Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990.
Fréttir
Láviðstórslysi:
Stjórnlaus dráttarvél með
átta ára pilt undir stýri
Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi;
Dráttarvél með átta ára pilt innan-
borðs rann stjómlaust niður brattar
brekkur um hálfs kílómetra leið fyr-
ir skömmu. Óhappið varð að Hnjúki
í Vatnsdal.
Segja má að það hafi verið lán í
óláni fyrir Sigurö á Hnjúki að sleppa
með handleggsbrot og mar. Hraðinn
á dráttarvéhnni var orðinn svo mik-
ill að hún hentist yfir stóran skurð
og hafnaði á hvolfi. Höggiö var svo
mikið að öryggisgrindin lagðist sam-
an og mótorinn skekktist og er véhn
því talin ónýt.
Drengurinn fór upp í véhna þar
sem hún stóð skammt frá bænum.
Skömmu síðar rann hún af stað.
Hæöarmunurinn frá bæ og að skurð-
inum er nálægt hundraö metrum.
Farið var með drenginn tU Reykja-
víkur þar sem gert var að handleggs-
brotinu. Fékk hann að fara heim aö
þvi loknu.
Sigurður má teljast heppinn að hafa sloppið með handleggsbrot en dráttarvélin er illa útleikin eins og sjá má.
DV-mynd Magnús Ólafsson
Einkaframtak í vegagerð:
Ný leið að opnast inn á Vatnajökul
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum;
„Það mætti segja mér að þarna
væri að opnast ný ferðamanna-
paradís með ísheUum, lóni til sigl-
inga, skíðalandi og greiðri leið inn
á Vatnajökul," sagði Dagur Krist-
mundsson á EgUsstöðum. Dagur
hefur nú í sumar unnið ásamt fleiri
að vegagerð frá SnæfelU inn að
Vatnajökh. Þama voru famar að
myndast margar slóðir og íshleyp-
ur. Dagur, sem er félagi í Ferðafé-
lagi Fljótsdalshéraðs, sá að við svo
búið mátti ekki sitja. Þeir Ferðctfé-
lagsmenn sóttu um fjárveitingu tU
Vegagerðar ríkisins (fjaUvegasjóðs)
tU aö laga veginn en fengu engin
svör nema hvað þeir fengu einn
hólk og stikur eftir ítrekaða beiðni.
Engu að síður fór Dagur í það að
gera þessa leið færa og lagði til
verksins vömbU, hjólaskóflu og
jeppa. Með honum í framkvæmd-
unum vora þeir Víðir Sigbjöms-
son, Benedikt Blöndal og Krist-
mundur Dagsson.
í eina viku var unnið að þessu
verkefni. Þeir félagar keyrðu í
verstu staðina og settu þrjá hólka,
þar af lögðu þeir sjálfir til tvo. Nú
era 15 km af leiðinni inn að jökU
sæmUega færir vel búnum bílum.
Eftir er að laga þrjá km en Ferðafé-
lagið stikaði aUa leiðina.
„Ég hef haft samband við Naust
(Náttúravemdarsamtök Austur-
lands) og þau styðja okkur í þessu
máli á þann hátt aö við fáum að
minnsta kosti greitt fyrir útlagðan
kostnað. Þetta er hið þarfasta verk
fil að koma i veg fyrir eða minnka
líkur á aö landið skemmist vegna
umferðar. MikU brögð voru orðin
aö því að menn keyrðu nýja og
nýja slóð,“ sagði Dagur. Hann sagði
að fyrsta daginn, sem leiðin var
fær, hefði rúta með 17 franska
ferðamenn farið inn eftir.
Komið er að jöklinum við Búða-
hrauk, vestan við lónið við Háöldu,
en hún er vestan Eyjabakkajökuls.
„Draumur minn er sá að koma tog-
braut upp við SnæfeU til að auð-
velda mönnum uppgöngu á fialUð.
Þama inn frá er 50 gráða heitt vatn
og ótæmandi möguleikar á að
skapa góöa aðstöðu fyrir ferða-
menn,“ sagði Dagur að lokum.
Flugleiöirá Noröurlandi:
Gísiiráðinn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
„Þær breytingar, sem era að
eiga sér stað, miöa einfaldlega að
því að auka og bæta þjónustu
Flugleiöa, ekki síður á Norður-
landi en á öðram stööum á
landinu, og það má segja að ráðn-
ing mín í þetta starf sé hluti af
þeirriþróun,“ segir GísU Jónsson,
forstjóri Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar, en hann hefur verið ráöinn
umdæmisstjóri Flugleiða á Norð-
urlandi og hefur tekið við starfi
Gurmars Odds Sigurðssonar sem
gegnt hefur því undanfarin ár.
GísU sagði í samtaU viö DV að
eignaraðild Flugleiða að Feröa-
skrifstofu Akureyrar hefði aukist
er Ferðaskrifstofan Úrval keypti
Feröaskrifstofuna Útsýn en Ut-
sýn var eignaraöiliað Ferðaskrif-
stofu Akureyrar. Þá hefði sú
breyting orðið hjá Flugleiðum að
innanlandsflugið heyrði nú undír
þróunarsvið félagsins. í kjölfar
þessa hefði verið taliö rétt að gera
þær breytingar á starfseminni á
Norðurlandi sem nú hafa átt sér
stað.
„Akureyri er sá staður þar sem
umsvif Flugleiða eru langmest
utan Reykjavíkur og þvi ekki
nema eðUlegt að þær breytingar
sem fyrírhugaö er að gera úti á
landi, og miða að því að bæta og
efla þjónustu við farþega, hefiist
á Akureyri áður en kemur -aö
öðrum stöðum á Norðurlandí."
GísU nefndi sem dæmi að síma-
málin á AkureyrarflugvelU væru
langt frá því að vera í lagi og
mjög erfitt fyrir ferþega að 'ná
þangað á álagstímum. Eins væri
á álagstímum of löng bið þegar
farþegar væru að skrá sig í flug.
„Þetta era einungis tvö atriði sem
þarf að taka á og bæta. Þeim úr-
bótum mun fylgja aukm tækni-
væðing en það er reyndar ekki
fullmótað með hvaða hætti verð-
ur ráðist í þessi verkefm," sagði
Gisli.
Bergþór ErUngsson og Sigurð-
ur Kristinsson verða afgreiðslu-
stjórar Flugleiða á Akureyrar-
flugvelU eins og hingað til. Gísli
sagði að völd þeirra ykjust verð-
andi daglegan rekstur starfsem-
ínnar á flugvelUnum en starf
hans yrði fyrst og fremst að vinna
að frekari uppbyggingu þjón-
ustunnar og sölu- og markaðs-
málum, a.m.k. fyrst í stað.
í dag mælir Dagfari
Misskilningur hjá Mitterrand
Mitterrand Frakklandsforseti sótti
okkur heim á dögunum. Hélt veislu
og sótti veislu, fór til ÞingvaUa,
kom frá Þingvöllum og flaug og sá
Gullfoss og Geysi eins og ferða-
manna er siður. Mitterrand kann
vel sig á íslandi og íslendingar
kunna vel við hann. Eins er ekki
ónýtt að fá forsetann í heimsókn
enda er hann einn valdamesti mað-
ur Evrópu og ræður miklu um þró-
un heimsmálanna. Það er gott til
þess að vita að hann man eftir
garminum honum KatU.
Mitterrand hélt blaðamannafund
og flutti ræður á meðan á íslands-
heimsókninni stóð. Þar hjuggu
menn eftir því að forsetinn ráðlagði
íslendingmn að taka upp viðræður
við Evrópubandalagið. Hann lét
meira að segja þau orð faUa að ís-
lendingar væra svo fáir og smáir
að þeir gætu áreiðanlega fengið
undanþágur með fiskveiðamar.
Augljóst var að með þessum um-
mælum sínum vUdi Mitterrand
sýna gestgjöfum sínum vináttuvott
og þakka þeim fyrir gestrisnina.
Ekki vissi Mitterrand að þessi orð
hans mundu vekja upp nýjar deilur
um hugsanlegt samstarf Islendinga
við Evrópubandalagiö. Hvað þá að
Mitterrand hefði gert íslensku rík-
isstjórninni og gestgjöfum sínum
hinn mesta óleik. Mitterrand gekk
nefnilega í Uð með stjórnarand-
stöðunni þegar hann ráðlagði ís-
lendingum að hefia samningavið-
ræöur við bandalagið. Hann gekk
til Uðs við Sjálfstæðisflokkinn og
þær röksemdir sem sá flokkur hef-
ur haldið uppi í þessu máli.
Sjálfstæðisflokkurinn vill beinar
viöræður við Evrópubandalagið.
Ríkisstjómin, með utanríkisráð-
herra í broddi fylkingar, hefur hins
vegar lagt áherslu á viðræður í
gegnum EFTA og vUl ekki taka upp
beinar viðræður fyrr en útséð er
með árangur af samningum EFTA
og EB. Enda var utanríkisráðherra
fljótur að segja að Mitterrand hefði
mismælt sig eða þá að ummæU
hans væra á misskilningi byggð.
Þetta kom forsætisráðherranum
okkar einnig afar Ula því að hann
hafði áður og nýlega sagt í viðtaU
viö Morgunblaðið að aðild að Evr-
ópubandalaginu væri það versta
sem fyrir íslendinga gæti komið.
Það reyndist að visu létt verk fyr-
ir Steingrím að útskýra það fyrir
blaðamönnum að hann hefði ekki
sagt það sem hann sagði og meint
annað en það sem hann meinti.
Steingrímur er sérfræðingur í aö
segja eitt og meina annað og þegar
hann segir að eitthvað sé verst fyr-
ir ísland meinar hann að það sé
ekki endUega verst heldur slæmt
en gæti þó orðið betra ef það væri
ekki verra. Steingrímur er sem sagt
þeirrar skoðunar að ísland eigi
ekki að ganga í Evrópubandalagið
en það sé margt verra sem geti
hent og það þýði auðvitað ekki að
íslendingar geti ekki sótt um aðUd
eða átt viðræður við Evrópubanda-
lagið ef það geti verið betra fyrir
íslendinga heldur en það sem
mundi verða verra ef við væram
ekki með aðUd.
í raun og vera er það merkUegt
í sjálfu sér að fiölmiðlar séu aö gera
mikið með það sem Steingrímur
segir, vegna þess að hann meinar
ekki aUt sem hann segir og segir
ekki alltaf það sem hann meinar.
Þetta verða fiölmiðlamenn að fara
að læra svo að þeir séu ekki alltaf
að misskilja Steingrím.
Eins er það með Mitterrand.
Hann er veraldarvanur stjórn-
málamaður sem fer víða eins og
Steingrímur og meinar þess vegna
ekki alltaf það sem hann segir.
Menn segja margt í viðhafnarvið-
tölum og á blaöamannafundum og
það er barnaskapur hjá fiölmiðla-
mönnum og sjálfstæðismönnum að
taka mark á öllu því sem sagt er.
Þetta veit Jón Baldvin sem hefur
verið utanríkisráðherra og hlustað
á margan sjóaðan stjórnmála-
manninn og þjóðarleiðtogann gefa
yfirlýsingar sem ekki er ætlast til
að tekið sé mark á. Þar af leiðandi
hefur Jón Baldvin rétt fyrir sér
þegar hann segir að Mitterrand
hafi mismælt sig. Það er kurteisleg
útskýring á því að Mittrerrand hafi
ekki vitað hvað hann var að tala
um.
Og svo er hitt: ef Mitterrand talar
við Steingrím og Steingrímur við
Mittterrand, hvaða gagn er þá af
beinum viðræðum þegar báðum er
ljóst og allir vita að hvorugur mein-
ar það sem hann segir né heldur
segir það seift hann meinar?
Dagfari