Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Side 2
2
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
Hafrannsókn:
Lítið af
þorsk-
seiðum
en mikið
af karf a
Frettir
Astandlð að versna í Kúvætborg:
Á fljótlega von á
hinum frá Kúvæt
segir Bima Hjaltadóttir, nýkomin frá Kúvæt
„Ástæöan fyrir því að ég ákvað að
fara núna var eiginlega sú að Gísli,
maðurinn minn, skipaði mér að fara.
Honum fannst ástandið vera aö
versna, fleiri væru að koma inn á
sjúkrahúsið slasaðir og spennan hjá
fólkinu að aukast. Hann keyrir til og
frá vinnu og sér meö eigin augum
hvemig ástandið er. Hann tók því
af skarið og sagöi við mig: Nú ferð
þú á morgun og hringdi svo í banda-
ríska sendiráðið og spurði hvort það
væri pláss fyrir mig. Það reyndist
vera,“ sagði Birna Hjaltadóttir sem
kom til íslands frá Kúvæt á fimmtu-
daggkvöldið. Birna er fyrst íslensku
gíslanna til að sleppa frá Kúvæt en
þar eru ennþá sjö Islendingar og þar
á meðal GísÚ Sigurðsson læknir, eig-
inmaður hennar.
- En heldur þú að þau sem eru eft-
ir í Kúvæt fái að fara?
„Já, alveg örugglega, það tekur
bara tíma. Það er ekkert vandamál
með Kristínu og börnin en þau vilja
helst fara landleiðina en það er bara
of heitt ennþá.“
Bima sagði um fyrri tilboð, aö fara
með Svíum, að þau hefðu verið á
misskilningi byggö. „Fyrsti hópur-
inn sem fór gat ekki tekið okkur
með. Þeir hringdu í okkur og sögðu:
Það em 90 Svíar að fara en því miður
þá er ekki pláss fyrir ykkur,“ sagöi
Birna. Hún sagði að það hefðu í raun
ekki verið nein vonbrigði fyrir hana
því hún heföi ekki verið tilbúin til
að fara - hún hefði ekki verið búin
að pakka niður.
„Þegar næsti hópur fór var okkur
sagt að við kæmust til Bagdad en
ekki væri hægt að ábyrgjast að við
kæmust lengra." Birna sagði að þau
Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar Birna hitti fjölskyldu sina í Leifsstöð
en hér er hún ásamt Þorbjörgu, dóttur sinni. DV-mynd Ægir Már
Nokkur hópur fólks safnaðist saman í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14.00
í gær þegar undirskriftarlistar til stuðnings Hildi Hödd Stefánsdóttur voru
afhentir. Það voru þau Eydís Ólafsdóttir og Jens Elíasson sem afhentu
dómsmálaráðherra, Óla Þ. Guðbjartssyni, undirskriftarlistana.
DV-mynd Brynjar Gauti
Ráðherra af hentir
undirskriftarlistar
hafðu þá ákveðið að fara ekki enda
búið við tiltölulega tryggar aðstæður
í Kúvætborg.
Litum á okkur sem gísla
Birna sagði að íslendingarnir i
Kúvæt hefðu litiö á sig sem gísla. Þó
að þeir hefðu verið frjálsir ferða
sinna inna takmarkaðs svæöis þá
hefði verið Ijóst að íraksforseti hefði
haft útlendingana þarna í ákveðnum
tilgangi.
Birna sagði að þau hefðu haft þaö
prýðilegt í borginni enda verið inni
á tiltölulega öruggu háskólasvæðinu
sem hefði verið vaktað. „Þetta var
auðvitað fábreytt og við styttum okk-
ur stundir við að horfa á video en
svo þurfti videotækið endilega aö
bila.“
Að sögn Bimu voru þau aldrei í
neinni hættu og engin atvik hefðu
komið upp sem hefðu stofnað lífi
þeirra í hættu. Hún sagði að Gish,
maöur hennar, hefði verið meira á
ferli og passað sig á því að vera í
sloppi og með hlustunartæki.
Þá sagði Birna að nóg hefði verið
til af mat og nauðsynjum í borginni
og þau hefðu ekkert orðið vör við að
framboðið minnkaði af neinu nema
grænmeti og ávöxtum.
Það kom fram hjá Birnu að nú
væri bara framundan hjá henni að
reyna að fá sér vinnu því hún á ekki
von á að fara út í bráð. „Þarna er
þannig ástand að það tekur langan
tíma að byggja upp aftur. Það var
gott að vera í Kúvæt og við getum
auðvitað hugsað okkur að fara þang-
að þegar allt kemst í eðlilegt horf,“
sagði Birna. _SMJ
Kalt stríð milli ís-
lenskra og banda-
rískra starf smanna
Ég tel að fullnægjandi niðurstöðu
sé vart að vænta nema að takist að
sætta þá aðila sem hér deila. Þol-
andinn, telpan, gerir sér fuUa grein
fyrir þessu. Það er hennar ósk að hún
eigi möguleika á hindrunarlausri
dvöl hjá báðum foreldrum sínum,
var meðal þess sem Óli Þ. Guðbjarts-
son dómsmálaráðherra, sagði þegar
hann tók á móti undirskriftarlistum
sem safnað hafið verið til stuðnings
Hildi Hödd Stefánsdóttur.
Alls rituðu 9.022 nöfn sín undir
svohljóðandi áskorun: „Við undirrit-
uð óskum eftir því aö þér virðið vilja
bamsins Hildar Haddar Stefánsdótt-
ur ög brjótið ekki á henni mannrétt-
indi aftur með því að senda hana
nauðuga úr landi.“
Einnig voru dómsmálaráöherra af-
hentar 254 undirskriftir sem borist
hefðu gegnum síma og auk þess und-
irskriftir 119 lögregluþjóna sem
skrifað höfðu undir áskorunina.
Jafnframt sagði dómsmálaráðherra
að hér væri um viðkvæmt mál að
ræða og það væri nú til umfjöllunar
í ráðuneytinu. -J.Mar
Sigurjón Sigurðsson:
Man ekki
eftir lista
sem
þessum
Sigurjón Sigurðsson, fyrrver-
andi lögreglustjóri í Reykjavík,
segist ekki muna eftir því að und-
irskriftarlisti lögreglumanna um
einstök mál hafi verið í gangi -
eins og nú hefur gerst vegna for-
ræöismáls þar sem fógeti óskaði
eftir aðstoð lögreglunnar. Sigur-
jón vildi ekki leggja mat á um-
ræddan lista.
Eins og fram hefur komið hafa
á annaö hundrað lögregluþjónar
í Reykjavík ritaö nöfn sín á lista.
sem sendur veröur ráöherra. Þeir
hafa meðal annars lýst yfir þeirri
skoðun sinni að þeim fmnist
ógeðfellt aö handtaka böm.
Guðmundur M. Guðmundsson,
starfsmannastjóri hjá lögregl-
unni í Reykjavik, segist heldur
ekki vita til-aö sambærilegur listi
hafi áður verið í umferð. Að-
spuröur um hvort listar sem
þessir væru í trássi við Iög og
reglur embættisins sagöi Guð-
mundur:
„Ég veit litið um þennan hsta
en geri ráð fyrir aö menn hafi
skrifað sig á hann sem einstakl-
ingar en ekki lögreglumenn,"
sagði Guðmundur.
Ekki náðist í Böðvar Bragason
lögreglusfjóraíReykjavík. -ÓTT
Sævar Lýðsson, fulltrúi lögreglu-
stjóra á Keflavíkurflugvelli, segir að
rannsókn vegna þjófnaðarmáls hjá
Navy Exchange sé nýlega komin í
hendur embættisins frá bandarísku
lögreglunni.
Eins og fram kom í DV í gær segj-
ast íslenskir starfsmenn vera bornir
sökum af bandarískum kollegum
sínum um þjófnað úr versluninni. 38
íslendingar starfa í fyrirtækinu en
31 bandarískur. Yfirheyrslur hafa
fariö fram af herlögreglu vegna
bandarísku starfsmannanna. Tvær
bandarískar konur voru staðnar að
verki vegna undirstimplana í síðustu
viku. Þær voru reknar úr starfi. ís-
lendingamir sögðu við DV að sam-
starfsgrundvöllur við Bandaríkja-
mennina væri brostinn þar sem hin-
ir síðarnefndu bera hina sökum.
Sævar segist gera ráð fyrir aö yfir-
heyrslur heíjist bráðlega vegna ís-
lensku starfsmannanna hjá Navy
Flak dönsku einkaflugvélarinnar,
sem hvarf vestur af Grænlandi á
þriðjudagskvöld, fannst í gær. Áhöfn
leitarþyrlu sá flak vélarinnar á hafs-
botni. Talið er víst að þeir átta sem
Hinar árlegu seiða- og sjórann-
sóknir á hafsvæðinu milli íslands
og Grænlands og umhverfis ís-
land á rannsóknarskipunum
Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæ-
mundssyni fóru ffam dagana 8.
ágúst til 3. september.
Tilgangúr þessara rannsókna
er að kanna ástand sjávar um-
hverfis landið og fjölda og út-
breiðslu seiöa helstu nytjastofna,
einkum þorsks, ýsu, loðnu og
karfa og fá þannig strax á fyrsta
ári hugmynd um hvers megi
vænta af þessum árgöngum og
áður en hægt er að leggja mat á
styrk þeirra með öðrum aðferð-
um.
Helstu niðurstöður rannsókn-
anna eru þær að sumarið 1990
hafi verið mikil yfirborðshitun í
sjónum umhverfis ísland og yfir-
borðshitinn því óvenju hár. Aftur
á móti gætti þe$sa ekkert í dýpri
sjávarlögum. Innstreymi hlýsjáv-
ar vestur og norður fyrir land
hefur því verið mjög lítið og sjáv-
arástand fyrir vestan, en einkum
þófyrir norðan og austan, verður
því að teljast hafa verið mjög
óhagstætt sumarið 1990.
Litið fannst af þorskseiðum og
enda þótt seiðin hafl verið sæmi-
lega á sig komin má telja nokkuö
öruggt að þorskárgangurinn 1990
verði fimmti lélegi þorskárgang-
urinn í röð.
Fjöldi ýsu- og loðnuseiða var
einnig undir meðailagi en ástand
seiðanna var mjög gott.
Meira var af karfaseiðum í
Grænlandshafi en á undanföm-
um árum og veröur 1990 seiðaár-
gangurinn að teljast mjög góður.
-J.Mar
Exchange.
„Það er þó ekkert hægt að segja
frekar um rannsókn málsins enda
er hún á frumstigi hjá okkur," sagði
Sævar Lýðsson.
„Þetta mál er í höndum banda-
rískra rannsóknaraðila, hvað snýr
aö þeirra mönnum, en í höndum lög-
reglu á Keflavíkurflugvelli hvað snýr
aö okkar fólki,“ sagði Róbert Trausti
Árnason, skrifstofustjóri varnar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins í samtali við DV um þá misklíð
og tortryggni sem upp er komin hjá
Navy Exchgnge.
„Það er hins vegar fullt samstarf
og samráð í gangi milli íslenskra og
bandarískra yfirvalda um að laga
samskiptin á milli þessara tveggja
hópa. Það er ekki óeðlilegt að fulltrúi
varnarmálaskrifstofu ræði við yfir-
menn varnarliðsins um þetta enda
er þar fullt samstarf í gangi,“ sagði
RóbertTrausti. -ÓTT
voru um borð í vélinni séu látnir.
Leiðangur var skipulagður um leið
og flakið fannst en mikil snjókoma
hefur aftraö björgunarstörfum.
-gse
Flugslysið við Grænland:
Flakið f undið
h