Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
5
Fréttir
Starfsmennimlr að Mógilsá:
Taka með sér gögnin í
skjóli höf undarréttar
- Skógræktarstjóri krefst þess að fá gögnin
Eins og DV hefur skýrt frá ætla
starfsmenn á Mógilsá ekki að skila
skýrslum og gögnum í þeim verkefn-
um sem þeir hafa unnið að og eru
ókláruð. Þetta gera þeir á grundvelli
laga um höfundarrétt en Þorbergur
Hjalti, talsmaður starfsmanna, sagði
í samtali við DV á dögunum að það
að Skógræktin krefðist gagna um
ókláruð verkefni þeirra væri álíka
fáránlegt og ef ósætti hefði komið
upp milli Halldórs Laxness og bóka-
forlags hans og þeir hefðu fengið
Thor Vilhjálmsson til þess að klára
íslandsklukkuna.
Jón Loftsson skógræktarstjóri seg-
ir þennan höfundarrétt ekki vera
fyrir hendi. Þau gögn, sem þeir unnu
á meðan ríkið greiddi þeim kaup, eru
eign stofnunarinnar og eigi þar af
leiðandi að vera þar. „Ef þú skrifaí
grein á kaupi hjá DV og selur síðan
Mogganum hana þá held ég menn
yrðu ekki hrifnir. Við vitum ekki
hvaða gögn þeir eru með í höndunum
en höfum beðið um þau til þess að
við getum metið þau.“
„Við ætlum að klára þau verkefni
sem við höfum skipulagt og safnað
gögnum um,“ sagði Þorbergur Hjalti
Jónsson, talsmaður starfsmanna á
Mógilsá. „Við höfum linnulaust boð-
ið þeim að ljúka verkefnunum sem
verktakar hjá ráðuneytinu. Við höf-
um einnig boðið þeim að láta þessi
gögn af hendi ef þeir hafa einhverja
hæfa menn til þess að klára verkefn-
in. Okkur er annt um þessi verkefni.
Þeir eru bara að hugsa um sína stöðu
og reyna að bjarga andlega dauðri
stofnun."
Starfsmennirnir standa fastir á því
að halda gögnunum og allt stefnir í
að málið fari fyrir dómstóla náist
ekki samkomulag fljótlega.
-pj
í gær slitnaði rafmagnsstrengur við húsgrunn fyrir neðan DV í Þverholti.
Grafan, sem sést (jærst á myndinni, sleit strenginn á háannatíma blaðsins
með þeim afleiðingum að útkoma blaðsins tafðist um tvo og hálfan klukku-
tíma. Á myndinni sjást bjargvættirnir frá Rafmagnsveitunni gera við streng-
inn. DV-mynd JAK
Hvítá í Borgarfirði:
Netaveiðibændum gert
tilboð næstu daga
„Netaveiðimálið hefur alltaf verið
á hreyfingu síðan þetta var reynt hér
fyrir ári og núna á gera aftur tilboð
í netaveiðina í Hvítá," sagði heimild-
armaður okkar í Borgarfirðinum í
gær. En síðustu daga hefur töluverð
hreyfing komist á netamálið enda
munar um hvern lax í veiðiárnar
þessa dagana.
Veiðifélag Norðurár verður með
fund um málið í kvöld og fleiri veiði-
félög 1 ánum í Borgarfirði fylgja í
kölfarið.
„Það gerist eitthvað í málinu fyrir
mánaðamót, ef af þessu verður,“
sagði bóndi einn í næsta nágrenni
við eina bestu veiðiá landsins og
bætti við: „þeim verður gert tilboð í
netaveiðina í Hvítá næstu daga.“
Heimildir DV hljóða upp á 9 millj-
ónir til handa þeim Hvítárbændum.
En máhð verður víða rætt um Borg-
aríjöröinn næstu daga.
„Ef það gerist ekkert í máhnu núna
er hæpið að verði nokkuð úr þessu
seinna," sagði heimildarmaðurinn
ennfremur.
Þeir sem DV ræddi við í gær vörð-
ust allra frétta því máhð er ennþá á
viðkvæmu stigi. Netaveiðin í Hvítá
var ekki góð í sumar en einn og einn
bær bætti aðeins við sig frá sumrinu
áður. Tölur um netaveiðina liggja
ekki fyrir ennþá en netaveiðinni var
hætt 20. ágúst.-G.Bender
Tónninn var
gefinn með
framleiðslu Fiat
Uno fyrir sex
árum. Notagildið
var í fyrirrúmi;
stór að innan -
lítill að utan, með
eiginleika og
þægindi sem
aðeins höfðu
NÝR
bætt um betur
og gerðar
breytingar sem
gera Fiat Uno að
enn betri bfl.
Breytt útlit • betri
hljóðeinangrun
• endurbætt
sæti • nýjar
vélar • betri
ioftræsting • auk
ótalinna
smáatriða.
Það þarf ekki að
innréttingum en
maður á að
venjast í bílum í
þessum verð-
flokki.
HLJÓÐLÁTARI, STERKARI OG
ÞÆGILEGRI EN ÁÐUR
MED 8 ÁRA RYÐVARNARÁBYRGÐ
þekkst í mun
dýrari bíium. Fiat
Uno var vel ieyst
hönnunardæmi,
bæði frá
sjónarmiði
notagildis og
fagurfræði.
Nú hefur verið
aka þessum nýja
Uno lengi til að
komast að því að
hér er á ferðinni
mun sterkari,
þægilegri og
hljóðlátari bíll en
áður var.
Vel búinn og
kraftmikill, með
vandaðri
Fiat hefur rekið
smiðshöggið á
vel heppnaðan
bfl sem verið
hefur mest seldi
bíll í Evrópu í
mörg ár.
E2T )
ÍTALSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ
SKE I FU N N I IV SflVII 9 1 - 6 S S 8 S O
VERÐ FRA KR. 583.000,
BÍLASÝNING UM HELGINA
SKEIFUNNI 17 (BAKHÚS)
LAUGARDAG KL.lO-18 SUNNUDAG KL. 12-16
PIZZAHUSIÐ