Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990. 13 Góð viðbrögð vegna viðtals í DV: Hjálpsemi fólks eykur bj artsýnina tvær verslanir sendu mat til Gunnars Hallgrímssonar Gunnar Hallgrímsson sagði frá hvernig hann tapaði aleigunni í síðasta helgarblaði. Hjálpsemi fólks kom honum á óvart en margir hafa haft samband við Gunnar eftir að viðtalið birtist. DV-mynd JAK „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að viðtalið birtist og er þakk- látur DV. Fjöldi manns hefur haft samband og heimsótt mig. Allir hafa verið jákvæðir að undan- skildri einni konu sem leggur mig í einelti og hæðist að mér - hún býr hér í þessu húsi. Maður hefði skilið svona háttalag hjá unglingi en ekki konu yfir sjötugt. Þetta særir mig mikið,“ sagði Gunnar HaUgríms- son húsvörður er helgarblaðið for- vitnaðist um viðbrögð eftir viðtal við hann sl. laugardag. Þar sagði Gunnar frá hvemig óprúttinn íjárglæframaður fékk hann til að skrifa upp á víxla og stakk síðan af frá öllu saman. Gunnar hefur tapað aleigunni vegna þess að hann treysti þessum kunningja sínum. „Hingað komu elskuleg hjón og sögðust ætla að taka þetta mál í sínar hendur fyrir mig. Þau hafa heimsótt mig þrisvar sinnum og segjast tilbúin til að hjálpa mér og koma þessu máli áfram. Þau voru mjög velviljuð, höfðu sjálf lent í svipuðu fyrir nokkrum árum en náð sér aftur á strik. Mér finnst einnig að fólk sem ég þekki skilji betur mín mál en áður,“ sagði Gunnar. „Ég hef fengið matarsendingar og er ákaflega þakklátur fyrir það. Hagkaup sendi mér fullan kassa af vörum og það finnst mér fallegt af þeim. Auk þess sendi verslunin Dalver mér fullan poka .af mat. Maður einn kom og færði mér sil- ung, kartöflur, flatkökur og smjör og gaf dóttur minni fimm þúsund krónur. Hjálpsemi fólks eykur bjartsýni mína,“ sagði Gunnar ennfremur. „Það hringdi einnig kona í mig, hálfgrátandi en þegar ég ræddi við hana um hennar hagi kom í ljós að þeir voru hræðilegir. Það er víða pottur brotinn í þessu þjóðfélagi. Þessi aumingjans kona er öryrki en barnið hafði verið tekið af henni þar sem hún gat ekki séð fyrir þvi. Hún hafði ekki fengið matarbita í fjóra daga. Ég ákvað að fara til hennar suður í Kópavog og gefa henni matarbita sem var afgangs. Hún fór að gráta, stelpugreyið, þeg- ar ég kom til hennar. Ég sá að á því heimili var ekki nokkur hlutur til. Þetta þykir mér hörmulegt," sagði Gunnar. Hann sagðist vonast til að eitt- hvað myndi gerast hjá því fólki, sem eins væri ástatt fyrir, og um- ræðan yrði meiri í þjóðfélaginu um slík mál. „Ég vonast til að viðtalið komi öllum í G-samtökunum til góða.“ -ELA Sviðsljós Hin nýja ímynd Dollyar Aðdáendur Dolly Parton hafa eflaust tekið eftir því hversu mjög hún hefur breytt um ímynd á síð- ustu árum. Frá því að vera lítil og sakleysisleg „kúrekastelpa", dálít- ið kauðsleg í köflóttri skyrtu með kúrekahatt til þess að teljast til hinna mestu glæsikvenda. Og aUt er þetta með vilja gert, og liggja meira að segja miklar vanga- veltur að baki. Dolly réð sér fata- og útlitshönnuð sem lagt hefur sig í líma við að láta söngkonuna Hta sem glæsilegast út. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sjálf er dísin hæstánægð og segir að loks hafi draumaúthtið orðið að veruleika. Hún hefur aldrei verið kynþokkafyllri og hreinlega blómstrar eins og ung blómarós þótt komin sé af léttasta skeiði sam- kvæmt tímatöflunni. Dolly trónaði jafnan ofarlega á listum yfir verst klæddu konur heims. En nú, þremur árum eftir að fatahönnuðurinn Tony Chase kom til sögunnar, er heldur betur annað uppi á teningnum. DoUy þykir nú bera af öðrum konum hvað varðar útíit og klæðaburð. Tony hefur lýst því hvemig hann fór að því að breyta útiiti söng- konunnar barmmiklu. Hann byrj- aði á því að skoða hana kviknakta og mæla aUa hugsanlega líkams- hluta. Þannig sagðist hann geta séð best hvemig kona DoUy í raun væri og hvers slags fatnaður hent- aði henni. Þátók við að hanna fatn- að sem færi best á þessari Utlu Dolly hefur á síðastliðnum þremur árum breytt klæðaburði sinum verulega. Köflótt bómullarskyrta og gallabuxur voru uppáhalds- klæðnaðurinn en nú eru það perl- um skreyttir kjólar sem eiga hug hennar allan. konu sem fræg er fyrir bijóstin sín stóm, mjóa mittið og breiðu mjaðmimar. Segist Tony jafnan hafa í huga að gera sem best fyrir þessa líkamsparta og leyfa þeim að njóta sín tíl hins ýtrasta. Hann þvertekur einnig fyrir að púðum sé bætt á nokkra staði, eins og við bijóst og mjaðmir. Þetta er sem sagt aUt náttúrlegt. Enda vUdu sjálfsagt margir skipta á starfi við Tony þennan. Galdurinn á bak við spengUegan vöxtinn er líkamsrækt og þolfimi. Hún borðar aUan mat en aðeins agnarUtið í hvert sinn. Hárkollum- ar 35 gegna stóm hlutverki í lífi og útUti DoUyar. Segir hún það öUu þægjlegra og fljótiegra að skeUa koUu á kollinn heldur en að eyða löngum stundum við hárgreiðslu. Tony fær á hálfs árs fresti dag- skrá DoUyar komandi mánuði og eftir því starfar hann. Stundum er DoUy svo stíft bókuð að hún þarf að nota 5-6 klæðnaði á einum degi. Það er því nóg að gera hjá Tony við að hanna klæðnað fyrir hvert tækifæri. UppáhaldsUtir söng- konunnar eru hvítt, ferskjuUtur, bleikt, og pasteUitir. Silki, blúndur og útsaumur em og í mildu uppá- haldi. Og víst er Tony ánægður í þessu starfi sem hann hefur nú sinnt í þrjú ár. Það gleður hann ekkert meira í veröldinni en að sjá DoUy yfir sig ánægða og brosa út að eyr- um. Suðureyri Óskum að ráða umboðsmann á Suðureyri frá og með 1. sept. '90. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 94-6232 og á afgreiðslu DV í Reykjavík í síma 91 -27022. VANTAR - VANTAR - VANTAR Feiknarsala, feiknarsala Vanftar allar gerðir bíla á staðinn. Sé bíllinn á staðnum selst hann fljótt. Bílasala GARÐARS Borgartúni 1 - s. 19616, 18085 TORFÆRU- KEPPNI STAKKS LAUGARDAGINN 25. ÁGÚST KL. 14:00 í LANDI HRAUNS VIÐ GRINDAVÍK. - NÝTT OG SPENNANDI SVÆÐI. - ORÐSEIMDIIMG ORÐSENDING TIL SVEITARSTJÓRNA OG ANNARRA FÉD\GSLEGRA FRAMKVÆMDA- AÐILA VEGNA UMSÓKNA UM LÁN TIL BYGGINGAR/KAUPA Á FÉLAGSLEGUM ÍBÚÐUM ÁÁRINU 1991. Lánsumsóknir sveitarstjórna og annarra félagslegra fram- kvæmdaaðila þurfa, lögum samkvæmt (nr. 70/1990), að berast Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 1. október ár hvert, vegna framkvæmda næsta ár á eftir. LÁNAFLOKKAR í BYGGINGARSJÓÐI VERKAMANNA ERU: 1. Lán til félagslegra kaupleiguíbúða. 2. Lán til félagslegra eignaríbúða. 3. Lán til félagslegra leiguíbúða. 4. Lán til almennra kaupleiguíbúða. UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ FÁST HJÁ FÉLAGSÍBÚÐA- DEILD HÚSNÆÐISSTOFNUNAR RÍKISINS. Reykjavík, 23. ágúst 1990. cR: HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS U SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SlMI 696900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.