Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 11
1 LAlu'GAftDAÖUR^/ÁGtiSt 1990. 31 11 Ford-stúlkum gengur vel: Spennandi en erfitt starf - segir Sigurrós Jónsdóttir sem kynntist fyrirsætustarfl í Hamborg „Mér var boðið að koma til Ham- borgar en þar er umboðsskrifstofa sem er rekin í tengslum við Ford Models í New York. Þangað fór ég í júlí og dvaldi í einn mánuð nær ein- göngu til að kynna mig. Síðan fer ég aftur í október og á þá meiri mögu- leika á starfi,“ sagði Sigurrós Jóns- dóttir, 18 ára gömul, en hún tók þátt í Ford-keppninni árið 1989 og í Feg- urðarsamkeppni íslands á þessu ári. Sigurrós hefur lengi gengið með þann draum að gerast fyrirsæta á erlendum vettvangi og loks hefur hann ræst í gegnum Vibeke Knuds- en, sem hingað kom til að velja Ford- stúlku 1990. Sigurrós hitti Vibeke á úrslitakvöldinu og lét hana hafa myndir til að taka með sér til New York. Það hafði áhrif og Sigurrós var boðið að koma til Hamborgar. „Það versta var að mjög lítið er að gerast um mitt sumar í tískuheimin- um, fyrirtæki í sumarleyfi og því erfltt að komast áfram,“ sagði Sigur- rós. „Með haustinu breytist þetta og allt fer í gang á ný. Ég hefði bara aldrei trúað að þetta væri svona erf- itt. Ég þurfti að hendast á milli fyrir- tækja borgina á enda alla daga og eingöngu til að láta vita af mér. Nokkrar prufuljósmyndir fór ég í en þær eru mjög erfiðar og skila oft engum árangri. Þetta var gaman en erfitt,“ segir hún. Sigurrós segist hafa heyrt að stúlk- ur sem vilja í fyrirsætustörf þurfi að vera sjálfsöruggar en það sé þó mun meira en hún hafði gert sér í hugar- lund. „Maður fær framan í sig alls kýns leiðinlegar athugasemdir varð- andi útlitið. Maður verður að standa teinréttur og svara fyrir sig,“ segir hún „og það er ekki alltaf auðvelt. Þegar ég kom heim á kvöldin var ég dauöþreytt, eiginlega búin. Ég þurfti að vakna um sjöleytiö, fara á skrifstofuna og spyija hvort eitthvað væri að gera, síðan fara á milh fyrir- tækja og kynna mig. Það má segja að mjög misjafnt sé hvernig tekið er á móti manni, stundum vel en oft er hreinlega reynt að niðra mann.“ Sigurrós segir þó að starfið sé spennandi, launin góð, fjörutíu þús- und á dag jafnvel meira, og ferðalög séu algeng til framandi staða. „Þaö er eitthvað spennandi við þetta,“ sagði hún. Mjög mikið framboð er af fyrirsæt- um á sumrin því margar reyna fyrir sér í þessum heimi á meðan skólinn er í fríi. Sigurrós hefur starfað með Módel 79 og sagði hún að sú reynsla hefði hjálpað mikið. „Það er gott að búa í Hamborg en ég fór þó aldrei út eftir klukkan tíu á kvöldin. Ég bjó hjá þýskri fjölskyldu ásamt annarri stúlku sem hefur verið þar í þrjý ár. Á þessum mánuði lærði ég að ef mann langar að komast áfram þá verður maður að hafa nóg af þohn- mæði og hafa egóið í góðu lagi,“ sagði Sigurrós. Tvær aðrar Ford-stúlkur hafa starfað hjá sömu skrifstofu, þær Helga Melsted og Ágústa Erna Hhm- arsdóttir. -ELA ! • ' . 'J '■y „Oft er talað niðrandi við mann en þá er bara að standa teinréttur og svara fyrir sig,“ segir Sigurrós Jónsdóttir sem segir fyrirsætuheiminn engan dans á rósum. 3 VERSLUN V I Ð ÞÝSKALAND : I nýja Quelle-vörulistanum fyrir haust/vetur 1990/91 er geysilegt úrval, yfir 40.000 vörutegundir, þaulreyndar eftir ströngum, þýskum stöólum um vörugaeóí. Quelle merkir glæsilegan tískufatnaó og vandaóar tækni- og heimilisvörur i hugum meira en 8 milljóna ánægóra viðskiptavina um allan heim. Þú ættir einnig aó njóta góós af þessu ótrúlega úrvali hjá (eióandi póstverslun þýskalands og panta vörulistann strax í dag. Aldrei hefurverið jafn þægilegt að „verslavið þýskaland": ^ÍQuelle-umboðinui Hafnarfirði geturðu fengið allaþjónustu ogþarer tekiðvið pöntunum, líka símleiðis. h«W''s" Nafn.fornafn QUELLE-GÆÐAVORUR FRÁ VESTUR-ÞÝSKALANDI vandaðar og vinsælar gegnum tollinn og þú getur síðan sóttþærí Quelle-umboðið, eða fengiðþær i pósti. áhættu, þvíþú hefur fullan réttáaðskilaeða skipta vörunni innan 14 daga frá móttöku. ________ VORULISTA-PONTUNARSEÐILL |Á sendid mér stóra, nýja Quelle-vörulistann y&i jAi ásamt inneignarseölum (verðgildi ísl. kr. 1500,-), gylltri keðju, reikni til að finna heildarverðið og islenskri þýðingu, gegn 500,- kr. gjaldi. Gjaldið fyrir vörulistann, ísl. kr. 500,- I I Með meðfylgjandi 1—1 ávísun. Q Póstkrafa rn Með 1—1 greiðslukorti Gata, húsnúmer Stadur, land Póstnúmer Undirskrift l i i i l i i i l i i i l i i Greiðslukort nr. U_____I I____I Gildirút Athugið: Þú getur farið meó útfylltan pöntunarseóil í umboóið og greitt og fengið vörulistann þar. LJÓSALAND H/F ■ Samstarfsaðili Quelle á íslandi Hjaliahraun 8 • Pósthólf 232 • 220 Hafnarfjörður • Sími 91-50200 • Fax. 52524

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.