Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990. 55 dv Menning Kvikmyndahús Veður Bíóborgin A TÆPASTA VAÐI 2 Það fer ekkl á milli mála að Die Hard 2 er mynd sumarsins eftir toppaðsókn í Banda- rlkjunum í sumar. Oft hefur Bruce Willis verið I stuði en aldrei eins og i Die Hard 2. Góða skemmtun. Aðalhlutv.: Bruce Willis, Bonnie Bedelia, William Atherton, Reginald VelJohnson. Leikstjóri: Renny Harlin. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20. FULLKOMINN HUGUR Sýnd kl. 5 og 9. STÓRKOSTLEG STÚLKA Sýnd kl. 7 og 11.10. Sýnd kl. 2.50 á sunnudag. ÞRUMUGNÝR Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýningar kl. 3 á sunnudag: OLIVER ALLT A HVOLFI Bíóhöllin A TÆPASTA VAÐI 2 Það fer ekki milli mála að Die Hard 2 er mynd sumarsins eftir toppaðsókn i Banda- ríkjunum í sumar. Oft hefur Bruce Willis verið I stuði en aldrei eins og i Die Hard 2. Góða skemmtun. Aðalhlutv.: Bruce Willis, Bonnie Bedelia, William Atherton, Reginald Vel Johnson. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. FIMMHYRNINGURINN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÞRÍR BRÆÐUR OG BÍLL Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FULLKOMINN HUGUR Sýnd kl.7 og 11.10. STÓRKOSTLEG STÚLKA Sýnd kl. 5 og 9. SlÐASTA FERÐIN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýningar kl. 3 um helgina: STÓRKOSTLEGIR FERÐALANGAR OLIVER HEIÐA LITLI LAVARÐURINN RÁÐAGÓÐI RÓBÓTINN Háskólabíó CADILLACMAÐURINN Splunkuný grínmynd með toppleikurum. Aðalhlutv.: Robin Williams, Tim Robbins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SA HLÆR BEST... Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LEITIN AÐ RAUÐA OKTÓBER Sýnd kl. 5 og 9.15. MIAMI BLUES Sýnd kl. 9.10 og 11. SHIRLEY VALENTINE Sýnd kl. 5. VINSTRI FÓTURINN Sýnd kl. 7.20. PARADfSARBiÓIÐ Sýnd kl. 7. Xiaiigarásbíó A-salur AFTUR TIL FRAMTÍÐAR III Fjörugasta og skemmtilegasta myndin úr þessum einstaka myndaflokki Stevens Spi- elberg. Marty og Doksi eru komnir I villta vestrið árið 1885. Þá þekktu menn ekki bíla, bensín eða Clint Eastwood. Aðalhlutv.: Michael J. Fox, Christopher Lloyd og Mary Steenburgen, Mynd fyrir alla aldurshópa. Frítt plakat fyrir þá yngri. Númeruð sæti kl. 9. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.15. Sýnd kl. 2.30 á sunnudag. B-salur BUCK FRÆNDI Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. C-salur UNGLINGAGENGIN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýningar kl. 3 á sunnudag: BUCK FRÆNDI UNGLINGAGENGIN Regnboginn REFSARINN Hér er kominn spennu- og hasarmynd eins og þær gerast bestar. „The Punisher" hristir ærlega upp í þér! Aðalhlutv.: Dolph Lundgren, Lois Gossett jr. og Jeroen Krabbe. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. i SLÆMUM FÉLAGSSKAP Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BRASKARAR. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. NUNNUR A FLÓTTA Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. HJÓLABRETTAGENGIÐ Sýnd kl. 3, 5 og 11. FJÖLSKYLDUMÁL Sýnd kl. 7 og 9. Sýningar kl. 3 um helgina: ALLT A FULLU UNGA NORNIN Sýning kl. 3 á sunnudag. BJÖRNINN Stjörxiubíó FRAM i RAUÐAN DAUÐANN Joey Boca hafði haldið framhjá konunni sinni árum saman þar til hann gerði grund- vallarmistök og lét hana góma sig. Aðalhlutv.: Kevin Kline, Tracey Ullman, Ri- ver Phoenix, William Hurt, Joan Plowright og Keanu Reeves. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. MEÐ LAUSA SKRÚFU Sýnd kl. 9 og 11. STÁLBLÓM Sýnd kl. 7. POTTORMUR I PABBALEIT Sýnd kl. 3 og 5. Austan- og suöaustanstrekkingur. Rigning með köflum eöa skúrir víða um land. Síst þó í innsveitum norö- anlands og um norðvestanvert ,landiö. Hiti á bilinu 8-14 stig í dag og á morgun, hlýjast vestanlands. Akureyri úrkoma 11 Egilsstaöir skýjað 15 Hjaröames alskýjað 11 Galtarviti alskýjað 11 Keíla víkurflugvöliur skýj að 11 Kirkjubæjarklausturþoka 11 Raufarhöfn þoka 10 Reykjavík alskýjað 12 Vestmarmaeyjar alskýjað 11 Bergen súld 13 Kaupmarmahöfn skýjað 20 Osló skýjað 15 Stokkhólmur rigning 15 Þórshöfn hálfskýjað 12 Amsterdam léttskýjað 23 Barcelona léttskýjaö 27 Berlín skýjað 21 Feneyjar heiðskírt 26 Frankfurt léttskýjað 27 Glasgow skýjað 20 Hamborg skýjað 21 London mistur 27 LosAngeles skýjað 20 Lúxemborg hálfskýjað 25 Madrid léttskýjað 29 Mallorca heiðskírt 30 New York rigning 21 Nuuk alskýjað 4 Orlando skýjað '24 París heiðskirt 30 Róm heiðskírt 26 Vín heiðskirt 22 Valencia mistur 29 Gengið Gengisskráning nr. 160. -24. ágúst 1990 kl. 9.15 Einingkl. 12 .00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 56,190 56,350 58.050 Pund 109,377 109,688 106,902 Kan.dollar 49,781 49,922 50,419 Dönsk kr. 9,4397 9,4666 9,4390 Norsk kr. 9,3416 9,3682 9,3388 Sænsk kr. 9,8243 9.8523 9,8750 Fi. mark 15.3252 15.3689 15,3470 Fra.franki 10,7809 10,8116 10,7323 Belg.franki 1,7603 1,7654 1,7477 Sviss. franki 44,2267 44,3526 42,6368 Holl. gyllini 32,0774 32,1688 31,9061 Vþ. mark 36.1455 36,2484 35,9721 it. lira 0.04867 0,04881 0.04912 Aust. sch. 5,1407 5.1553 5,1116 Port. escudo 0.4091 0,4103 0,4092 Spá. peseti 0,5811 0,5827 0,9844 Jap.yen 0.38453 0,38563 0,39061 Irsktpund 96.942 97,218 96,462 SDR 78,0535 78,2758 78,7356 ECU 75,1541 75,3681 74,6030 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Fiskmarkaðurinn Hafnarfirði 24. ágúst seldust alls 19,511 tonn. Magn i Verð í krónum tonnum Meöal Laegsta Hæsta Skata 0,043 62,00 62.00 62,00 Karfi 0,029 20,00 20,00 20,00 Smáþorskur 0,041 52.00 52.00 52,00 Smáufsi 0,715 40,00 40,00 40.00 Ýsa 3,803 82,16 37,00 136.08 Ufsi 0,925 40,92 40,00 77,00 Koli 0,038 24,79 19,00 30,00 Þorskur 13,024 78,14 78,00 79,00 Lúða 0,171 318,30 310,00 330.00 Steinbitur 0,633 77,15 75.00 80,00 Langa 0,070 30,00 30,00 30.00 Fiskmarkaður Suðurnesia 24. ágúst seldust alls 16,812 tonn. Steinbitur 0,037 40.00 40,00 40.00 Skötuselur 0,009 50,00 50,00 50,00 Þorskur 11,623 95,94 53,00 103.00 Sólkoli 0,014 90,00 90,00 90.00 Lúða 0,553 368,88 255,00 385,00 Langa 0,322 31,79 10,00 33,00 karfi 0.060 43,00 43,00 43,00 Úfugkjafta 0,057 10,00 10,00 10.00 Ýsa 3,633 97,23 30,00 124,00 Ufsi 0,504 18,02 15,00 35,00 Faxamarkaðurinn 24. ágúst seldust alls 36,127 tonn. Steinbitur 0,426 66,74 60,00 71.00 Þorskur 24,260 70,82 49,00 88.00 Smáþorskur 0,253 69,00 69.00 69,00 Ufsi 1,016 40,37 40,00 42,00 undirm.f. 0,302 20,00 20,00 20,00 Ýsa (sl.) 7,389 97,00 20,00 128,00 Karfi 0,141 29.00 29,00 29,00 Langa 1,432 49,00 49,00 49,00 Lúða 0,554 260,07 160.00 420,00 Lýsa 0.115 12,00 12,00 12,00 Skarkoli 0.054 46,00 46,00 46.00 Blandað 0,185 41,28 20,00 70,00 FACOFACO FACOFACO FACOFACO LISTINN Á HVERJUM MÁNUDEGI Stórvirki í íslensk- um mannvísindum Þegar Milton Friedman var spurður aö því í Reykja- vík árið 1984, hvort hagfræöikenningar hans giltu í jafnhtlu landi og íslandi, þá svaraði hann því til, að þær væru vart frambærilegar, nema þær giltu alls staðar. Dr. Þráinn Eggertsson prófessor er bersýnilega sammála starfsbróður sínum. Bók hans, Economic Behavior and Institutions eða Hagræn hegðun og stofnanir, er tilraun til þess að færa út mörk hagfræð- innar, nota hana til að skýra ýmis fyrirbæri sögu og samlífs, sem margir hagfræðingar hafa htt hirt um. Hagfræðingar hafa sem kunnugt er einbeitt sér að greiningu þeirra lögmála, sem gilda um verðmyndun á alfrjálsum markaði. En margt er fleira til í heiminum en frjáls markaður. Þráinn spyr, hverju það breyti um hegðun manna, hvort þeir starfa í opinberum stofnun- um, einkafyrirtækjum eða almenningshlutafélögum, hvað ráöi verkaskiptingu á milh opinberra aðila og annarra og hvernig ólík hagkerfi verði til. Hann reyn- ir síðan að svara slíkum spumingum meö aðstoö hag- fræöinnar. Rauði þráðurinn í bók Þráins er kenning hresk-banda- ríska hagfræðingsins Ronalds Coases um viðskipta- eða samningakostnað (e. transaction cost). Fyrir þvi hugtaki má gera grein með einfoldu dæmi. Einn mað- ur kaupir mjólk af öðrum. Til þess að þau viðskipti geti átt sér stað, þarf seljandinn að girða af land til að beita gripum sínum á, gæta landsins og gripanna fyrir öðrum, afla viðurkenningar manna á eignarrétti sínum á þessu hvoru tveggja og fmna kaupanda að rpjólkinni, sem honum tekst að framleiða þar. Allur shkur gæslu- og upplýsingakostnaður er viðskipta- kostnaður í skilningi Coases. Og shkur kostnaður skýrir, hvers vegna mál em stundum ekki leyst með frjálsum viðskiptum, heldur öðmm ráðum (eöa þau standa eftir óleyst). Ef kostnaður við viðskipti fer fram úr ávinningi af þeim, þá eiga þau sér ekki stað. For- senda viðskipta er, að viðskiptakostnaður sé nægilega lágur. Frjáls markaður krefst starfhæfra stofnana og reglna. Fyrirtækið og árekstrar í atvinnulífi Coase notaði sjálfur viðskiptakostnaðarhugtakið til þess að skýra tilveru fyrirtækja í frægri ritgerö frá 1937, „The Nature of the Firm“ eða „Eðli fyrirtækis- ins“. Hagfræðingar draga gjarnan upp mynd af við- skiptum sjálfstæðra einstaklinga, svo sem mjólkur- framleiðandanum í dæmi okkar, fiðluleikara og hár- skera. En atvinnulífið er allt öðmvísi. Þar starfa aðal- lega mörg fyrirtæki, stór og smá, ekki einstaklingar. Hvert fyrirtæki er í raun og veru miðstýrt. Þar er rek- inn áætlunarbúskapur. Það er eins konar eyja skipu- lagningar í hafsjó samkeppninnar. Hvað veldur? Svar- ið er, segir Coase, að fyrirtækið lækkar viöskiptakostn- að. Það er kerfi samninga, sem stytta leiðina á milh framleiðanda og neytanda. í stað þess að mjólkurfam- leiðandinn uppi í sveit haldi sjálfur inn í borgina í leit að hugsanlegum kaupendum, rís upp fyrirtæki, millíliður. sem kaupir mjólkinaaf honum og selur síð- an aftur. í annarri frægri ritgerð frá 1961, „The Problem of Social Cost“ eða „Vandinn af utanaðkomandi kostn- aði“, sýnir Coase, hvemig nota má viðskiptakostnað- arhugtakiö til þess að sjcilja betur árekstra milli aðila atvinnulífsins. íslendingar þekkja margvíslega slíka árekstra af eigin raun. Loðnubræðsla dælir daunillu lofti yfir sjávarþorp. Hún veldur þorpsbúum óþægind- um. í raun og vera eru bræðslan og íbúamir að keppa um sömu gæðin, hreint loft. Bræðslan vill nota þetta loft til þess að losa í það úrgang, íbúarnir vilja fá að anda því að sér. En ekki er nóg til af hreinu lofti til þess að fullnægja þörfum beggja aöila. Hvemig stend- ur á því, að þetta mál er ekki leyst með viðskiptum á milti aðiíanna tveggja? Svariö er samkvæmt kenningu Coases, að kostnaður af slíkum viðskiptum er of hár. Ein skýringin á því getur verið, að erfitt sé eða ókleift af tæknilegum ástæðum að mynda eignarrétt á hreinu lofti, svo að geti gengið kaupum og sölum eins og önn- ur gæði á frjálsum markaði. íslenska þjóðveldið og fyrirkomulag fiskveiða Þráinn hefur alþjóðlega yfirsýn og minnist óvíða á ísland í bók sinni. Hann nefnir þó tvö mál, þar sem viðskiptakostnaðarhugtakið kemur við sögu. Annað snýr að íslenska þjóðveldinu frá 930 til 1262. Það var sérstakt aö því leyti, aö þar var réttarvarsla í höndum einstaklinga. Þeir urðu að leysa með samningum sín Þráinn Eggertsson. Bókmenntir Hannes H. Gissurarson á milh ýmis mál, sem ríkiö tekur að sér á okkar dög- um. Bændur lágmörkuöu áhættu af eldsvoðum op eignamissi í hreppunum: hver hreppur var eins konar gagnkvæmt tryggingafélag. Og þeir keyptu vernd af goðunum. Gátu þeir valið um goðorð, svo að segja má, að hér hafi verið frjáls samkeppni í réttarvörslu. Hvert goöorð var eins konar fyrirtæíti. Það var í einka- eign og gat gengið kaupum og sölum. Vitnar Þráinn í því sambandi til athyghsverðra kenninga Davids Fri- edmans (sonar Miltons gamia) um þjóðveldið. Hitt máhð er fyrirkomulag fiskveiða. Á meðan að- gangur að fiskistofnum var óhindraður, kepptu marg- ir aðilar um sama fiskinn. Afleiðingin varð ofíjárfest- ing og ofveiði. Skýringin er, eins og Þráinn bendir á, að viðskiptakostnaður var of hár. Enginn átti fiskinn í sjónum. Þennan árekstur má vitaskuld leysa með því að mynda eignarrétt á fiski, aíhenda útgerðaraðil- um varanleg og seljanleg veiðiréttindi, eins og ég hef lagt til. Eiríi ágreiningurinn í hópi þeirra fræðimanna, sem kynnt hafa sér máhð aö gagni, er, hvort aihenda eigi útgerðaraðilum veiðiréttindin endurgjaldslaust (eins og ég vil) eða hvort ríkið eigi að selja þau á upp- boði (eins Qg Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Björnsson leggja til). Þeir, sem vilja, að ríkið selji útgerðaraðilum veiðiréttindin, færa einmitt þau rök fyrir því, að þá verði víðtækari sátt um lausnina. Þá lækki með öðmm orðum samningskostnaður í stjómmálum. Ég er sann- færður um hið þveröfuga - aö þá og því aðeins mynd- ist sátt um málið, að lausn þess sé að skapi útgerðar- manna. Fyrir þá er mest í húfi, og þeir munu því beita sér öðmm fremur í málinu. Vandað fræðirit Bók Þráins verðskuldar miklu rækilegri umsögn en unnt er að birta í dagblaði, og hef ég mjög orðið að einfalda mál mitt. Ég get hins vegar ekki lokið þessu skrifi án þess að láta í ljós aðdáun á framtaki Þráins. Hann lætur það ekki draga mátt úr sér, að hann kenn- ir hagfræði í litlum og fátækum skóla á hjara verald- ar, heldur leggur fram bók, sem er hvarvetna fullboð- leg. Þetta er vandað fræðirit um ákaflega athyglisvert efni. Það er ritað á heimstungu og hefur þess vegna ekkert skjól af einangrun þjóðarinnar. Þeir, sem starf- að hafa í einhvern tíma í virtum erlendum háskólum, þar sem fram fer fjörug rannsókn og rökræöa, vita, hyersu erfitt er að sinna raunverulegum fræðistörfum á íslandi, þar sem annarlegir mælikvarðar eru oft lagð- ir á vísindaleg verk manna, dægurmál eru áleitin og síminn hringir í sífellu. Með riti sínu hefur Þráinn Eggertsson aukið mjög veg Háskólans og minnt okkur samkennara sína á það, að við verðum að taka á okk- ur rögg og reyna að gera janfvel eða betur en hann. Hann hefur unnið stórvirki í íslenskum mannvísind- um. Þráinn Eggertsson: Economic Behavior and Institutions Cambridge University Press, 1990, 385 bls. MÖL ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.