnum til sóma. Úrslitleikja Á-riðill: Breiðablik-KA...............4-2 Breiðablik-Valur............16-2 Valur-KA.....................5-5 B-riðill: KR-Stjarnan..................4-1 Stjaman-Sindri...............3-1 KR-Sindri....................1-2 Keppni um sæti: 1.-2. sæti: Breiðablik-KR...3-1 Mörk Breiðabliks: Fanney Krist- mannsdóttir, Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir. 3.-4. sæti: Stjarnan-KA......6-0 5.-6. sæti: Sindri-Valur.....6-0 Knattspyma unglinga Bikarmeistarar Fram i 3. flokki 1990. Liðið er þannig skipað: Ólafur Kristjáns- son, Sigurgeir Kristjánsson, Jónas Valdimarsson fyrirliði, Daði Hafþórsson, Árni Ingimundarson, Kristján Baldursson, Þór Sigmundsson, Þorvaldur Ásgeirsson, örvar Gíslason, Ásbjörn Jónsson, Kjartan Hallkelsson, Harald- ur Harðarson, Arnar Simonarson, Brynjólfur Ómarsson, ívar Jónsson og Bjarni Eyvindsson. Þjálfari þeirra er Vilhjálmur Sigurhjartarson. Liðsstjór- ar: Vilhjálmur Sigurgeirsson og Ingimundur Magnússon. Hægra megin i aftari röð eru Arnar Arnarsson og Kjartan Ragnarsson, en þeir voru meidd- ir og gátu ekki leikið með. DV-myndir Hson Bikarúrslitaleikurinn í 3. flokki SV: Sigur Fram aldrei í hættu Framarar gerðu það gott um síð- ustu helgi. A laugardeginum urðu þeir bikarmeistarar í 2. flokki og á sunnudeginum í 3. flokki. Til úrslita í 3. flokki léku þeir gegn FH. Búist var við mun meiri spennu í leiknum en raunin varð og 3-2 sigur Framara því nokkuð öruggur. í byrjun leit þó út fyrir að leikurinn yrði bæði tvísýnn og spennandi. Framarar skoruðu fyrsta markið á 17. mínútu og var það Örvar Gíslason sem skallaði óverjandi í mark eftir góða fyrirgjöf frá Ásbirni Jónssyni. FH-strákarnir jöfnuðu stuttu seinna með marki Jóns G. Gunnarssonar. Færðist nú mikið fjör í leikinn og sóttu FH-ingar meir og hefðu með harðfylgi getað komist yfir. Þeir fengu góð skotfæri sem nýttust ekki. Til að mynda var Lúðvík Amarson eitt sinn komiim í ákjósanlega stöðu uppi undir vítapunkti - en skaut ekki - gaf boltann á leikmann sem var mun verr staðsettur. Þetta var óskilj- anlegt með öliu. Mesti móðurinn rann af FH-strákunum og komust Framarar meira inn í leikinn og héldu frumkvæðinu nánast til leiks- loka. Kristján Baldursson kom Fram yfir um miðbik hálfleiksins og enn var það Ásbjöm sem sá um undirbún- ingsvinnuna. 3. mark Framara kom svo stuttu seinna og nú var það Kjartan Hallkelsson sem sendi eitr- aðan stungubolta og Ásbjörn Jóns- son skoraði með fostu skoti í blá- homiö, efst. Glæsilegt mark. Staðan því 3-1 fyrir Fram í leikhléi. Tíðindalítill síðarihálfleikur í síðari hálfleik skeði htið mark- vert. Framarar réðu mestu um gang leiksins. Það var engu líkara en FH hafi játað sig sigrað í hálfleik. Að öllum líkindum var þessi leikkafli þeirra sá slakasti sem af er þessu keppnistímabili. Liðið náði mjög illa saman. Framarar aftur á móti héldu uppteknum hætti, héldu boltanum betur og réðu gangi leiksins. Þegar 5 mínútur voru eftir af leik var dæmd, réttilega, vítaspyrna á Fram og skor- aði Lúðvík Arnarson af öryggi. Loka- staðan var því 3-2 sigur Framara sem vom fyllilega réttlát úrsht eftir gangi leiks. í liði Fram var Ásbjörn Jónsson allt í öllu og átti mjög góðan leik í sókninni ásamt Kjartani Hallkels- syni. Einnig voru þeir Örvar Gísla- son og Þorvaldur Ásgeirsson at- kvæðamiklir og ekki má gleyma Kristjáni Baldurssyni. Vörnin var og traust með Jónas Valdimarsson sem besta mann, sérstaklega í síðari hálf- leik. Hjá FH var Jón G. Gunnarsson bestur en hann hélt þó boltanum helst til lengi. Einnig áttu þeir Lúð- vík Arnarson og Brynjar Gestsson ágætar rispur í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir. Auðunn Helgason var traustur á niiðjunni ásamt Ólafi B. Stephensen. Árni Cohett og Níels Dungal áttu og góða kafla í vörn- inni. Þjálfari FH-liðsins er Úlfar Daníelsson og Uðsstjóri Gunnar Ey- jólfsson. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sá um útdeilingu verðlauna. Sagteftirleikinn Jónas Valdimarsson, fyrirliði Framara, var að vonum ánægður með úrshtin: „Við áttum mun meira í leiknum þó það vantaði 2 fastamenn í Uðið. FH-ingar fengu sín færi sem þeir misnotuðu í upphafi leiks en það gerðum við einnig. Sigur okkar er að mínu mati réttlátur. Leikurinn var skemmtilegur en ég bjóst þó við meiri mótstöðu frá FH-Uðinu.“ Árni Collett, fyrirliði FH: „Þetta var ekki nógu gott. Það vantaöi meiri ákveðni í leikmenn og boltinn gekk ekki nógu vel. Við verðum að gera mun betur í úrslitakeppni íslands- mótsins,“ sagði fyrirUði FH-liðsins sem varð greinilega fyrir miklum vonbrigðum með leik sinna manna. -Hson Hér komast Framarar I 2-1 gegn FH i 3. flokki. Markið skoraði Kristján Baldursson en hann sést ekki á myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.