Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990. Veiðivon Fleygði sér til sunds í veiðiána Langt er liðiö á einkennilegt veiði- sumar og eru eiinþá til veiðimenn sem eru ekki búnir að fá lax. Svona er bara veiðin og við því er ekkert að gera. Það er sama hvaða ráð menn reyna og sama hvaða veiðifæri reynt er, það dugir alls ekki. Hópur af vinnufélögum var við veiðar í veiðiá á Vesturlandi fyrir nokkrum dögum og veiddi lítið. Eitt- hvað var sumum fariö að leiðast fisk- leysiö og vildu gera eitthvað í mál- inu. Þetta gekk bara ekki lengur. I einum hylnum í ánni voru tveir úr hópnum að renna og þeir höfðu ekki fengið nema einn þriggja punda laxa. „Heyrðu við verðum að gera eitthvað í þessu, er enginn fiskur í þessari á?“ segir annar þeirra og vÚl gera eitthvað í málinu strax og bætir við „heyrðu það best að kanna málið í hvelli,“ segir vinurinn ennfremur. „Ha, hvað ætlar þú að gera mál- inu?“ spyr hann vin sinn. „Ég ætla að bregða mér út í hylinn og kanna magnið af fiski í hylnum sjálfur." Það er sama hvað veiðifélaginn reynir að tala sundmanninn til, hann ætlaði út í hylinn. Enda lætur hann ekki sitja við orðin tóm og vippar sér úr veiðigallanum. Síðan er labbaö að hylnum og stungið sér til sunds. Vin- urinn hvefur í hylinn og kemur upp innan stundar, fisklaus og segist sjá lítið af fiski, eiginlega ekki neitt. Vinurinn syndir síðan í land og ekki köstuöu þeir félagamir þarna aftur, heldur héldu í næsta veiðistað. Ekki fóru sögur af því hvort þeir fé- lagar ætluðu að nota þessa aðferð í hverjum hyl hér eftir. Þetta væri kannski fljótlegasta aðferðin til að athuga málið, en líklega sú blautasta. Hver verður ritstjóri Á veiðum? Fjörið á tímaritamarkaðinum held- ur áfram kringum veiöina og þessa daga leita Fróðamenn að ritstjóra til að ritstýra Á veiðum. En Þorsteinn G. Gunnarsson hefur sagt upp starfi sínu á blaðinu og hefur enginn verið ráðinn í hans stað ennþá. Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur skiptu fyrir skömmu um ritstjóra þess blaðs. En hver tekur við Á veið- um? -G.Bender Veiðimenn kíkja víða eftir löxum þessa dagana en sjá sumir ekki mikið. DV-mynd G.Bender Stórlax kominn á land í Soginu og fiskurinn var 25 pund, hann tók tóbý svartan. DV-mynd Gunnar M. Bóndi einn í Ámessýslu var eitt sinn kærður fyrir bruggun áfeng- is. Ekki var hann sáttur við kær- una og bar statt og stöðugt á móti því að hann hefði bruggað. „Já, en þú átt þessi FÍNU TÆKI til bruggunar," sagði lögreglu- maðurinn. „Þér ættuð þá aö kæra mig fyr- ir nauðgun í leiðínni," hreytti bóndinn út ur sér. „Hafið þér nauðgað einliverri?" spurði lögreglumaðurinn undr- „Nei, nei,“ gall í bóndanum, „en ég hef líka þessi FÍNU TÆKI til íhurðinni Færeyingur, sem var nýtluttur til Neskaupstaöar, var eitt sinn spurður aö því á vinnustaö sínum hvort hann hefði séð tiltekinn mann. Ekki var sá færeyski alveg með íslenskuna á hreinu því hann svaraöi samstundis; „Já, ég mætti honum í hurðinni rétt áðan.“ En sú heppni Ungur drengur spurði afa sinn hvers vegna Leifur Eiríksson landnemi hefði verið kallaöur Leifur heppni. Sá gamli mundi nú elcki alveg eftir tilkomu viður- nefhisins en til þess að sýnast þokkalega að sér í viðurvist barnabarnsins, svaraði hann: „Ja, ætli hann hafi ekki verið ókvæntur." Varla í frysti Lítill drengur fór í fyrsta skipti til kirkju á jólunum. Eftir að hafa hlustað á boðskap prestsins sneri hann sér að fóður sínum og sagði hátt: „Pabbí, hvar er presturinn geymdur milli jóla?“ Finnur þú fimm brevtingar? 69 - Vegna þess aö mér líður betur fljótar en af vítaminpillum: Svo einfalt Nafn:....... er það... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ]jós að á myndinni tii hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigur- vegara. 1. Hitateppi fyrir bak og hnakka kr. 3.900,- 2. Svissneska heilsupannan kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma í Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 69 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir sextu- gustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Margrét Einarsdóttir, Heiðarbóli 2, 230 Keflavík. 2. Ingimar A. Gunnarsson, Fornósi 12, 550 Sauðárkróki. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.