Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 17
LAUGÁRDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
17
Bridge
BOLS bridgeheilræðakeppnin:
Dauðastundin
eftir Jens Auken frá Danmörku
Hollenska stórfyrirtækiö Bols
stendur ennþá einu sinni fyrir
keppni um besta bridgeheilræðið
þar sem kunnum bridgemeisturum
er boðið að skrifa stuttar greinar
um hina ýmsu þætti spilsins.
Það er danski bridgemeistarinn
Jens Auken sem ríður á vaðið með
grein sem hann kallar „The Kill
Point“ og ég hef þýtt sem „Dauða-
stundina“. Og við gefum Auken
orðið:
„Því er oft haldið fram að eitt af
því besta sem bridgespilari geti
gert sé að spila á jöfnum hraða. Sú
full- yrðing er röng! Hve margir
slagir hafa ekki tapast á því að spila
á jöfnum hraða?
Við höfum allir reynt að spila
með jöfnum hraða en síðan séð að
einum slag á undan hefði verið
betra að stoppa við og hugsa. í stað
þess gerðir þú mistök. Það verður
hins vegar ekki aftur snúið og eng-
in leið til þess að bæta fyrir mistök-
in. Þú segir aftur „Ég missti ein-
beitinguna." En ef til vill er ekki
nóg að einbeita sér ef það er gert á
jöfnum hraða.
Ég segi að í hverju spih er tíma-
punktur - slagur þegar ákvörðun
spilarans hefir úrslitavald um af-
drif samningsins. Hann er í sviðs-
ljósinu. Hvað hann gerir þess á
milli skiptir ekki öllu máh, spili
hann ekki eins og hreinn asni. Ég
kalla þennan tímapunkt „dauða-
stundina". Sértu góður að koma
auga á „dauðastundirnar" ertu
sterkur spilari og þú styrkist við
að geta hvílt þig á milli.
Bols heilræði mitt er:
Tileinkaðu þér hæfileika til þess
að uppgötva „dauðastundirnar".
Við skuium taka dæmi.
í parakeppni Philip Morris Evr-
ópumótsins í Frakklandi 1990 spil-
aði Norðmaðurinn Ludvigsen gegn
sigurvegurunum Chevalley og
Chemla frá Frakklandi. Þegar ég
sagði Ludvigsen frá bridgeheilræði
mínu sagði hann mér frá eftirfar-
andi spih:
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Á983
ÁK1062
Á
G93
D5
4
KDG83
D8764
Vestur Norður Austur Suður
Chemla Rogstad Chevaliey Ludvigsen
1 lauf dobl pass 2 tíglar
pass 2 hjörtu pass 3 grönd
Útspihð var laufás, síðan tígull
undir ásinn.
Suður spilaði nú laufgosa og sá
sér til skelfingar tíuna koma frá
austri. Hann hafði gleymt að láta
laufníuna í laufásinn og liturinn
var stíflaður. Vestur gaf slaginn og
suður átti enga örugga innkomu á
höndina til þess að vinna spilið.
Raunar tapaðist spihð sem var
svona:
* K6
V DG85
♦ 10764
+ ÁK5
♦ Á983
¥ ÁK1062
♦ Á
+ G93
♦ G10742
V 973
♦ 952
+ 102
* D5
¥ 4
♦ KDG83
+ D8764
„Dauðastund" suðurs var í fyrsta
slag þegar hann hefði átt að losa
um stífluna með níunni, spilam-
enska sem aldrei gat kostað neitt.
Þá hefði hann getað drepið laufgo-
sann með drottningunni þegar tían
birtist hjá austri. Suður missti af
„dauöastundinni".
Stefán Guðjohnsen
5. Gylfi Baldursson -
IvanPenev.................228
í C riðh voru 12 pör (meðalskor 165)
og urðu úrsht þessi:
1. Friðjón Þórhallsson -
Jörundur Þórðarson........208
2. Björn Arnarson -
SæmundurKnútsson..........193
3. Gylfi Ólafsson -
Sigurjón Harðarson.........179
4. Jóhannes Sigmarsson -
Helgi Gunnarsson...........176
4. sætis meistari júhmánaðar var
Erla Sigurjónsdóttir með 2,5 skipti.
Nú hafa alls 1948 spilarar tekið þátt
í sumarbridge, það eru 365 einstakl-
ingar og þar af hafa 187 hlotið stig.
Eftirtaldir hafa hlotið flest stig:
Þröstur Ingimarsson 420, Þórður
Björnsson 362, Sigurður B. Þor-
steinsson 322, Gylfi Baldursson 287,
Lárus Hermannsson 214, Murat
Serdar 204, Guðlaugur Sveinsson 202,
Vilþjálmur Sigurðsson 188, Þráinn
Sigurðsson 173, Kjartan Jóhannes-
son 170, Jón Hjaltason 131, Guðrún
Jóhannesdóttir 130, Magnús Sverris-
son 130, Ragnar Jónsson 127, Alfreð
Kristjánsson 123, Gylfi Guðnason
123, Oskar Sigurðsson 121.
B’ONUS
BORGARI
Æ FISHER
TOPPURINNIDAG
FVH-P3S myndbandstækið
Hreint ótrúlegt verð
Fullkomin fjarstýring
i
# Flatur skjár
• Super VHS
t Teletext
t SCART innstunga
t NICAM stereo
FTSM-155 21" 89.928 stgr.
FTSM-163 25" 102.380 stgr.
FTSM-170 28" 107.172 stgr.
★ VHS HQ (High Quality) kerfi tryggir fullkomin
myndgæði.
★ Þráðlaus fjarstýring með helstu aðgerðum.
★ 365 daga/8 liða upptökuminni.
★ Hraðspólun með mynd bæði áfram og til baka.
★ Kyrrmynd.
★ Skoðun mynd fyrir mynd.
★ Kyrrmynd ramma fyrir ramma (F ADV).
★ Mydbútur endurtekinn að vild (REPEAT).
★ Myndbandsteljari sem telur i klst., min. og sek.
★ Sjálfvirk endursti11ing á teljara.
★ 1 klukkutima öryggisminni.
★ Fullkominn íslenskur leiðarvísir fylgir.
Umboðsmenn um land allt.
SJONVARPSMIÐSTOÐIN HF.
Síðumúla 2, sími 689090, alltaf næg bílastæði
FYRSTU SKREFM ERU
SMÁAUGLÝSMGAR!